Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Qupperneq 15
í
DAGBLAÐID&VÍSIR. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981. 15
Kjallarinn
Sr. Kobeinn Þorieifsson
klaustrum og nefndist Gimsteinn sál-
arinnar (Gemma animæ). Það rit var
m.a. lesið i klaustri Snorra í Reyk-
holti, Viðeyjar-klaustri.
Samkvæmt þessum messuskýring-
um verður það ljóst, hvers konar
klettur Einhamar er, þar sem Gísli
Súrsson háði sitt siðasta stríð. Það er
auðvitað altarið í kristnum kirkjum
landsins, fyrirmyndan sjálfs Hausa-
skelja-staðar. Þar er Gísli að lokum
stunginn í síðuna, svo að iðrin liggja
úti. Minnir þetta ekki á bardaga-
manninn í krosstrénu, sem stunginn
var í síðuna, og út flóði vatn og blóð,
fyrirmyndan tveggja sakramenta,
eins og Hallgrímur Pétursson yrkir
um í 48. passíusálmi. Gísli stekkur
ofan af Einhamri og vegur frænda
þess manns, sem laðaði óvini hans að
honum, rétt eins og Kristur steig
niður til Heljar og batt fjandann, eins
og segir í gamalli trúarjátningu ís-
lenskri.
í Gísla sögu Súrssonar eru ýmis
minni, sem rekja má til Ljóðaljóða
Salómons, sem m.a. var til í Skálholti
í skýringarriti. Þar má. m.a. nefna
tvö, sem eru einkar áberandi í kvik-
myndinni, enda þótt leikstjórinn hafi
alls ekki gert sér grein fyrir þessu
samhengi. Það eru draumkonurnar
tvær og bláa kápan. Um draumkon-
urnar vil ég segja það, að þær lýsa
þeim tveimur hliðum á hlutverki
kristinnar kirkju, sem munkar áttu
að hafa íminni. Góða draumkonan
leiddi Gisla inn i fagran skála, sem
minnir á brúðarherbergið á himnum.
Vonda draumkonan minnti hann á
píslir þær, sem kristinn maður varð
að líða, áður en hann komst i hinn
himneska brúðarskála. Það er
merking hins blóðga hattar, sem hún
gefur honum að síðustu. Jesús fékk
sína þyrnikórónu sem blóðbrúðgumi
kirkjunnar.
Bláa kápan er hins vegar feldurinn,
sem kristin kirkja er klædd, á vegferð
sinni um heiminn. Þess vegna er lögð
svo rik áhersla á merkingu feigðar-
innar i bláa litnum í öllum islenskum
fornsögum. Jafnvel Snorri Sturluson
leggur Haraldi Guðinasyni Englands-
konungi i munn orð i þá veru, þegar
hann sá Harald harðráða í blárri
skikkju fyrir orrustuna við Stafn-
furðu bryggju. Texti sá í Ljóðaljóð-
unum, sem liggur til grundvallar
þessum skilningi, er þannig þýddur á
nútíma íslensku: „Svört er ég, og þó
yndisleg, þér Jerúsalemdætur, sem
tjöld Kedars, sem tjalddúkar Saló-
mons. Takið ekki til þess, að ég er
svartleit, þvi að sólin hefur brennt
mig.” (Ljóðalj. 1,3-4).
Brúðurin (þ.e. kirkjan) segir við
brúðarmeyjarnar, að sólin hafi gert
sig svarta, hún er sólbrunnin. Hvað
þýðir þetta? Þetta þýðir nánast á
fornri íslensku, að brúðurin sé Blá-
lendingur, Eþíópi. Eþíópía nefndist
Bláland til forna vegna þess, að íbú-
arnir voru sólbrenndir, svo að þeir
urðu bláir að lit. Við köllum þetta
svartan lit. Það merkilega er, að i vin-
sælustu Ljóðaljóða-skýringum síð-
miðalda, þ.e. skýringum Honors frá
Augsburg, er hugtakið „niger”, þ.e.
svartur, blár, útskýrt með sömu
hugsun og nafn Búsís, sem var faðir
útlagans Esekíels, og ég hefi áður
skýrt frá. Blár merkir því óásjálegan
og fyrirlitinn mann, sem frá ósi (upp-
hafi) rennur í átt til dauðans. Hvað
lýsir þessu hugtaki betur en Þórður
huglausi, sem hleypur undan ofsókn-
armönnum sinum íklæddur blárri
kápu og endar sem dauðans matur á
árbakkanum.
Þessar hugleiðingar koma vafa-
laust einkennilega fyrir sjónir manna.
En ég get trúað þeim fyrir því, að hér
hefur ekki verið farið út fyrir þær
bækur, sem voru á skrifborðinu hjá
Helgafells-munkum, þegar þeir í
gamla daga settu saman söguna af
skógarmanninum Gísla Súrssyni.
Séra Kolbeinn Þorleifsson.
Allt til bráðabirgða
Þá líður á kjörtímabilið. Ekki er
nema hálft annað ár í næstu þing-
kosningar í mesta lagi, og senn á nú-
verandi ríkisstjórn tveggja ára af-
mæli. Það er þvi ekki úr vegi að líta
yfir farinn veg hennar og skyggnast
jafnframt til þess tíma sem hún á ólif-
aðan.
Eina ráðið
á sínum tíma
Þegar þessi ríkisstjórn var mynduð
voru aðstæður óvenjulegar. Erfið
stjórnarkreppa blasti við, engin lausn
virtist í sjónmáli. Menn fímbulfömb-
uðu um einhverja óskilgreinda þjóð-
stjórn, sem öll þjóðin vissi að ekki
var hægt að mynda, eins og á stóð. Þá
gerðist það að varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, gömul kempa-vog
refur í stjórnmálum, hjó á hnútinn og
myndaði ríkisstjórn. Viðbrögð flestra
llokksbræðra hans á þingi voru eins
og hann hefði sjálfur stjórnað þeim.
Hver kjánayfirlýsingin eftir aðra var
gefin svo hann stóð eftir eins og þjóð-
hetja, enda kunni hann svo sannar-
lega að hagnýta sér aðstæður.
Þjóðin andaði léttar. Upp úr marg-
háttuðum skrípaleik í islenskum
stjórnmálum næstu árin á undan
var komin á laggirnar ríkisstjórn,
sem átti að hafa alla burði til þess að
geta stjórnað landinu þokkalega.
Stjórnin naut í upphafi óvenjulegra
vinsælda, sem náðu langt út fyrir
eðlilegt fylgi. Tvennt bar hæst í um-
ræðu manna: Hún á að geta gert eitt-
hvað og: Þetta er eina leiðin.
Sömu viðhorf enn?
Síðan þetta gerðist eru nú liðin nær
tvö ár og mikið vatn er til sjávar
runnið. Skoðanakannanir hafa sýnt
að vinsældir ríkisstjórnarinnar hafa
að vísu dvínað nokkuð, en engu að
síður nýtur hún enn stuðnings mikils
hluta þjóðarinnar. Við það má
hún vel una. Hins vegar má búast við
því að verk hennar verði litin með
meiri gagnrýni eftir því sem á kjör-
tímabilið líður, og hún verði þá ekki
metin út frá sömu forsendum og
þegar hún var mynduð.
Þetta var eina leiðin, sögðu menn.
Og enn segja menn hið sama. Sann-
leikurinn er líka sá að svo óhöndug-
lega hefur stjórnarandstöðunni tekist
starf sitt, að enn eygja menn enga
aðra möguleika til stjórnarmyndun-
ar. Jafnvel þótt gengið yrði til kosn-
inga telja menn hæpið að út úr þeim
myndi koma nokkur annar kostur til
myndunar ríkisstjórnar. Ég segi þetta
ekki út í bláinn, því ég hefi einmitt
heyrt þessi rök, þar sem á manna-
mótum hefur borið á góma að stjórn-
in kynni að verða að fara frá, vegna
þess að henni hafi mistekist aðalætl-
unarverk sitt: Að draga úr verðbólg-
unni.
Slíkt viðhorf getur haldið lífi í
ríkisstjórn, en það er ekki líklegt til
þess að afla henni langvarandi virð-
ingar. Ég óttast líka að sú sé raunin á
hér. Hitt atriðið, sem menn höfðu á
orði, þegar stjórnin var mynduð, var:
Hún áað geta gert eitthvað.
Hvað hefur
hún svo gert?
Já, hvað hefur hún svo gert? Starf
hennar hefur verið þrotlaus varnar-
barátta. Aðstaða okkar í heimi
harðrar samkeppni þjóðanna hefur
versnað. Lífskjör okkar hafa átt i
vök að verjast. Þjóðin hafði eytt
meira en hún aflaði — og hún hefur
svo sannarlega haldið því áfram.
Eitt aðalbaráttumál ríkisstjórnar-
innar átti að vera að draga úr verð-
bólgunni. Það tókst vissulega, um
tíma, og við það jukust vinsældir
ríkisstjórnarinnar. En nú stöndum
við frammi fyrir nýrri verðbólguhol-
skeflu. Við nálgumst það að standa í
sömu sporum og þegar ríkisstjórnin
var mynduð til þess að berja á verð-
bólgunni. Af hverju? Af því að engar
raunhæfar ráðstafanir hafa verið
gerðar, þrátt fyrir allar ræðurnar,
þrátt fyrir öll fögru orðin. Þetta hafa
allt verið bráðabirgðaráðstafanir frá
mánuði til mánaðar, ári til árs.
Verðbólgunni hefur verið haldið í
skefjum með lyfjagjöf, en lækninga-
meðul hafa engin verið fundin. At-
vinnuvegir stynja undan vaxtabyrði,
húsbyggjendur stynja undan vaxta-
byrði, samt vantar fjármagn til þess
að halda öllu gangandi.
Kjallarinn
Magnús Bjaraf reðsson
• „Gárungarnir segja að ef maður sjáist á hlaupum
núna i skammdeginu þá sé það visast ráðherra að
leita að sjóðum, sem hann geti komist í til að gera eitt-
hvað af því sem hann vill gera,” segir Magnús Bjarn-
freðsson í grein sinni, þar sem hann litur á, hvað eftir
ríkisstjórnina liggi.
Á öllum sviðum?
Margt annað ætlaði stjórnin að
gera. En hvað hefur áunnist? Gár-
ungarnir segja að ef maður sjáist á
hlaupum núna í skammdeginu, þá sé
það vísast ráðherra að leita að
sjóðum, sem hann geti komist i til að
,gera eitthvað af því sem hann vill
gera. Reynt er að krafsa í Seðlabank-
ann, i lífeyrissjóðina, hvar sem ein-
hverjir peningar kunna að leynast til
þess að geta gert einhverjar nýjar
bráðabirgðaráðstafanir til þess að
halda öllu á floti.
Hvernig er með byggðastefnuna?
J.ú, takk, allt bærilegt. Það hefur að
minnsta kosti tekist að korna í veg
fyrir að óréttlæti atkvæðavægisins
væri leiðrétt. En fólkið? Hvernig
hefur verið staðið að uppbyggingu at-
vinnulífsins úti á landi? Örlar þar á
fjölbreytni? Hefur eitthvað annað
verið gert en að fjölga prjónastofum
og kaupa enn fleiri skip til að veiða
enn Tærri fiska? Hvernig er lands-
byggðin búin undir það ef svo skyldi
fara að alvarlegur aflabrestur yrði
vegna ofveiði okkar eða annarra eða
breyttra lifsskilyrða i hafinu? Hafa
lífskjör fólksins verið jöfnuð með
einhverju fleiru en skrefatalningu?
Hvað um söluskattinn af flutningun-
um? svo litið dæmi sé nefnt. Samt
hefur verið svo mikið að gera við að
styrkja landsbyggðina að þéttbýlið
hefur verið svelt hvað atvinnuupp-
byggingu varðar.
Hvernig er með úrbætur i dóms-
málum? Hvernig er með úrbætur í
menntamálum? Hvernig er með upp-
byggingu nýrra atvinnugreina?
Þessar spurningar og rnargar fleiri
verða áleitnar þegar stjórnin kemst
ekki lengur hjá því að standa frammi
fyrir dómi þjóðarinnar, jafnvel þótt
með cinhverjum bráðabirgðaráð-
stöfunum takist að hægja á vexti
verðbólgunnar um næstu áramót.
Þótt menn hafi ekki kotnið auga á
aðra möguleika til stjórnarmyndunar
verður svarið „okkur tókst að sitja”
ekki rtægilegt til fylgisöflunar við
næstu kosningar.
Magnús Bjarnfreðssun.
Byggingavörur
H Timbur
Flísar
• Hreinlætistæki
• Blöndunartæki
• Gólfdúkar
• Málningarvörur
• Verkfæri
• Baðteppi
• Baðhengi og mottur
• Harðviður
• Spónn
• Spónaplötur
• Viðarþiljur
• Einangrun
• Þakjárn
• Saumur
• Fittings
Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar
allt niður í
20%
útborgun og eftirstöðvar allt að
níu
mánuðum
Við höfum flutt okkur um set, að
Hringbraut 119,
aðkeyrsia frá Framnesvegi
eða inngangur úr Fatadeild JL-hússins
• Opið fimmtudaga til kl. 20, föstudaga
til kl. 22 og laugardaga kl. 9 til 12
ATH.: Við opnum kl. 8 á morgnana
— nema laugardaga kl. 9 —
|^l BYCGlNGÍWÓBUBl
LANGV/RKUR
sem hefur áhrif í
fleiri daga ekki
bara eina
morgunstund.
Þú notar hann
tvisvar í viku
og ert þá alveg
laus við svita
alla vikuna og
áhrifin hverfa
ekki við böð
eða þvott.
EXTENDED LIFE
ANTIPERSPIRANT
SVITAST/LL/R
Voss
f-tTtNDIOrtf1 .
Ai'Ti PsaplRf*11
Roll-on með ilmi
Roll-on án ilmefna
Cream án ilmefna
Aerosol án ilmefna
Útsölustaðir eru:
Vesturbæjar Apótek
Glæsibær, snyrtlv.
Lyfjab. Breiðholts
Árbæjar Apótek
Hafnarborg
Laugarnessapótek
Ócúlus, snyrtiv.
Hóaleitis Apótek
Garðs Apótek
Holts Apótek
Laugavegs Apótek
Borgar Apótek