Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 6
22 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. Síðustu sýningar á Ástar- sögu aldarinnar Ástarsaga aldarinnar, cftir Mörtu Tikkanen, sem sýnd hefur verið á Litla sviði Þjóðleikhússins undan- farið hefur vakið töluverða athygli og fengið ágæta aðsókn. En nú eru siöustu forvöð að sjá þessa sýningu því verkið verður einungis á fjölunum þrisvar sinnum enn og lýkur sýningum í byrjun desembermánaðar. Það er Kristín Bjarnadóttir sem fer með eina hlut- verkið í leiknum, en hún hefur sem kunnugt er einnig snúið verkinu á isienzku. Leikstjóri er Krist- björg Kjeld, en þær Kristin hafa búið verkið til flutnings á leiksviði. Leikmynd og búning gerði Guðrún Svava Svavarsdóttir en David Waltes annaðist lýsinguna. Gagnrýnendur luku miklu lofsorði á sýninguna og túlkun Kristinar Bjarnadóttur á þessu nærfærna og opinskáa eintali um ástina, samband kynjanna, alkóhólisma og örvæntingu og síðast en ekki sízt um vonina sem verkið boðar. Ástarsagan verður sýnd fimmtudaginn 26. nóvem- ber, sunnudaginn 29. nóv. og i siðasta sinn fimmtu- daginn 3. des. Sýningar á Litla sviðinu hefjast kl. 20.30. Leikfélag Selfoss Leikfélag Selfoss sýnir Fjölskylduna eftir Claes Anderson í Félagsheimili Seltjarnarness, föstudags- kvöld kl. 21.00 undir leikstjórn Ásdisar Skúladóttur. Laugardagskvöld 28. nóvember verður leikritið sýnt í Selfossbíói kl. 16.00. Eftir sýningu verða umræður um áfengisvarnir og áfengisvandamál. Alþýðuleikhúsið Hafnarbíói Gamanleikurinn Illur fengur eftir Joe Orton: 3. sýning föstudagskvöld kl. 20.30. 4. sýningsunnudagskvöld kl. 20.30. Sterkari en Superman. Fösiudag kl. 16.00. Sunnudag kl. 15.00. Elskaðu mig. Laugardagskvöld kl. 20.30. Síðasta aukasýning á gamanleiknum Stjórnleysingi ferst af slysförum: Laugardagskvöld kl. 23.30. Vegna fjölda áskorana. Á laugardaginn kl. I7.00sýnir Leikfélag Keflavíkur Rauðhettu i Jeikgerð Jevani Schwarz. Kópavogsleikhúsið sýnir fjölskyidugamanleikinn Aldrei er friður Iaug- ardagskvöld kl. 20.00 og sunnudag kl. 15.00. Miðar teknir frá í síma 41985. örfáar sýningar eftir á Hótel Paradís Nú eru einungis örfáar sýningar eftir á franska gamanleiknum Hótd Paradís, eftir Georges Feydeau, í Þjóöleikhúsinu. Verkið hefur veriö sýnt 20 sinnum við ágæta aðsókn og mikla kátlínu, en sýningum lýkur fyrir jól. Feydeau, sem oft hefur verið kallaður konungur skopleikjanna, gerir í þessu leikriti vægðarlaust grín að þeirri tvöfeldni sem „vammlausir” betri borgarar byggja hjónabönd sín á. Og í ótrúlega snjallri leik- fléttu tekst honum að hnýta saman i einn rembi- hnút örlög flestra þeirra fjölmörgu persóna sem koma fyrir í ieiknum þannig að áhorfandinn trúir þvi varla að hnútinn megi leysa öðru vísi en að höggva á hann; en meistari Feydeau leysir fléttuna átakalitið og auðveldlega í lokin, þannig að persón- urnar standa eftir íklæddar hræsninni einni saman. Með nokkur stærstu hlutverkin fara Róbert Arnfinnsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Þóra Friðriksd., Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Randver Þorláks- son. Leikstjóri er Benedikt Árnason, leikmynd og búningar eru eftir Robin Don frá Bretlandi, Kristinn Daníelsson annaðist lýsinguna, en Sigurður Pálsson þýddi leikinn á islenzku. Næstu sýningar á Hótel Paradis verða fimmtu- daginn 26. nóvember laugardaginn 28. nóv. og þriðjudaginn 1. des. Nemendaleikhúsið Nemendaleikhúsið sýriir Jóhönnu frá örk föstudag og sunnudag. Síðustu sýningar. Miðasala frá kl. 17. í Lindarbæ, sími 21971. Kvikmyndir i Jí MiÉáÉklMÉÁÆ f f. V * >;■ . \ " i ' •N.y ■-» \ / (Jr myndinni Direction eftir Christine Koenigs. Kvikmyndir listamanna Kvikmyndasýningar sem staðið hafa yfir í rúma viku í Nýlistasafninu enda laugardaginn 29.11. með sýningaprógrammi sem samanstendur af úrvali kvik- mynda sem gefa yfirlit yfir fjölbreytta notkun listamanna á þessum miðii. Hér er um að ræða fjölbreytta samsetningu: Til- raunakvikmyndir, dokúmentarímyndir, auk annars konar persónulegrar túlkunar listamanna í formi „lifandi myndar”. Er hér í fyrsta sinn sett saman semheild, þróun myndlistar síðustu 25 ára, þar sem íslenzkir listamenn hafa unnið með kvikmyndina samhliða fjölbreyttri efnisgerð nútimalistar. Christine Koenigs skýrir notkun kvikmyndar i. myndlist, jafnframt sem reynt verður að meta stöðu- kvikmyndar í islenzkri samtimalisi. Sýningar byrja kl. 14.óu. Kvikmyndasýning MÍR Sunnudagur 29. nóv. kl. 16: Hlýja handa þinna mynd frá Grúsfilm ár 1972. Leikstjórn: Sjota og Nodar Mamagadze. í myndinni segir frá konunni Sidonju og hvernig meiriháttar atburðir í viðburðarikri sögu Grúsiu fléttast inn i ævi hennar. Lýst er afdrifarikum pólitískum at- burðum, hatrammri baráttu bolsévíka og mensevika á árinu 1918 og T9, erfiðleikum í endurreisnar- starfinu eftir borgarastríðið og síðar innrás Þjóð- verja 1941. — í upphafi myndarinnar er eiginmaöur Sidonju kvaddur í herinn og verður hún þá ein að sjá börnunum farborða, en siðar gerist maðurinn lið- hlaupi og snýr heim. í lok myndarinnar getur Sidonja þó tekið þátt í ósvikinni grúsískri veizlum með börnum sínum og barnabörnum. Skemmistaðir KLÚBBURINN: Hljómsveitin Hafrót spilar sín beztu lög, bæði föstudags- og laugardagskvöld. Ekki má gleyma diskótekinu, þar er hægt að fá „hristiútrás með tilheyrandi dillibossagangi”. LEIKHÚSKJALLARINN: Þægileg tónlist. Opið föstudags- og laugardagskvöld. LINDARBÆR: Gömlu dansarnir laugardagskvöld, hljómsveit Rúts Kr. Hannessonar og Valgerðar Þórisdóttiur sér um sönginn. MANHATTAN: Opið föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Logi Dýrfjörð verður i diskótekinu, hann drífur alla í dansin. Frá kl. 120 laugardagskvöld verða tilbúnir rjúkandi réttir. Sunnudagskvöld verður tizkusýning. laugardagskvöld verða tilbúnir rjúkandi réttir. Gra- ham Smith kynnir plötu sína. HOLLVWOOD: föstudags- og laugardagskvöld verður Villi i diskótekinu. Sunnudagskvöldin eru alltaf fjölbreytt, að þessu sinni verður Módel ’79 með tízkusýningu, kynnt ný hljómplata með hljóm- sveitinni Start. Endurtekin veða atriði úr fjóröa og síðasta skemmtikraftavali sem fram fór í Holly- wood. GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Giæsir leikur fyrir dansi. S diskótekinu er Grétar Laufdal. HOLLYWOOD: Fösludagur: Þeim sem koma fyrir kl. 12 er boðið upp á léttar veigar. Villi er í diskótekinu. Laugardagur: Villi í diskótekinu. Sunnudagur: Skemmtidagskrá. Kynnt verða úrslit úr 3. riðli skemmtikraftavalsins. Módel '19 með tízkusýningu. Plötukynning. Villi í diskótekinu. HÓTEL BORG: Föstudags- og laugardgskvöld verður diskótek, en sunnudagskvöld gömlu dansarnir, hljómsveit JónsSigurðssonar. HÓTEL SAGA: Föstudagskvöld lokað vegna einka- samkvæmis. Laugardags- og sunnudagskvöld leikur hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, Samvinnuferðir sjá um skemmtuninasunnudagskvöld 15. nóvember. ÓÐAL: Föstudagskvöld er það Sigga diskódrottning sem ser um diskótekið, Fanney diskódansmær mætir laugardagskvöld, sunnudags- kvöld Dóri búldulciti i diskótekinu og danskeppni fyrir heimsmeistaramót Emi. SIGTÚN: Hljómsveitin Radíus frá Vestmanna- eyjum, föstudags- og laugardagskvöld. Bingó í Sigtúnikl. 14.30 laugardag. SNEKKJAN: Föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Dansbandið. Matsölustaðurinn SKÚTAN: Opinn föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. ÞÓRSCAFfe: Galdrakarlar galdra góða tónlist, öll kvöld helgarinnar. Sunnudagskvöldin verða frábær i vetur: Kl. 19.00 er húsið opnað og þeir sem koma fyrir kl. 20, fá „lystauka”. Kl. 20.00 hlyypur Stefán Hjaltested, yfirmat- Broadway—veitingahús helgarinnar: Glæsilegasta veitingahús hérlendis reist á mettíma Ólafur Laufdal veitingakóngur á hinum nýja skemmtistað i fyrradag. Þá voru á milli 80 og 100 manns að vinna til að unnt væri að opna í gærkvöld. DB-mynd KÖE. Eiti glæsilegasta veitingahús lands- ins, Broadway, opnaði í gærkvöld og verður því að þessu sinni veitingahús helgarinnar. Broadway rúmar um 1200 gesti. Aldurstakmark er 21 ár — og því verður fylgt. „Veitingamenn ráða sjálfir hvaða aldurstakmark þeir setja og ég setti þetta einungis til að fólk skilji að ég vil ekki neina ungl- inga hingað. Ég vil fá sparibúið hjónafólk á aldrinum 21 til 50 ára,” vsagði Ólafur Laufdal veitingakóngur i viðtali við Dagblaðið & Vísi. Ákvörðun um að opna staðinn 26. nóvember var tekinn áður en hafizt var handa við byggingu hússins að Álftabakka 8 i Breiðholti. Byggingin hófst síðan þann 18. júní og eftir vinnu dag og nótt undanfarið var hægt að opna með pompi og prakt i gærkvöld. Mjög erfitt er að lýsa Broadway en óhætt að fullyrða að glæsilegri salur finnst ekki hér á landi og þó vjðar væri leitað. — En af hverju nafnið Broadway? ,,Jú, Ijósin héreru ættuð frá Broadway og hér verður boðið uppá ýmsar leiksýningar, tónleika og margt margt fleira, þannig að staðurinn mun líkjast Broadway,” ,sagði Ólafur Laufdal. Á Broadway er þegar upppantað fyrir ráðstefnur fram til ársins 1983. Auk þess hafa fjölmargir sýnt staðnum áhuga, enda býður hann upp á allt það sem slíkir saiír eiga að bjóða upp á. Á Broadway verður boðið upp á mat en það verður þó ekki fyrr en um næstu helgi. Og að lokum má geta þess að spariklæðn- aður er sá klæðnaður sem hæfir Broadway og síðan er ekkert annað en sjón er sögu ríkari. -ELA. Hljómsveitin The Cut er komin til landsins og lætur að sér kveða á Borginni i kvöid. HUÓMLEIKAR HELGARINNAR —TheCut: Nýbylgjurokk með funk — Tilbrigðum — í kvöld á Hótel Borg Hljómsveitin The Cut kom til landsins á miðvikudaginn. Um kvöldið spiluðu þeir á skólaballi hjá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og tókst það sæmilega. En almenningur fær líka að heyra þá og sjá augliti til auglitis á hljómleikum núna um helg- ina. Þeir sem skipa hljómsveitina heita Volker Zibell, syngur og leikur á hljómborð og synthesizer, Don Buchanan,, gítar, Atel Gundersen, gítar, Torgrim Eggen, bassa, og Arne Lund á trommur. Þeir syngja á ensku og þýzku en söngvari hljómsveitar- innar er Þjóðverji, en býr í Noregi. Hinir eru Norðmenn. Tónlistin sem þeir spila er nýbylgjurokk með funk- tilbrigðum og er víst ágætt að fá sér snúning við undirleik sveitarinnar. Plötur þeirra Cutara eru ein smáskífa og ein breiðskífa sem ber nafnið Shadow Talks og fást þær báðar í Fálkanum. Annars var fjallað um hljómsveitina í Dagblaðinu 25. þ.m. Hljómleikar The Cut verða eins og hér segir: í kvöld, föstudag, á Hótel Borg ásamt Fræbbblunum. Laugar- dagskvöld, klúbbur NEFS ásamt Egó. Sunnudagskvöld í Tónabæ á vegum Æskulýðsráðs. Mánudags- kvöld í Fjölbrautaskólanum á Akra- nesi. Miðaverð verður ekki hátt svo að allir sem vilja geti ráðið við það, eða um 70—80 kr. Þess má kannski einnig geta að Fræbbblarnir fara til Noregs í janúar á næsta ári og halda hljómleika í Osló. Það er bara rokna samvinna milli Norðurlanda núna. -OVJ. reiöslusnillingiu meö meiru, á milli borða og eld- •steikir fyrir matargesti, enda er maðurinn eldhress. Þegar borðhaldi lýkur kemur Þórskabarett meö glænýja skemmtun, sem þau Jörundur, Laddi, Júlíus, Guðrún, Birgitta og Ingibjörg sýna. Matsölustaðir REYKJAVÍK ASKUR, Laugavegi 28 B. Simar 18385 og 29355: Opið kl. 9—24 alla daga. Vínveitingar frá kl. 18 virka daga og ailan daginn á sunnudögum. ASKUR, Suðurlandsbraut 14. Sími 81344: Opið kl. 11-23.30. BRAUÐBÆR Þórsgötu 1, við Óðinstorg. Sími 25090: Opið kl. 9—23.30 virka daga og 10—23.30 i sunnu- dögum. ESJUBERG, Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2. Simi 82200: Opið kl. 7—22. Vínveitingar. HLlÐARENDI, Brautarholti 22 (gengið inn frá Nóa- túni). Borðapantanir I sima 11690. Opið kl. 11.30— 14.30 og 18—22.30. Vínveitingar. HOLLYWOOD, Ármúla 5. Borðapantanir i sima 83715. Matur framreiddur kl. 21—23 öll kvöld vik- unnar. Vinveitingar. HORNIÐ, Hafnarstræti 16. Sími 13340: Opið kl. 11—23.30. Eldhúsinu lokað kl. 21. Léttar vínveit- ingar. HÓTEL HOLT, Bergstaðastræti 37. Borðapantanir i síma 21011. Opið kl. 12-14.30 og 19-23.30. vín- veitingar. HÓTEL LOFTLEIÐIR, Reykjavíkurflugvelli. Borðapantanir í sima 22321: Blómasalur er opinn kl. 8—9.30 (morgunmatur), 12—14.30 og 19—22.30. Vínveitingar. Veitingabúö Hótels Loftleiða opin alla daga kl. 5—20. HÓTEL SAGA við Hagatorg. Boröapantanir i Stjörnusal (Grill) I sima 25033. Opið kl. 8—23.30. Matur framreiddur kl. 12—14.30 og 19—22.30. Vín- veitingar. Borðapantanir I Súlnasal I sima 20221. Mat- ur er framreiddur föstudaga og laugardaga kl. 19—21. Vlnveitingar. KAFFIVAGNINN, Grandagarði 10. Símar 12509 og 15932. Opið kl. 4 eftir miðnætti til kl. 23.30. Vínveit- ingar. KRÁIN viö Hlemmtorg. Sími 24631. Opið alla daga kl. 9-22. LAUGAÁS, Laugarásvegi 1. Sími 31620. Opið8—24. MATSTOFA AUSTURBÆJAR, Laugavegi 116. Simi 10312. Opið kl. 8—21 virka daga og 9—21 sunnudaga. NAUST, Vesturgötu 6—8: Borðapantanir I síma 17759. Opið alla daga kl. 11 —23.30. NESSÝ, Austurstræti 22. Sími 11340. Opið kl. 11- 23.30 alla daga. ÓÐAL við Austurvöll. Borðapantanir I síma 11322. Matur framreiddur kl. 21—01 sunnudaga til fimmtu- daga, kl. 21 —03 föstudaga og laugardaga. SKRÍNAN, Skólavörðustíg 12. Sími 10848. Opið kl. 11.30— 23.30. Léttar vínveitingar. VESTURSLÓÐ, Hagamel 67. Sími 20745. Opið kl. 11 —23 virka daga og 11 —23.30 á sunnudögum. Létt- ar vinveitingar. ÞÓRSCAFÉ, Brautarholti 20. Borðapantanir I sima 23333. Matur framreiddur föstudaga og laugardaga kl. 20—22. Vinveitingar. KÓPAVOGUR VERSALIR, Hamraborg 4. Simi 41024. Opið kl. 12— 23. Léttar vínveitingar. HAFNARFJÖRÐUR GAFL-INN, Dalshrauni 13. Simi 54424. Opið alla daga kl. 8—23.30. Sunnudaga kl. 17—21 er opinn veizlusalur með heita og kalda rétti og vínveitingar. SNEKKJAN og SKÚTAN, Strandgötu 1—3. Borða- pantanir i síma 52502. Skútan er opin 9—21 sunnu- daga til fimmtudaga og 9—22 föstudaga og laugar- daga. Matur er framreiddur í Snekkjunni á laugardög- umkl. 21—22.30. AKRANES STILLHOLT, Stillholti 2. Simi 93-2778. Opið kl. 9.30— 21 virka daga og 9.30—22 laugardaga og sunnudaga. Léttar vinveitingar eftir kl. 18. AKUREYRI BAUTINN og SMIÐJAN, Hafnarstræti 22. Sími 96 21818. Bautinn er opinn alla daga kl. 9.30—21.30. Smiðjan er opin mánudaga, þriðjudaga og miðvlku- daga kl. 18.30—21.30. Föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11.30—14 og 18.30—21.30. Vínveit- ingar. HÓTEL KEA, Hafnarstræri 87—89. Sími 96-22200. Opið kl. 19—23.30, matur framreiddur til kl. 21.45. Vinveitingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.