Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Blaðsíða 11
JJagur-CEtmtrm
Föstudagur 20. desember 1996 - 23
Síuað &c aé g&íaót unt fkeígina?
Akureyri
Friðarganga á
Þorláksmessu
Á Akureyri hefur sú hefð skap-
ast að farin er friðarganga á
Þorláksmessu og verður þetta
ár engin undantekning. Fyrir
þessari göngu standa kórar
Glerár- og Akureyrarkirkju og
sjá þeir um allan undirbúning
með aðstoð lögreglu. Sú breyt-
ing verður á skipulagi göngunn-
ar í ár að safnast verður saman
á Eimskipafélagsplaninu við
Strandgötu kl. 19.15 og þar
verður hægt að kaupa kyndla
gegn vægu verði og fá
lampaohu á þá kyndla sem fólk
kemur með. Gangan leggur síð-
an af stað kl. 19.30 og verður
gengið sem leið hggur upp á
Ráðhústorg. Þar mun Bjarni
Guðleifsson náttúrufræðingur
flytja stutt ávarp og að lokum
syngja allir saman jólasálminn
Heims um ból.
Fólk er hvatt til að mæta og
taka þátt í þessari skemmtilegu
hefð sem friðargangan er.
Syngjum jólin inn
Sunnudaginn 22. des. kl. 14
verður söngsamkoma í Hvíta-
sunnukirkjunni. Kór kirkjunnar
ásamt einsöngvurum og hljóm-
sveitum kemur fram og flytur
bæði jólalög og gospeltónlist.
Ehn Svava Ingvarsdóttir flytur
jólahugleiðingu. Að loknum
tónleikum verður selt kaffi og
meðlæti. Allir eru hjartanlega
velkomnir.
70 ára afmæli
70 ára er á morgun, 21. desem-
ber, Gísli J. Eyland, stöðvar-
stjóri Pósts og síma á Akureyri.
Eiginkona hans er Dórothera
J. Eyland. Þau hjónin taka á
móti gestum í Oddfellow-hús-
inu, Sjafnarstíg 2 á afmælisdag-
inn milii kl. 17 og 19.
Skákfélag Akureyrar
7 mínútnamót fer fram sunnu-
daginn 22. des. Mótið hefst kl.
14 í Skákheimilinu við Þing-
vallastræti.
Jólahraðskákmótið verður
sunnudaginn 29. des. og hefst
kl. 14.
Dregið í getraun
Einingarblaðsins
Dregið hefur verið í getraun
Einingarblaðsins. Eftirtaldir
fengu vinning: 1. Viku að eigin
vali í orlofshúsi fólagsins sum-
arið 1997 hlaut Sigurgeir Sigur-
geirsson, Brekkutröð 6, Eyja-
fjarðarsvcit. 2. Matarúttekt hjá
KEA Nettó að verðmæti 8.000
krónur hlaut Brynja Dögg Her-
mannsdóttir, Furulundi lle,
Akureyri. 3. Matarúttekt hjá
KEA Nettó að verðmæti 4.000
krónur hlaut Jóna Jóhannsdótt-
ir, Miðbraut 8, Hrísey.
Aldrei hafa fleiri tekið þátt í
getrauninni og þakkar ritstjórn
frábærar móttökur.
Aðventan í sveitinni
Föstudagskvöldið 20. des. verð-
ur hátíðarkvöld í Hlöðunni,
Öngulsstöðum, þar sem Björg
Þórhallsdóttir flytur nokkur lög
við undirleik Helgu Bryndísar
Magnúsdóttur og séra Hannes
Örn Blandon verður með hug-
vekju. Sérstakur gestur Bjargar
verður Óskar Pétursson. Húsið
verðu opnað kl. 21. Aðgangs-
eyrir kr. 600,-
Við minnum á að enn stend-
ur yfir sýning Þorgerðar Sig-
urðardóttur á tréristum undir
nafninu Bænir og brauð.
Höfuðborgarsvæðið
Félag eldri borgara
Kópavogi
Spiluð verður félagsvist að
Fannborg 8 (Gjábakka) í kvöld,
föstudag, kl. 20.30. Húsið öllum
opið.
Hana-nú í Kópavogi
Vikuleg laugardagsganga
Hana-nú í Kópavogi verður á
morgun. Lagt af stað frá Gjá-
bakka, Fannborg 8, kl. 10. Ný-
lagað molakaffi og dálítil jólast-
emning.
Happdrætti
Bókatíðinda
Útdregin númer föstudagsins
20. des., laugardagsins 21.
des., sunnudagsins 22. des.,
mánudagsins 23. des. og þriðju-
dagsins 24. des. eru, í réttri
röð: 29.154; 20.130; 73.840;
78.263; 36.643.
títdregin númer desember-
mánaðar eru þá sem hér segir:
1. 83.500. 2. 27.851. 3. 69.802.
4. 40.294. 5. 70.138. 6. 68.954.
7. 83.009. 8. 69.077. 9. 21.763.
10. 13.960. 11. 90.630. 12.
65.990. 13. 84.406. 14. 82.472.
15. 85.422. 16. 62.307. 17.
37.301. 18. 00.525. 19. 53.268.
20. 29.154. 21. 20.130. 22.
73.840. 23. 78.263. 24. 36.643.
Tölurnar eru birtar með fyr-
irvara. Faxskeyti það sem blað-
inu barst var sumstaðar misvel
læsilegt. Fólk getur haft sam-
band við Félag íslenskra bóka-
útgefenda, Suðurlandsbraut 4A,
Reykjavík, sími 553 8020, fax
588 8668.
Jólauppákoma í Hinu
Húsinu
verður í dag kl. 17. Ókeypis að-
gangur. Botnleðja spilar lög af
nýútkomnum geisladisk sínum
„Fólk er fífl“, og Kolrassa Krók-
ríðandi kynnir efni af breiðskífu
sinni „Köld eru kvennaráð".
Auk þessarar gæðatónlistar
mun Bragi Ólafsson lesa úr bók
sinni „Nöfnin á útidyrahurð-
inni“, Andri Snær les smásögur
og bónusljóð úr smiðju sinni og
Dúsa kynnir nýútkomna ljóða-
bók sína.
Akstur SVR um jól og
áramót 1996-1997
Þorláksmessa: Ekið eins og á
virkum degi. Aðfangadagur og
gamlársdagur: Ekið eins og á
virkum dögum til kl. 13:00. Eft-
ir það samkvæmt tímaáætlun
helgidaga fram til kl. 16:00, en
þá lýkur akstri. Jóladagur og
nýársdagur: Ekið á öllum leið-
um samkvæmt tímaáætlun
helgidaga, að því undanskildu
að allir vagnar hefja akstur um
kl. 14:00. Annar jóladagur: Ek-
ið eins og á sunnudegi frá kl.
10:00 til 24:00.
Upplýsingar má fá í þjón-
ustu- og upplýsingasíma SVR,
551 2700.
Akstur Almennings-
vagna bs um jólin
Aðfangadagur og gamlársdag-
ur: Ekið eins og venjulega á
virkum dögum til kl. 13:00. Eft-
ir það samkvæmt tímaáætlun
sunnudaga til kl. 16:30, en þá
lýkur akstri. Síðasta ferð leiðar
140 frá Hafnarfirði kl. 15:16 og
frá Lækjargötu kl. 15:43. Síð-
asta ferð leiðar 170 frá Ártúni
kl. 15:45. Aukaferð frá Laxnesi
kl. 16:00 og síðasta ferð frá
skiptistöð kl. 16:12.
Jóladagur og nýársdagur:
Ekið á öllum leiðum samkvæmt
tímaáætlun sunnudaga í leiða-
bók AV. Akstur hefst þó ekki
fyrr en um kl. 14:00. Fyrsta
ferð leiðar 170 er kl. 14:12 frá
skiptistöð við Þverholt og leiðar
140 kl. 14:16 frá Hafnarfirði.
Annar jóladagur: Ekið eins
og á sunnudögum.
Þjónustustöðvar Olís
og ÓB- um jólin
Aðfangadagur og gamlársdag-
ur: Allar stöðvar opnar kl. 7:30-
15:00.
Jóladagur og nýársdagur:
Lokað.
Annar í jólum: Kl. 11:00-
16:00 er opið á eftirtöldum stöð-
um: Álfheimar, Sæbraut, Gullin-
brú, Mjódd, Langitangi, Garða-
bær. Kl. 11:00-15:00 er opið að:
Háaleiti, Klöpp, Ánanaust,
Hamraborg, Hafnarfjörður.
Korta- og seðlasjálfsalar eru
á eftirtöldum stöðum: Klöpp,
Álfheimum, Sæbraut, Mjódd,
Gullinbrú, Hafnarfirði, Hamra-
borg, Garðabæ. Seðlasjálfsalar
eru á eftirtöldum stöðum: Ána-
naust, Háaleiti.
Jólanótt Tjamarkvartettsins
í fyrra kom út diskurinn Á jólanótt með Tjarnarkvartettin-
um út, en segja má að diskurinn hafi misst af jólunum sín-
um og því er hann sem nýr nú. Diskurinn lenti nefnilega í
hremmingum, stærðin á umslaginu reyndist of stór, fax-
sendingar á milli landa misfórust og síðast stoppaði hann í
fraktverkfalli í Belgíu. Á diskinum eru jólalög frá ýmsum
tímum en hann var tekinn upp í Dalvíkurkirkju haustið
1995. Titillagið er nýtt og er eftir Jón Áskelsson.
Á laugardag mun Tjarnarkvartettinn syngja í Byggingar-
versluninni í Lónsbakka á Akureyri klukkan 14 og 15:30.
Jólatónleikar
Bubba Morthens
Á Þorláksmessu verða hinir
árlegu jólatónleikar Bubba
Morthens á Hótel Borg. Þar
verða flutt lög af nýju
plötunni hans Bubba, „Allar
áttir“. Auk þess les hann
upp Ijóð úr nýju hljóðbók-
inni sinni, „Hvíta hliðin á
svörtu“, í bland við að flytja
ódauðlegar melódíur af fyrri
plötum sínum, á þann hátt
sem honum einum er lagið.
Með Bubba á tónleikunum
spilar Jakob Smári Magnús-
son á bassa.
Tónleikarnir heíjast kl. 23
og er forsala miða hafin á
Hótel Borg og í Skífubúðun-
um.
ÓB - Ódýrt bensín er opið
allan sólarhringinn við Fjarðar-
(kaup Hafnarfirði, Holtanesti
Hafnarfirði og Engjaver Grafar-
vogi.
Jólafriður og Skírnis-
mál í Ráðhúsinu
Stúdentaleikhúsið og Freysleik-
ar, leikfélag Ásatrúarmanna,
flytja Skírnismál í Ráðhúsi
Reykjavíkur, við sólhvörf laug-
ardaginn 21. des., klukkan
18.30.
Verkið íjallar um ást Freys á
hinni fögru jötunmey Gerði og
bónorðsfor Skx'rnis, sendiboða
hans til Jötunheima. Skírnis-
mál eru að öllum líkum elsta
varðveitta leikverk Evrópu, að
grísku helgileikunum einum
undanskildum.
Þetta er ný uppsetning í leik-
stjórn Margrétar Guttormsdótt-
ur. Bxíningar og leikmynd eru
gerð af Jörmundi Inga. Tjarn-
arsalur Ráðhússins verður
skreyttur myndum sem lýsa
Skírnismálum. Þær eru unnar
af Hauki Halldórssyni og Jör-
mundi Inga eftir myndum á
veggteppum úr Ásubergsskip-
inu. Á undan sýningunni verður
blásinn jólafriður á trélúðra
eins og tíðkuðust á víkingaöld.
Miðnæturguðsþjón-
usta í Hafnarfjarðar-
kirkju
Á komandi jólum verður í fyrsta
sinn boðið upp á miðnætur-
guðsþjónustu við Ilafnarfjarð-
arkirkju. Miðnæturguðsþjónust-
an ber heitið „Barn er oss fætt“.
Sxmgin verður jólamessa sem
ber keim af enskri jólahefð. Kór
Flensborgarskólans syngur
undir stjórn Hrafnhildar
Blomsterberg, en kór Hafnar-
ijarðarkirkju leiðir almennan
safnaðarsöng undir stjórn Na-
talíu Chow. Hefst guðsþjónustan
kl. 23. Hefðbundinn aftansöng-
ur er við kirkjuna kl. 18.
Vestmannaeyjar
Jólatónleikar
Jólatónleikar Samkórs Vest-
mannaeyja og kórs Hamars-
skóla verða í kvöld í Safnaðar-
heimilinu í Eyjum kl. 20:30. fs-
lensk og erlend jólalög og sálm-
ar verða uppistaðan í dag-
skránni. Bára Grímsdóttir,
stjórnandi Samkórsins, hefur
m.a. útsett þrjú jólalaganna
sem Samkórinn flytur. Þá verða
flutt tvö jólalög við ljóð Eyja-
mannsins Sigurgeirs Jónssonar
og eitt jólalag eftir Báru. Bæjar-
búar eru hvattir til að njóta fal-
legs jólasöngs á aðventu til að
koma sér í hátíðarstemmningu
svona rétt fyrir jólin. Stjórnandi
Samkórsins og kórs Hamars-
skóla er Bára Grímsdóttir.
Úótau£jípð
Teitur Þorkelsson
skrifar
Vakið með
kossi
Að vakna við kossa og atlot
hlýtur að vera ein unaðs-
legasta leiðin til að yfirgefa
draumheima. Það er eins og
maður sé blóm sem finnur vor-
sól snerta sig. Og fyrstu geisl-
arnir eru fyrirheit hins heita
sumars. Hvort sem maður dott-
ar yfir bók, leggur sig að degi til
eða sefur út á sunnudags-
morgni er alltaf yndislegt að
mæta raunveruleikanum á ný á
sem ljúfastan hátt. Og ef þig
langar til að vakna við kossa og
ástaratlot skaltu vekja þann
sem þú elskar með þeim hætti.
Þú kemur inn í herbergið og
sérð að maðurinn þinn sefur.
Þú vaknar á undan konunni
þiniú, ríst upp við dogg og horf-
ir á kyrrlátt andlit hennar á
koddanum. Hvað er annað hægt
að gera en að lúta hljóðlega yfir
sviplaust andlitið og kyssa það
dúnmjúkum og blíðum kossi
beint á munninn? Hafðu fyrsta
kossinn léttan. Kitlandi snert-
ing. Kysstu vangana, ennið og
augnlokin, kysstu háls og axlir.
Kysstu ákveðnar, kysstu fastar.
Kossar þínir læðast inn í vitund
þess sem sefur og breyta stefnu
draumanna. Þú veist hvert. Og
þegar kossarnir verða of raun-
verulegir til þess að þeir geti
verið draumur hörfar svefninn
og augu og hjarta opnast. Það
fyrsta sem þau sjá ert þú, koss-
arnir halda áfram og þeim er
svarað. Draumur verður að
veruleika.