Dagur - Tíminn - 19.12.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 19.12.1996, Blaðsíða 1
II JEftömdmtíkga gott BRAGA :MF - islenskt og ilmandi nýtt ÍDagur-^Itmmtt LIFIÐ I LANDINU Fimmtudagur 19. desember 1996 - 79. og 80. árgangur - 243. tölublað EftímiHHÍtega $&U BRAGA KAfll - islenskt og ilmandi nýtt MÓRI ÓÚTREIKNANLEGUR Nú síðast í morgun voru í gangi aðgerðir af hálfu Móra. Ingi S. Ingason á Stokkseyri, þýskukennari hér við skólann, þurfti í bráðabítið að koma og leggja fyrir sjúkra- próf. En þegar Ingi var kominn að Hraunsá, sem er skammt vestan kauptúnsins, tók Sker- flóðsmóri til óspilltra málanna - einmitt á þeim slóðum þar sem heimkynni hans eru. Þarna drap bíllinn hans Inga á sér, sem var hið versta mál. Hann þurfti auðvitað að koma boðum áfram og láta vita hvernig ástatt væri. Hann stoppaði næsta bíl, sem í var sími. En viti menn - sambandið rofnaði. Þá voru góð ráð dýr. En til að gera nú eitthvað þá ákvað Ingi að gera úrslitatilraun með að gangsetja bílinn. Og viti menn, þá rauk bflinn í gang,“ segir Þór Vigfússon, kennari við Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Þór er meðal félagsmanna í Drauga- og tröllaskoðunarfélagi Evrópu, en innan þess fer fram öflugt starf meðal félagsmanna - sem bæði eru draugar og mennskir menn. Inntökuskil- yrði í félagið eru ekki gefin upp, en félagsmenn þurfa í það minnsta að sýna einhvern draugs- legan áhuga og hafa hvatir í slika veru. Forseti félagsins er Valur Lýðsson óðals- bóndi á Gýj- arhóli í Bisk- upstungum. „Starf félags- ins heldur sí- fellt áfram undir ör- uggri forystu leiðtoga vors og sitthvað er á döf- inni,“ segir Þór. Skaftfellingur drukknar í Sker- flóði Draugurinn Móri er lifandi afl í h'fi fólks í lágsveitum Árnessýslu. Árið 1784 drukknaði maður úr Skafta- fellssýslu í Skerflóði við Stokks- eyri, eftir að hafa verið úthýst á bæ nokkrum á Stokkseyri. í hki draugsins Móra hefur maður þessi kveðið sér hljóðs, en hann er eftir atvikum nefndur Sker- flóðs-, Jórvíkur-, Kampholts- og Þingdalsmóri. - Þrír síðast- nefndu staðirnir eru bæir í Fló- anum þar sem Stokkseyring- arnir, sem úthýstu Skaftfell- ingnum, bjuggu síðar. „Móri er séður. Þetta atvik sem gerðist í morgun niður á Stokkseyri segir að vitað mál er að Móri hefur haft hugboð um að þú ætlaðir að hringja í mig til að fá að heyra eitthvað um sig,“ sagði Þór Vigfússon. í Drauga- og tröllaskoðunarfélagi Evrópu fer fram öfl- ugt starf meðal fé- lagsmanna - sem bæði eru draugar og mennskir menn. Inntökuskilyrði í félagið eru ekki gefin upp. Elskar græjur og tæki „Móri elskar að vera í alls kon- ar græjum og tækjum. Þegar ég er eitthvað að fikta í tölvum hér í skólanum og allt fer í flækju kalla ég í tölvukennarann sem segir þá venjulega að þetta eigi ekki að geta gerst. Allir sjá auð- vitað að þarna er Móri með í spilinu," segir Þór ennfremur. Þór Vigfússon velkist ekki í vafa um að Móri hafi eitt sinn bjargað lífl sínu. Þá var hann, sem ungur maðtn-, á leið frá Selfossi upp Skeið og ferðaðist sem puttalingur. Skammt fyrir austan Selfoss tók ökumaður hann upp og sá var heldur að flýta sér. Þór tókst hins vegar að halda aftur af ökumanninum með mergjuðum Mórasögum, þannig að ökumaðurinn nánast gleymdi stað og stund. Með hægum akstri var hægt að kom- ast áfallalaust í gegnum hlykkj- óttan veginn í Merkurhrauni, neðst á Skeiðum. Þar skammt frá fór Þór út. - En þá gaf „Móri hefur haft hugboð um að þú ætlaðir að hringja í mig til að fá að heyra eitthvað um sig,“ sagði Þór Vigfússon. bílstjórinn í, og á Brautarholti, efst á Skeiðum, missti hann stjórn á bflnum og fleytti kerl- ingar út í skurð. Urr, marr, surg og sarg í lífi Flóamanna hefur Móri mikil áhrif A meðal Flóamanna hefur Móri mikil áhrif og þeir bera mikla virðingu fyrir honum. Hann er lif- andi afl í lífi þeirra. og þeir bera mikla virðingu fyr- ir honum. Svo segir Þór að einhverju sinni hafi einn kenn- ara Fjölbrautaskóla Suðurlands borið mikinn kvíðboga fyrir að fara með bfl sinn til skoðunar. „Þessi ágæti Flóamaður sagði að í bfl sínum væri urr, marr, surg og sarg. Ómögulegt væri að fara að leggja stórpening í viðgerð. Kennarinn tók á það ráð að keyra austur að Kamp- holti - rétt til að athuga hvort Kampholtsmóri myndi ekki leggja sitt af mörkum til að koma bflnum í lag. Allt þetta gekk eftir og bfll kennarans flaug í gegnum skoðunina.“ En mun Móri aðhafast eitt- hvað sérstakt á heilagri hátíð kristinna manna? „Ég ætla Móra ekkert, en hann er gam- ansamur. Alveg óútreiknanleg- ur,“ segir Þór Vigfússon. -sbs.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.