Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Side 24
28 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981. Skraut/istar Hurðagerekti Kverkalistar VESTURGÖTU 21 - SÍMI21600 Þetta umferðarmerki táknar að innakstur er öllum bannaður — einnig þeim sem hjólum aka. ||U^FERÐAR Pétur Pétursson heiidverziun Suðurgötu 14. Simar 21020—25101. Itölsk reyrhúsgögn nýkomin Formfegurð og gæði #Nýborg Ármúla 23 Sími 86755 H Björgvin Gíslason: Glettur BJÖRGVIN KEMUR GLETTILEGA Á ÓVART Björgvin Gíslason hefur mörg undanfarin ár verið talinn í hópi beztu gítarleikara landsins og þótt hljótt hafi verið um kappann allra síðustu misseri hér á landi, hafa Bandaríkjamenn fengið að njóta þess að hlusta á hann töfra nótur úr gitar sínum. En í ár kom Björgvin aftur heim til íslands og nú fyrir skömmu lét hann frá sér fara aðra sólóplötu sína og vonandi ekki þá seinni. Glettur heitir sú og með honum leika á skífunni Ásgeir Óskarsson, Pétur Hjaltested og Myron Dove. Sá síðast- nefndi er Bandarikjamaður og fer með hlutverk bassaleikara á plötunni. Eflaust hefðu margir gítarleikarar fallið I þá djúpu gryfju að hafa skífuna eina vælandi gítarsóló út í gegn og látið hin hljóðfærin um að fylla upp í eyðurnar. En Björgvin valdi aðra leið á Glettur. Þó fimm af ellefu lögum á plötunni séu eingöngu leikin, þ.e. instrúmental, yftrgnæfir gitarleikur Björgvins alls ekki hin hljóðfærin. Vissulega er gítarinn þungamiðja plötunnar, annað væri óeðlilegt, en án jafngóðra meðspilara er ólíklegt að Glettur hefði orðið jafngóð plata og raun ber vitni. Sér- staklega er gaman að heyra i þeim Myron Dove og Ásgeiri, sem báðir ■fara á kostum. Og Pétur Hjaltested er svosem heldur enginn slor-hljóð- færaleikari. Björgvin hefur sjálfur samið öll lög plötunnar, en Kristján Hreinsmögur og Guðbjörg Ragnars- dóttir sáu um textagerðina. Kristján á fimm texta en Guðbjörg einn. Lagasmiðar Björgvins eru af ýmsum toga, þótt allar eigi þær eitt sameiginlegt að vera listasmíð. Sér staklega eru lögin Látum hugann reika, Prinsessan og betlararnir og Draugar góð, en öll eru þau samin við texta Kristján Hreinsmagar. Titillagið og Margindi sem bæði eru instrúmental eru einnig prýðislög, Glettur hefur afar klassiskt yfirbragð og endir þess er í anda barrokksins. Það sem kom mest á óvart á þess- ari plötu var söngur Björgvins. Satt bezt að segja átti ég ekki von á miklu, en Björgvin syngur bara alveg þokka- lega. Mest er þó um vert að í flutningi Björgvins verða lögin mun per- sónulegri en þau hefðu orðið, ef ein- hver klassasöngvari hefði annazt þessa hlið málanna. Björgvin gerir Dramatis: ForFuture Reference Björgvin Gíslason. sér vel ljós takmörk raddar sinnar, reynir ekki að pína hana upp i æðri víddir, sem hann engan veginn ræður við. Þess í stað heldur hann sig við raul/söng stíl þeirra J.J. Cale og Claptons og stendur sig vel. Textarnir eru flestir mun betri en gerist og gengur á íslenzkum popp- plötum og skelfing er gaman að sjá ekki þessa venjulegu gutlara á blaði yfir textahöfunda. Glettur er með áheyrilegri íslenzkum plötum, sem út hafa komið í seinni tíð, lögin melódísk og þægileg og allir ættu að geta eignazt sitt uppáhaldslag á þessari skífu. Svo sannarlega rós i hnappagat Björgvins Gislasonar. -SA. Ekki eins kalt kulda- rokk ogafer látið Kuldarokk hefur tónlist sú verið nefnd sem hljómsveitir á borð við Dramatis leika og er með nafngift þeirri átt við að tónlistin sé ópersónu- leg og gæti jafnvel verið leikin af tölvum. En nafn þetta á ekki alls kostar við um tónlist Dramatis, því að hún sver sig ekki í ætt við aðrar hljómsveitir kuldarokksins. Fyrir það fyrsta eru liðsmenn Dramatis ekki rígbundnir við syntheizera sína, leyfa sér meira að segja að nota hljóðfæri á borð við gítar og víólu í tónlist sinni. í öðru lagi er tónlistin alls ekki ólik tónlist manna á borð við David Bowie og Alan Parson og þeir verða ekki með réttu taldir heyra kuldarokkinu til. Dramatis skipa fjórir tónlistar- menn, sem allir léku með Gary Numan hér áður fyrr, m.a. á plöt- unni Pleasure Principal. Þeir heita Chris Payne, Russell Bell, Cedric Sharply og Denis Haines og eru allir lærðir vel í sinni list. Payne og Haines hafa t.d. leikið með kunnum sinfóníuhljómsveitum. Á þessari plötu þeirra, For Future Refeference, eru niu lög, þar af syngur Gary Numan sjálfur eitt, Love Needs No Disguise. Af öðrum lögum ólöstuðum er það bezta lag plötunnar, ekki þó fyrir það að Numan syngi það, heldur er lagið grípandi og vel útsett. Önnur lög sem einnig eru góð eru Oh 2025, No-One Lives Forever og Turn. Á hinn bóginn eru einnig miður góð lög á plötunni. Þau eru ná- kvæmlega tvö, Ex Luna Scientia og Human Sacrifice. I báðum lögunum skjóta þeir í Dramatis langt yfir markið. í því síðarnefnda eru þeir óþolandi meðvitaðir og auk þess reyna þeir um of að færa lagið í búning tölvutónlistar og futurisma. í Ex Luna Scientia tapa þeir sér i himingeimnum, með djúpum þönkum um tunglferðir og geimrannsóknir mannsins. Svo sem við er að búast er allur hljóðfæraleikur pottþéttur og söngur skilar sér vel, án þess þó að vera neitt. sérstakur. Meira að segja Gary flugkappi Numan verður seint sakaður um að hafa mikla söngrödd. For Future Reference er alveg þokkalegasta plata og eflaust mikill hvalreki á fjörur aðdáenda Gary Numan og félaga. Aðrir munu vart lofa þessa skífu í hástert. -SA Gillan - Double Trouble: HELMINGURINN GÓDUR, HINN HELMINGURINN AFLEITUR Hvað vakað hefur fyrir Ian vini vorum Gillan með utgáfu tveggja plötu albúms er illmögulegt að skilja. Margfalt sterkara hefði verið að gefa aðeins stúdióplötuna út, en leggja hljómleikaskifuna í salt til seinni tíma. Hún er ekki betur heppnuð en svo að aðalstjarnan er einn áhorf- enda, sem setur rækilegan svip diskinn með hraustlegum lúðra- blæstri, rétt sisona eins og hann væri á Portman Road í Ipswich. Upptakan á hljómleika-plötunni er afleit vægast sagt. Um leið og styrkurinn er kominn í þokkalegt horf eru öll tóngæði rokin út í veður og vind. Útkoman verður grautar- kcnndur hávaði, sent á lítið skylt við þá tónlist sem Gillan hefur verið að flytja. Gripurinn Double Trouble er þó ekki alvondur og breytir þar stúdíóplatan mestu um. Þar er um verulegar framfarir að ræða frá Future Shock, þótt ennþá vanti nokkuð upp á að styrknum á fyrstu plötunni sé náð. Bernie Torné er enda á braut og skarð hans er vandfyllt í meira lagi. Stídíógripurinn fer vel af stað og heldur stefnunni átakalitið plötuna á enda. Lögin eru nokkuð misjöfn að gæðum, en heildarsvipurinn góður og Gillan syngur af innlifun eins og hann bezt getur. Þrátt fyrir fjarveru Tormé gerir nýi maðurinn; Janick Gers, sitt bezta til að fylla tómið, en tekst einfaldlega ekki. Þó er mesta furða hversu sterkur blær er á skíf- unni. Beztu lögin eru Restless, Life goes on og Hadley bop bop. Þá er Born to kill sterkt lag, þrátt fyrir rólega byrjun. Um hljómleikagripinn er fátt gott að segja. Lögin eru svo illa tekin upp flest hver að útkoman verður ósann- færandi, auk þess sem lagavalið sjálft er mislukkað með öllu. Eins og ekki sé nóg að gera New Orleans skil á einni plötu? Að þrykkja því lagi í plast á nýjan leik er óverjandi með öllu. Double trouble væri best þannig að hægt væri að kaupa bara stídógripinn og gleyma hinum helmingnum, en það er víst ekki svo auðvelt. Hann fylgir með í kaupunum hvort sem mönnum líkar þaðbetureðaverr. -SSv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.