Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Page 2
2
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
Jólamaturinn er líklega það á
hverju heimili sem sizt tekur breyt-
ingum. Jólamaturinn er fastákveð-
inn, hefur verið það í áraraðir og að
fá honum breytt er eins og að breyta
gangi sólarinnar. Samt er það svo að
þó þjóðin sé nýfarin að veita sér allt
það í mat sem hún gerir núna, hafa
jólamatarsiðir þróast i nokkuð ólíkar
áttir. Því geta nýgift hjón lent í hörð-
um deilum um það daginn fyrir Þor-
láksmessu hvað borða á yfir jólin.
Aðrir jólasiðir eru jafn helgir og
óbreytanlegir. Að gamni ætla ég að
fara yfir það helzta sem fólk borðar á
þessari miklu matarhátíð. Við byrj-
um reyndar fyrir jól, á
Á þeim degi tíðkar fólk úr öllumi
lándshornum skötuát. Reyndar eru
ekki allir sammála um það hvort
skatan er beinlinis góð, en hún til-
heyrir þessum degi eins og lyktin af
skúringavatninu sem engu eirir þann
dag.
Hvað borðað er með skötunni er dá-
litið misjafnt. Margir vilja ekki ann-
að en hnoðmör en aðrir vilja hamsa-
tólg og engar refjar. Enn aðrir borða
smjör. Allir hafa hins vegar kartöflur
með.
Fyrir þá sem ekki borða skötu á
Þorláksmessu er að minnsta kosti
ófrávíkjanleg regla að borða eitthvert
fiskmeti annað. Ýsa er ugglaust vin-
sælust. Með henni (yfirleitt soðinni)
eru borðaðar kartöflur og eitthvert
viðbit.
Þorláksmessa er að því leyti góður
dagur fyrir húsmæður landsins að
fæstir ætlast til þess að fá eitthvað að
borða sem mikil fyrirhöfn er í að
elda. En ekki þykir því fólki sem ég
þekki til verra að fá að bragða á
hangikjötinu sé það soðið á Þorláks-
messu.
Aðfangadagur
Þennan dag er aðalhátíðarmáltíð
ársins. En þaðeru til allmargar útgáf-
ur af henni. Rjupur eru víða vinsæl-
ar: Með þeim eru hafðar brúnaðar
kartöflur, sósa, rauðkál, grænar
baunir og einhver tegund af sultu.
Hin síðari ár ugglaust oftast rifs-
berjahlaup. Til er fólk sem hefur
Waldorf-salat með rjúpunum.
Svinakjöt er einnig orðið mjög vin-
sælt sem máltíð á aðfangadag. Létt-
reyktur svínahryggur svonefndur
Hamborgari eða Hamborgarhryggur
(í öllum bænum ekki Ham-
borgarahryggur) er vinsæll. Einnig
nv svinasteik. Meðlæti er svipað og
með rjúpunum, en við bætist oft
djúpsteiktar kartöflur (franskar).
Nýtt lambakjöt er líklega elzti rétt-
urinn á borðum manna á aðfanga-
dag. Þá er hryggur líklega algengast-
ur. Meðlæti er svipað og með rjúpun-
um.
Léttreykt lambakjöt (londonlamb
eða lambahamborgarhryggur) þekk-
ist einnig. Enn er meðlæti svipað.
Hangikjöt þekkist víða á borðum á
aðfangadag. Algengara er þó að það
sé borðar á jóladag og þá oftast kalt.
Nánar um þaðseinna.
Að síðustu má svo nefna hrein-
dýrakjöt og jafnvel gæsir. Það þekk-
ist hvort tveggja með svipuðu með-
læti og rjúpurnar. Kalkúnum á jóla-
borði fereinnig fjölgandi.
Hin síðari ár hefur færzt í vöx að
drukkið sé létt vín með matnum á að-
fangadagskvöld. Það er þó ekki á
nærri öllum heimilum og mörgum
þætti það ganga guðlasti næst að
dreypa á áfengi á aðfangadagskvöld.
Algengir eru hins vegar gosdrykkir og
öl með matnum. Klassiáka mjólkin
og vatnið sést hins vegar varla.
En jólasteikin er sjaldan á ferð
ein sér. Henni fylgja forréttir (þá oft-
ast einhver skelfiskur) eða súpur. Eft-
irréttir eru einnig nær ófrávíkjanleg
regla.
Möndlugrauturinn er einn af þeimi
for- eða eftirréttum (misjafnt er
hvort hann er hafður) sem algengast-
ur er. Þarna er um að ræða norrænan
sið sem barst hingað. Hér áður var
möndlugrauturinn þykkur og matar-
mikill hrísgrjónagrautur með einni
möndlu í. Sá er hana hreppti fékk
gjarnan einhver verðlaun. Var þá ef
til vill stillt svo til að yngsti heimilis-
maðurinn fengi möndluna. Nú á sið-
ari tímum hefur færzt í vöxt að hafa í
stað gamla góða grautsins Ris-a-la
Mande sem fyrirfram er skammtað i
litlar skálar. í einni þeirra er síðan
Klassíska hangikjötið er heldur ekki sloriegt. Helga Sigurðardóttir sýnir okkur hér lltið lœri. D V-myndir Bj. Bj.
Jólamat urinn að koma á borðið
MESTA MATARHÁTÍD
ÁRSINS FÆRIST NÆR
— verum góð við húsmæðurnar
mandlan og verðlaunin eru veitt sem
áður. Þetta sparar óneitanlega hús-
móðurinni mikla vinnu á aðfanga-
dagskvöld við að elda grjónagraut of-
an á allt annað.
Um kvöldið er síðan oft boðið upp
á kaffi, jafnvel súkkulaði. Þó enginn
hafi pláss fyrir það. Með því eru jóla-
smákökur og einstaka húsmóðir dríf-
ur rjóma á tertu og verður særð þegar
enginn hefur lystá henni.
Jóladagur
Líklega er fáa daga ársins borðað
eins mikið af mat og á jóladag. Það
er bókstafiega verið að frá því að fólk
vaknar seint um morguninn og fram
undir nótt.
Yfirleitt er byrjað á vel útilátnu
morgunkaffi, jafnvel súkkulaði. Með
eru bornar jólasmákökur, lagkökur
og annað góðgæti.
Varla hefur þetta sjatnað í fólkinu
fyrr en hádegisverðurinn er kominn á
borðið. Á miklum meirihluta heimila
er uppistaðan hangikjöt. Yfirleitt
kalt, borið fram með kartöfium,
jafningi, grænum baunum og rauð-
káli. Ferskt grænmeti sést litið á jóla-
borðum landsmanna bæði vegna þess
að lítið er til af því og eins vegna hins
að menn eru ekki vanir því á jólun-
um.
Heitur maturinn á jóladag þekkist
sumstaðar en er mjög óalgengur.
Hins vegar eru kaldir réttir aðrir en
hangikjöt ekki óalgengir. Jafnvel
heilu köldu borðin með 5—10 teg-
undum af mat. En þá eru líka hús-
mæðurnar gjörsamlega örmagna eft-
ir undirbúninginn.
Laufabrauð, smjör eða soðið
brauð er oft borðað með hangikjöt-
inu.
Hvers konar súpur og grautar áður
Svona svínslceri
eins og Guðrún
Magnúsdóttir
heldur hér á er
ekki amalegur
jólamatur.
en að kjötinu kemur eru algengar. Is,
ávextir eða eitthvað í þeim dúr fylgir
svo venjulega á eftir.
Þegar maginn hefur jafnað sig að
hluta til eftir þessa feikilegu máltíð er
kaffið komið á borð. Þá eru sko
skreyttar .hnallþórur sem nægja ofan
í að minnsta kosti helmingi fieiri en
eiga að borða þær. Og fólk er nær
ósjálfbjarga af ofáti. Kaffi,
súkkulaði og gosdrykkir eru bornir
með.
Varla eru menn búnir að kyngja
þessu þegar komið er að kvöldmat.
Langflestir borða ugglaust hangikjöt
aftur en aðrir réttir þekkjast einnig.
Kvöldkaffi fylgir síðan í kjölfarið og
svo hnetur og sælgæti eftir það.
Víndrykkja þekkist með matnum á
jóladag. En þá er aðeins drukkið létt
vín og það í miklu hófi. Sterkir
drykkir þekkjast hvergi þar sem ég
þekki til.
Annar dagur jóla
Sem betur fer fyrir alla er mikið
slegið af átinu á annan dag jóla.
Fólkið getur hreinlega ekki torgað
mikiðmeiru.
Matur er nokkuð svipaður því sem
er á jóladag. Hangikjöt eða annar
kaldur matur. Óttinn við sykursvki
kann þó að valda því þessi jólin að
minna verður borðað af hangikjöti
en oftast áður. Hvað í staðinn kemur
verður liklegra eins misjafnt og
, heimilin eru mörg: Áður hefur komið
fram í blaðinu að nókkur skortur er á
svínakjöti, kalkúnum hugsanlega
rjúpum.
Millibilið
Milli jóla og nýafs koma dagar
þegar við lærum best að meta soðinn
fisk. í þetta sinn er reyndar sunnu-
dagur að jólunum loknum en ég hygg
samt að margir freistist til að fá sér
fiskbita. Þó ekki væri til annars en að
búa sig undir nýja „törn”.
Gamlársdagur
Aðalmáltið kvöldsins á gámlársdag
er á fiestum heimilum næsta svipuð
því sem hún er á aðfangadag. íburð-
ur er þó oft heldur minni. En fiestir
bjóða upp á heitan mat, oftast ein-
hvers konar steik. Fuglakjöt hvers
konar nýtur töluverðra vinsælda um
áramótin. Rjúpur, kjúklingar og
jafnvel kalkúnar og endur fyrir þá
semslíkt fágæti fá.
Máltíðin á gamlársdag er að einu
leyti gerólík þeirri á aðfangadag.
Þeir sem á annað borð drekka vín
drekka það með matnum. Og síðan
fram eftir kvöldi og jafnvel fram
undir morgun. Það er jafnvel nauðað
í hörðustu bindindismönnum og
alkóhólistum að fá sér í glas til að
skála fyrir áramótunum. Þarf ekki að
segja frá því hér hversu skelfilegar af-
leiðingar þetta hefur oft haft.
í stað kvöldkaffis á gamlársdag
(sem reyndar er boðið upp á víða) er
oft boðið upp á það sem á vondu
máli og útlensku hefur fengið heitið
snakk. Kann ég ekki betra orð um þá
hluti. En fyrir þá sem ekki skilja er
átt við kartöfluflögur, hnetur, salöt
og það sem oft er einmitt borið fram
með víni.
Nýársdagur
Eins og liggur i hlutarins eðli eftir
það sem fyrr er sagt eru margir ekkert
mjög matlystugir á nýársdag. En hús-
mæður landsins láta það samt vart
um sig spyrjast að bjóða ekki upp á
að minnsta kosti eina risamáltíð.
Hangikjöt, svin, fugla eða aðrar
kræsingar. Og súpu og ábæti með.
Að lokum
Svona áður en setzt er að öllum
þessum kræsingum langar mig að
segja nokkur orð i viðbót. Ég hef í
þessum pistli mínum, sem er orðinn
allt of langur, oft minnzt á húsmæð-
ur landsins, sem vonandi eru orðnar
af báðum kynjum núna hin síðari ár.
Það er nefnilega ekki á einn mann
Oafnvel þó hann sé kona) leggjandi
að standa öll jólin og öll áramótin við
pottana. Því langar mig að við gerum
það að kjörorði okkar um jólin að
vera góð við húsmæðurnar. Reynum
að draga þær úr eldhúsunum og inn í
stofu til okkar hinna, jafnvel þó við
verðum að „fórna” svona einni mál-
tíð.
Gleðileg, og ekki allt of matar-
mikil, jól.
Dóra Stefánsdótlir.