Dagur - Tíminn - 19.12.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 19.12.1996, Blaðsíða 11
jOctgur-CEmmm Fimmtudagur 19. desember 1996 - 23 FINA FRÆGA FOLICIÐ Viltu kaupa húsið hans Gene Kelly? Undanfarið hefur mikið verið talað um það að ís- lendingar kaupi í stórum stíl orlofshús á Spáni. Ef einhver vill vera frumlegur þá bendi ég á að húsið hans Gene Kelly heit- ins er til sölu. Húsið var heimili Gene í 40 ár og var kallað „Kellyfornía". Af frægum gest- um sem heimsóttu Gene á heim- ili hans má nefna Judy Garland og Frank Sinatra. Ásett verð er tæpar 140 milljónir króna. Ég verð alltaf að gera ráð fyrir því að þið lesendur góðir þekkið ekki allt fína og fræga fólkið. En það hljóta allir að vita hver Gene Kelly var. Ég gef ykk- ur bara eina vísbendingu: „I’m singing in the rain... Það kostar ekkert að gera tilboð í „Kellyforníu". Æ, æ og við sem erum / -:':y ekki tvíhurar! f . -ry . Það er mar- tröð hverrar konu að mæta á árshátíðina í nákvæmlega eins sam- kvæmiskjól og einhver önnur. (Nú, er það ekki?). Marg- ar eru svo kaldar að leigja sér kjól og þær verða örugglega ekki eins fúl- ar og þær sem borga stórfé fyrir kjól sem ein- hver önnur birtist líka í. Haldið þið til dæmis ekki að hún Morgan Fairchild (þessi ljóshærða) hafi ekki orðið spæld þegar Lorraine Bracco (þessi dökkhærða) gekk í salinn. - Hún sem splæsti í kjól frá eng- um öðrum en Valentino! (Kjóll eins og þessi kostar rán, morð og nauðganir eins og einn vinur minn er vanur að segja). En kjóllinn fer þeim stöllum mis- vel. Þið sjáið t.d. að hún Morg- an er örugglega í undra- brjóstahaldara (fyrir utan það að hún er með, þið vitið, sili- kon-brjóst) og kjóllinn hennar er nú allur þrengri. En þetta er smekksatriði. Dæmi nú hver fyrir sig eins og oft er sagt... AKUREYRARBÆR Samkeppni um heildar- skipulag Naustahverfis á Akureyri - forval Skipulagsnefnd Akureyrar efnir til forvals vegna fyr- irhugaðrar samkeppni um heildarskipulag svo- nefnds Naustahverfis, sem er framtíðar byggingar- land bæjarins suður frá núverandi byggð að Kjarna- skógi. Valdar verða 5 vinnustofur til þátttöku og verður greidd þóknun fyrir hverja tiliögu. Að auki verða veitt fyrstu verðlaun. Keppnistími verður frá s.hl. janúar og fram í apríl (3 mánuðir). Samkeppnin er haldin í samræmi við samkeppnisreglur Arki- tektafélags íslands. Tilgangur útbjóðanda með samkeppninni er að fá fram ferskar, raunhæfar tillögur að megindráttum hins nýja bæjarhluta og öðlast með því yfirsýn yfir þá möguleika, sem keppnissvæðið býður upp á. Sérstaklega er vonast til að niðurstaða samkeppn- innar geti vísað til framtíðar á nýrri öld með tilliti til þróunar búsetu, lífs- og atvinnuhátta, og jafnvægis byggðar og náttúru (sjálfbærrar þróunar). í frum- áætlunum hefur verið gert ráð fyrir um 2.000 íbúð- um í Naustahverfi og að það skiptist í tvö skólakerfi. Skipulagsnefnd hefur lýst vilja til þess að hafa sam- starf við verðlaunahafa um gerð skipulagsramma hverfisins. Val keppenda mun byggjast á mati á faglegri hæfni vinnustofanna og getu þeirra til að takast á við verk- efnið. Leitast verður við að velja til þátttöku ólíkar vinnustofur, bæði hvað snertir aldur og reynslu, með það í huga að tryggja fjölbreytni í tillögunum. Vinnustofur sem áhuga hafa á þátttöku í samkeppn- inni skulu gera grein fyrir hæfni sinni til að takast verkið á hendur með greinargerð á allt að tveim A4- síðum, sem senda skal í lokuðu umslagi merktu „Naustahverfi - forval, Akureyrarbær, bæjarlög- maður, Geislagötu 9, 600 Akureyri" fyrir kl. 16 fimmtudaginn 9. janúar 1997. í greinargerðinni skal skýra frá: 1) Nafni og heimilisfangi vinnustofu, 2) nafni og starfsheiti starfsmanna er stjórna myndu verkefninu, 3) starfsreynslu viðkomandi starfs- manna, 4) dæmum um verk vinnustofunnar/starfs- manna, 5) árangri í samkeppnum, 6) öðru starfsfólki og ráðgjöfum, 7) öðrum atriðum er máli kunna að skipta s.s. sjónarmiðum eða áherslum í starfi vinnu- stofunnar. Sérstök forvalsnefnd, óháð dómnefnd, mun velja þátttakendur úr hópi umsækjenda. Skipulagsstjóri. (Zðtcvtíífið Teitur Þorkelsson skrifar Múmín- álfamir Venus frá Willendorf er sennilega eitt elsta frjó- semistákn heims. Venus þessi er tíu sentimetra há stytta, fannst í Austurríki og er frá því þrjátíu þúsundum árum fyrir Krist. Það er skemmst frá því að segja að styttan er það alfeitasta frjósemistákn sem fundist hefur á Vesturlöndum en Afríka á hins vegar vinning- inn þegar kemur að feitustu frjósemistáknunum á heims- mælikvarða. Meira að segja Múmínálfarnir og Barbapapa- gengið eins og það leggur sig eru algjörar mjónur í saman- burði. Éftir því sem tímar líða mjókkar fegurðarímynd hinnar vestrænu konu smám saman og fyrirsætur Renoir, sem þykja vel bústnar og nautnalegar í dag, eru eins og renglulegar ung- lingsstúlkur miðað við formóð- ur sína. Offita sem aðal kvenna virðist svo smám saman hverfa með aukinni velmegun mann- kynsins. Enda hefur Marilyn Monroe, helsta kyntákn okkar menningarheims á öldinni, nóg af öllu, stór brjóst, mjúkan maga, barneignaiegar mjaðmir og vegleg læri en er samt ekki feit. Hvort sem það er svo fyrir enn meiri velmegun eða vegna þess að hommar stjórna tísku- heiminum að miklu leyti, virðist fegurðarímynd nútímakonunn- ar vera orðin svipuð rengluleg- um unglingsdreng. Engin brjóst og engar mjaðmir. Hvar eru eiginlega Múmínálfarnir? Framlag þitt skiptir öllu máli Í, ■★ * Getur þú gejið þeim pieð þ'erP- <ulT hjálparstofnun Vqt/ kirkjunnar 1 - iikö þinni hjálp Hjálparstofnun kirkjunnar kemur framlagi þínu til skila.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.