Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Qupperneq 8
g
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
Hann reisti stærsta íslenzka veitingahúsið frá grunni:
...ÞAÐ ER AUÐVELT AÐ KOM-
ASTÁ TOPPINN EN ERFITT
AÐHALDA SIGÁ HONUM...
spjall Wð ÓlafLaufdal veitingakóng um hann sjálfan ogatvinnuna
„Fyrir um tiu árum setti ég mér
það takmark að 45 ára ætla ég að
ráða mínum vinnutíma. Helzt að
vinna ekki meira en þrjá til fjóra tíma
á dag. Ég stefni ennþá að þessu
marki mínu.” Það er Ólafur Lauf-
dal, veitingakóngurinn svonefndi,
sem þetta segir. Reyndar á Ólafur
ennþá nokkur árin í að ná 45 ára
aldrinum — hann er aðeins 37. En
þetta er ekki eina takmarkið sem ÓIi
hefur sett sér. Hann hefur sett sér
mörg takmörk og hingað til hafa þau
staðizt. Það nýjasta er veitingahúsið
Broadway sem reist var á mettima —
vegna þess að Óli ákvað að þannig
yrði það. En hver er hann þessi Ólaf-
ur Laufdal sem er svo mjög á milli
tannanna á fólki þessa dagana?
„Ég er fæddur í Vestmannaeyjum
10. ágúst 1944. Foreldrar mínir eru
Guðlaug Guðbrandsdóttir og Jón
Ólafsson. Við erum sex systkinin og
vorum öll skírð Laufdal. Börn okkar
systkinanna halda þvi nafni,” sagði
Ólafur, er við I ófum samtalið yfir
kaffibolla í Ho ivwood. Og hann
helduráfratii. . . „Þegar ég var ellefu
ára fluttist fjölskyldan til Reykjavík-
ur. Á sumrin fór ég alltaf austur und-
ir Eyjafjöll — eða allt frá því að ég
var 6 ára —og var þar hjá fi ðursystur
minni og afa. Nei, bóndasurfið átti
engin ítök i mér enda fór ég á sjóinn
strax 13 ára. Áður hafði ég gegnt
starfi piccalo á Hótel Borg með skól-
anum.”
Kokkur á Sjöstjörn-
unni
Ólafur fékk ungur áhuga fyrir
framleiðslustörfum og var farinn að
dútla við matargerð aðeins 13 ára
gamall á olíuskipinu Kyndli.Eftir það
fór hann á síld með Sjöstjörnunni frá
Eyjum þar sem hann fékk starf sem
kokkur. Þar meö var áhuginn á
þ jóna- og veitingaskólanum vaknað-
ir. f hann fór Óli 15ára.
,,Ég byrjaöi sem nemi á Hótel
Borg. Skólinn tók þrjú ár. Átján ára
útskrifaðist ég úr skólanum og um
það leyti var Hótel Saga að opna. Ég
réð mig á grillið, sem var alveg nýtt
þá og starfaði þar í eitt ár. Þjónn var
égáGullfossiísexár.
Þar á eftir hóf ég störf 1 Glaumbæ
og var þar með eigin bar þar til húsið
brann, 5. desember 1971. í Glaumbæ
kynntist ég ógrynni af fólki. Fólki
sem kom alltaf á minn bar og venju-
lega voru mín borð í húsinu þau
fyrstu sem pöntuð voru. Ég var á
þessum tíma með bitlahár óg i bítla-
buxum sem varla þekktist nema
meðal poppara. Ég fékk ýmis nöfn á
mig vegna þess, til dæmis bítlaþjónn-
inn eða bítlapabbinn.
Vegna þess hvernig ég var, sótti til
mín það fólk sem var vinsælast í
þjóðfélaginu meðal ungs fólks.
Hljómsveitin Hljómar, sem þá var
„Ég geröi mór fulla grein fyrir því að einn staður verður ekki
vinsæll endalaust Staðireru fíjótirað detta upp fyrir... "
aðalhljómsveitin, Sævar i Karnabæ,
tízkusýningarfólk auk fjölda ann-
arra. Á þessum tíma komst ég í sam-
band við margt fólk sem í gegnum ár-
in hefurfylgt mér.
Eftir að Glaumbær brann vann ég í
Glæsibæ í nokkra mánuði eða þang-
að til ég fór yfir á Óðal sem yfir-
Ólafur Laufdal í HoHywood. „Eg nehaþví ekki að þegar óg keypti Hollywood átti óg enga peninga — en óg fókk staðinn
á góðum kjörum."
þjónn. Á þessum tima var Óðal ein-
ungis matsölustaður. Eigendur voru
Jón og Haukur Hjaltasynir. Þeir
ráku einnig Sælkerann í Hafnar-
stræti þar sem Hafsteinn Gilsson var
yfirkokkur.
Þegar Sælkerinn var lagður niður
og Óðali um svipað leyti breytt í
diskótek fór Haukur úr fyrirtækinu
og við Hafsteinn gerðumst meðeig-
endur með Jóni. Ég kom með margs
konar nýjungar á þessum stað sem
áður voru óþekktar í íslenzku
skemmtanalífi.
Mig langaði þó alltaf til að reka
minn eigin stað og árið 1978 keypti ég
Sesar. Nei, það var enginn ágreining-
úr milli okkar eigendanna í Óðali og
við skildum í miklu bróðerni. Ég við-
urkenni að kaupin á Sesari komu
mjög óvænt. Það er ekkert leyndar-
mál aö staðurinn hafði slæmt orð á
sér og gekk illa. Ég átti engan pening
á þessum tíma og fólk hélt i alvöru að
ég væri brjálaöur, að kaupa stað sem
var gjörsamlega búinn að vera. En ég
leyni því ekki að ég fékk staðinn á
góðum kjörum og hafði möguleika á
að kljúfa greiöslur. Ég hafði sterka
trú á, hvaö sem aðrir sögðu, að ég
gæti komið staðnum upp aftur. Mig
óraði þó aldrei fyrir að það yrði
svo fljótt sem raun bar vitni.
TakS mér trú um að
Ég hafði aldrei hugsað mér neina
samkeppni við Óðal, þó óbeint séu
allir veitingastaðir i samkeppni. Ég
taldi bara sjálfum mér trú um að ég
gæti gert þennan stað vinsælan. Við
Sesari tók ég á mánudegi. Geröi smá-
vegis lagfæringar á staðnum, breytti
nafninu og bauð öllu því fólki sem ég
hefði kynnzt í gegnum starf mitt og
vildi að kæmi inn á þennan stað f
framtíðinni. Boðskvöldið var
fimmtudaginn eftir að ég tók við
staðnum, þannig að litill tími var til
undirbúnings. Þetta kvöld var fullt
hús og það hefur verið það siðan.
Smátt og smátt þróaði ég staðinn
upp í það sem ég vildi að hann væri.
Ég byrjaði á að auglýsa mikið, hafa
tizkusýningar og kynningar og þetta
gekk í fólkið. Þaö fólk sem var hér á
staðnum áður hvarf og fór annað og
ég fékk inn það fólk sem ég vildi fá.
Eins og í öðrum bisness voru aðrir
fljótir að taka upp mínar hugmyndir.
Að auglýsa meira og stærra og vera
með skemmtiatriði. Það er ekki svo
erfitt að komast á toppinn en það er
erfitt að halda sig á honum. í gegnum
árin hef ég reynt að fylgjast meö öllu
sem gerist á þessu sviði erlendis. Ég
hef farið í ótal ferðir til aö skoða
diskótek og ég tei mig vera nokkuð
vel inni í hvernig á að reka slíkan
stað. Hitt veit ég líka að einn staður
getur ekki verið vinsæll að eillfu.
Staðurinn verður þreyttur og fólk
langar til aö breyta til. Þetta hef ég
iengi haft i huga og þess vegna var ég
farinn að leita fyrir mér að lóö,” seg-
■ir Ólafur.
Er Úfí að missa hús-
næóió umfír Hofíy-
wood
AUir vita að hann hefur fengið lóð