Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1981, Blaðsíða 5
helgina? Hvaðeráseyðiiu
Basarar
'Basar Sjáifsbjargar
í Reykjavík verður haldinn i Lindarbæ nk. iaugar-
dag 5. desember kl. 14.00. Tekið á móti basar-
munum á skrifstofunni, Hátúni 12 fram til föstu
.dags.
Jólabasar f
Yferi-Njarðvfk
Systrafélag Ytri-Njarðvikurkirkju heldur jólabasar
nk. iaugardag 5. des. kl. 15 í safnaðarsal
kirkjunnar.
Félagskonur hafa haft einn tii tvo vinnufundi i
viku í vetur og búið til aðventukransa, borð- og
veggskreytingar, óróa, málað keramik og fleira.
Þá verður á boðstólum kaffi og með þvi, i fund-
arsal.
En það koma fleiri við sögu. Kór Tónlistar-
skólans undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, syngur í
kirkjunni kl. 15.30 og kl. 16 og er kirkjan öllum opin
á meðan. Svo er iíka búist við skemmtiiegri
uppákomu áður en basarinn hefst.
Það mun veita öllum mikla gleði að koma i
kirkjuna á laugardaginn og eiga þar góða stund um
leið og kirkjunni er veittur stuöningur.
Sýning á
bókasafninu, ísafirði
Laugardaginn 5. desember nk. verður opnuð i bóka-
safninu ísafiröi, sýning á litljósmyndum eftir Jón
Hermannsson. Sýningin nefnist „Myndir frá Horn-
.ströndum” og verða þar sýndar um 50 stækkaðar lit
ijósmyndir sem Jón hefur tekið á Hornströndum tvö
Myndir frá Homströndum.
síðastliðin sumur.
Jón hefur sjálfur stækkað myndirnar og sett upp.
Sýningin verður opnuð laugardag 5. desember og
stendur yfir til sunnudags 13. desember sem verður
síðasti sýningardagur. Myndirnar eru flestar til sölu.
Musica Nova
ó Kjarvalsstöðum
N.k. mánudag (7. des.) ki. 20.30 mun Musica Nova
gangast fyrir tónieikum að Kjarvalsstöðum.
Átthagafólag Stranda-
manna f Reykjavík
heldur kökubasar að Haliveigarstöðum laugar-
daginn 5. desember kl. 14 til ágóða fyrir sumarhús
féiagsins.
Það yar hress hópur sem æfði fyrir skemmtikvöldið á miðvikudagskvöldið er
Einar Ólason Ijósmyndari DV leit inn í Hlégarð. Varla verður fjörið minna
annað kvöld.
Mosfellingar
bregða á leik
Mannlíf gerist æ fjölbreyttara i
Mosfellssveitinni og nú um helgina
verður bætt um betur fyrir sveitunga
og aðra þá sem vilja leggja leið sina í
sveitina. Leikfélag Mosfellinga
verður annað kvöld með skemmti-
kvöld í kabarettformi á sínum vegum
í Hlégarði. Eftir sýninguna verður
dansleikur þar sem hljómsveitin Aría
leikur fyrir dansi.
Leikfélagið í Mosfellssveit hafði
hugsað sér að setja upp leiksýningu
nú fyrir áramót en af því gat ekki
orðið. Ekki þýddi þó að sitja auðum
höndum og því var tekið til þess ráðs
að æfa skemmtidagskrá.
Skemmtunin mun standa yfir í tvo
tíma og verður boðið upp á margvís-
leg atriði. Má t.d. nefna revíusöng,
stílfærðan þátt úr Skugga-Sveini,
tveir ungir menn fella klæði og
syngja auk ýmislegs annars.
f Leikfélagi Mosfellssveitar eru um
fjörutíu manns og mikil gróska. í
bígerð er nú hjá leikfélaginu að æfa
barnaleikrit sem flutt verður eftir
áramót.
-ELA.
Nokkrir af þeim munum sem boóið er upp á á basar KFUK, sem haldinn verður
á morgun.
Nú eru allir að komast í jólaskap:
KFUK með sinn
árlega jólabasar
Nú eru jólabasararnir að komast í
fullan gang og má í þvi sambandi
minnast á hinn árlega basar KFUK
sem haldinn verður á morgun,
laugardag, að Amtmannsstig 2b.
Boðið verður upp á fjölbreytt og
glæsilegt úrval heimagerðra muna
svo sem jóladúka, jólalöbera, dregla,
prjónuð leikföng, barnabuxur að
ógleymdum öllum gómsætu
kökunum.
Um leið verður boðið upp á kaff
og kökur og geta því gestir setzt niðui
og notið góðra veitinga um leið og
þeir styrkja gott málefni.
Þá má geta þess að annað kvöld
verður samkoma í KFUK-húsinu kl.
20,30 og eru að sjálfsögðu allir vel-
komnir. -ELA.
Kvennadeild
Rangæingafólagsins
verður með kökubasar og flóamarkað að Hallveig-
arstöðum til styrktar Kór Rangæingafélagsins 6.
desember kl. 14.Sfjórnin.
Bazar óháða saf n-
aðarins í Kirkjubæ
Kvenfélag óháða safnaðarins heldur bazar i
Kirkjubæ laugardaginn 7. dsember kl. 14.00. Félags-
konur og velunnarar safnaðarins, góðfúsiega komið
gjöfum í Kirkjubæ föstudaginn 6. desember kl. 17—
20 og laugardag 7. desember frá kl. 10—12.
LAUGARDAGUR:
Körfuknattleikur:
íþróttaskemman Akureyri kl. 15, 2. deild, KFÍ-Þór
og síðan Hörður-Tindastóll.
Hagaskóii kl. 14, Úrvalsdeild, Fram-Valur.
Hellisandur kl. 14, 2. deild.Víkingur-Breiðablik.
Blak:
Seifoss kl. 14. 2. deild. UMF Samhygð-Þróttur
Nesk.
Handknattleikur:
Laugardalshöll kl. 15.30. 3. deild, Ögri-Selfoss og
síðan Ármann-Dalvík.
SUNNUDAGUR:
Körfuknattleikur:
íþróttaskemman Akureyri kl. 13. 2. deild. Hörður-
KFÍ.
Hagaskóli kl. 14, 2. deild, Bræður-Akranes.
Njarðvik kl. 14, 1. deild karla, Grindavík-Haukar.
Strax á eftir 1. deild kvenna. Njarðvík-ÍR.
Blak:
Hagaskóli kl. 19, 1. deild karla, Vikingur-Þróttur.
Strax á eftir 1. deild kvenna. Þróttur-Breiðablik.
Handknattleikur:
Laugardalshöll kl. 14, 2. deiid karla. ÍR-Breiðabiik.
Seltjarnarnes kl. 14, 3. deild. Grótta-Skallagrímur.
Badminton:
Seltjarnarnes, A-flokksmót Gróttu.
Akranes: Bikarmót ÍA. Opið unglingamót.
Júdó:
Kennaraháskólinn kl. 14. Reykjavíkurmótið.
Komdu inn úr kuldanum
Á efnisskránni eru 5 verk:
1) Nýtt tónverk, „Mansöngvar-Kantata nr. 4” eftir
Jónas Tómasson sem hann hefur samið fyrir
Háskólakórinn að tilhlutan Musica Nova. Þetta
er litríkt verk og viðamikið, samið við 12 kvæði
Hannesar Péturssonar. 4 hljóðfæraieikarar taka
þátt í flutningi verksins auk kórsins. Stjórnandi
er Hjálmar Ragnarsson.
2) Nýtt tónverk eftir norska tónskáldið Lasse
Thoresen: „Interplay” fyrir fiautu og píanó.
Þetta verk er samið fyrir Manuelu Wiesler sem
mun frumflytja það á tónleikunum ásamt Þor-
keli Sigurbjörnssyni.
3) „Variations III” eftir John Cage (1963). Flytj-
andi: Óskar Ingólfsson”.
4) Variations IV” eftir John Cage (1963) Flytjandi:
Snorri S. Birgisson.
5) „Glopplop” (hljóðverk fyrir kór) eftir Magnús
Guðlaugsson.
Að auki verða kynnt nokkur verk Magnúsar
Guðlaugssonar m.a. fyrir video.
Flytjendur auk þeirra sem fyrr er frá greint eru:
Nora Kornblueh og Michael Shelton.
Tónleikar
Kór Kenaraháskóla íslands mun halda tvenna
tónleika á næstunni. Eru það fyrstu opinberu
tónleikar kórsins. Fyrri tónieikarnir verða í Ytri-
Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 6. desember kl. 16 og
hinir síðari í Háteigskirkju þriðjudaginn 8. desember
kl. 20.30.
Á efnisskránni eru jólalög frá ýmsum löndum,
m.a. eftir Jan Pieters Sweelinch, Bach, Mozart,
Dietrich Buxtehude, Britten o. fl. Stjórnandi kósins
er Herdís H. Oddsdóttir. Þeta er 3. starfsár kósins.
og fáðu þér heitt jóla-
glögg með piparkökum.
Þaðyljar þér í jólaönnun-
um og kemur þér í jóla-
Kór Víðistaðasóknar
f Haf narfjarðarkirkju
Sunnudaginn 6. des. kl. 20.30 verða tónleikar í
Hafnarfjarðarkirkju. Þar flytja þau Pavel Smid og
Violeta Mintcheva Smidova, orgeltónlist eftir
Widor, Kanacek og Franch.
Kór Víðistaðasóknar flytur Eðhmische
Mirtenmesse (Tékkneska jólamessu) eftir Jakob Jan
Ryba, ásamt einsöngvurunum Guðrúnu Tómas-
dóttur, Rut Magnússon, Friðbirni G. Jónssyni og
Halldóri Vilhelmssyni. Undirleikari er Pavel Smid.
er Kristín Jóhannesdóttir.
við innganginn.
Ágóði rennur í orgelsjóð Víðistaðakirkju.
íþróttir
fóla
íjólaönn
Tónlist