Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Síða 6
6
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
Tæplega fjögur þúsund
fslendingar í Svíþjóö
— íslendingafélög
standafyrir
fjölskrúdugu
félagslífi
3916 íslendingar bjuggu í Svíþjóð
um siðustu áramót. Hvergi, utan ís-
lands, er að finna svo marga islenzka
ríkisborgara.
fslendingar í Danmökru voru á sama
tíma um 2600. í Bandaríkjunum
bjuggu um 2400 fslendingar og í Noregi
voru þeir 1400.
íslendingar í Sviþjóð eru ótrúlega
dreifðir um landið. Þeir finnast í
hvorki meira né minna en 152 sveitarfé-
lögum, liggur við frá syðsta odda til
hins nyrzta, frá Málmey til Luleá.
Fjölmennastir eru íslendingarnir í
Frá móttöku sem Vigdís Finnbogadóttír hólt Islendingum í Sviþjóð er hún
kom þangaö i opinbera heimsókn í október. Móttakan var í Sjöhistoriska
museet i Stokkhóimi. OV-myndir: Kristján Mór Unnarsson.
Gautaborg og Málmey og nágrenni,
þar með talið Lundi. Á hvorum staðn-
um eru tasplega 900 manns. f Stokk-
hólmi og naesta nágrenni eru um 600 ís-
lendingar og280 í Uppsölum.leftirtöld-
um bæjum eru yfir 50 islendingar:
Vásterás, Váxjö, Jönköbing og Troll-
háttan.
Nokkur félög íslendinga eru starf-
andi I Svíþjóð. Sumarið 1980 var lands-
samband íslendingafélaga í Svíþjóð
stofnað. Eiga sjö félög aðild að því.
Eins og gefur að skilja standa íslend-
ingafélögin fyrir gróskumiklu starfi
sem aöaflega miðar að því að viðhalda
sambandi við ísland. Félögin gefa út
fréttabréf, halda samkomur af ýmsu
tagi og sinna sameiginlegum hags-
munamálum.
Eitt af þvi athyglisverðasta í starf-
semi félaganna eru útvarpssendingar.
Efni tengt íslandi er sent reglulega út, á
íslenzku að sjálfsögðu. Var t.d. í blaði
íslendingafélagsins í Stokkhólmi,
Landa, nóvemberhefti, auglýstar út-
varpssendingar þess mánaðar. Voru
þær tvisvar í viku, í hálftíma á föstu-
dögum og klukkutíma á sunnudögum.
Til að gefa smámynd af því sem fram
fer í félagslifi íslendinganna skal
skyggnzt aðeins í dagskrá íslendingafé-
lagsins í Stokkhólmi í nóvember.
Myndlistarsýning tólf íslendinga hófst
27. október og var opin til 6. nóvem-
ber. Sviðamáltíð, jasskvöld og ölkvöld
voru haldin. Einnig teiknimyndasýning
fyrir börn. Ölkvöldin eru haldin reglu-
lega og eru alltaf vel sótt.
Félagið hefur til umráða þriggja
hæða, gamalt hús, um 300 fermetra að
flatarmáli. Er það nefnt íslendingahús-
ið og er miðstöð starfseminnar. Þar
eru ölkvöldin haldin, jasskvöldið og
sviðamáltíðin fóru einnig þar fram og
Úr íslendingahúsinu í Stokkhólmi. Þrír íslendingar viröa fyrir sár verk 6 myndlistarsýningu.
Búöarráp i desember. Allar verzl-
anir troðfullar af fólki sem er komiö
þangað í sama tilgangi og þú: Að
leita að hentugum jólagjöfum. Slíkt
getur svo sannarlega reynt á taugarn-
ar. En að sögn sérfræðinga er unnt
að létta taugaálagið nokkuð með
betra skipulagi og hér koma fáein
"óð ráð í hvi sambandi:
I. Frestaöu \ erzlunarferðinni cklti
vegna jlæins veðurs, notfærðu þér
einmitt að margir sitja heima af þeim
ástæðum. Þess vegna eru verzlanir
Jólainnkaupin geta
reynt á taugamar
—■ en það er óþarfiað láta þau alvegfara með síg
^ ...-
æ5s$
fjmijjjl WB tni
ekki jafntroðfullar af fólki á sllkum
dögum, afgreiðslufólkið ekki jafn-
önnum kafið. Meiri líkur til að þú ná-
ir í stæði fyrir bílinn 1 miðbænum.
2. Verzlaðu heldur fyrri hluta vik-
unnar. Yfirleitt fer um 70% af ailri
sölu fram frá fimmtudegi til laugar-
dags.
3. Komdu litlum börnum i gæzlu
á meöan þú verzlar. Það er óneitan-
lega mun óþægilegra að vera með lit-
iö barn 1 togi 1 yfirfullum verzlunum
— og venjulega vilja þau skoða allt
aöra hluti en þá sem þú ert á höttun-
um eftir.
4. Skipulegðu búðarferðina
vandlega. í þvi skyni er gott að fyigj-
ast vel með augiýsingum. Þær gefa
þér bæði hugmyndir að jólagjöfum
og segja þér hvar þær fást. Keyptu
ekki föt nema þú sért viss um hvaða
stærð viðkomandi notar.
5. Gættu þess að týna ekki
greiðslukvittunum fyrir keyptar vör-
ur svo unnt sé að skipta þeim nokk-
urn veginn átakalaust ef með þarf
eftir jólin.
6. Reyndu að sjá skemmtilegu
hliðina á jólainnkaupunum. Gefðu
þér tima tii að njóta fagurra skreyt-
inga sem verzlanir bjóða upp á i sam-
bandi við þessa mestu hátíð ársins,
návist jólasveinsins og láttu gömlu
góðu jólalögin ylja þér um hjartaræt-
ur.
Og siðast en ekki sizt: Farðu ekki í
verziunarferð nema heilsan og skapið
séu i fullkomnu lagi. Frestaðu henni
þá heldur þar til betur stendur á.
4t
Skemmtilega hliðin á jóla-
innkaupunum: Jólastemmning f
miðbænum.