Dagur - Tíminn - 29.11.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 29.11.1996, Blaðsíða 1
Verið m viðbúin vinningi! tBnmiv-Wíxxúnn LIFIÐ I LANDINU Föstudagur 29. nóvember 1996 - 79. og 80. árgangur - 229. tölublað Verið viðbúin vinningi! ÞINGEYSKAR KINDUR GEGN KERFINU Fífuhvammsland í Kópavogi í gær, - Gústaf Finnbogason fjáreigandi við fjárhús sitt, myndarlegt, einangrað hús með salerni, rennandi vatni og kaffi- stofu. Hlutlaus aðili metur húsið á 1,7 milljónir króna, en bærinn tekur það nú eignarnámi. Eins og sjá má sækir mannabyggðin fast að fjárhúsabyggð- ÍnnÍ. Mynd:ÞÖK. Fjárbóndi íKópavogi er kominn upp á kant við kerjið. Hann þrjóskast við, en íbúðabyggðin fœrist nœr. Hann er með 10 kindur íJjárhúsi sínu í Fífuhvammslandi, -þing- eyskt forystufé úr Þistiljirði, sem hann hefur verið að koma sér upp. Öll bœjarstjórn Kópavogs, 11 bœjarfulltrú- ar, samþykktu eignarnám á aðstöðu fjárbóndans á fundi sínum á dögunum. Einelti bæjaryfirvalda? „Við hjónin erum nú farin að halda að þetta sé eitthvert ein- elti gagnvart okkur,“ sagði Gústaf Finnbogason, 74 ára Kópavogsbúi, sem stendur í stappi við bæjaryfirvöld vegna fjárhúss síns í Fífuhvammslandi þar sem hann ræktar þingeyskt forystufé. Hann segir viðskipti sín við yfirvöld í Kópavogi und- anfarin 23 ár ekki hafa verið sem best og þau hjónin borið mikinn íjárhagslegan skaða af. Gústaf og kona hans, Helga Júlíusdóttir, komu frá Vest- mannaeyjum 1972, en árið eftir varð hús þeirra undir hraun- flóðinu, það var reyndar síðasta húsið sem varð hrauninu að bráð. Þau settust að í Kópavogi og byggðu sér hús að Skjól- braut lla. „Við vorum nýbúin að selja húsið í Eyjum, og fengum það nú í hausinn aftur, það var lítið búið að borga í því. Hérna í Kópavogi gekk illa að byggja, ég þurfti að bíða í tvö ár með bygginguna vegna ótal margra og mikilla mistaka byggingaryf- irvalda, sem kostuðu okkur stórfé og þetta leit orðið illa út,“ sagði Gústaf. En nú er komið upp annað áreitismál, sem hefur verið að gerjast undanfarin ár, fjárhúsa- mál Gústafs og fleiri áhuga- manna um sauðfjárrækt í bæn- um. Bæjarstjórinn sveik „Ég var með Qárhús niður við Kópavogslækinn og átti að vera þar í 10 ár, en var ekki búinn að vera nema 5 ár þegar ég var hrakinn þaðan og í Fífu- hvammslandið. Kristján Guð- mundsson sem var bæjarstjóri sveik okkur í þessu máli. Krist- ján lofaði mér munnlega að vera til ársins 2010 í Fífu- hvammslandinu, en þangað flutti ég í fjárhús sem ég byggði 1990 til 1991. Nú stendur þetta loforð ekki lengur. Ég vildi ekki fara uppeftir fyrr en ég sæi samningana. En þeir sáu nú við því, brutu niður allar girðingar. Núna er komin einhver pólitík í þetta, sem ég vil ekki fara nán- ar út í. Húsið mitt er metið afar lágt og ég sætti mig illa við það. Mér skilst að þeir ætli að taka þetta eignarnámi. Okkur er boðið að eiga húsin og taka þau með okkur, ef ekki kemur til eignarnáms, en ekki vísað á neinn stað til að setja þau nið- ur. Eitt húsið hefur reyndar verið rifið,“ sagði Gústaf í gær. Mismunandi tölur í fasteignamati Gústaf fékk hlutlausan aðila, Magnús Leópoldsson fasteigna- sala, til að meta fjárhús sitt og hlöðu í Kópavogi. Mat hans var upp á 1,7 milljónir króna miðað við eðlilegan lóðaleigusamning. Bæjarstjóri bauð nýlega 900 þúsund krónur í bætur, en aðrir eigendur hafa verið að fá 450 þúsund til 730 þúsund, en þau hús eru til muna minna vönd- uð. Tæknideild bæjarins hefur líka gert mat, sem er ótrúlega lágt. Sigurður Geirdal segir að hann bjóði Gústafl 64% hærra verð fyrir eignina en nemur mati Tæknideildar. Gústaf hafði ekki kindur úti í Vestmannaeyjum, en á sínum æskuslóðum á Eskifirði hafði hann fé. Hann segist skilja þörf bæjaryfirvalda á landinu, en málið þurfi að leysa á eðlilegan hátt. Hann hafi lagt í mikinn kostnað við bygginguna og lóð- ina í kring þar sem hann gerði mikla fyllingu og ræktaði. Gúst- af segist ekki vilja verða fyrir búsifjum öðru sinni af völdum Kópavogsbæjar. „Það sem mér finnst sárast eru svör bæjarstjóra og sam- bandsleysi bæjarfulltrúa við íbúa sína og kjósendur. Sigurð- ur Geirdal sagði í vitna viður- vist að hann hygðist „reka kind- urnar upp að vegg og skjóta þær“, þegar bærinn eignaðist búskapinn." Bæjarstjórinn hafi líka neitað að koma og skoða fjárhúsið, sagði að sig varðaði ekkert um það. Ekki gengið frá samn- ingum, segir bæjar- stjóri Kópavogs „Fjárhús þessi hafa ekki form- legan stöðurétt," sagði Sigurður Geirdal bæjarstjóri á bæjar- stjórnarfundi í Kópavogi ný- lega. Ekki hafi verið gengið frá samningi um bráðabirgðaleyfi til íjárbænda í Fífuhvamms- landi þegar þeim var gert að rýma fjárhús í suðurhlíðum Digraneshálsins. Fjárhúsaeig- endur hafi aldrei skrifað undir samningsdrögin. Gústaf segir að eigendur hafi aldrei séð þau drög fyrr en á lokastigi málsins. Aðalskipulag Kópavogs hafi gert ráð fyrir íbúðabyggð á svæðinu. í þessum samningsdrögum var gert ráð fyrir að eigendur fjárhúsa vikju af staðnum með 6 mánaða fyrirvara. Fjárhúsa- eigendum hefði verið tilkynnt formlega í september á síðasta ári að þeir þyrftu að fara þann 1. október 1996. „Frá öndverðu var ljóst að hús þessi þyrftu að víkja þegar framkvæmdir á skipulagi krefð- ust þess og ekki yrði um bætur fyrir mannvirki að ræða,“ sagði Sigurður Geirdal bæjarstjóri.-JBP

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.