Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Qupperneq 35
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIDVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981.
39
Andlát
yfirvöld hljóta að bera ábyrgð á. Fundur þessi er
liður i alþjóðlegum aðgerðum Amnesty
International, sem œtlað cr að vekja athygli á þeirri
kerfisbundnu aðferð sumra ríkisstjórna að láta fólk
hverfa. Aðferð sem geitt er til þess að hinir ábyrgu
þekkist siður og erfiðara sé að bcndla viðkomandi
ríkisstjórnir við mannréttindabrot.
Á fundinum munu félagar í íslandsdeild Amnesty
International skýra út hvernig og hvar þessari aðferð
er beitt, hvaða áhrif þessi aðferð hefur i þessum
löndum og hver úrræði séu tiltæk til að reyna að
koma i vcg fyrir að henni sé beitt.
Sigrún Edda Björnsdótir, leikkona, mun lesa úr
bréfum aðstandenda horfinna manna og frásagnir af
handtökum fólks sem siðar hefur ekki spurzt til.
Hljómlistarmenn undir forystu Duncan Campbell
(Daða Kolbeinssonar) munu leika á milli þátta.
Öllum er heimil þátttaka.
Lóðahátíð hjá
Hjálpræðishernum
i kvöld 10. deseember kl. 20.30. Vcitingar, kapteinn
Anna og Daníel Óskarsson stjórna og tala. Allir
hjartanlega velkomnir.
Baháíar
Baháíar hafa' opið hús aft Óðinsgölu 20, ftll
fimmtudagskvöld írá kl. 20.30. Frjálsar umræður,
allir velkomnir.
Guðfinna Gísladótlir lézt 30.
nóvember 1981. Hún var fædd 8.
janúar i Bolungarvík. Foreldrar hennar
voru Sesselja Einarsdóttir og Gísli
Sigurðsson. Þau eignuðust fjögur
börn. Guðfinna var gift Guðmundi
Jakobssyni, þau bjuggu í Bolungarvík
til ársins 1951, en fluttust þá til Reykja-
víkur. Guðfinna og Guðmundur
eignuðust fimm börn á tuttugu árum.
Guðfinna verður jarðsungin í dag frá
Fossvogskirkju kl. 13.30.
Aðalheiður Tryggvadóllir frá
Fáskrúðsfirði lézt á St. Jósefsspítala 8.
desember.
Elín Jóhannsdóttir Poelsterl andaðist á
heimili sínu í Florida i Bandaríkjunum
16. nóvember.
Guðrún Sigurgeirsdóttir, Brautarholti
5, Ólafsvík, andaðist í Borgar-
spitalanum að morgni 9. desember.
Guðrún Stefánsdóttir Ricliter, frá ísa-
firði, lézt í Landakotsspítala 8.
desember.
Ingi Halldórsson bakarameistari, sem
lézt 28. nóvember, verður jarðsettur i
Fossvogskirkju föstudag II. desember
kl. 15.00.
Sfefán Steflansson, tjónaskoðunar-
maður, Laugarnesvegi 48, er látinn.
Minningarathöfn um hann verður
haldin i Fríkirkjunni kl. 10:30 laugar-
daginn 12. des. Jarðað verður l'rá
Hraungerðiskirkju kl. 2 sama dag en
bílferð verður frá Fríkirkjunni að
minningarathöfn lokinni.
Fundir
Tilkynningar
Kvennadeild Slysavarnafé-
lagsins
í Reykjavík heldur jólafund fimmtudaginn 10.
desember kl. 20.00 í húsi SVFÍ i Grandagarði. Flutt
verður jólahugleiðing o.fl. Kaffiveitingar, jólahapp-
drætti, glæsilegur vinningur. Félagskonur. mætiö
stundvíslega.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
heldur jólafund sinn í félagsheimili kirkjunnar
fimmtudaginn 10. desember kl. 20.30. Dagskrá
verður fjölbreytt, veizlukaffi, jólahugvekja sem sr.
Karl Sigurbjömsson flytur. Félagskonur fjölmenni
og taki meðsér gesti.
KR-ingar
Aðalfundur knattspyrnudeildar KR verður haldinn í
félagsheimili KR við Frostaskjól fimmtudaginn 10.
desember nk. og hefst hann kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Digranesprestakall
Jólafundur kirkjufélagsins veröur í safnaðarheim-
ilinu við Bjarnhólastig fimmtudaginn 10. desembcr
kl. 20.30, fjölbreytt dagskrá. Að lokum verður
borið fram jólakaffi.
Fimmtudagur
REYKJAVlK
Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 14.00
Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið. Ungt fólk
kl. 21.00
Tjarnargata 3 (91-16373) Rauða húsið kl. 21.00
Laugarneskirkja, Safnaðarheimili kl. 21.00
Kópavogskirkja kl. 21.00
LANDID
Akureyri, (96-22373). Geislagata 39 kl. 21.00
Blönduós, Kvennaskóli, kl. 21.00
Dalvik, Hafnarbraut 4, kl. 21.00
Hverageröi Safnaðarheimili kl. 21.00
Keflavík, (92-1800). Klapparstíg 7 kl. 21.00
Patreksfjöröur, Raöhúsinu við Aðalstræti kl. 21.00
Sauðárkrókur, Aðalgata 3 kl. 21.00
Selfoss, (99-1787). Sigtúnum 1 kl. 21.00
Seyðisfjörður, Safnaöarheimikli kl. 21.00
Staðarfell Dalasýsla, (93-4290). Saðarfell kl. 19.00
Vestmannaeyjar, (98-1140) Heimagata 24. kl. 20.30
Vopnafjörður, Hafnarbyggð 4. kl. 21.00
Garðabær Safnaðarheimili kl. 21.00
Jólafundur —
Kvenstúdentar
Jólafundurinn veröur haldinn föstudaginn II.
desembcr að Siöumúla 35 (Tannlæknasalnum) og
hefst kl. 20.30. 25 ára stúdínur úr M.A. sjá um
skemmtiatriði. Jólakaffi, happdrætti, söngur og
bolla.
Fundur íslandsdeildar
Amnesty International
i kvöld 10. desember kl. 20.30 heldur íslandsdeild
Amnesty International i tilcfni Mannréttindadags
Sameinuöu þjóöanna almennan fund i fundarsal
Kjarvalsstaða. Á fundinum verður i samfclldri
dagskrá fjallað um mál manna sem horfið hafa, en
grunur cða vissa er um að sviptir voru frelsi sinu af
öryggislögreglu eða öðrum slikum aðilum sem
Starfsemi
Rangæingafélagsins
Rangæingafélagið í Reykjavik starfar af fullum
kráfti nú i vetur eins og undanfarin ár. Á vegum þess
starfar meðal annars kór, sem Sigurður Daníelssons
stjórnari vetur, og hélt kórinn samkomu með Söng-
félagi Skaftfellinga i nóvemberlok, en kórstjóri
hefur lengst af verið Njáll Sigurðsson.
Þá er starfandi brídgedeild i félaginu og kemur
reglulega saman. Auk þess er ráögerð félagsvist á
veguin félagsins að minnsta kosti þrívegis siðari
hluta vetrar. Árshátið sína heldur félagið nú orðið,
venjulega í marzbyrjun.
Sérstök kvennadeild er starfandi i félaginu og
hefur unnið rösklega að fjársöfnun fyrir kórinn og
aðra *starfsemi félagsins, nú siðast með basar og
flóamarkaði að Hallveigarstöðum sunnud. 6. des.
Ef til vill er þakklátasta starf kvennadeildarinnar þó
samkoma, sem hún stendur fyrir i nafni félagsins á
haustmánuðum ár hvert, þar sem öllum gömlum
Rangæingum í Reykjavík og nágrenni er boðið til
kaffidrykkju og samfunda i félagsheimilinu i Bú
staðakirkju.
Þá má einnig geta þess að félagið hefur um átta
ára skeið gefið út fjölritað félagsblað, Gljúfrabúa
þar sem sagt er frá starfsemi á vegum félagsins og
ýmsu öðru er Rangárþing varöar. Ritstjóri þess er
Árni Böðvarsson, cand. mag. og fiytur hann einnig
inngangsorð að kvikmyndinni á föstudaginn.
Formaður Rangæingafélagsins er Alfreð Árnason
liffræðingur og félagsmenn um 400.
Happdrætti
I Dregið hefur verið i happdrætti Samtaka herstöðva-
| andstæðinga. Útdregin númer cru 361 — 2638 —
1005 — 11 - 2558 — 2453 - 2760 — 761 — 2019 —
I 916 — 475.
Frá stúdentaráði
Háskóla íslands
Á sameiginlegum fundi menntamálanefdar SHÍ með
fulltrúum deildafélaganna við Háskóla íslands sem
haldinn var í Félagsstofnun stúdenta 25. nóv. ’81
var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða.
Undanfarin ár hefur fé til Háskóla íslands verið
skorið niður svo um munar. Nú er svo komið að yf-
irvofandi er lokun Háskólans um einhvern tíma.
Niðurskurðurinn bitnar á þeirri starfsemi sem Há-
skólanum er ætluð i lögum.
Fundurinn telur ástandið algerlega óviðunandi og
skorar á yfirvöld menntamála að bæta nú þcgar úr
þvi svo Háskólinn geti staðiö undir nafni sem vis-
indaleg rannsóknarstofnun og vísindaleg fræðslu
stofnun.
Til hluthafa Hafskips hf.
Kynning á starfsemi
fólagsins
Þriðja árið i röð boðar félagið til sérstaks fundar
meö stækkandi hópi hluthafa sinna til kynningar á
starfsemi félagsins.
Á fundinum munu deildarstjórar félagsins og
framkvæmdastjórar sitja fyrir svörum og aka þátt i
umræðum, sem Jón Hákon Magnússon mun stýra.
Kynningin fer fram laugardaginn 5. desembcr nk.
kl. 14.30 í Hliðarsal Hótel Sögu. (Gengið inn um
hóteldyr. Upp stiga til hliðar við lyftu).
Þess er að vænta að á kynninbgarfundinum
verði hinar margvislegustu spurningar ræddar, svo
sem t.d.:
— Næsta skipaendumýjunarverkefni.
— Hefur breytt tryggingarstefna félagsins skilað
árangri?
- Á ferjurekstur framtið fyrir sér?
Endurskipulagningarmöguleikari kjölfar úttektar
á erl. rekstri félgsins (sbr. verkefni þaö, sem
Björgólfur Guömundsson stjórnar nú erlendis).
- Á Hafskip hf. að tengjast (vöruflugrekstri)
- Hvernig verður hin nýja vörugeymsla og hafnar
svæöi byggt upp?
■ Er rétt að stuðla að því, aö Ríkisskip verði gert
að hlutafélagi með aðild skipaélaganna?
Það er eindrcgin hvatning, að hluthafar komi til
kynningarinnar og leggi sitt lið til að gera
kynninguna bæði gagnlega og skemmtilega.
Athugið brcyttan fundarstaö.
I gærkvöldi
I gærkvöldi
Af DALLAS-HYSKINU «
ENN EINA FERÐINA *
Dallas: JR, Sue Elien, Lucy,
Pamela, Bobby góði, Jock og Elly
. . . jesus maria. Þvilikt og annað
eins samansafn af leikurum. Sannast
sagna veit ég ekki af hverju maður
lætur sig hafa það að skrifa um þetta
vesalings fólk. E.t.v. er það einungis
af tómri illgirni, eða þá öfund.
Þetta lið rakar inn fé á því að
spóka sig á glæsibúgarði t Texas.
Gott ef Pamela hin undurljúfa í
þáttunum fór ekki hamförum fyrir
skemmstu til að leggja aukna áherzlu
á kaupkröfur. Greitt skyldi i
samræmi við glæsilegt útlit og
ómælda hæfileika. Skyldi konan
ekki enn hafa gert sér grein fyrir að
hún getur ekki leikið.
Mér telst til að ég hafi séð eina 5—
6 þætti af þessum æsispennandi
framhaldsmyndaflokki. Hvað það er
sem veldur, veil ég ei, en
söguþráðurinn virðist ekki hraðari en
svo að engu skiptir þótt sleppt sé úr
3—4 þáttum í röð. Maður bara setzt
fyrir framan skjáinn og glápir. í
versta falli er hægt að gera sér mat úr
prýðilegu útliti Sue Ellen og
vorkenna henni um leið fyrir að
þurfa að búa við ofriki hins illræmda
JR. Þetta ér þó bara allt saman i bíó
— ekki í alvöru.
Frétlunum sleppti ég, sömuleiðis
þættinum Mjólk í mál. Auglýsingum
náði ég hins vegar rækilega l'yrir og
eftir Dallas og þvílikt flóð. Engu
líkara en dómsdagur sé á næsta leiti,
slik er geðveikin í jólaauglýsingun-
um. Ingvi Hral'n fékk einnig hvíld hjá
ntér — stjórnmál eru mér ekki beint
að skapi.
-SSv.
Fróttfrá Krabba-
meinsfélagi íslands
Nýlega afhenti Kvennadeild Reykjavlkurdeildar
Rauða kross íslands Krabbameinsfélagi íslands tvær
smásjár að gjöf. Smásjárnar verða notaðar í frumu-
rannsóknastofu félagsins.
Þessi gjöf kom sér einkar vel þar sem bæði hefur
frumumeinatæknum fjölgað um helming og endur-
nýjun á eldri smásjám stóð fyrir dyrum.
Oft hafa vclunnarar Krabbameinsfélagsins
hlaupið undir bagga og flest öll rannsóknatæki sem
félagið á, hafa verið gefin af ýmsum góðgerðarfé-
lögum.
Stjórn félagsins er mjög þakklát fyrir þessa höfð-
inglegu og nytsömu gjöf kvennadeildarinnar, svo og
öðrum aðilum sem fyrr og síðar hafa sýnt áhuga og
skilning á starfsemi krabbameinssamtakanna með
margvíslegum stuðningi.
Seðlaveskjum stolið
í Austurveri
Náunginn, sem tók seðlaveskin á kaffistofu í
Austurveri, er vinsamlega beðinn að koma öllum
skilrikjum til lögreglunnar eða senda þau í pósti i
verzlunina.
Tilkynning frá Stálfélaginu
Tækifærið gríptu greitt,
giftu mun þaðskapa.
Járnið skaltu hamra heitt
að hika er sama og tapa.
Jólahappdrætti
Félags ungra
framsóknarmanna
Dregið hefur verið í jólahappdrætti Félags ungra
framsóknarmanna.
I. desember 4498 2. 1983 3. 1647 4. 3933 5. 4346 6.
2118 7. 4964 8. 2122—9. 9. 4379 og 10. desember
4133.
frjáts
v&rziun
Frjáls verzlun,
9. tbl. 1981, er komið út. Meðal efnis er sameinirg
flugfélaganna, viðtal við Hauk Benediktsson um B
álmu Borgarspitalans. Ýmislegt um Volvo 1982,
tölvunotkun, innréttingar á vinnustöðum og fieira
Ný veitingastofa
í Hafnarfirði
í dag verður opnuð ný veitingastofa að Vesturgötu 3
i Hafnarfirði. Veitingastofan ber nafnið Póló-Café
og mun hafa á boðstólum m.a. heilan mat i
hádeginu svo og kaffi, kökur og annað góðgæti.
Póló-Café er til húsa i gamla Vcrkamannaskýlinu
og hafa gagngerðar breytingar farið fram á
húsnæðinu undanfariö.
Eigandi Póló-café er hggert Nikulásson og vonast
hann til að geta þjónað Hafnfirðingum sem bezt i
framtiðinni. Starfsstúlkur eru Kolbrún Þorleifs
dóttir og Sclma Ágússdóttir.
Eggert Nikulásson, eigandi Póló-cafc i Ilafnarfirði.
Með honum á myndinni er Selma Ágúslsdóltir
starfsstúlka. DV-mynd Einar Óla.
Stjórn Samtaka psoriasis- og
exemsjúklinga
beitir sér fyrir fundi laugardaginn 12. des. nk., kl.
15.00, að Hótel Heklu Rauðarárstig 18, til þess að
kynna möguleika á lækningamætti jarðsjávar í
Svartsengi.
Undnanfarnar vikur hefur stjórnin átt viðræður
við fulltrúa heilbrigðismála um þessi mál og verður
skýrt frá þeim á fundinum m.a. Nú hefur verið kom-
ið upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir sjúklinga viö ión
Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og verða lit-
skyggnur frá þeim stað sýndar á fundinum.
Ennfrcmur mun læknir mæta á fundinn og veita
upplýsingar og svara fyrirspurnum.
Ræddar verða framtiðaráætlanir um fyrirkomu-
lag og fieira er viðkemur þessum málum.
Vakin er athygli á þvl að þingsályktunartillaga
þingmanna úr öllum flokkum hefur verið borin fram
i sameinuðu þingi um að fela heilbrigðismálaráð-
herra aö láta nú þegar fara fram könnun á lækninga-
mætti jarðsjávar við Svartsengi.
Sjá nánar um fundinn i auglýsingum dagblaða.
Lyklar
Fundizi hafa þessir lyklar, eigandi getur vitjað þeirra
Siðumúla 12-14.
Árnað heilla
í Grensáskirkju hafa verið gel'in saman
í hjónaband Hanna Friða Júhanns
dóttir og Björn I. Kagnarssun. —
Heimili þeirra er að Furugrund 70
(Stúdíó Guðmundar.)
Hef ur einhver
fundið DB
rukkunarhefti
Dagblaðshefti tapaðist í gær kl. 20.00
Fellsmúla eða Safamýri. Finnandi
vinsamlega hringi í áskrifladeild, síma
27022.
slenzkir þingmenn
I Sovétríkjunum ,
Kvikmyndasýning vcrður i MÍR-salnum, Lindargötu
48, kl. 20.30 á fimmtudagskvöld, 10. desember.
Meðal mynda sem sýndar verða er kvikmynd um
ferð islcnzku þingmannasendinefndarinnar til Sovét-
rikjanna sl. sumar. Skýringar með myndinni eru á
islenzku. Aðrar myndir sem sýndar verða fjalla um
alþjóðlcg deilumál og viðhorf Sovétmanna til þeirra.
Ljósmyndasýningar eru á veggjum MÍR-salarins og í
tilefni 10. desember, mannrétlindadags Sameinuðu
þjóðanna, eru sýndar allmargar sovézkar bækur um
þjóðfélags- og réttindamál ýmiskonar. Aðgangur að
MÍR-salnum er öllum heimill.
Símnotendum
er bent á að þeir geta framvegis sjálfir valið númer
til cftirtalinna landa, til viðbótar áður tilkynntum
löndum:
Land Landsnúmer pr./min. kr.
Guyana 592 38,00
Trinidad/Tobago 809 38,00
Uruguay 598 38,00
Brunei 673 38,00
Jórdania 962 38,00
Quatar 974 38,00
Singapore 65 38,00
Suður Kórea 82 38,00
Botswana 267 38,00
Eþiópia 251 38,00
Sierre Leone 232 38,00
Nauru 674 44,00
| Afmæli
85 ára er i dag, 10. desembei, Friðrik
Þorvaldsson fyrrum framkvæmda-
stjóri Skallagrims — sem rekur Akra-
borg, Auslurbrúu 27 hér i borg. Kona
Friðrikser Helga Ólafsdóuir. Eiga þau
6 börn sent öll eru á lili.
Bella
Ég les upp úr sýningarskránni
og þú horfir á verkin. Þá kom-
umst við fyrr i laugina.