Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Page 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981.
.5
Hyggst vinna hörpudisk í Flatey á Breiöaf irði:
„Einhverjar tekjur
verður fólk að hafa”
segir Haf steinn Guömundsson
„Það sem við hugsum okkur að
gera er að skapa vinnu fyrir þá sem hér
eru fyrir en ekki fara út í neina stór-
vinnslu. Þetta ætti að geta orðið
lyftistöng fyrir eyjuna. Ef þetta kemur
ekki til eða eitthvað annað álika verður
ekki búið hér mikið lengur, einhverjar
tekjur verður fólkið að hafa,” sagði
Hafsteinn Guðmundsson í Flatey á
Breiðafirði I samtali við DV.
Hann vinnur nú að því að koma á
fót hörpudisksvinnslu I Flatey.
Hafsteinn hefur þegar fengið vilyrði
hjá stjórnvöldum fyrir veiðileyfi og
býst við að fá úthlutað 300 lesta kvóta.
Vonast hann til að geta byrjað í
febrúarlok eða marz nk.
Hörpudisksmið eru allt í kringum eyna
og þarf Hafsteinn, sem á tólf tonna
bát, því ekki að sækja langt.
En ýmis Ijón eru í veginum. T.d.
þarf að koma upp tækjabúnaði og gera
ýmsar lagfæringar á frystihúsinu í Flat-
ey, sem ekki hefur verið notað síðan á
fyrri hluta sjötta áratugarins. Gerir
Hafsteinn ráð fyrir því að
kostnaðurinn við að koma á fót
hörpudisksvinnslunni sé tvö til þrjú
hundruð þúsund krónur.
„Verið er að leita eftir aðstoð,
auðvitað. Við höfum von um að fá
einhvern stuðning frá Byggðasjóði.
Töluverður hluti af kostnaðinum er
vinna sem við þurfum að leggja fram.
Það þarf örugglega ekki fjárstuðning
hennar vegna,” sagði Hafsteinn.
Ýmsir hafa látið í Ijós efasemdir um
að hægt sé að starfrækja hörpudisks-
Hafsteinn GuOntwtdsaon bóndi i Ratey.
vinnslu i Flatey vegna skorts á vatni.
En hvað segir Hafsteinn?
„IVlargir ímynda sér .það og þetta
hefur verið notað sem grýla á þetta. Á
fyrri hluta aldarinnar voru á þriðja
hundrað manns heimilisfastir í Flaley
og aldrei kvartað undan vatnsleysi. Ég
hef ekki miklar áhyggjur af þessu enda
verður þetta bara smávinnsla hjá
okkur. Væntanlega getum við notað
sjó við þrif á húsnæðinu. Við höfum
alveg nóg af honum.”
Fimm fjölskyldur búa í Flatey í
vetur. Atvinnu hefur fólkið af
DV-mynd HV.
hefðbundnum eyjabúskap; landbúnaði
og fuglatekju. Þá hefur grásleppan
reynzt góð búbót á vorin.
Hörpudisksmið eru víða i Breiða-
firði. Veiðitakmarkanir gilda um
þessar veiðar. Veiðikvóta er skipt á
milli nokkurra vinnslustöðva við
Breiðafjörð. Eru tvö hús í Stykkis-
hólmi langstærstu aðilarnir i þessari
vinnslu en einnig er hörpudiskur
unninn i Grundarfirði og á Brjánslæk.
Heildarkvótinn l'yrir Breiðafjörð í ár
var 8.000 lestir.
-KMU.
Minnisvarði um tón-
skáld nýtist sem
hljómsveitarpallur
Fyrsta skóflustungan að minnis-
varða um Oddgeir Kristjánsson,
tónskáld í Vestmannaeyjum, var tekin
16. nóvember sl. Fjölmenni var við
athöfnina.
Ekkja Oddgeirs heitins, Svava
Guðjónsdóttir, tók fyrstu
skóflustunguna en Oddgeir hefði orðið
sjölugur þenuan dag. Minnis-
varðinn, sem hannaður er af Birni
Hallssyni arkitekt, mun rísa á Stakka-
gerðistúni, aðalútisamkomustað Eyja-
skeggja. Mun minnisvarðinn jafnframt
verða notaður sem hljómsveitarpallur
enda er hann hannaður með það fyrir
augum.
Vígsla minnisvarðans er fyrirhuguð
á þjóðhátiðardaginn, 17. júní 1982.
-FÓV, Veslmannaeyjum.
geir Krist/ánsson koma tH með að
litaút
KUREKASTIG VEL
FYRIR
DÖMUR OG HERRA
VS>
»40“'
V.^
Teg. 7007
Litur: Antik-brúnt leður
Stærðir: 36—46
i
I
fi
I
Skó verz/un Laugavegi 95. — Sími 13570.
. , % # Kirkjustræti 8.
Þorðar Peturssonar v/Austurvön. - sími uwi.
STÓRA
BOMBAN
Eftir Jón Helgason. Bók sem fjallar um þaö mál er illskeyttastar
deilur hafa oröiö um á íslandi á síðari árum, þegar Jónas
Jónsson dómsmálaráðherra frá Hriflu var lýstur geðveikur áriö
1930. Jónas hóf gagnsókn sína meö frægustu blaöagrein sem
skrifuð hefur verið á íslandi — STÓRU BOMBUNNI — og
jafnskjótt var þjóöinni skipt í tvær andstæöar fylkingar sem
böröust af skefjalausu offorsi og meö bitrustu vopnum sem til
urðu fengin. Flestar greinar sem birtust um máliö heföu getaö
leitt af sér meiöyröamál, ef út í þaö heföi verið fariö. í bók sinni
STÓRU BOMBUNNI fjallar Jón Helgason um þetta einstæöa
mál, rekur aödraganda þess, sögu og afleiðingar og dregur
fram í dagsljósiö fjölmargar nýjar upplýsingar. Jón gleymir
heldur ekki hinu spaugilega í málinu, en STÓRA BOMBAN var
virkilegur hvalreki á fjörur grínista og gamankvæöaskálda.
ÞJÓÐSÖGUR
OG Þ/ETTIR
ÚR MÝRDAL
Eftir Eyjólf Guömundsson frá Hvoli í Mýrdal. Þóröur Tómasson
safnvöröur á Skógum bjó til prentunar. Eyjólfur á Hvoli varö
landsþekktur maður á sínum tíma fyrir bækur sínar, einum þó
„Afi og amma“ og „Pabbi og mamma“, sem þóttu einkar vönd-
uö alþýöleg fræöirit. Þegar Eyjólfur lést var mikiö af óbirtum
handritum í fórum hans, og hefur Þórður Tómasson frá Skóg-
um farið í gegnum þau og valiö til birtingar. ÞJÓÐSÖGUR OG
ÞÆTTIR ÚR MÝRDAL er sannkölluð óskabók allra þeirra er
unna þjóðlegum fróöleik, þvi Eyjólfur á Hvoli bregður upp
látlausum og sönnum myndum af þjóðlífi, menningu og sögn-
um í bók sinni.
ÞRAUTGÓÐIR
RAUNASTUND
Eftir Steinar J. Lúövíksson. 13. bindi Björgunar- og sjóslysa-
sögu íslands. Bókin fjallar um atburöi áranna 1900—1902 aö
báöum árum meðtöldum og segir frá mörgum hrikalegum at-
buröum, eins og t.d. slysinu mikla viö Vestmannaeyjar á upþ-
stigningardag áriö 1901 er 27 manns fórust þar skammt frá
landssteinunum, frá strandi togarans Óleopötru viö Ragnheiö-
arstaöi sama ár, en aðeins einn maður komst lífs af úr því slysi
og segir hann sögu sína. Sagt er frá mannskaðaveðrinu mikla í
september áriö 1902 og undarlegum örlögum hins illræmda
sænska Nilssons, er oröiö hafði tveimur mönnum aö bana á
Dýrafiröi laust fyrir aldamót. Bókaflokkurinn ÞRAUTGÓÐIR Á
RAUNASTUND hefur veriö kallaöur Stríössaga íslendinga, og
víst er aö í hinni nýju bók er sagt frá mörgum orrustum manns-
ins viö höfuöskepnurnar.
ÖRN&ÖRLYGUR
Siöumúla 11, sími 84866