Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Page 22
26 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981. Úrval af jólafatnaði á börn og unglinga Matrósaföt og kjó/ar Peysur, 1—16, hnóbuxur og síðar buxur Drengjaskyrtur, pi/s og b/ússur. Glœsibæ, Álfheimum 74. Sími 33830. að Þangbakka 10 (í Mjódd), pöntunarsími: 74460 Klippingar — litanir — permanent — lagningar. Opið: kl. 9-18 virka daga og laugardaga kl. 9—12. HÁRGREIÐSLUMEISTARI: ÁGÚSTA SVEINSDÓTTIR. :J£JtJÍJCJC3£3CJ£3£JC3£J£3«J£3£Je3£J£3£JÍJ£JCJ£J«3£J£JSJSJ£J£3£3CJtJ£J£JSJC3SJttí NÝKOMIÐ Nr. 2 Stærðir: 23—30 Verð kr. 310.- Nr. 7 Stærðlr: 39-46 Verð kr. 316,- Póstsendum Opið laugardaginn 12. des. til kl. 18.00 Kristín Gunnarsdóttir fótasérfræðingur Álftamýri 1—5. Sími 31580 (Ath. í húsi Borgarapóteks) Nr.3 Stærðir: 36-41 Verð kr. 320.- Nr. 8 Stærðir: 36—41 Verðkr.368,- Nr.9 Stærðir: 36-41 Verðkr.339,- Nr. 10 Stærðir: 36—41 Verðkr.330,- Nr.4 Nr.5 Stærðir: 23-36 Verð kr. 314.- Stærðir: 34—41 Verðkr. 487.- Menning Menning Menning voru búin að vera skilin í nær áralug, og hafði skilnaðurinn gengið hljóðlega og í góðu sem kallað er. Santt er eitthvað að, eitthvað ógert, og við fylgjumst með j>ví hvernig viðræðurnar við prestinn breyta af- stöðunni og viðhorfinu smátl og smátt svo að i stað tortryggni og sárinda ryðja aðrir þankar og miklu vingjarnlegri sér rúms. í sögulok eygjum við ef til vill von um að þessu lífsreynda, fólki auðnist að taka þráðinn upp að nýju? Hver veil? Þeirri spurningu er ósvarað eins og svo oft hlýtur að verða hjá þeim mönnum, sem hafa það hlutverk Séra Jón Bjarman. Halldór Blöndal skrifar HISPURSLAUS FRÁSÖGN Daufir heyra Höfundur: Jón Bjarman Skjaldborg, Akuroyri, 1981. Séra Jón Bjarman hefur nú sent frá sér aðra bók sína, Daufir heyra, þar sem hann bregður upp svip- myndum úr ævi prests. Frásögnin er hispurslaus og svo í hóf stillt, að hún rennur áfram viðstöðulaust og verður jafnvej spennandi á köflum. Sjálfur segir hann í formála, að hér sé skáld- verk á ferð, sem ekki eigi sér stoð í veruleikanum: ,,í því er ekki rofinn trúnaður við einn eða neinn, ekki sagt frá lifandi fólki eða látnu. Þó er hér allt sannleikanum samkvæmt.” Sagnaþættirnir eru sjö talsins, eins og vera ber. Þeir lýsa ólíkum kringumstæðum og eftir á að hyggja skynjar maður betur en áður þá ábyrgð, sem hvilir á prestastéttinni hér i fjölmenninu. Æ ofan í æ er sögumaður, nývígður og óreyndur i starfi, kallaður til verka fyrir ókunnuga, en hann spjarar sig, enda nýtur Itann handleiðslu guðs síns, sem hann trúir á og treystir. Við fylgjum sögumanni inn í fanga- klefann, þar sem ungur maður, hrjáður og illa til reika, er á barmi örvæntingar vegna augnabliksofsa, og á það erindi eitl við prest sinn, sem hann hefur raunar aldrei séð, að biðja hann að takast á hendur sendiför, sem getur orðið örlagarik. í öðrum sagnaþætti kcmur upp óvænt vandamál milli hjóna, sem þó kannski fyrst og fremst að ganga á milli manna og fá þá til þess að taka örlögum sínum og haga sér sam- kvæmt því. í sléttum sjó er á marga lund minnisverðasti sögukaflinn, meðal annars vegna þeirrar skírskotunar, sem hann hefur til Goðafossslyssins á sínum tima. Naumast fer á milli mála að sá maður sem séra Jón Bjarman hefur í huga, hefur verið einn þeirra sem bjargaðist I því sjóslysi. Það er mikið íhugunarefni, hvernig sjómaðurinn gamli bregzt við. Hann reynir að vísu að halda siglingum á- fram og unir hlut sínum sæmilega, þótt vindar blási og öldur berji skipið. En í sléttum sjó verður hann ávallt hræddur, — þegar sjólagið er hið sama og forðum, þegar hann bjargaðist svo naumlega. Sögukaflarnir sjö eru blátt áfram og vel skrifaðir. Ég setti bókina ekki frá mér fyrr en ég hafði lesið hana alla og hef töluvert hugsað um hana síðan. í hógværð sinni á hún erindi við menn og er til þess fallin að stytta þeim stundir. Daufir heyra er gefin út af bóka- útgáfunni Skaldborg á Akureyri og er frágangur smekklegur, en kápumynd gerði Bernharður Steingrímsson. Halldór Blöndal. Þrjár kynslóðir Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins ó Kjarvals- stöóum 6. desember. Rytjendur: Ámi Kristjánsson, planó, Gunnar Kvaran, celló og Laufoy Siguröardóttir, fiðia. Verkefni: Trfó ( B-dúr, op. 99, eftir Franz Schubert og Tr(ó ( B-dúr op. 97 (Erkihertoga- tríóið) eftir Ludwig van Beethoven. Aðra tónleika starfsársins hélt Kammermúsíkklúbburinn á Kjarvals- stöðum á sunnudagskvöld. Þrír lista- menn, sem eiga það fyrst og fremsl sameiginlegt að kenna við Tónlistar- skólann I Reykjavík, léku tvö af öndvegistríóum tónbókmenntanna fyrir fiðlu, celló og pianó. Tríó, sem jafnframt eru einhver vinsælustu fyrir þessa hljóðfæraskipan. Ekki verður með sanni sagt, að Kjarvals- salur, fullsetinn, sé allra skemmtileg- asti konsertsalur borgarinnar, en hann hefur þó upp á eitt besta hljóð- færið að bjóða, sem er stór kostur. Strigaklæðningin á veggjunum og Ijósaumbúnaður i lofti haldast i hendur við að drepa í dróma allan eðlilegan enduróm hússins. Við þessu er ekkert að segja, því að tónleika- hald hefur aldrei vcrið hal'l í huga við hönnun byggingarinnar, svo mikið er víst. Það er þó synd, því að salurinn er af hentugri stærð fyrir kammer- tónleika og ef valið væri efni með hagstæðri gleypni til klæðningar á veggi og frágangur í lofti endur- bættur, mætti eflaust finna sóma- samlega lausn til handa listgreinun- uin tveimur, sem not hafa af staðnum. Stilling, rómantík og eilrft æskufjör Listamennirnir þrír, sem fluttu tónleika kvöldsins, gerðu samt miklu meira en að yfirvinna ágalla húsnæðisins. Þau veittu áheyrendum ógleymanlega stund með fáguðum og samstilltum leik sínum. Stilling og yfirvegun voru inntak túlkunarinnar samfara áherslu á rómantísku lilið verkanna. En ekki var þó ýkja djúpt niður á hamsleysi, sem fékk þó aldrei færi á að brjólast út í átakameira formi en ósviknu æskufjöri. Þrír ólíkir karakterar af þremur kynslóð- um stilltu á kvöldi þessu strengi sína svo hárfint saman, að úr varð listileg blanda. Lul'ey, sem einn besti fulltrúi okkar velmenntuðu tónlistaræsku, Gunnar hinn margreyndi og þraut- Tónlist Eyjólfur Melsted þjálfaði heimsmaður, í cellóleik, og svo Árni Kristjánsson — öðlingurinn sem tekst að varðveita eilífa æsku samfara fágun og snilld i leik sínum löngu fram yfir það aldursmark, sem lög og kjarasamningar ákveða að menn skuli teljast gamlaðir. — Sent sé ógleymanlegir tónleikar þriggja kynslóða. -EM. Bókmenntir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.