Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 4
20 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981. SKAUTAR - SKAUTAR Svartir skór Stœrðir 34—46 Verð kr. 329.- Hvítir skór < * Stœrðir 33-41 f Verðkr.312.- \\ *.v V "ö <5 ,2 «0 'SL O Barnaskautar Stærðir 28-35 Litir: hvftt og svart. Verð kr. 125.- PÓSTSENDUM. LAUGAVEG113. SÍM113508. SUNNUDAGS BLADIÐ DIOmiUINN alltaf um helgar Snekkjan+ Skútan Strandgötu 1 — 3, Hafnarfirði Dansbandið og diskótek sjá um stemninguna " ---------til kl. 3 í SKÚTUNNI verður matur framreiddur frá kl. 19.00. Borðapantanir i símum 52501 og 51810. Spariklæðnaður Hvaðeráseyðium Það er oft mikil rekistefna á milli leikmanna og dómara i körfuboltanum eins og t.d. béma þar sem þeir Bjarni Gunnar Sveinsson tS, Rikharður Hrafnkeisson Val og Kristbjörn Albertsson dómari eru að ræða málin i miðjum leik. En það þarf ekki að ræða mikið i leikjunum f körfuboltanum um þessa heigi, þeir era ör- fáir og aðeins einn i sjálfri úrvalsdeildinni. DV-mynd Friðþjófur. íþróttimar um helgina: Aðalvöllurínn er í Portúgal Rólegt á heimavígstöðvum hjá íslensku íþróttaf ólki um þessa helgi land, Vestur-Þýskaland eða Argent- Það verður lítið um að vera íþróttalífinu hér heima um helgina. Það er kannski ekki hægt að segja lítið, en að minnsta kosti fátt um stórviðburði. Ekki er nema einn leikur í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik, einn leikur f 1. deild karla í blaki og enginn í 1. deild karla í handknatt- leik. Stórviðburður helgarinnar verður í Portúgal, þar sem íslenska landsliðið í handknattleik karla tekur þátt í heimsmeistarakeppni landsliða 21 árs ogyngri. Þar leika 16 lið I 4 riðlum. fsland leikur í kvöld (föstudag) við gestgjaf- ana frá Portúgal og á morgun (laug- ardag) á ísland leik við Holland og á sunnudag við Sovétríkin. T.vö Iið komast áfram úr riðlinum, og ef ís- land nær því, á liðið leik á þriðjudag og fimmtudag við Svíþjóð, Frakk- ínu, sem koma úr D-riðlinum. Eini leikurinn í úrvalsdeildinni í körfubolta hér heima um helgina er viðureign Fram og Vals á laugardag. Á sunnudag leika svo í 1. deild Grindavík og Haukar í Njarðvík. Víkingur-Þróttur leika í 1. deildinni i blaki á sunnudagskvöldið og strax á eftir þeim leik fara Þróttur og Breiða- blik af stað f I. deild kvenna. Þar sem handboltaliðið er í Portú- gal er lítið um að vera i þeirri íþrótt um helgina. Þó er einn mikilvægur leikur í 2. deild karla í Laugardals- höllinni á sunnudaginn, er þar mætast þá f R og Breiðablik. Sjá annars nánar íþróttir helgar- innar hér á öðrum stað í Helgardag- bókinni. -klp- Blakið um helgina: VfKINGAR SPREYTA SIG A MEISTURUNUM Víkingum gefst kostur á að reyna sig gegn Þrótturum í 1. deild karla i blaki um helgina. Vikingur náði í fyrra oft að velgja Þrótti sem margir eru farnir að halda að sé jafnvel ósigrandi, hressilega undir uggum. Víst er að Víkingar hafa fullan hug á að sýna að jafnvel Þróttarar eru ekki ósigrandi. Nái þeir góðum leik er aldrei að vita nema meistararnir falli, þeir hafa ýmsa veikleika eins og glögglega kom í ljós í leik þeirra gegn Stúdentum um síðustu helgi er þeir töpuðu einni hrinunni 15—2. Leikur Víkings og Þróttar verður i Hagaskóla á sunnudagskvöld kl. 20. Að þeim leik loknum mætast í kvennaflokki Þróttur og Breiðablik. Tveir leikir verða i 2. deild karla um helgina. Þróttur Neskaupstað kemur suöur og leikur tvo leiki, fyrst i kvöld við B-lið Þróttar. Hefst leik- urinn kl. 20.30 og verður í Voga- skóla. Á morgun kl. 14.30 leika Norðfirðingar svo við Samhygð á Selfossi. . -KMU. Kvikmyndir Kvikmyndir f MÍR-salnum Viðhorf Sovétmanna til meiriháttar deilumála á alþjóðavettvangi og ferð islenskrar þingmanna- nefndar til Sovétrikjanna á sl. sumri eru viðfangsefni þriggja 20—50 min. langra kvikmynda, sem sýndar verða í MÍR-salnum, Lindargötu 48, 2. hæð (gengið inn frá Frakkastig) Fimmtudagskvöldið 10. desem- ber kl. 20.30. Fyrsta myndin nefnist „Sannleikurinn um Apríl- byltinguna” og fjallar um alþýðubyltinguna í Afganistan og þróun mála þar í landi síðustu misser- in. Skýringar með myndinni eru á ensku. önnur kvikmyndin nefnist „Samkomulag” og segir þar frá deilum og átökum í austurlöndum nær, Camp David samkomulaginu og afstöðu ýmissa arabaríkja til þess. Skýringar með myndinni á norsku. Loks er 20 mín. litmynd um Sovétferö sendinefnd- ar Alþingis undir forystu Jóns Helgasonar, forseta sameinaös þings á sl. sumri. Brugðið er upp svip- myndum frá heimsókn þingmannanna til Moskvu, Tallinn og Kiev. Skýringar með myndinni eru á ís- lensku, fluttar af Vladimír Jakúb prófessor, sem var túlkur þingmannanefndarinnar. Aðgangur að kvikmyndasýningunni í MÍR-saln- um er ókeypis og öllum heimill. MÍR. Ferðalög Útivistarferðir Föstudag 4. desember kl. 20,00, aðventuferð í Þórs- mörk, gönguferðir við allra hæfi um Mörkina í vetrarskrúða. Fararstjóri Jón 1. Bjarnason. Kvöld- vaka, smákökur og jólaglögg, kertaljós og klæðin rauð. Gist i nýja Útivistarskálanum i básum. Uppl. og farseðlar á skrifstofunni, Lækjargötu 6 A, simi 14606. Skrifstofan verður opin til kl. 18.00 fimmtudaga og föstudaga. Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudaginn 6. des. kl. 11: Gengið á Skálafell (774 m) við Esju. Gönguleiðin á Skálafcll er frekar auðveld og fær öllum, sem eru vel útbúnir. Fararstjóri: Þorsteinn Bjarnar, Verð kr. 50.- Farið frá Umferðamiðstöðinni austanmegin. Farmiðar við bíl. Listasöfn 'ÁRBÆJARSAFN: Árbæ. Opið samkvæmt umtali í síma 84412 milli kl. 9.00 og 10.00. Strætisvagn 10' frá Hlemmi gengur að safninu. ÁSGRÍMSSAFN, Bergstaða^træti 74, simi 13644. Opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30—16. ÁSMUNDARSALUR, Freyjugötu simi 14055: Siðasta sýningarhelgi á sýningu Guðmundar Páls- sonar. Hann sýnir vatnslita- og krítarmyndir. Sýn- ingin nefnist Hljóðafrum, á henni eru 21 myndverk. Daglega er opið frá kl. 14—22, siðasti sýningardagur er 6. desember. DJÚPIÐ: Raymond Holland með myndir unnar á pappír sem listamaöurinn býr til. Sýningin stendur til 23. desember. Daglega er opið frá 11—23.30. Aðgangur ókeypis. GALLERl KIRKJUMUNIR: Sigrún Jónsdóttir sýnir batik. Opið alla virka daga frá kl. 9—18, en laugardaga og sunnudaga frá kl. 9—16. GALLERÍ LANGBRÓK, Amtmannsstíg 1, síml 13622: Jólasýning Langbróka. Opið á laugardag frá kl. 13—16, annars alla virka daga frá kl. 12—18. Sölusýning þessi stendur fram að jólum. HAMRAGARÐAR, Hávallagötu 24, simi 21944: Engin sýning í vetur. HÖGGMYNDASAFN Ásmundar Sveinssonar v/Sigtún. Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga kl. 13.30—16. KJARVALSSTAÐIR Mlklatúni, simi 26131: Haukur Clausen og Margrét Reykdal sýna oliumál- verk. Sýning Hauks stendur yfir til 13. des. en sýn- ingu Margrétar lýkur 6. desember. Daglega er opið frá kl. 14—22. LISTASAFN ALÞÝÐU, Grensásvegi 16, sími 81770: Guernica sýning eftir Picasso, framlengd fram á sunnudagskvöld. Daglega er opið frá kl. 14— 22. LISTASAFN Einars Jónssonar Skólavörðuholti, s. 13797: Safnið er lokað í desember og janúar. NORRÆNA HÚSIÐ v/Hringbraut, sími 17030:. Sýning á listiðnaði frá Fjóni. Vefnaður keramik, ljósmyndir, glermunir og tekstilar. Keramiksýning á Hulduhólum Steinunn Marteinsdóttir sýnir keramik á verkstæði sínu, Hulduhólum i Mosfellsveit. Hún er opin laug- ardaginn 5. desember frá kl. 14—19 og sunnudaginn 6. desember kl. 14—22. Grótar Reynisson sýnir (Nýlistasafninu Föstudaginn 4. desember kl. 20:00 mun Grétar Reynisson opna sýningu i Nýlistasafninu, Vatnsstig 3b. Þetta er fyrsta einkasýning Grétars en hann hef- ur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum. Nú sýn- ir Grétar skúlptúrverk unnið úr tré o.fl. Sýningin stendur frá 4.—13. desember 1981 og er opin daglega frá kl. 20:00-22:00, en um helgar frá kl. 16:00-22:00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.