Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Side 1
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. 21 Allt um íþróttir helgarinnar J Meistararnir fengu aðeins þrjú stig Janus skoraði með skalla — og tryggði Fortuna Köln jafntefli Janus Guðlaugsson tryggði Fortuna Köln jafntefli (2—2) gegn SV Waldhof i Köln í gærkvöldi, þegar liðin mættust í 2. deildarkeppninni. Janus skoraði markið þegar 4 min. voru til leiksloka. — Það var tekin aukaspyma fyrir utan vitateig og knötturinn sendur yfir varn- armúr Waldhof. Ég kastaði mér fram og náði að skalla knöttinn sem hafnaði uppi i markhominu, sagði Janus i stuttu spjalli við DB&Vísi I gærkvöldi. Janus sagði að leikmenn Fortuna Köln hefðu sótt meira í leiknum. — Við fengum á okkur klaufamark þegar staðan var 1 — 1, þannig að það kom mikil pressa á okkur. Sem betur fer náðum við að tryggja okkur jafntefli, sagði Janus. — Ertu búinn að ná þér eftir meiðsl- in? — Já, ökklinn er að verða góður, þannig að ég get farið að leika á fullu. Fortuna Köln er nú í fimmta sæti í 2. deildarkeppninni og á liðið eftir að leika tvo leiki fyrir áramót. Fortuna Köln leikur ágóðaleik gegn Bayern Miinchen 19. desember í Köln, en gegn Hannover 96 15. desember. — Það verður gaman að leika gegn Jóhannesi Eðvaldssyni, sagði Janus. -sos Ingi Þór Jónsson settl fimm glæsileg Islandsmet á sundmótinu 1 Vestmannaeyjum um helgina. Janus Guðlaugsson. Kamerún til Spánar 21 þjóð búin að fá far- seðilinn í HM úrslitin Kamerún tryggði sér rétt til að leika i HM-keppninni á Spáni, með þvi að vinna slgur (2—1) yfir Marokkó í gær- kvöldi. Kamerún og Alsír komust því áfram úr Afríku-riðlinum. Nú hefur 21 þjóð tryggt sér rétt til að leika á Spáni 1982. Spánn, Argentína, Brasilía, Chile, Perú, Austurríki, Belgía, Tékkóslóvakía, England, Ungverjaland, Ítalía, N- frland, Pólland, Skotland, Rússland, V-Þýskaland, Júgóslavía, E1 Salvador, Honduras, Alsir og Kamerún. Allt bendir til þess að Kína og Kuwait komist áfram frá Asíu og Frakkland er einnig næsta öruggt að komasttilSpánar. -SOS. — í bikarkeppni 1. deildar í sundi — Ingi Þ6r setti 5 íslandsmet en HSK sveitin sigraði í keppninni í f jarveru Ægis Ingi Þór Jónsson sundkappi frá Akranesi var stóra stjarnan á bikar- móti 1. deildar i sundi sem haldið var í Vestmannaeyjum um helgina. Ingi Þór, sem varð í 5. sæti i kjöri um íþrótta- mann ársins á Akranesi i siðustu viku, setti fimm glæsileg íslandsmet á mót- inu i Eyjum og jafnaði það sjötta. Metin sem hann setti voru í 50 metra Tómas aftur til Eyja Tómas Pálsson, knattspyrnu- maður frá Vestmannaeyjum, sem lék með FH-ingum i 1. deildar- keppninni i sumar, er nú kominn að nýju til Eyja. Það er ekki ljóst hvort Tómas ætlar að gerast leikmaður með Eyjaliðinu eða leggja skóna á hilluna. Það getur einnig farið svo að hann taki að sér þjálfun. -SOS flugsundi, þar sem hann synti á 27,6 mín, 100 metra flugsundi (59,4 mín,) og 200 metra flugsundi (2:12,5 mín.) Gömlu metin í þessum greinum átti hann sjálfur. Þá setti hann fslandsmet í 200 metra skriðsundi — synti á 1:58,3 mín, — en gamla metið þar átti Sig- urður Ólafsson og var það 1:59,6 mín. Þá setti Ingi Þór nýtt met í 800 metra skriðsundi, synti þá vegalengd á 8:49,6 mín, en gamla metið, sem Bjarni Björnsson átti, var 8:50,4 mín. Ingi Þór jafnaði svo sitt eigið met í 100 metra baksundi en þar fékk hann tímann 1:03,0 mín. Ingi Þór var ekki einn um að setja met í þessari keppni. Hinn efnilegi sundmaður frá Vestmannaeyjum, Árni Sigurðsson, setti 3 piltamet — í 100 og 200 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. Þá setti sveit HSK íslands- met í 4x 100 metra skriðsundi karla og tók þar metið af sveit Ægis. Mót þetta bar þess merki að meistar- arnir á síðustu 11 árum, sveit Ægis, I I I I I I I I I I I I I I I I L „Krakkarnir eru mjög sárir” - segir þjátfari Ægis sem komst ekki með tvö sundlið út í Eyjar ,,Það fer ekki neitt á miili mála og við erum óhress með þetta og krakk- arnir eru mjög sárir að komast ekki út i Eyjar,” sagði Kristinn Kolbeins- son þjálfari sundfélagsins Ægis í viðtali við DB&Visi i gær, en hann og tvö lið hans komust ekki til Vest- mannaeyja til að keppa i 1. deild bikarkeppninnar i sundi. ,,Við treystum á flug út í Eyjar á föstudaginn en það féll niður og þá vorum við orðin of sein að ná Herj- ólfi,” sagði Kristinn. Hin liöin, frá Selfossi og Akranesi, fóru með bátn- um og mættu í tæka tíð, en þau neit- uðu síöan að fresta keppninni þegar ljóst var aö við kæmumst ekki á föstudeginum. Við eigum eftir að kanna okkar mál betur í sambandi við þessa neit- un. Það er vitað mál að bæði í knatt- spyrnu, handknattleik og öðrum greinum er leikjum frestað ef ófært er ámilli lands og Eyja og við skiljum ekki hvers vegna ekki mátti gera það núna.” Ægir átti tvö lið af fimm í þessari keppni og liö frá Ægi hefur sigrað í henni öll skiptin síðan 1970. -klp- I I I I I I I I I I I I I I I I mætti ekki til leiks. Ægisfólkið sem átti að skipa 2 lið á mótinu komst ekki út í Eyjar og fékk ekki mótinu frestað. Spurningin var því hvort það yrði A eða B lið Ægis sem félli í 2. deild. En Axel Alfreðsson, gamli sundkappinn úr Ægi, tók af allan vafa um það en hann var staddur úti í Eyjum um helgina. Hann brá sér út í laugina í 200 metra baksundinu og kom fjórði i mark og náði þar með í 3 stig fyrir A-lið Ægis. Það var sveit Héraðssambandsins Skarphéðins sem sigraði í keppninni eftir harða keppni við sundliðið frá Akranesi. HSK hlaut samtals 233 stig, Akranes 225 stig, Vestmannaeyjar 139 stig, A lið Ægis 3 stig og B lið Ægis 0 stig. GÞBÓ/Vestmannaeyjum/-klp- Tony Knapp með Fredrikstad Tony Knapp fyrrverandi landsliðs- þjáifari íslands I knattspyrnu ætlar að ílengjast i Noregi. Hann hcfur þjálfað Víking frá Stav- anger með góðum árangri undanfarin ár, en hættir þar núna. Hann hefur nú ráðið sig í nýtt starf i Noregi og er það hjá 1. deildarliðinu Fredrikstad. Þar byrjar hann i febrúar á næsta ári en þessa stundina er Knapp heima hjá sér i Norwich i Englandi. , -klp- Óskar Sæmundsson. GRí 11. sæti — á Evrópumóti klúbbliða í gotfi Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur varð í 11. sæti á Evrópumeistara- móti klúbbliða í golfi, sem lauk á hinum fræga Aioha-golfvelii á Marbella á Spáni á laugardaginn. Þar kepptu 19 sveitir frá jafn- mörgum Evrópulöndum þar sem lögð er stund á golf. Sveit GR, sem skipuð var 3 mönnum, var á sam- tals 654 höggum en sigurvegararnir, sem voru sveitir frá Danmörku og Spáni, voru á 603 höggum. Óskar Sæmundsson lék best af ís- lensku keppendunum eða 42 hol- urnar samtals á 330 höggum. Árangur þeirra var annars þessi: Óskar Sæmundsson: 89—80—78—83 = 330högg Ragnar Ólafsson: 85—84—80—83 = 332högg Sigurður Pétursson: 84—87 —89—80 = 340högg -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.