Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Qupperneq 36
40
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981.
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Sagan um
Þráin
eftir Hafiiða Vilhelmsson
Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hef
ur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Haf-
liða Vilhelmsson. Nefnist bókin „ Sag-
an um Þráin” og er hún þriðja skáld-
saga Hafliða. Fyrsta bók hans kom út
árið 1977 og nefndist hún „Leið 12
Hlemmur — Fell” og ári síðar kom út
bókin „Helgalok”
Sagan um Þráin er saga úr nútíman-
um og er Reykjavík aðalsögusviðið en
leikurinn berst þó víðar. Aðalsöguhetj-
an, Þráinn er bam sins tima, mótaður af
umhverfinu og föstum venjum, bæði i
einkalifi sínu og atvinnu. Bak við skel-
ina býr persóna búin mörgum eðlisþátt-
um sem togast á og eiga í innbyrðis
styrjöld. Hvað geríst þegar viðjarnar
bresta? Fellur lifið i þann farveg sem
HAFLIÐI
VILHELMSSON
ætlað er — eða fer persónan í enn
smærri einingar en áður. Er niðurlæg-
ing sjálfskaparviti, eða eitthvað sem
maðurinn verðskuldar og það getur
meira að segja verið spurning hver nið-
urlægir hvern.
Sagan um Þráin er sett, umbrotin,
filmuunnin og prentuð hjá Prentstofu
G. Benediktssonar, en bundin hjá
Arnarfelli hf. Kápan er hönnuð af Sig-
urþór Jakobssyni, en ljósmynd á kápu
ereftir Friðþjóf Helgason.
Saganum
444 gátur
Sigurveig Jónsdóttir þýddi
og staðfærði
Bókaútgáfan Vaka hefur sent frá sér
bók, sem ber nafnið 444 gátur. Hún er
eins og nafnið gefur til kynna uppfull
af gátum og þrautum, sem ætlaðar eru
börnum og unglingum, en slík bók hef-
forlaginu í Danmörku, en Sigurveig
Jónsdóttir, fréttamaður, hefur þýtt
bókina og staðfært þannig að hún
henti íslenskum lesendum.
Um bókina segir á bókarkápu: Þessi
bók hentar hvar sem er og efni hennar
lífgar alls staðar upp á tiiveruna. Hún
er tilvalin heima eða i skólanum, í bíln-
um eða sumarbústaðnum, í garðinum
eða á ferðalaginu. Hér er að finna nýj-
ar og gamlar gátur, langar og stuttar,
léttar og erfiðar, en þeim er það eitt
sameiginlegt að þær eru allar smellnar.
Gátubókin er að öllu leyti unnin í
Prentsmiðjunni Odda hf, allt frá setn-
ingu texta til bókbands.
Sigrún Eldjárn
: GLEYMMÉREI
'** Þórarinn Eidjárn Ijóöikreytti
ur ekki verið á boðstólum hér á landi
um langt árabil.
Gátubókin er ættuð frá Politiken-
„Gleymmérei"
eftir Sigrúnu Eldjárn
Út er komið hjá IÐUNNI barnabókin
Gleymmérci eftir Sigrúnu Eldjárn, Þór-
arinn Eldjárn ljóðskreytti. — Þetta eru
myndir af lítilli stúlku og er ætlast til
að börnin liti myndirnar. Hveri opnu
fylgja rimaðir textar og hafa myndirnar
þann tilgang að kenna litlum börnum
að þekkja ýmsa nauðsynjahluti sem
nota þarf í daglegu lífi. Texti við fyrstu
mynd er til dæmis þannig: „Buxurnar
Gleymmérei hefur á hælum./haldast
þær uppi með lími? Með nælum?/ Hún
þarf ekki að grufla svo langt út i lönd-
in,/þvi lausnin er heima:” — Svarið
kemur svo með mynd ef blaðinu er
flett: „AXLABÖNDIN”.
Gleymmérei er prentuð og bundin
hjá Cuðjóni Ó hf.
Sakamál aldar-
innar
eftir Georg V. Bengtsson
Bókaútgáfan Vaka hefur sent á
markaðinn bók fyrir unnendur saka-
málasagna, „Sakamál aldarinnar”, en
hún ber undirtitilinn: „Sannar frásögur
byggðar áöruggum heimildum”.
Á bókarkápu segir meðal annais:
Sakamál aldarinnar er safn mögnuðustu
sakamála heims á þessari öld. Þótt efn-
ið sé sett fram í spennandi formi, sem
minnir á bestu sakamálasögur, er mun-
urinn sá að hér er allt sannleikanum
samkvæmt, frásagnirnar byggðar á
öruggum heimildum, lögregluskýrsl-
um, vitnaleiðslum og málsskjölum.
alAI
Höfundur bókarinnar er kunnur
danskur, rithöfundur, Georg V.
Bengtsson, en hann hefur fært í letur
margar bækur af svipuðum toga.
Margar samtimamyndir prýða Saka-
mál aldarinnar og minna þær á að þeir
atburðir, sem hér er lýst, hafa allir gerst
í raun og veru. Það sannast í bókinni,
að raunveruleikinn er oft magnaðri en
nokkur skáldskapur.
Sakamál aldarinnar er sett, brotin
um, prentuð og bundin í Prentsmiðj-
unni Odda hf.