Dagur - Tíminn - 19.12.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 19.12.1996, Blaðsíða 6
18 - Fimmtudagur 19. desember 1996 ,áDagur-©ímmn RADDIR FOLKSINS is.. Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri Vafasöm gjafmildi Páll Jóhannesson skrifar Til hamingju, íslenska þjóð, með þá rausnar- legu gjöf sem LÍÚ hefur ákveðið að gefa íslensku þjóð- inni. Stórmennin í LÍÚ hafa loksins rétt úr sínu bogna baki, eftir áralöng mögur ár, og ákveðið að gefa þjóðinni nýtt og glæsilegt hafrannsóknaskip. Þeir ætla að hrista fram úr erminni svo sem einn milljarð, sem á að fara í smíði skipsins. Á undanförnum árum hafa þessir sömu menn, undir for- ystu Kristjáns Ragnarssonar, rokið upp til handa og fóta þeg- ar að kjarasamningum kemur. Þá er nú heldur bágborið ástandið hjá LÍÚ. Einnig hefur það færst í vöxt að kvótinn er orðinn óopinber eign útgerðar- innar, sem gerir það að verkum að kvótabrask þrífst sem aldrei fyrr, öllum til óþurftar nema þá kannski útgerðarmönnum. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er hér ekki átt við hagræð- ingu í veiðum, heldur beina kvótaleigu til að geta sent skip- in á framandi mið. Hvorki sjó- menn né fiskverkafólk hafa not- ið góðs af slíku braski, pening- arnir vegna kvótaleigu á óveiddum fiski fara beint í vasa útgerðarmannsins. Svo segja menn að fiskurinn sé þjóðar- eign. Skrítið, ekki satt? 'W? 4 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviöið kl. 20.00 Jólafrumsýning: VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen 26. des. kl. 20. Uppselt. 2. sýn. föstud. 27. des. Uppselt. 3. sýn. laugard. 28. des. Uppselt. 4. sýn. föstud. 3. jan. Örfá sæti laus. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson 6. sýn. fimmtud. 2. jan. Nokkur sæti laus. 7. sýn. sunnud. 5. jan. Nokkur sæti laus. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Laugard. 4. jan. Barnaleikritið LITLIKLÁUS0G STÓRIKLÁUS eftir H.C. Andersen verður frumsýnt seinni hluta janúar. Miðasala auglýst síðar. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT AÐ HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Föstud. 27. des. Nokkur sæti laus. Laugard. 28. des. Nokkur sæti laus. Fóstud. 3. jan. Sunnud. 5. jan. Athygli skal vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn i salinn eftir að sýning er hafin. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Sunnud. 29. des. Laugard. 4. jan. Athugiö að ekki er hægt að hleypa gest- um inn i' salinn eftir að sýning er hafin. ★ ★ ★ GJAFAKORT í LEIKJHÚS - SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF ★ ★ ★ Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, miðvikudaga til sunnudaga kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti síma- pöntunum frá kl. 10 virka daga. Simi 551 1200. i 4 Ll ibdiuaniOaiiMuJiiiKiu I ~ bÍT 5 jújiji wj*j LEIKFELAG AKUREYRAR Undir berum himni eftir Steve Tesich Frumsýning á „Renniverkstæðinu" (Strandgötu 49) sunnudaginn 29. des. kl. 20.30. Uppselt 2. sýning mán. 30. des. kl. 20.30. 3. sýning lau. 4. jan. kl. 20.30. 4. sýning sun. 5. jan. kl. 20.30. Sýningin er ekki við hæfi barna. pfih Gmmn (fjafafímt á ÍDýwi í Jíáí)a.sfU)(fi vt tiíiudin játagjöf. fywi ytuptu. fíynóíádUui. 3tafii xwitaiid uii miiasölu Samkomuhúsinu Sigrún Astrós Föstud. 27. des. kl. 20.30. Aukasýning - Allra síðasta sinn. Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjorn Egner Aukasýningar: Laugard. 28. des. kl. 14. Sunnud. 29. des. kl. 14. MiSasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari alian sólarhringinn. Sími í mi&asölu: 462 1400. iDngitr-ÍEfmtnu - besti tími dagsins! Gjafmildi Kristjáns Ragnarssonar er umtalsefni þessa bréfs. Já, þetta með að ílskurinn sé þjóðareign er nú dálítið skrítið. Því að á sama tíma og útgerð- armaðurinn hefur heimild til að leigja og braska með þjóðar- eignina stinga þeir gróðanum af kvótaleigunni í vasann. Síðan á allur almenningur að trúa því að ekki sé svigrúm til að Iáta útgerðina greiða auðlindaskatt. Það er tvennt sem gerði það að verkum að maður varð svo- lítið tortrygginn, þegar tilkynn- ingin um gjöfína fínu kom. í fyrsta lagi vill meirihluti fólks setja auðlindaskatt á út- gerðina, þar sem fiskurinn er jú þjóðareign, en það má útgerðin ekki heyra á minnst; það sé ekki svigrúm til slíkra verka. í öðru lagi eru sjómenn með lausa samninga um áramót, eins og nær allt annað launa- fólk. Það skyldi þó ekki vera að útgerðin sé að kaupa sér frið. Fá fólk til að gleyma og hætta að tala um auðlindaskattinn og hafa síðan samúð með sér, þeg- ar þeir segja við sjómenn að ekki sé svigrúm til launahækk- unar eða hagræðingar í kjara- samningum. Þetta með kjarasamningana. Ef LÍÚ sýnir sama ábyrgðarleysi í komandi samningum og við þá síðustu og vinnustöðvun verður að veruleika, þá er útgerðin bú- in að leggja sitt af mörkum (þetta með skipið) og krefjast lagasetninga til að binda enda á vinnudeilur þeirra og sjó- manna. Kristján Ragnarsson og félagar í LÍÚ líta nefnilega svo á að vinnudeilur þeirra við sjó- menn eigi ávallt að leysa með lögum, en ekki við samninga- borðið. Þeirra sjónarmið eru að aðeins sjómenn eigi að gefa eft- ir, er vinnudeilur eru annars- vegar. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Vangaveltur af þessu tagi eru ekki óeðlilegar í ljósi þess að á sama tíma og útgerðin segir að ekki sé svigrúm til að setja auð- lindaskattinn á þá ætla þeir að gefa okkur rétt si svona einn milljarð til að smíða skipið góða. Það kann einhverjum að þykja undarlegt að hægt sé að gefa frá sór eitt þúsund milljón- ir, þegar þeir eru nýbúnir að segja að engir séu peningarnir til. Nú er það auðvitað góðra gjalda vert að færa þjóðinni þessa glæsilegu gjöf, en hver skyldi svo borga þegar upp er staðið? Það skyldu þó ekki vera sjómenn og fiskverkafólk sem fá að borga brúsann? Einnig má spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar, hvort útgerðin sé ekki að viðurkenna með þessu að nú sé einmitt svigrúm til að setja auðlindaskattinn á. Er ekki ríkisstjórnin líka allt- af að tala um eitthvert góðæri, sem reyndar enginn virðist taka eftir nema þeir sjálfir. Það á vafalaust eftir að sýna sig í komandi samningum hjá hinum almenna launþega. Höfundur er skipverji á Sléttbaki EA 304. f- * Mánudagsmorgunn, skammdegið í algleym- ingi, skítakuldi úti, bíllinn bilaður. Er hægt að biðja um það verra? Hvað er að fólki sem hjólar um allar trissur sama þótt færðin sé þannig að það verði að hjóla út á miðri götu? Og ekki nóg með það, heldur endurskinslaust í þokkabót! Það ætti að banna að skikka menn til að mæta í vinnuna þegar enn er dimmt úti. Mein- hornið mælir með vinnutíma frá ellefu til þrjú á veturna. A ldrei hættir maður að undrast endalausar j/pKÞ xAbreiðurnar af ryðgandi bflhræjum við bfla- sölur höfuðborgarinnar. Sum eru reyndar meiri r hræ en önnnr og sumar blikkbeljurnar slaga upp í það að vera bara þokkalegustu druslur. En verðið! Það hlýtur að vera það sem gerir að verkum að landslagið við bflasölurnar breytist svona lítið milli árstíða. Ég meina, hver kaupir tólf ára gamlan kolryðgaðan fólksbfl á milljón? Hafa bflasalar aldrei heyrt um lögmál framboðs og eftir- spurnar? Ambögur á ljósvakamiðlum Flestir reyna að nota spari- málið þegar þeir koma fram í fjölmiðluin, sletta sem minnst og segja sem fæstar vitleysur. Þetta tekst þó ekki alltaf enda enginn fuflkominn. Sérstaklega má stundum heyra klúðurslega til orða tekið á ljósvaka- miðlum enda algengt að þar tali fólk í beinni út- sendingu, misjafnlega vel undirbúið. Undirritaðri barst nýlega í hendur sam- antekt af setningum sem allar eiga það sameiginlegt að hafa lfljómað á öldum ljósvakans á síðustu mán- uðum og vera á einhvern hátt undarlegar. Hér koma nokkur dæmi: • Sem betur fer sér maður ekki börn á reiðhjólum án þess að vera með hjálm. (Spurning um að henda bara gleraugun- um og kaupa sér al- mennilegan hjálm í stað- inn. Örugglega miklu ódýrara!). • Ég fékk allt í einu dynk í höfuðið. • Fólk er klippt út úr bfl- um. (Er ekki bfllinn klippur utan af fólkinu?) • Skyggnið var mjög dimmt. Dagsettar vitleysur Sumar ambögurnar lét skrásetjari sér ekki nægja að skrifa niður heldur punktaði einnig niður dag- setningu og hver hinn orð(ó)heppni væri. • Skagstrendingar halda eignum sínum vel við, aðallega með viðhaldi. (Karl Eskill Pálsson, fréttam. RÚVAK 22/7 94). • Sagði mína sögu ekki slétta. (maður í þjóðar- sál, ódagsett). • Það barst mér til heyrna (Ólöf Sig. Listasumar í RÚVAK 1/8 95). • Móðurættin er flest ef ekki öll þarna að vestan (Sigga Beinteins í þætti um Súðavík 23/1 95). • Allir við eina sökina felldir. (Friðrik Þór Guð- mundsson í Þjóðarsál, 26/10 94). Og að síðustu... • Konur koma oft á fæð- ingadeildina með farið legvatn. (Hjúkrunarfræð- ingur í útvarpsviðtali 96). • Ég vill bara leggja árar í belg. (Kona sem hringdi í Þjóðarsál 11/3 95). • Hermdarverk skutu fjölda manns. (Bjarni Fel. í Atlanta 27/7 96). • Ég arfleiddi orgelskóna góðu frá pabba. (Björn Steinar Sólbergsson í viðtali við Gest Einar í RÚVAK 21/8 96). Og að síðustu ein skondin setning sem birtist á prenti: • Hlýjan frá líkama hans umlak hana. (Súsanna Svavarsdóttir. Þýðing f. Ásprent.) Umsjón: Auður Ingólfsdóltir.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.