Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Síða 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. 25 íþróttir íþróttir íþrótt íþróttir „Engin skömm að tapa fyrir þessum unglingum” „Við vorum hálfmóðgaðir þegar við fréttum að við ættum að keppa við unglingalið íslands og það hefur kannski setið í mínum mönnum þegar þeir fóru inn á," sagði Per Otto Furu- seth þjátfari norska handknattleiksliðsins eftir leik þess við UL-liðið undir 21 árs á Selfossi á laugardaginn. „En það var engin skömm að þvi að tapa fyrir þessu unglingaliði. Það setti okkur strax út af laginu með frábærum leik og við náðum aldrei að svara al- mennilega fyrir okkur.” íslenska liðið byrjaði af krafti og var yfir í hálfleik, 12—9. í byrjun síðari hálfleiks bætti það enn við — komst i 19—10 og var þá mikið skorað úr hraðaupphlaupum eftir léleg skot Norðmanna. „Við vorum orðnir dauðhræddir um að vera hreinlega rassskelltir af íslensku strákunum, og þá náðu minir menn að sýna svolitið af því sem þeir kunna og geta,” sagði Furuseth. Norðmenn náðu á þessum kafla að minnka muninn úr 19—10 í 19—17, en Þorbergur Aðalsteinsson skoraði 7 af mörkum Íslands i fyrri leiknum við Norðmenn i gær. Ljósmynd GVA. Diðrik Ölafsson, markvörður íslandsmeistara Vikings í knatt- spyrnu,hefurákveðiðað leggja knatt- spyrnuskóna á hilluna. Diðrik mun ætla að fara að standa í byggingarframkvæmdum á næsta ári og segist ekki hafa tima til þess nema hætta alveg að æfa knatt- spyrnuna. „Ég er búinn að vera i markinu hjá meistaraflokki Víkings siðan 1968 og það er kominn timi til að fara að hætta og gefa þeim yngri tækifæri,” sagði hann í viðtali við DB & Vísi í gær. -klp- —sagði norski þjálfarinn eftir leikinn á Selfossi á laugardaginn islensku strákarnir fundu þá aftur leið- ina í markið hjá þeim norsku og sigr- uðu þá með 6 marka mun 25—19. Þjálfari norska liðsins sagði okkur Núáað hefna... Síðasti leikur norska handbolta- landsliðsins í heimsókninni til Íslands að þessu sinni verður í Laugardalshöllinni í kvöld og hefst hann kl. 20.00. Einhverjar breytingar verða gerðar á íslenska liðinu fyrlr þann leik því þar eru Hilmar Björnsson & c/o ákveðnir að hefna ófaranna frá í gær með góðum sigri. að hann ætti von á þvi að islenska liðið gæti staðið sig vel í HM-keppninni í Portúgal. Það yrði þó erfitt því hann vissi til dæmis að sovéska liðið væri hreint frábært. Hollendingarnir, sem væru i sama riðli og ísland og Sovét, hefðu slegið Finna út í forkeppninni og væru til alls liklegir. Aðspurður sagði hann að Norðmenn væru ekki með í þessari heimsmeistara- keppni — það væri verið að byggja allt upp á nýtt í norskum handknattleik um þessar mundir en þeir kæmu sterkir til leiks í næstu HM-keppni í staðinn. Mörk unglingaliðs íslands í leiknum við norska liðið gerðu: Kristján Arason 9, Páll Ólafsson 6, Brynjar Harðarson 3, Guðmundur Guðmundsson 3, Val- garður Valgarðsson 2 og Þorgils Óttar 2 mörk. Sigmar Þröstur stóð í markinu og varði mjög vel. -klp- ‘0 Guðrún Fema Ágústsdóttir. Ætla að synda í Danmörku Norðurlandameistaramót ungl- inga í sundi verður haldið um næstu helgi í Tysted í Danmörku og verða sendir þrir islenskir unglingar þang- að. Það eru þau Eðvarð Þór Eðvarðsson, UMFN, Árni Sigurðs- son, ÍBV, og Guðrún Fema Ágústs- dóttir, Ægi. Guðrún og Eðvarð hafa bæði verið í íslenska landslið- inu i sundi þótt ung séu að árum — eða rétt 15 ára — en Árni mun keppa þarna í fyrsta sinn fyrir ís- land. -klp- Við bjóðum skíðaferðir í beinu leiguflugi og opnum um leið nýjar dyr að skíðaparadís Austurrísiku Samvinnuferðir-Landsýn flýgur nú íMéinu leiguflugi (án þreytandi millilendinga) i skíðalönd Austurrikis. Pannig lækkum við verð og flýtum för, auk þess sem nýir mögu- leikar hafa oþnast á hópafslætti, barna- afslætti, greiðsluskilmálum og annarri fýrirgreiðslu. Við látum yfirhlaðna ferðamannastaði með allri sinni örtröð liggja á milli hluta. „Aðeins þaðallra besta" þótti nógu gottog við vonum aðfarþegarnirverði sammála þeim skíða- sérfræðingum okkar sem völdu Sölden, Zillertal og Niederau. Par er skíðaaðstaða í senn fjölbreyttog spennandi, skíðakennarar á hverju strái, skíðalyftur í tugatali og síðast en ekki síst einstaklega friðsælt og notalegt. Og þegar skíðabrekkunum sleppir er tilvalið að bregða sér á gönguskíði, fara í æsispenn- andi bobsleðaferðir, leika sérá skautasvellum eða bregða sér í hestasleðaferðir um fallega dalina. Þreytanlíðursíðanúrísundlaugumog saunaböðum og á kvöldin bíða þín fjölmargir veitinga- og skemmtistaðir með ósvikinni Tíróla-stemmningu, bjölluspili og harmonikkuleik. Nú er tilvalið að maa saman vinum og kunningjum, næla sér í myndarlegan hóp- afslátt og láta drauminn um skíðaparadis Austurrikis rætast í góðra vina hópi. •'•r ■ Brottfarardagar: Des. 19. (jólaferð, heimkoma 2. jan.) Jan. 16, 30. Feb. 13,27. (heimkoma 13. mars) Verð frá kr. 5.880 Innifalið: Flug til og frá Munchen, flutningur til og frá áfangastað, gisting með hálfu fæði i tvær vikur og íslensk fararstjórn. Hópafsláttur kr. 500, barnaafsláttur kr. 1.000 Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.