Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Síða 2
18 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981. Sjónvarpnæstuvika (Adolf Hitler — My Part in His Downfall). Bresk gamanmynd frá 1972. Leikstjóri: Norman Cohen. Aðaihlutverk: Jim Dale, Spike Milligan.Arthur Lowe. Myndin segir frá nokkrum náungum, sem fara í herinn, þegar Hitler ræðst inn í Pólland. Gamanið byrjar þegar trompettleikarinn Spike Milligan fer í læknisskoðun. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 23.55 Dagskrárlok. Laugardagur 12. desember 16.30 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Þriðji þáttur. Spænskur teikni- myndaflokkur um flökkuriddar- ann Don Quijote og Sancho Panza, skósvein hans. Þýðandi: Sonja Diego. 18.55 Enska knattspyrnan. Umsjón: Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Ættarsetrið. Þriðji þáttur. breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.20 Loks er spurt. Spurninga- keppni í sjónvarpssal. Sjöundi þáttur. Úrslit. í þessum úrslita- þætti spurningakeppninnar keppa lið Guðna Guðmundssonar, en með honum í sveit eru þeir Stefán Benediktsson og Magnús Torfi Ólafsson, og lið Guðmundar Gunnarssonar, en með honum keppa Gísli Jónsson og Sigurpáll Vilhjálmsson. Spyrjendur: Trausti Jónssoh og Guðni Kolbeinsson. Dómarar: Ornólfur Thorlacius og Sigurður H. Richter. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 22.05 Daisy. (Inside Daisy Clover). Bandarísk biómynd frá 1965. Leikstjóri: Robert Mulligan. Aðal- hlutverk: Natalie Wood, Robert Redford, Ruth Gordon, Christ- opher Plummer og Roddy Mac- Dowall. Myndin gerist í Holly- wood á þriðja áratugnum. Hún fjallar um unga stúlku og fallvalt- an frama hennar sem leikkonu. Stúikan heitir Daisy og er leikin af Natalie Wood, sem lést fyrir A laugardagskvöld 12. das. kl. 22.05 sýnir sjónvarpiA mynd fró 1965, Daisy, um unga stúlku sem reynir að komast áfram ( kvik- myndaheiminum. Daisy er leikin af Natalie Wood, sem lézt nýskeð á sviplegan hátt. skemmstu. Þýðandi: Dóra Haf- steinsdóttir. 00.05 Dagskrárlok. Sunnudagur 13. desember 16.00 Sunnudagshugvekja.Séra Agnes Sigurðardóttir, æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar, flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. Sjöundi þáttur. Samviskubit læknisins. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 17.10 Saga sjóferðanna. Sjöundi þáttur. Maðurinn og hafið. Þýð- andi og þulur: Friðrik Páll Jóns- son. 18.00 Stundin okkar. Umsjón: Bryndís Schram. Upptökustjórn: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjóiivarp næstu viku. Umsjón: Magnús Bjarnfreðsson. Ómar Ragnarsson og félagar eru nú komnir vestur f Ketildalahrepp f Arnarfirði á hringför sinni um landið. Sunnudagskvöldið 13. des. kl. 20.50 koma þeir f Selárdal og rsaða við stjórnmálamanninn Hannibal Valdimarsson og hagyrðinginn og húmoristann Ólaf son hans. 20.50 Stiklur. Fimmti þáttur. Þeir segja það í Selárdal. Fyrri þáttur af tveimur, þar sem stiklað er um á vestustu nesjum landsins, einkum þó í Ketildalahreppi í Arnarfirði. Þar eru feðgarnir Hannibal Valdi- marsson og Ólafur, sonur hans, sóttir heim á hinu forna höfuðbóli, Selárdal. Myndataka: Páll Reyn.s- son. Hljóð: Sverrir Kr. Bjarnason. Umsjón: Ómar Ragnarsson. 21.30 Eldtrén í Þíka. Annar þáttur. Hýenur éta hvað sem er. Breskur framhaldsmyndaflokkur um fjöl- skyldu sem sest að á austur-afríska verndarsvæðinu snemma á öldinm. Þættirnir byggja á æskuminning- um Elspeth Huxley. Aðalhlutverk: Hayley Mills, David Robb, Holly Aird. Þýðandi: Heba Júlíusdóttir. 22.30 Spáð I stjörnurnar. Stjörnu- speki nýtur mikilla vinsælda á okkar tímum, og er talið að um 15 milljónir manna lesi stjörnuspána sina dag hvern. Vísindamenn hafa fordæmt stjörnuspekina og kalla hana hjátrú. Málið er kannað í þessum þætti frá BBC. Þýðandi: Bogi Arnar Finnbogason. 23.20 Dagskrárlok. ... ' ELDTKÉN í ÞÍKA—sjónvarp sunnudagskvöld kl. 20.55: ENSKINNFLYTJENDAFJÖL- SKYLDA í AFRÍKU FREISTAR GÆFUNNARVIÐ KAFFIRÆKT Á sunnudagskvöld hefst nýr fram- haldsmyndaflokkur í sjö þáttum unr breska innflytjendur sem setjast að á austur-afrisku verndarsvæði snemma á öldinni. Hjónin eru ieikin af David Robb og Hayley Mills en dóttir þeirra af Holly Aird. Þetta er sannsögulegur þáttur að því leyti að hann er byggður á endurminningum sem litla stúlkan skrifaði þegar hún var orðin stór og kallaði „Eldtrén í Þíku”. Hún hét réttu nafni Elspeth Huxley og í sögu sinni lýsir hún þeim áhrifum sem hið óbyggða land Afríku hafði á hana. Reikandi dýrahjarðir, fram- andi kynþættir, tilkomumikið lands- lag. Fjölskyldan ætlaði sér að efnast á kaffirækt, og Elspeth Huxley er ekki eina Evrópukonan sem ritað hefur minningar sínar af slíkum tilraunum. Danska skáldkonan Karen Blixen hefur í skáldsögu sinni Jörð í Afríku sagt frá sams konar búskap. Sú bók hennar gerði hana heimsfræga enda þótt kaffiræktin mistækist og hún yrði að gefast upp við hana. Vonandi gengur þessari bresku fjölskyldu betur en með því getum við fylgst næstu sunnudaga. -ihh. ÆJARINS ESTU Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarínnar sýna Kvikmyndir— Örn Þórisson. Utlaginn Leikitjóri: Agúst Guðmundsson. Leikendur: Amar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Prákin Kadsson. Ramleiðandi: (sfilm. Sýningarstaður: Austurbœjarb(ó. Flestir hafa ábyggilega einhverjar skoðanir áhvernigkvikmynda eigi íslendingasögur. Það er ekki Ágústi Guðmundssyni sagt til hnjóðs að hann hefur valið Gísla sögu Súrssonar nokkuð venjulegan farveg. Myndin leggur lítið upp úr orðum, meir upp úr athöfnum og persónur eiga þvi erfitt um sjálfstæði. Þegar höfð ér í huga hin mikla örlagatrú sem lögð er til grundvallar í bókinni, þá er myndgerð Ágústs síður en svo vitlaus. Ef frá eru talin byrjunaratriði myndarinnar þá er uppbygging hennar skýr og til fyrirmyndar. Útlaginn er epísk stórmynd, lifandi dæmi um stórhug aðstandenda og fagmennsku í kvikmyndagerð. Kostnaður myndarinnar hrópar á aðsókn áhorfenda og einmitt það á hún skilið. Ekki fara á þessa mynd með vorkunnsemi sem mótif, það er ástæðulaust. Farið frekar með það í huga að Útlaginn er afrakstur íslenskrar kvikmyndagerðar og íslenskrar menningar, og ef eitthvað er, betri mynd en flestar erlendar sem sýndar eru í bíóum borgarinnar. MIDNIGHT COWBOY Leik8tjóri: John Schlosinger. Leikendur: Jon Voight, Dustin Hoffman, Brenda Vaccarro. Sýningarstaöur: Tónabíó. Kvikmyndahús borgarinnar halda að sér höndum þegar jólamán- uðurinn hefst. Lítið er um frumsýningar, meira um endursýningar. Nokkurs konar sambland af hvoru tveggja er þegar bíó sýna ný eintök af gömlum myndum — sígildum. Tónabíó sýnir um þessar mundir nýtt eintak af hinni verðlaunuðu kvikmynd „Midnight Cowboy”. Ekki er að sjáað myndin hafi elst illa á tíu árum, eða þar um bil, því tæknilega er myndin alveg jafnfersk fyrir mig nú og áður. Hins vegar hefur boðskapur og umfjöllunarefni myndarinnar fölnað svolítið og þegar myndir Scorsese og annarra eru hafðar í huga þá virkar „Midnight Cowboy” á mann líkt og þrjú sýning. En þrátt fyrir það er nú ansi gaman að myndinni, enda eftirminnilega leikin og gerð. Á sínum tíma var „Midnight Cowboy” óvenjuleg at- hugun á utangarðsmönnum og fjandsamlegu borgarsamfélagi Ameríku. Myndin var í senn skemmtimynd og alvarleg kvikmynd, og með sönnu má segja að þessi annars ágæta mynd líði talsvert fyrir þá samsuðu. ALLTHATJAZZ Laikstjóri: Bob Fosse. Leikendur: Roy Scheider, Jessica Lange, Ann Reinking. Sýningarstaöur: Stjömubló. Bob Fosse hefur í langan tíma verið einn af uppáhaldsleikstjór- um mínum og ég stend fast við mína skoðun að hann sé einn jhugmyndaríkari og hæfileikamesti leikstj. USA. Mér er því sönn ,ánægja að geta sagt að með „All That Jazz” bætir hann einni skrautfjöður i sinn hatt. Hver annar en Fosse myndi þora að gera sinn eigin persónuleika að kvikmyndaefni og hver hefur burði til að bylta söngleikjaforminu líkt og hann gerir? Það er bara til einn Bob Fosse. „AII That Jazz” er Bob Fosse kvikmynd: smekklaus, yfirborðsleg og yfirgengileg í aðra röndina; ennfremur glúrin, persónuleg og tæknilga fullkomin í hina. Fosseer „sjóvmaður”, ef til vill fullur af öfgum hvað varðar kvikmyndagerð og er því hætt við að sum atriði myndarinnar æpi framan í fólk, „All That Jazz” er öfgafull kvikmynd og er því hætt við að almenningur verði ekki á eitt sáttur um gæði hennar. Ég ætla að skipa mér á bekk með þeim öfgafyllri þegar ég segi að „All That Jazz” er með betri myndum síðustu ára, og innan sinnar tegundar, einstök.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.