Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Blaðsíða 3
JDagur-'3Iímmn
Föstudagur 20. desember 1996 -15
A L í F I Ð í
L A N D I N U
Hvað vill HANN og
Hausverkurinn er runninn upp. Þorláksmessuþrammið, með
frostbitnum kinnum og glamrandi tönnum, upp og niður
Laugavegi landsins, nálgast óðfluga. Eiginmenn herða sig upp
og þiggja niðurlútir ráðleggingar velfarðaðra dama nœrfata-
verslananna. Eiginkonur rangla ráðvilltar innan um skotfœri,
veiðistangir og varahluti. Nú ríður á að vel takist til ef halda
skal gleðileg jól með makanum.
í stuttu máli helltist andi jólanna gfir Dag-Tímann sem fór á
stúfana og innti konur og karla eftir því hvað þau vildu helst af
öllu fá frá maka sínum í jólagjöf. Og ekki síður hvaða gjöfeyði-
legði samkomulagið á jólanótt.
Því er nú verr og miður fyrir þá sem eru illa náttúraðir til jóla-
gjafakaupa að óformleg könnun blaðsins sýndi að Jólagjöfin í
ár er ekki til Hvorki hans né hennar, hvað sem líður upplýsing-
um frá áhugasömum kaupmönnum. Ekki einu sinni demants-
hringurinn gœti tryggt þér ánœgjulega jólanótt... LÓA
HÚN | HANN
Óskalisti:
1. Ég myndi helst vilja fá skauta og undirföt
saman í pakka og einhverja passlega erótíska
bók. (25 ára)
2. Bara einhvern sætan gullhring með lituðum
steini. (Hefði viljað leðurstígvél en ég er bara bú-
in að kaupa þau.) (Um þrítugt)
3. Svona einhvern yndislegan náttslopp, und-
irföt og skartgripi. Eða uppþvottavél (annars er
það eiginlega hann sem vantar uppþvottavél. Á
meðan hún er ekki til lendir hann í uppvaskinu.)
(Hátt á fertugsaldri)
4. Helst vildi ég flott föt, en hann gæti nátt-
úrulega ekki valið þau, þannig að best væri að fá
gjafakort í Kringluna. (Um þrítugt)
5. Mig langar í dýr nærföt sem ég myndi
aldrei tíma að kaupa sjálf, eða dýr leðurstígvél.
(Á fertugsaldri)
6. Ég veit að ég fæ bók (ég er búin að kaupa
hana) en fyrir mína parta myndi ég vilja ein-
hvern vandaðan fatnað eða skartgrip, þó pelsinn
sé auðvitað efstur á lista. (66 ára)
7. Ég stóð mig nú að því um daginn að biðja um baðsalt í jóla-
gjöf. Mér datt ekkert betra í hug. Þá var óg orðin það sem allar
konur óttast: Eins og mamma. Eg held hún eigi ennþá birgðir af
baðsöltum. (Fertug)
8. Ohh, silkináttföt, það er svo gott að sofa í þeim. Annars er
Black og Decker borvélin sú gagnlegasta og besta jólagjöf sem ég hef
fengið og gufustraujárnið var nú ekki mikið síðra. (56 ára)
9. Mig langar í úr, a.m.k. jafn dýrt og dóttir mín á, sem fæst í Leon-
ard og heitir einhverju frönsku nafni. Ég yrði hins vegar öskureið ef
hann keypti það því það er svo dýrt. (46 ára)
10. Mig langar rosalega í einhvern góðan, mjúkan stól sem ég get
hreiðrað um mig í og lesið góðar bækur. (Á fimmtugsaldri)
Bannlisti:
1. Einhver eldhúsáhöld, illa valið ilm-
vatn, geisladisk með Herberti Guðmunds-
syni eða fjölskrúðugar og myndríkar hand-
bækur.
2. Ekki föt - þetta fer hvort eð er allt á út-
sölu eftir áramótin.
3. Ég er orðin hundleið á að fá bolla og diska
í stellið (svo ég fór að gefa honum bolla í afmælis-
gjöf til að flýta fyrir þessu).
4. Sko, hann fer alltaf að hitta strákana og
drekka koníak í Jóni og Óskari á Þorláksmessu. Svo
gefur hann mér alltaf skartgripi. Ég á orðið kollek-
sjón frá Jóni og Óskari. Mig langar sem sagt ekki í
skartgrip.
5. Hvorki skartgrip né ilmvatn. Og ég treysti honum
ekki tfi að velja á mig föt, Annars endar þetta alitaf
með því að við kaupum eitthvað praktískt sameiginlega,
það fer svo mikill peningur í krakkana.
6. Ekki ræstidót, ryksugu eða heimilistæki. _
ufest* 7 Alls ekki straujárn - ég kann ekki að strauja og
langar ekki að læra það.
8. Ég gæti síst af öllu hugsað mér áritaða mynd
af forsetanum og frúnni, takk fyrir.
9. Svona blúndunærfatasamfellur.
y 10. Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef ég fengi
loks pelsinn. Jólapelsinn er orðinn að svo notalegum
heimilisbrandara.
Óskalisti:
1. Skotveiðibókina -
en ég fæ hana aldrei.
Hún kostar næstum
19 þús. kall. (Rösklega
þrítugur)
2. Ætli það yrði
ekki Birtingur eftir
Voltaire, annars höf-
um við yfirleitt prýði-
legt samkomulag um
að gefa hvort öðru
ekkert. (Um sextugt)
3. Þverslaufur, box-
era, í eldlínu kalda
stríðsins eftir Val Ingi-
mundarson, Kökubók
Hagkaups og 12 ára
gamalt viský.
(46 ára)
4. Dökkan frakka yfir jakkaföt. (Um þrítugt)
5. Mótorhjól. Nú ef ekki þá myndi maður ekki fúlsa við sögu Bítl-
anna á myndböndum í 8 klukkustundir. (Rétt yfir fertugt)
6. Svona allsherjar verkfærakassa og inniskó við silkisloppinn
sem konan gaf mér í fyrra. (37 ára)
7. Ég á allt og þarf ekki neitt. Það væri kannski helst góða
gönguskó. (58 ára)
8. Módem. (Um fertugt)
9. Ég myndi bara þiggja einhverja fiík. (Á fertugsaldri)
10. Skotveiðibókina. Annað vil ég ekki sjá í mínum jóla-
pakka. (Fertugur)
Bannlisti:
1. Það væri náttúrulega ferlegt að fá einhver búsáhöld,
samlokugrill t.d.
2. Svona um það bil 398 af þessum 400 bókum sem koma
út fyrir jólin. (Oddur Ólafsson)
3. Handklæði og Skotveiðibókiha.
4. Föðurland.
5. Ryksugu, ég hef ekkert við ryksugu að gera,
6. Eina verkfærið sem mig langar ekkert sérstaklega í
er rafknúinn nasaháratætari.
7. Alls ekki fótanuddtæki.
8. Ég yrði stokkmóðgaður ef ég fengi bumbubana.
9. Það er svo sem ekkert á honum nema ef hún hitti
á afspyrnu ósmekkleg föt.
10. Ég hef t.d. enga knýjandi þörf fyrir svuntu,
pottaleppa og hárnet - þó það væri sérpakkað bakst-
ursett.