Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Page 9
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. 9 og byggt. En áður en það kom til sög- unnar gekk sú saga fjöllunum hærra að Óli væri að missa húsnæði sitt, þar sem Hoilywood er núna. Aðrir töldu að hann væri að stækka stað- inn þar sem risið hefur bygging á þaki Hollywood nýlega. Er það rétt Óli aö þú sért að missa Hollywood? „Kjartan Ólafsson héraðslæknir í Keflavík, sem er nýiátinn, átti þetta þúsnæði. Ég á ennþá eftir átta ára léigusamning og hef ekki heyrt um neina breytingu á því. Varðandi bygginguna hér uppi þá á ég for- gangsrétt en það hafa engar ákvarð- anir verið teknar ennþá um það mál. Hoilywood hefur ekkert og mun ekk- ert breytast á næstunni. Að vísu hef ég misst eldra fólkið sem hér var i Broadway en það yngra heldur áfram að koma hingað og alltaf bætist við .nýttfólk.” — Þú ert þi ekkert hræddur við að missa fólk úr Hollywood? ,,Nei, alls ekki. Þó hefur Holiy- wood núna fyrst, með tilkomu Broadway, fengið samkeppni.” — Hvernig vildi til að þú fékksf lóðina i Mjóddinni? „Ég var alltaf spenntur fyrir þess- ari staðsetningu. Bæði vegna þess að i Breiðholtinu búa um þrjátiu þúsund manns og ég bý þar sjálfur. Staður- inn býður upp á mikla möguleika — meiri möguleika heldur en aðrir stað- ir. Annars hélt fólk að ég væri rugl- aður þegar ég minntist á Breiðholtiö. Þarna i gegn kemur hraðbraut sem tengist Keflavíkurveginum, Höfða- bakkabrúin er að komast í gagnið og þarna verða ótal verzlanir. Ég hef heyrt aö ef einhver staður verði nýr miðbær þá verði það þessi. ” Ætíadi aö hafa ióó í bakhöndhmi — En hver er forsaga lóðaúthlut- unarinnar? „Þessari lóð hafði verið úthlutað undir kvikmyndahús til Saga-film. Þeir féllu hins vegar frá henni vegna fjárhagsvöntunar. Eins og ég sagði var ég að leita mér að lóð ef illa færi að ganga í Hollywood. Staðir geta dottið niður skyndilega og ég hafði hugsað mér að hafa þessa lóð í bak- höndinni. Jón Róbert arkitekt, sem ég hef þekkt i nokkur ár, er í góðum samböndum við ýmsa menn og ég minntist á það við hann að hafa mig í huga ef hann vissi af lóð á þessum staö. Áxni Samúelsson, bíóstjóri i Keflavik, hafði sama áhuga og ég á lóð á þessum stað undir kvikmynda- hús. Það vissi Jón Róbett. Það var hann sem sagöi okkur frá þessari lóð og kom okkur i samband hvorn við annan. Við sóttum um lóðina sameiginlega og fengum hana. Það hafði ekki ver- ið gert ráð fyrir að veitingahús kæmi á þessum stað en þeir voru mér mjög hliðhollir. Það var einmitt siíkur staöur sem vantaði þarna,” segir Ólafur. Aðeins fimm mánuðir liðu frá því Hly skimi, ilmandí vídur listafallegar nytiayörur o Klub stólar aðeins kr. 254. Hlýr mokkafatnaður aðeins 1000 kr. títborgun. Gjafavörur: franskt postulín, trévörur og jólaskraut. Lundia hillukerfið er úr massívri furu og með óendanlega uppsetninga möguleika. Við bjóðum fjölbreytta vöru fyrir alla aldurshópa. Falleg hönnun sameinar gagn og gildi. Gott verð og afborgunarskilmálar, þar að auki erum við í miðju Bankastræti. .... f fáum orðum sagt, Gráfeldur býður þér gleðileg jól. ^ GRÁFELDUR **\ Þingholtsstræti 2, Reykjavík Símar: 26540 og 26626

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.