Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Blaðsíða 6
18 - Föstudagur 20. desember 1996 IDagmr-'Smrám KAUPMANNALÍFIÐ í L A N D I N U Kaupmenn á Krók Landið er eitt markaðssvæði og því keppir skagfirsk verslun jafnt við Akureyrarsvæðið og Reykjavík. Kaupmenn á Sauðárkróki eru nokkuð ánægðir með jólaverslunina, eða svo var á þeim að heyra þegar Dag- ur-Tíminn tók hús á nokkrum úr þeirra hópi á dögunum. Þeir segjast flestir hverjir ekki leng- ur reka áróður fyrir því að Skagfirðingar versli í heima- byggð. Landið sé eitt markaðs- svæði og því keppi skagíirsk verslun jafnt við Akureyrar- svæðið sem Reykjavík. Bæði stutt og sítt „Jólavertíðin er rétt að byrja,“ sagði Freyja Jónsdóttir í Versl- uninni Sýn við Aðalgötu, en þar fást dömu- og herraföt. Þegar við töluðum við Freyju var hún, ásamt fleirum, að undirbúa Grandkvöld '96 sem átti að vera á Hótel Mælifelli þá um kvöldið. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Stóra sviðiö kl. 20.00 Jólafrumsýning: VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen 26. des. kl. 20. Uppselt. 2. sýn. föstud. 27. des. Uppselt. 3. sýn. laugard. 28. des. Uppselt. 4. sýn. föstud. 3. jan. Örfá sæti laus. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson 6. sýn. fimmtud. 2. jan. Nokkur sæti laus. 7. sýn. sunnud. 5. jan. Nokkur sæti laus. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Laugard. 4. jan. Barnaleikritið LITLIKLÁUSOG STÓRIKLÁUS eftir H.C. Andersen verður frumsýnt seinni hluta janúar. Miðasala auglýst síðar. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITTAÐHÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Föstud. 27. des. Nokkur sæti laus. Laugard. 28. des. Nokkur sæti laus. Föstud. 3. jan. Sunnud. 5. jan. Athygli skal vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægl að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Sunnud. 29. des. Laugard. 4. jan. Athugið að ekki er hægt aö hleypa gest- um inn í salinn eftir að sýning er hafin. ★ ★ ★ GJAFAKORT í LEIKHÚS - SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF ★ ★ ★ Miðasalan er opin mánudaga og þríðjudaga kl. 13-18, miðvikudaga til sunnudaga kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti síma- pöntunum frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200. Þar ætluðu helstu kaupmenn á Krók að kynna jólatískuna. „Bæði stutt og sítt er í tísku núna. Sjálf ætla ég að vera í svörtum, stuttum kjól á jólun- um,“ sagði Freyja. „Fólk hefur ekki minni pen- inga handa á milli nú, sé miðað við jólin í fyrra. Að minnsta kosti eru greiðslukort ekki not- uð meira en var þá. Visajól eru jól blankheita," segir Freyja. - Skagfirðingar eru sífellt betur að átta sig á því að vöruúrval í verslimum á Sauðárkróki er engu minna en á Akureyri eða í Reykjavík og verðið ekki lakara, að sögn Freyju. „Hins vegar er lögmál að fóik fer ýmissa erinda til Akureyrar eða Reykjavíkur og verslar þá eitthvað í leiðinni. Jú, stundum fer ég sjálf - þá í rannsóknarleiðangur í aðrar verslanir," bætir hún við. 1 i ! Cíiiiiiii WlWRifilI .5 M ji'i! ÍJUS ji wMl LEIKFÉLAG AKUREYRAR Undir berum himni eftir Steve Tesich Frumsýning ó „Renniverkstæðinu" (Strandgötu 49) sunnudaginn 29. des. kl. 20.30. Uppselt 2. sýning mán. 30. des. kl. 20.30. 3. sýning lau. 4. jan. kl. 20.30. 4. sýning sun. 5. jan. kl. 20.30. Sýningin er ekki við hæfi barna. fjpbc 6mmn (f jafxdui ’tt á ‘Dij ún í Máha ituíy i ct tiívaíin jóiagjiij fgjih ijiuptu fujnitédina. Jtafid ðamáand uid midaóötu Svningarí Samkomuhusinu Sigrún Astrós Föstud. 27. des. kl. 20.30. Aukasýning - Allra síðasta sinn. Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjorn Egner Aukasýningar: Laugard. 28. des. kl. 14. Sunnud. 29. des. kl. 14. Mi&asalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram a& sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. ........... ^lagur-®mmtn - besti tími dagsins! „Sjálf ætla ég að vera í svörtum, stuttum kjól á jólun- um, segir Freyja Jónsdóttir í Versluninni Sýn. Tímaskynið hefur batnað „Mér sýnist jólaverslun ætla að verða alveg þokkaleg. Það hefur verið rekinn áróður fyrir því að versla í heimabyggð og það hef- ur skilað sér. Fólk verður að nýta sér þá sérþjónustu í byggð- arlaginu sem í boði er, annars leggst hún af,“ sagði Stefán Bjarnason úrsmiður. Hann, ásamt konu sinni Kristínu Árna- dóttur, verslar með úr og skart- gripi og veitir jafnframt viðgerð- arþjónustu. frá. Engu að síður seljast alltaf vel bæk- ur um skag- firsk efni eða eftir höfimda úr héraðinu, svo sem þá Kristján B. Jónsson, Geir- laug Magnús- son og Gyrði Eh'asson. Þá má einnig nefna bókina Ráð við þögn- inni, sem hef- ur að geyma fundargerðir Ræðuklúbbs Sauðárkróks, sem starfandi var í kringum alda- mótin og tók til umfjöllunar ým- is þjóðþrifamál. Sjálfur segir Brynjar að sig langi mest í bók- ina í stormum sinnar tíðar, sem svæði. Samkeppni okkar er jafnt við Akureyri, Reykjavík eða aðra sem starfa hér innan hér- aðs,“ sagði Ómar Bragi Stefáns- son, verslunarstjóri í Skagflrð- ingabúð. - Þegar tíðindamenn Dags-Tímans voru á ferðinni var stútfullt út úr dyrum af Skagfirðingum, sem voru að gera stórinnkaup fyrir jólin. f verðkönnunum að undan- förnu hefur Kaupfélag Skagfirð- inga komið vel út og reynst vera Qórða ódýrasta matvöruverslun landsins. Aðeins KEA-Nettó, Bónus á Reykjavíkursvæðinu og Kaskó í Reykjanesbæ eru ódýr- ari. Þær verslanir eru allar svo- nefndar lágvöruverslanir, en Skagfirðingabúð er hins vegar á hærri stalli; þar er þjónustustig- ið hærra og vöruúrvalið meira, en verðmuniu- gagnvart lág- vöruverslununum er ekki svo ýkja mikill. „Ég kom hingað fyrir þremur áriun frá Akureyri og sagði þeg- ar ég opnaði úrsmíðaverstæðið að ég ætlaði að efla tímaskyn Skagfirðinga. Ég er ekki frá því að það hafi batnað. En það er reyndar ekkert hugsjónastarf að efla þessa vitund fólks hér um slóðir," sagði Stefán. Hann sagði að nokkuð væri um það að fólk gæfi úr í jólagjöf. Það væru þá helst úr í ódýrari kantinum, á bilinu 5 til 7 þúsund kr. „Bókaverslun að verða sífellt líkari því að maður sé að selja hangikjöt eða mjólk,“ segir Brynjar Pálsson bóksali. Myndiras „Verslun í Skagfirðingabúð hefur aukist talsvert mikið á þessu ári og það þakka ég meðal annars ýmiskonar hagræðingu, svo sem beinum innflutningi frá Dan- mörku,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, verslunarstjóri. Hangikjöt og bækur Það var mikil ös í Bókabúð Brynjars þegar við komum þangað, svo engu hkara var en Þorláksmessukvöld væri komið. Brynjar Pálsson bóksali tók mátulega undir það. Hann segir bóksölu - líkt og aðra verslun - vera að færast sífellt aftar í mánuðinn og nær jólunum. „Bækur byrja fyrst að seljast í kringum 6. til 7. desember. Annars er bókaverslun að verða sífellt líkari því að maður sé að selja hangikjöt eða mjólk. Þetta er allt á síðustu stundu. Þessi samkeppni er orðin ein hringa- vitleysa. Ég gæti trúað því að desember væri erfiðasti mánuð- urinn fyrir marga kaupmenn,“ segir bóksalinn. Mest seldu bækurnar hjá Brynjari eru mikið til þær sömu og metsölulistar fjölmiðla greina er ævisaga Benjamíns H.J. Eiríks- sonar. Kaupfé- lags- kenndir „Það þýðir ekki lengur að höfða til neinnar kaup- félagskenndar Skagfirðinga, eða þess að versla skuli í heimabyggð. Samgöngur hafa batnað mikið á und- anförnum árum og í rauninni er landið allt orðið eitt markaðs- Beint frá Danmörku Ómar Bragi segir að verslun í Skagfirðingabúð hafi aukist talsvert mikið á þessu ári og þakkar það meðal annars ýmis- konar hagræðingu. Beinn inn- flutningur frá Danmörku hefur skilað miklu, segir hann og telur að jólaverslun hjá sér verði góð. Fyrir dyrum standa umtals- verðar breytingar á skipan inn- andyra í Skagfirðingabúð á næstunni. Verslunin verður hólfuð þannig að hægt verður að hafa matvörudeildina eina og sér opna, á sama tíma og sér- vörudeildir verða lokaðar. Er þetta gert til að koma til móts við kröfur viðskiptavina. Farið verður í breytingar þessar fljót- lega á nýju ári, segir Ómar Bragi. -sbs. „Fólk verður að nýta sér þá sérþjónustu í byggðarlaginu sem í boði er, annars leggst hún af,“ segir Stefán Bjarnason úrsmiður.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.