Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Page 10
10 DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. aö vinna við grunninn hófst og þar til staðurinn var opnaður. Ýmsar spurn- ingar hljóta að koma upp. — Hvernig cr það mögulegt að koma upp svona glæsilegu veitinga- húsi á fimm mánuðum? ,,Það er eins núna og þegar ég keypti Hollywood. Ég átti enga pen- inga. Við Árni eigum húsið saman og það skiptist svo til jafnt. Það var gert útboö í bygginguna og það var uppá 700 gamlar milljónir auk verðbóta. Ákveðið var að húsiö afhentist 4. desember. Hins vegar fengi ég kjall- arann fokheldan 21. september. Ég hefði áður en byrjað var á bygg- ingunni sett mér það takmark að opna 26. nóvember. Enginn trúði að ég gæti það. Menn sögðu við mig, í fyrsta lagi næsta vor. Nei, þessi dag- ur táknaði ekkert sérstakt fyrir mig, ég varð bara að ákveða einhvern dag. Auk þess var 26. nóvember fimmtu- dagur og fimmtudagar hafa ailtaf verið mínir dagar. Tveimur og jafn- vel einum degi fyrir opnunardaginn töidu menn að engin leið væri fyrir mig að opna húsið á réttum tima en það tókst. Ótrú/egt /ánstraust — Hefurðu einhverja hugmynd um hvað Broadway hefur kostað þíg? „Það er gjörsamlega útilokað að slá á einhverjar tölur um það. Mér hefur ekki einu sinni gefizt tími tii að hugsa um þá hlið.” — Nú heyrast ýmis nöfn sem sögð eru eiga hlut i staðnum og sem hafi veitt þér fjárstuðning. Hver á Broad- way og hvernig er það fjármagnað? „Broadway er hlutafélag og hlut- hafar eru ég, sem i á langstærsta hlut- ann, könan mín, tengdaforeldrar og faðir mirrn. Aðrir eiga ekki Broadway. Ég hef haft þann sið i gegnum árin að borga allar skuldir um leið og reikn- ingar hafa borizt. Ég hef komið mér upp miklu lánstrausti. Þaö sýndi sig áþreifanlega núna þegar byggingin fór af stað að ég hef mjög gott láns- traust og það var sama hvort ég bað um eitt hundrað eða tvö hundruð þúsund. Viðskiptabanki minn hefur verið mér mjög hliðhollur og meira að segja bankastjórinn minn trúir á þessa hluti og hefur veriö sérstaklega liðlegur. Það er augljóst að það tekur mig langan tíma að borga upp þenn- an stað og einhverjir erfiðleikar verða en ég á von á að þetta gangi upp. Þaö hefur iengi vantað stað sem þennan, þar sem hægt er að bjóða upp á „show”. Broadway er byggt þannig aö hvar sem er úr salnum sjá gestir það sem fram fer á sviðinu. Staðurinn er heppilegur fyrir ráð- stefnur, hvers kyns sýningar, hljóm- leika og svo margt fleira. 1 húsinu er fullkomnasta loftræstikerfi sem til er hér á iandi. Ég fékk ráðgjöf erlendis frá i sambandi við ljós og hljómtæki. Fyrirtækið sem það annast hefur séð um á fimmta hundruð staði víðs veg- ar um heim. Þar á meðal er stærsta veitingahús í heimi, Billy Bobs, en það tekur tiu þúsund manns. Broadway er ekki ennþá full- mótaður staður og ennþá á margt eftir að koma upp. Ég á von á að upp úr áramótum fari endalokin að nálgast. Núna um helgina verður byrjað að afgreiða mat. Ég á ýmis tæki meö MS Selá, sem varð fyrir vélarbilun og seinkaði. Skipið er væntanlegt núna, þannig að um næstu helgi ætti að vera hægt að bjóða mat eins og hann verður í framtíðinni. Við verðum ekki með langan mat- seðil. Boðið verður upp á einn rétt sem afgreiðist fyrir allan saUnn á sama tima. Um leið og fólk kaupir sig inn I mat kaupir það i leiðinni „show” sem verða alltaf fyrir matar- gesti. Og ég mun fá hingað bæði innlenda og erlenda skemmtikrafta. Ég get lofað þvi að eftir áramótin verða stór nöfn á sviðinu í Broadway.” ...það erauðveltað komastá toppinnen erfitt að halda sigáhonum... „Ég varó áþrerfanlega var við þegar hafízt var handa við bygginguna að ég hef mjög gott lánstraust Meira að segja bankastjórinn minn trúðiáþessa hiuti..." DV-myndir Einar Ólason. ,Ég var kallaður bttiaþjónninn eða brtiapabbinn..." „Já, ég sagði aö meðalaldur í Broadway ætti að vera frá 21 árs til fimmtugs. Ekki þar fyrir að fólk sem komið er yfir fimmtugt fái ekki inngöngu á staðinn. Auðvitað eru aUir velkomnir hvort sem þeir eru fimmtugir eða áttræðir. Ég hef fengið margar símhringingar út af þessu með aldurinn, meira að segja frá borgarfulltrúa. Hvað varðar ald- urstakmark þá hafa margir lýst yfir ánægju með 21 árs takmarkið og ég mun fylgja þvl. í miðri viku verð ég með lægra aidurstakmark. Það er staðreynd að krakkar um tvítugt hafa enga peninga. Þeir hafa ekki efni á að skemmta sér og veit- ingahús getur aldrei borið sig á rúllugjaldinu einu saman. Þetta rúUugjald er eitt óréttlætið hér. Hvergi i heiminum er jafnlágt rúUu- gjald og hér á landi. Þeir veitinga- menn sem vilja bjóða upp á skemmtiatriði, eins og ég verð með á Broadway, eiga ekki að hafa sama inngangseyri og þeir sem ekkert gera fyrir sína viðskiptavini. Ég hef reynt að fara nýjar leiðir, t.d. með glösin á Broadway, sem eru algjörlega mín hugmynd. Ég fékk þessi glös frá Frakklandi og eins og fram hefur komið I blöðum hefur ógrynni af þeim brotnað. Núna strax þarf ég að panta fleiri glös. Ég hef orðið var við að um- gengnisvenjur íslendinga, og þá verð ég að segja frekar eldra fólks- ins, eru afar slæmar. Starfsfólkið á fullt i fangi með að halda staðnum hreinum fram eftir kvöldi. Einhvers staöar las ég það líka að gosið hjá mér væri minna en á öðrum skemmtistöðum og dýrara. Þetta er ekki rétt, skemmtistaðirnir eru hver af öörum að taka upp það sama og ég er með, að setja vissan skammt af gosi i glösin. Og hjá mér er sama verð og á öðrum stöðum þó mér fyndist allt i lagi að hafa hærra verð á stað eins og Broadway.” Vrifáadráda opnunartímanum — Hefur ekki verið mikil tauga- spenna því samfara að koma upp veitingastað á svo stuttum tíma? „Ég varð ekki var við neina taugaspennu fyrr en tvo síðustu dagana fyrir opnun. Annars finnst mér gaman aðþví að geta skemmt fólki, auk þess sem á þessum tveim- ur stööum minum veiti ég um 150 manns atvinnu. Nei, það verður enginn milli af svona rekstri. Maður eignast kannski steinsteypu en lausa- fé á miili handanna verður aldrei mikið,” sagði Ólafur Laufdal. Hann er kvæntur Kristinu Ketils- dóttur og eiga þau þrjú börn 9—11 og 12 ára. — Að lokum Óli, hvað finnst þér verst? „Mér finnst verst að þurfa að pína fólk, sem ekki vill eða getur, til að fara snemma út að skemmta sér. Mér finnst að veitingamenn eigi að ráða sínum opnunartíma. Og veitingahús eiga að fá að vera opin til fimm á morgnana ef veitinga- menn vilja það,” svaraði Ólafur Laufdal, veitingakóngurinn sem reist hefur stærsta veitingahúsið á ís- landi frá grunni. -ELA — Eitt af því sem gagnrýnt hefur verið eru nöfnin sem þú hefur valið á skemmtistaðina, samanber Holly- wood og Broadway. Hvaða skýringu gefurðu á þessu vali? „Ég skil nú ekki þessa gagnrýni sem allt í einu er komin upp. Ég veit ekki betur en í áraraðir hafi verzlanir hér borið erlend nöfn, eins og London, Liverpool, Hamborg, Lissa- bon, fyrir utan nöfnin á tizkuverzlun- um og hárgreiðst'istofum. Það er ekkert vafamái aðeilendnöfri ganga betur i íslendinga. Auk þess sem ferðamenn takafrekar eftir nöfnum á þeim stööum, sem bera erlend nöfn. Ég hef lika valið nöfn á staðina í stíl við anda þeirra. í Hollywood hef ég komið upp leikaramyndum og gert staðinn þannig úr garði að hann minni á þessa borg. 1 Broadway býð ég upp á skemmtiatriði sem eru fyrsta flokks, og sem áður hafa ekki tiðkazt hér. Þessi skemmtiatriði verða öll í anda þeirrar stemmningar sem rikir á Broadway. Ég hef þá skoðun að erlend nöfn trekki frekar að. akturmn — Nú hefur einnig komið fram gagnrýni á aldurstakmark i Broad- way? t TAKIÐ EFTIR: Við eigum skíði—skó stafi og bindingar fyrir börnin. SyP0RTVAL ^ LAiJfíAX/Fm 11« v/m Ml PMMTnnfr J LAUGAVEGI 116, VIO HLEMMTORfr SÍMAR 14390 tt 26690

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.