Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Side 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981. 11 Mannlíf Mannlíf Mannlíf Mannlíf AGNETU FÁLTSKOG SPÁÐ FRÆGÐ OG FRAMA ÍHOLLYWOOD Orðrómurinn um f>að að Agneta Faltskog sé ætlað að taka við hlutverki Victoriu Principal í sjónvarpsþáttun- um, Dallas, gerist æ þrálátari í Holly- wood. Victoría hefur alveg gengið fram af framleiðendum með kaupkröfum sín- um og sagt er að þeir hafi nú skipað handritahöfundunum að Dallas að láta Pam og Bobby skilja til að losa þá við Victoríu Principal. Og þá er Agnetu leiðin greið til Hollywoodframa. Patrick Duffy, sem leikur Bobby, er ekki mótfallinn þessari hugmynd, þar sem honum finnst að meira hafi verið gert úr hlutverki Victoríu en sínu. í við- tali sem nýlega var tekið við hann hót- aði hann að hætta, ef hlutverkið yrði ekki bitastæðara en það hefur verið. Aðrir meðleikendur Victoríu í Dallas eru heldur ekki hrifnir af henni. Þeir segja hana þrasgjarna og ætíð tilbúna til að koma einhverju illu af stað. Framleiðendur hafa ekki verið fúsir að tjá sig um málið, en viðurkenna að þeir gætu vel hugsað sér að gefa Agnetu tækifæri til að spreyta sig i Dallas þætti. Það er sænski leikstjórinn Gunnar Hellström sem reynt hefur að koma Agnétu á framfæri, en hann hefur bæði skrifað og leikstýrt mörgum af Dallasþáttunum. Og takist honum ekki að koma henni að í Dallas, hefur hann í hyggju að gefa henni hlutverk i annarri mynd sem hann á að leikstýra. — Ég held að Agneta hafi allt það til að brunns að bera sem þarf til að gera hana að alþjóðlegri kvikmyndastjörnu, segir Gunnar. — Hún er bæði góður og tilfinninganæmur listamaður. Við það bætist að hún hel'ur ómetanlega reynslu af sviðsframkomu eftir samstarfið við ABBA. — Nei, það er ekkert á milli okkar, flýtir hann sér að bæta við. — Við erum að vísu bæði ástfangin — en hvort af sinni persónunni. (Lennart Cedrup) Se/nt fymast fomar ástír Þau hittust fyrst i París árið 1939. Jean Gabin vár þá nýlega orðinn heimsfrægur sem kvikmyndaleikari, en átti að baki sér brogaða fortíð sem farandverkamaður. Marlene Dietrich hafði aftur á móti alltaf verið Marlene Dietrich, sem var í sjálfu sér alveg nóg. Hún átti að baki sér mörg ástarævin- týri með þekktum leikurum eins og t.d. Maurice Chevalier, James Stewart, Douglas Fairbanks og John Wayne. Þau hittust aftur í Hollywood, en þá var heimsstyrjöldin síðari skollin á. Jean Gabin var þangað komin til að leika í kvikmyndeftirað nasistar hertóku Frakkland. En honum geðjað- ist ekki að liinu Ijúfa líl'i i Kalifoníu, yfirgaf Marlene og bauð sig fram til herþjónustu í Norður-Afriku. Hann tók m.a. þátt í lokaorrustunni um París 1944. Er hann sneri aftur heim frá herþjónuslu, beið Marlene hans á flugvellinum. Hann var þá skilinn við eiginkonu nr. tvö og þau Marlene þurftu ekki lengur að hafa fyrir því að leyna sam- bandi sínu. Þau léku saman í kvik- ntynd, sem misheppnaðisl og sluttu siðar kvæntisl Jean Gabin annarri konu. Sagt er að Marlene hafi aldrei gleymt honum og er Jean lézt, mörgum árum siðar, syrgði hún hann mjög. Þetta er forsaga meðfylgjandi myndar, en hún var tekin er Marlene sótti Jean á llugvöllinn að striðinu loknu. Og hún segir okkur nteira um þessar tvær persónur en nokkur orð. Hörmungar striðsins hafa greinilega markað sín spor í andlitsdrætti Jeans, og hann er hættur að hirða um klæða- burð sinn. En Marlene er jafn yndisleg og áhyggjulaus og áður, klædd eftir nýjustu forskrift tízkuhönnuðanna. Jean er hlaðinn farangri, en Marlene treystir sér greinilega ekki til að halda á öðru en dýru hönzkunum sinum. — Það er eins og þau hafi verið sköpuð hvort handa öðru, sagði kvik- myndaleikarinn Danie Gelin á sinum tíma um þau Marlene og Jean. Það getur varla verið að hann liafi séð þessa mynd. Kaupmenn — Kaupfélög GLÆSILEGT ÚRVAL SPÁNSKRA LEIKFANGA ÚR STÁLI Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI Línustýrður lögreglubíll með sírenu o.ft., 38 y. 16,5 Y.20J5 cm. Línustýrður fjórhjóladrífinn um, 53 y25 y27 cm. Útsöluverð ca 787,- Mercedes m/ljós- Línustýrður sjúkrabHI m/sjúkrabörum o.fl., 38y16,5y21,5. Útsöluverð ca 579,- Ingvar Helgason 1 Vönarlandi iSogamýri 6 simi 33560 Varahlutaverslurk Rauðagerði Simar: 84510 8. 84511 Fjarstýrður Mercedes, fjórhjóladrifinn,m/ljós- um, 53 y25 y26, cm. Útsöluverð ca 1.285,- Línustýrð lest með sírenu o.fí.,56,5 y39y9 cm. Útsö/uverð ca 380,- Línustýrður SOS-hjálparbíll m/björgunarbáti, 38 x 16,5 y21,5. Útsöluverð ca 579,- Stórkostiag eldhús með öllum heimilis- tækjum, 65 y 37 y 29,5 cm. Útsöluverð ca 479,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.