Dagur - Tíminn - 29.11.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 29.11.1996, Blaðsíða 10
22 - Föstudagur 29. nóvember 1996 jOayur-CEúnmn Tónleikar Kariakórs Dalvíkur Karlakór Dalvíkur heldur tónleika í Akureyrarkirkju nk. laugardag, 30. nóv. kl. 17. Kórinn flytur fjöl- breytta efnisskrá. Einsöngvarar með kórnum eru Halla Jónsdóttir og Jónas Þórir Jónsson auk þess sem kvartett úr röðum söngmanna kemur fram. Kórinn heldur einnig tónleika í Dalvfkurkirkju sunnu- daginn 1. des. kl. 15. Skemmtidagskrá með kveðskap Hákonar Aðalsteinssonar verður á Hótel KEA föstudaginn 29. nóv. kl. 21. Aðgangur kr. 1.200,- Flóamarkaður á Hjálpræðishernum Næstsíðasti flóamarkaður ársins verður á Hjálpræðishernum á föstu- daginn kl. 10-17. Mikið úrval af góðum fatnaði á börn og fullorðna. Krabbameinsfélag Akureyrar Mánudaginn 2. des. 1996 kl. 20-22 mun Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis halda OPIÐ HÚS á skrifstofu sinni á Glerárgötu 24, 2. hæð. Þetta verður jafnframt jóla- fundur félagsins og mun Valgerður Valgarðsdóttir, djákni, ílytja hug- vekju um sálusorgun og jól. Það verður boðið uppá jólakaffi og ALLIR ERU VELKOMNIR. Hvítasunnukirkjan á Akureyri Laugardaginn 30. nóv. verður haldinn jólabasar í Hvítasunnu- kirkjunni v/Skarðshlíð. Húsið opn- ar kl. 10.30-16. Gott aðgengi Á alþjóðadegi fatlaðra, þriðjudag- inn 3. des. nk. standa félögin Sjálfsbjörg á Akureyri og nágrenni, ásamt Þroskahjálp á Norðurlandi eystra, Akureyri, að dagskrá í Kjarnalundi kl. 17.30. Þar fer fram afhending viðurkenningar í fram- haldi af úttekt á aðgengi fyrir fatl- aða á þjónustuhúsnæði hér í ba:. Haldið veröur diskótek f félagsmið- stöðinni í Lundarskóla kl. 19, laug- ardaginn 30. nóv. Fjöllistasýningin „Engillinn“ í Deiglunni Næstkomandi laugardag, þann 30. nóv. kl. 14, verður opnuð englasýn- ing í Deiglunni á Akureyri. Til sýn- is verða rúmlega 30 leikfangaengl- ar frá Gullasmiðjunni Stubbi, skreyttir af jafnmörgum lista- mönnum. Sumir listamannanna eiga einnig önnur verk á sýning- unni. Sýningin er tileinkuð börnum á öllum aldri og ætlunin er að staldra við og hugsa um frið og engla. Fjölmargar uppákomur verða alla vikuna: Sunnudaginn 1. des. les Aðalsteinn Bergdal Ævin- týri á aðventu eftir Iðunni Ágústs- dóttur, en önnur dagskráratriði verða kynnt jafnóðum í Degi-Tím- anum. Skákfélag Akureyrar Haustmót barna og unglinga laug- ardaginn 30. nóv. og hefst kl. 13.30. Teflt í flokki 13-15 ára, 10- 12 ára og 9 ára og yngri. Líka er teflt í stúlknaflokki. Teflt er í Skák- hoimilinu að Þingvallastræti 18. Hraðskákmót verður sunnudaginn 1. des. kl. 14. Landið Samsýning í Kirkjuhvoli Á morgun, laugardag, kl. 14 opna þau Hrönn Eggertsdóttir, Friðþjóf- ur Helgason og Helgi Daníelsson málverka- og ljósmyndasýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akra- nesi. Þau nefna sýninguna Fjallið okkar - AkraJJall og sýna um 90 myndir af og tengdu Akrafjalli. Við opnunina syngur ung söngkona, Heima Ýr Helgadóttir, nokkur lög við undirleik á hörpu. Hrönn sýnir málverk, sem flest eru máluð á síðustu vikum. Frið- þjófur sýnir svart/hvítar ljósmynd- ir, flestar nýlegar, en Helgi sýnir ljósmyndir í lit. Sýningin verður opin daglega frá kl. 15-18 til 15. des. n.k. Kirkjustarf á Hvammstanga Við upphaf aðventunnar breytir kirkjustarf um takt og allt miðar að undirbúningi fyrir jólahátíðina. í Hvammstangakirkju verður efnt til aðventumessu fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 14. Þingeyrarklausturskirkja. Fyrsta aðventukvöldið verður í Þingeyrarklausturskirkju sunnu- daginn 1. des. kl. 21. Tjarnarkirkja á Vatnsnesi. Að- ventukvöld fyrir Tjarnar-, Vestur- hópshóla- og Breiðabólsstaðarsókn verður á Nikulásarmessu, fimmtu- daginn 5. des. kl. 21. Hvammstangakirkja. Föstu- daginn 13. des. kl. 20.30, á Lúsíu- messu, verður aðventukvöld f Hvammstangakirkju. Barnastarf á aðvcntu. Barna- samverur og -guðsþjónustur verða í Hvammstangakirkju alla sunnu- daga í aðventu, líkt og sunnudaga frá því í september. Barnastarfið er alla dagana kl. 11 fyrir hádegi. Stúlknakór Húsavíkur Stúlknakór Húsavíkur verður með tónleika á sal Borgarhólsskóla sunnudaginn 1. des. kl. 20. Tón- leikarnir eru liður í ijáröflun fyrir ferð kórsins til Þýskalands í sumar. Leikdeild Eflingar í Reykjadal Leikdeild Ungmennafélags Eflingar í Reykjadal frumsýnir leikritið „Ilimnarfki" eftir Árna Ibsen í kvöld í félagsheimilinu á Breiðumýri. Ljósmyndasýning á Siglufirði Laugardaginn 30. nóv. kl. 14 opna þeir Björn Valdimarsson og Sveinn Hjartarson ljósmyndasýningu í Að- algötu 8 á Siglufirði og verður hún opin næstu tvær helgar. Aðventutónleikar í Skálholtsdómkirkju Fyrsti sunnudagur f aðventu ber upp að þessu sinni á sjálfan full- veldisdag íslensku þjóðarinnar, 1. desember. Þá verða samkvæmt venju haldnir aðventutónleikar í Skálholtsdómkirkju. Er óhætt að fullyrða að aldrei fyrr hafa þeir ver- ið jafn fjölbreyttir og veglegir eins og nú stendur til. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Aðventukvöld í Áskirkju Á sunnudaginn kemur, 1. desem- ber, verður aðventusamkoma í Ás- kirkju kl. 20.30. Komu aðventunn- ar mun og fagnað í guðsþjónustum sunnudagsins í Áskirkju, en barna- guðsþjónusta er kl. 11 og guðs- þjónusta kl. 14. Útgáfutónleikar Stefáns Hilmarssonar Á dögunum sendi Stefán Hilmars- son frá sér nýja geislaplötu, „Eins og er...“, sem fengið hefur góðar móttökur. Mánudagskvöldið 2. des. heldur Stefán útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Félagsvist í Risinu kl. 14 í dag. All- ir velkomnir. Jólaföndur í Risinu byrjar þriðjudaginn 3. des. kl. 19 til 22. Upplýsingar gefur Dóra í s. 551 0636. Lögfræðingur félagsins er til viðtals á þriðjudögum. Panta þarf viðtal í s. 552 8812. Félag eldri borgara Kópavogi Spiluð verður félagsvist að Fann- borg 8 (Gjábakka) í kvöld, föstu- dag, kl. 20.30. Húsið öllum opið. Laufabrauð og söngur í Gjábakka Á morgun, laugardag, verður venjubundinn laufabrauðsdagur í Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi. Ilúsið verður opnað kl. 13.30. Þ.eir sem ætla að skera út kökur eru beðnir að taka með sór skurðbretti og áhöld til að skera út með (t.d. lítinn hníf). Klukkan 14 syngur Samkór Kópavogs í Gjábakka og þar á eftir syngur kór Kvennaskólans í Reykjavík. T ón I istardagskránni lýkur með því að nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs leika á íiðlu og píanó. Heitt á könnunni og heimabakað meðlæti verður selt á vægu verði. Aðgangseyrir er eng- inn og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hana-nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana-nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakafli. Skaftfellingafélagið í Reykjavík Félagsvist sunnudaginn 1. des. kl. 14 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Kvenfélag Háteigssóknar heldur jólafund sinn þriðjudaginn 3. desember kl. 20 í safnaðarheim- ili kirkjunnar, með hefðbundnum jólamat og happdrætti. Til skemmtunar verður einsöngur og upplestur. Gestir velkomnir. Þátt- taka tilkynnist í símum 581 2114 (Oddný) eða 553 6697 (Guðný). Kvenfélag Kópavogs heldur kökubasar í anddyri félags- heimilisins næstkomandi sunnu- dag, 1. des., kl. 13. Móttaka á kök- um á sama stað frá kl. 10-12. Nán- ari upplýsingar gefa Svana í s. 554 3299 eða Þórhalla í s. 554 1726. Jólakaffi Hringsins Hið árlega jólakaffi Hringsins verð- ur á Hótel íslandi sunnudaginn 1. des. og hofst kl. 13.30. Allur ágóði rennur í Barnaspi'talasjóð llrings- ins. T-Vertigo á Blúsbarnum og The Dubliner T-Vertigo spilar ásamt Tómasi M. Tómassyni bassaleikara laugar- daginn 30. nóv. á Blúsbarnum við Laugaveg og hefst skemmtunin kl. 24 og stendur til 03. Sunnudaginn 1. des. hittast allir sáttir og sælir við sitt í árs afmælis- kaffi The Dubliner, Hafnarstræti, hlýða hvor á annan og T-Vertigo úti í horni í taumlausum rólegheit- um. T-Vertigo spilar það sem hug- ur þeirra girnist frá kl. 15-18. T-Vertigo skipa þeir Sváfnir Sig- urðarson á kassagítar, Hlynur Guð- jóns á kassagítar og Tóti Freys á kontrabassa. Frá Suomi-félaginu Kvikmyndin Benjamín dúfa verður sýnd á vegum Suomi-félagsins í Norræna húsinu sunnudaginn 1. des. Sýningin stendur frá kl. 16 til 18.30. Ókeypis aðgangur. Hátíðarhöld Suomi-félagsins vegna þjóðhátíðardagsins 6. des- ember verða laugardagskvöldið 7. desember í Norræna húsinu. Timo Váánánen hljóðfæraleikari kemur frá Finnlandi og flytur tónlist. Að- gangseyrir er 1.000 kr. og er mat- ur innifalinn. Helmingsafsláttur er fyrir stúdenta og ókeypis fyrir börn. Dagskráin hefst kl. 19 stund- víslega. Basar og kaffisala ABC hjálparstarfs ABC hjálparstarf verður með basar sunnudaginn 1. des. n.k. frá kl. 14 að Sóltúni 3 (Sigtúni 3). Seldir verða handunnir munir. Einnig verður á boðstólum kaffí, kakó og meðlæti. Málverkasýning og tón- leikar í Hallgrímskirkju Á fyrsta sunnudag í aðventu, 1. des. n.k., verður að aflokinni guðs- þjónustu opnuð málverkasýning með verkum Helga Þorgils Frið- jónssonar. Sama dag kl. 17 verða haldnir kórtónleikar kammerkórs- ins Schola cantorum. Það er Listvinafélag Hallgri'ms- kirkju sem stendur fyrir þessum menningarviðburðum. Harmonikuball í Kópavogi Lionsklúbburinn Muninn mun standa fyrir harmonikuballi annað kvöld, laugardag, í Lionsheimilinu Lundi, Auðbrekku 25, Kópavogi. llúsið verður opnað kl. 21. Að- gangseyrir verður kr. 1.000 og all- ur ágóði af skemmtuninni fer í líknarsjóð klúbhsins. Kaldalóns-tónleikar í Gerðarsafni Tónleikar með lögum Sigvalda Kaldalóns verða „Við slaghörpuna“ i' Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni mánudaginn 2. des. og þriðjudag- inn 3. des, og hefjast þeir bæði kvöldin kl. 20.30. Sigrún lljálmtýsdóttir sópran og Óskar Pétursson tenór flytja fjölda sönglaga tónskáldsins og auk þeirra koma fram Björgvin Þórðar- son tenór, Friðbjörn G. Jónsson tenór, Eiríkur Hreinn Helgason baritón, Kristinn Hallsson bassi og hópur söngmanna er skipa kór, sem ekki hefur enn fengið nafn. Við píanóið verður Jónas Ingimundar- son, sem hefur sett efnisskrána saman og annast undirbúning. Verð aðgöngumiða verður kr. 1.000. Aðventa í sveitinni Á næstunni mun Ferðaþjónustan Öngulsstöðum III standa fyrir dag- skrá sem tongist aðventunni í Hlöðunni á Öngulsstöðum. Dagskráin hefst með því að Þorgerður Sigurðardóttir frá Grenjaðarstað opnar myndlistarsýningu þar sem hún sýnir tréristur kl. 14 laugardaginn 30. nóv. Föstudaginn 6. des. verður jólaglögg með piparkökum og léttri tónlist í umsjá Ingólfs Jóhannssonar. Laugardaginn 7. des. verður boðið upp á „jólaborðið hennar ömmu i' sveitinni“. Laugar- daginn 14. des verður síðan aðventukvöld með Tjarnarkvartettin- um. Aðgangseyrir kr. 600,- Aðventudagskránni lýkur síðan föstu- daginn 20. des. með hátíöarkvöldi þar sem Björg Þórhallsdóttir Ilyt- ur nokkur lög. Aðgangseyrir kr. 600,- Dagskráin hefst öll kvöldin kl. 21 nema „jólaborðið hennar ömmu i sveitinni“ en þá verður húsið opnað kl. 19. Hunang og Emiliana Torrini í Sjallanuni Tónleikar Emelíönu Torrini og hljómsveitar verða í Sjallanum nk. föstudagskvöld ki. 22. Nýjasti geisladiskur Emeh'önu hefur nú selst í 4000 eintökum á tæpum mánuði sem er frábær árangur. Aðsloðarmenn Emelíönu eru þeir Jón Ólafsson, Jóhann Hjörleifs- son, Róbert Þórhallsson, Ingólfur Magnússon, Bjarni Bragi Kjart- ansson og Óli Öder. Miðaverð er kr. 1000,- Hljómsveitin Hunang, sem hér sést á myndinni, leikur í Sjallan- um á laugardagskvöldið.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.