Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Qupperneq 14
14 Iijálst, áháð dttgblnð ÚtgáfufðUig: Frjál* fjötmlfllun hf. Stjórnarformaöurjog útgéfustjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Höröur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aðetoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Sœmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Péll Stefánsson og Ingóffur P. Steinsson. Ritstjóm: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Siðumúla 8. Afgreiðsla, áskríftir, smáauglýsingar, skrífstofa: Þverholti 11. Simi 27022. Sfmi rítstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HHmir hf., Siöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskríftarverð á mánuði 100 kr. Verð í iausasölu 7 kr. Holgarblað 10 kr. Grímulaus eignaupptaka Eftir því sem lengra hefur liðið á stjórnartímabil rík- isstjórnarinnar hefur æ fleirum orðið ljóst að stefna hennar í efnahagsmálum stendur á brauðfótum. Mest- ur tíminn hefur farið í að finna upp kúnstugar og ný- stárlegar nafngiftir svo sem niðurtalningu og slétt skipti. Örlög þessara frumlegheita hafa hinsvegar orð- ið þau, að niðurtalning hefur einkum komið fram í lífs- kjörum og kaupmætti, og sléttu skiptin eru fólgin í til- boðum til launþega um óbreytt ástand eða ekki neitt. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa reynst fálmkenndar bráðabirgðaráðstafanir, sem tekið hafa á sig hinar ýmsu myndir. Þær einkennast af örvæntingu og ráð- leysi. Ýmist eru fundnir ímyndaðir gullsjóðir i Seðla- bankanum, ellegar settar fram hugmyndir um niður- fellingu olíugjalds fiskiskipa. Báðar þessar úrlausnir eru kák út í loftið og leiða til aukinnar verðbólgu en ekki öfugt. Annað er í sama dúr. Ein skrautfjöðrin hefur verið sú að hrósa góðri stöðu ríkissjóðs. En hvernig hefur það verið gert? Með því að auka erlendar sem innlendar lántökur, ýta verk- efnum út af fjárlögum og yfir á lánsfjárlög. Þannig er gert ráð fyrir að erlendar lántökur aukist um 90% á næsta ári. Þessu til viðbótar er seilst dýpra í vasa skattborgar- anna og gengið á sjóði almennings. Lífeyrissjóðirnir hafa goldið fyrir þessa stefnu. Ríkisvaldið hefur löngum litið löngunaraugum til Iíf- eyrissjóðanna og svo er komið að þeim hefur verið gert að verja 40% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skulda- bréfum Byggingarsjóðs ríkisins, Framkvæmdasjóðs ríkisins og stofnlánasjóða atvinnuveganna. Nú á enn að höggva í sama knérunn. Fjármálaráð- herra hefur kynnt forráðamönnum lífeyrissjóðanna þá fyrirætlun sína að hækka bindiskylduna í 45% og binda hana við sjóði hins opinbera. Lífeyrissjóðirnir eiga ekki einu sinni að fá leyfi til að kaupa skuldabréf atvinnuvegasjóðanna og styrkja með því atvinnurekst- urinn að eigin mati. Þetta er sem sagt nýjasta aðferðin til að bjarga and- litinu í vindmylluslagnum gegn verðbólgunni. Enn á að ganga á eignir og sjóði borgaranna til að bjarga bágri stöðu hins opinbera sjóðakerfis. Lífeyrissjóðirnir eru eign frjálsra verkalýðsfélaga. Þeir eru myndaðir af greiðslum atvinnurekandans og launþegans, hluti af tekjum hvers og eins. Til þeirra er stofnað af fólkinu sjálfu og eru til ráðstöfunar, lánveit- inga og lífeyrisgreiðslna til þeirra og af þeim sem sjóð- ina mynda og í þá greiða. Afskipti ríkisvaldsins og fyrirmæli til sjóðanna um tiltekna ráðstöfun 45% þess fjár, sem þeir hafa undir höndum, er grímulaus eignaupptaka. Ríkissjóður er að svipta launþega réttmætu valdi á sínum eigin fjármun- um. En þetta er ekki aðeins eignaupptaka, þetta er póli- tísk miðstýring. Ríkisvaldið sölsar undir sig afrakstur- inn í opinbera sjóði, pólitískum handbendum sínum til umsjónar og úthlutunar. Þessu eiga forráðamenn lífeyrissjóðanna að sporð- renna með kokkteilum og þríréttuðum veisluhöldum í boði fjármálaráðherra. Er nema von að þeim blöskri? Er furða þótt mönnum ofbjóði yfirgangurinn? Eru örvæntingu og óvitaskap ríkisstjórnarinnar engin takmörk sett? Ellert B. Sehram. QG BARDAGINN A QNHAMRI Kvikmyndin Útlaginn, eftir Ágúst Guðmundsson, hefur í vetur vakið nokkra athygli, einkum vegna frábærrar leikstjórnar, fagmennsku í meðferð myndavélar og ágætrar tæknivinnu, m.a. i gerö húsa, fatnað- ar, og ekki síst trúverðuglegra bar- daga. Margir áhorfendur hafa séð i þessari mynd góða lýsingu á heiðnu samféiagi víkingaaldar, sem okkur tsiendingum hefur verið kennt, að ts-, lendingasögur lýsi. í þessari skoðun' er falið það viðhorf, að sögurnar lýsi heiðnu réttarsamféiagi, sem dæmir söguhetjuna útlæga. Líf söguhetj- unnar, þegar hann er daémdur skógarmaöur, einkennist af því, aö hann er ofsóttur af samféiaginu, niöurlægöur og fyrirlitinn, én hann stendur uppi sem harmsöguleg hetja, fuiltrúi hins forna, heiðna tslend- ingseölis. Dauði útlagans er oft sett- ur fram á þann hátt í sögunum, að hann iíkist fremur píslarvætti en því, að veriö sé að drepa sekan mann. Út- laginn er að þvi leyti bundinn af fjötrum örlaganna, óræðu heiðnu hugtaki, að því er menn segja. Glæpur útlagans, sem í upphafi var reistur á þeirri heiðnu réttarvitund, að mönnum bæri að verja sóma ætt- ar sinnar, snýst honum til> ógæfu. Þaðan er komið orðtakið: Sitt er hvað, gæfa og gjörvuleiki. Trúin utan og ofan við íslenska menningu Á þennan hátt hefur okkur verið kennt að líta á fornar sögur okkar. Þær eru gamalt söguefni, sem gengið hefur óbreytt í kjarna frá kynslóð til kynslóðar, þar til þær voru í letur færðar eftir margra alda kristna áróðursstarfsemi í hverri sókn. Gegn boðun kristindómsins risu þessar sögur með hetjudýrkun sinni og heiðnum einkennum. Þar meðer full- mótað það viðhorf síðari tima fræða, að fslendingar hafi verið kærulausir um trú sina. Hún hafi verið eitthvað, sem var utan og ofan við islenska menningu. Hún var framandi á ís- lenskum þjóðarlíkama, þegar islensk menning reis hæst. Þessari skoðun á islenskri menn- ingu vil ég leyfa mér aö mótmæla með eftirfarandi orðum. Fyrst ætla ég að geta þess, að áður- nefnd skoðun á ísienskri menningu og stöðu hennar í heimsmenningunni er byggð á meðvituðum misskilningi. Ég kalla það meðvitaðan misskilning, þegar upphafsmenn ísienskra fræða, svo sem Arngrímur Jónsson lærði, líta viljandi framhjá þeim bókum, sem sannanlega voru til á íslandi allt til ársins 1702, þegar þeir hófu sagn- fræðilega umfjöllun á fornbók- menntum okkar. Það er meðvitaður misskilningur, þegar trúarskoðanir eða heimspekilegur grundvöllur hvers tíma hindrar menn í að lesa þær bækur, sem hægt er að sjá á gömlum prentuðum bókaskrám, að voru í höndum lærðra manna á miðöldum. Auðvitað verður misskilningurinn ennþá verri, þegar hægt er að sjá það i bókasöfnum hér innan lands, að sjálfir textarnir hafa verið í höndum . íslenskra prestaskólakennara fyrir meira en eitt hundrað árum. Þegar misskiiningurinn tekur á sig þessa mynd, er hann ekki lengur mis- skilningur, heldur meðvituð föisun. Árið 1702 var til i Skálholti bók, sem hlýtur aö hafa verið ævagömul. Bók þessi fjallaði.um frægasta útlaga biblíunnar, Esekíel spámann. Bókina samdi Gregor mikli páfi á niunda áratug 6. aldar. Árið 1702 er merki- legt í sögu þessarar bókar, því að þá skrifar Árni Magnússon upp gamla bókaskrá Skálholtsstaðar, sem færð var inn í bókina. Bókaskráin ber þess merki að geta verið frá siðari hluta .13. aldar, svo að bókin sjálf hefur verið töluvert eldri. Enda þótt bókin kæmist síöar í eigu Árna Magnússon- ar, hvarf hún í höndum hans að fullu og öllu út úr íslenskri sögurýni og bókmenntatúlkun, án þess að hafa nokkurn tima verið notuð til slfks brúks. Með þessu sýndi Árni Magnússon hvorttveggja í senn, sina skynsemistrú og um leið sinn lúterska rétttrúnað, eins og hann var löggiltur á þeim tíma. Útlaginn Esekfel Þessi bók um útlagann Esekíel hefur verið mitt iestrarefni að undan- förnu. Ég er lúterskur prestur, sem þykir vænt um marga hluti i lúterskri guðfræði, einkum þá sem til fram- fara horfa fyrir lýðræðislega hugsun. Þess vegna viöurkenni ég ekki guð- fræöina, sem ég finn i þessari bók. Ég viðurkenni heldur ekki sjálfur að öllu leyti orösifjafræöina, sem guð- 'fræðilegar skoðanir páfans mikla eru byggðar á. En sem gagnrýninn vis- indamaður átta ég mig á því, að ég hefi enga heimild til að þrengja skoð- unum mínum upp á Helgafells- munka á 12. öld. Þeir hefðu talið skoðanir mínar bábiljur og villu, en skoðanir Gregors mikla eina og rétta mælisnúru á mannlega hugsun. Þess vegna vil ég lesa bók Gregors um Ese- kíel: Til þess að komast að skrifborð- inu i Helgafellsklaustri, þar sem Gisla saga Súrssonar hefur líklega verið skrifuð, því að Helgafell var höfuð- ból Barkar digra, banamanns Gisla, og þar átti heima Þorgrímur Þor- grímsson, systursonur Gísla, sem síðar nefndist Snorri goði, og var for- faðir Snorra Sturlusonar og allrar hans ættar. Mig langar til að þýða ofurlitinn kafla úr bók Gregors, þar sem hann þýðir hebresku orðin í setningunni, þar sem útlaginn Esekíel er kynntur til sögunnar. Biblíutextinn er svo hljóðandi: ,,Þá kom orð Drottins til Esekíeis Búsísonar, prests i Kaldea- landi, við Kóbarfljótið.” Gregor mikli segir svo: ,,En sjálf hebresku orðin getum við túlkað á margvíslegan andlegan hátt. Þvi að Kóbar merkir þyngd eða mikilvægi; Esekíel Hreysti Guðs; Búsí, óásjálegur eða fyrirlitinn; Kaldear, þeir sem leggja á mann fjötra eða andskotar. Því að Esekíel kemur að fljótinu Kóbar. Hvað merkir þá fljótið Kóbar, ef Kóbar merkir þyngd eða mikilvægi? Er það þá annaö en þyrp- ing mannkynsins? Mannkynsins, sem frá ósi (þ.e. frá upptökum) rennur í átt til dauðans, og er þungt af synd- unum, sem bæði éta sig i gegnum það og bera það áfram. Því að eins og skrifað stendur. „Vonskan situr i blýefjunni” (Sak. 5, 7). öll synd er nefniiega þung, því að hún leyfir ekki önd að lyfta sér til hæða. Svo sem Sálmáskáldið segir: Manns synir, hversu lengi ætlið þið með þungu hjarta (Sálm. 4, 3)? Því að sannlega er það skrifað um Drottin: Því að krafturinn er Guðs, og spekin er Guðs (1. Kor. 1,24). Því að Esekíel kom að fljótinu Kóbar, því að það var álitið hæfa Hreysti Guðs að klæðast holdi í leyndardómi. og nálgast mannkynið og ihuga syndir þess, þær sem mann- kynið bar frá ósi (upphafi) sínum, og sem daglega rennur í átt til dauðans, svo sem sagt er af Sálmaskáldinu: ,,Og þá mun hann verða svo sem tré, gróðursett hjá vatnslækjum.” (Sálm. 1, 3). Vissulega er það að vera gróðursettur hjá læk, því að vegna misgjörða holdsins stafar rennsli lýðsins niður á við. En Esekiel er Hreysti Guös, Búsí er óásjálegur maður. En Esekiel er sonur Búsí, Því að af þeirri þjóð tald- ist Eingetinn Guð hæfur að fá sitt hoid, þótt Drottinn fyrirliti hana sakir misgjörða hennar. Hreysti Guðs fæðist af óásjáleika eða fyrir- litningu, því að Lausnari okkar tók á sig manndóm frá spiiitum og fyrir- litnum lýð. Sannarlega gekk hann í iandi Kaldea. Kaidear merkja, eins og við sögðum, Þeir sem taka mann hönd- um, eða svo sem andskotar. Vissu- lega eru þeir vondir, því aö bæði eru þeir gegnsýrðir af vonsku, og þeir laöa einnig aðra til vonskunnar. Þvi eru þeir án efa þeir, sem taka menn höndum. Og það er rétt aö túlka þá sem andskota, því að þeir neyða aðra með valdi, þá sem þeir laða til rang- lætis, og þeir (herteknu) byrja í sömu þjónustu andskotanna til ranglætis, þótt þeir séu ekki andskotar i eðli sínu. Þvi kom Hreysti Guðs í land Kaldea, að meðal þeirra birtist Sonur Guðs Eingetinn, meðal þeirra sem í sama landi runnu í átt til syndarinn- ar, og löðuðu aðra hertekna til synd- ar.” Hvor var á undan, Snorri eða Gregor? Þessi útskýring hæfir víst varla nú- tima íslendingum, eða hvað? Hvernig væri að endursegja hana á annan veg. Þór, hinn hrausti ás, 6ð hina straumhörðu á, er Vimur hét. Sú var allra áa mest. Þór var að því kominn að drukkna í ánni. Þá leit hann upptök árinnar (ósinn). Tókst honum með hreysti sinni að stöðva árstrauminn með því að stemma ós- inn með steini miklum. Og er hann bar að landi fékk hann gripið reyni- runn, sem óx á fljótsbakkanum. Þvi er það orðtak haft að reynir er björg Þórs. Hvorttveggja er þetta lýsing á hinu sama. Og þá spyr maður: Hvort hefur Snorri söguna um hinn hrausta Þór frá Gregori mikla, ellegar Gregor túlkunina á Esekiei úr norrænni goðafræði? Tímans vegna er liklegra, aö Snorri hafi hugmyndir sinar úr bók Gregors, einnig heimildarmaður hans að þessari sögu: Eilífur skáld Goðrúnarson. Forsenda útlegðar er að gömium islenskum skiiningi dómur, kveðinn upp á þingi. í Gísla sögu Súrssonar er sá dómur kveðinn upp á Þorskafjarð- arþingi. Þvi miður notar Ágúst Guð- mundsson ekki þetta minni í kvik- mynd sinni. Það geta áhugamenn um fornt og heiðið réttarfar tæplega sætt sig við. Ég get ekki sætt mig við þetta, af gjörólfkum ástæðum. Þær eru skilningur miðaldamanna á krist- inni messu. Allt frá dögum Amalars frá Metz (9. öld) litu menn á messu- gjörðina sem leikhús, þar sem fram fór dómþing, þar sem Kristur hin hrausta hetja barðist við andskotann og hafði sigur f messufórninni. Þessi skilningur er i riti Honors frá Augs- burg, sem var mikið lesið í íslenskum • „Það er meðvitaður misskilningur þegar trúar- skoðanir eða heimspekilegur grundvöllur hvers tíma hindrar menn i að lesa þær bækur, sem hægt er að sjá á gömlum prentuðum bókaskrám að voru í höndum lærðra manna á miðöldum,” segir Kolbeinn og deiUr á það viðhorf síðari tíma fræða að íslendingar hafi verið kærulausir um trú sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.