Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Síða 15
DV — HELGARBLAÐIЗ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. 15 Jólamaturinn kostar tæp þrjú þúsund —ef ekkert er fil sparað Hvað skyldi jólamatur- inn eiginlega kosta? Þessi spurning brennur áreiðan- lega í hugum þeirra fjöl- mörgu sem eftir eiga að kaupa megnið af krásun- um. „Fólk sparar allt við sig til þess að geta veitt sér reglulegan veislumat á jól- unum" sagði Guðjón Guð- mundsson verzlunarstjóri í Glæsibæ. Og því fórum við í búðina til hans og völdum í körfur reglulegan veislu- mat handa vísitöluf jöl- skyldunni. Við gerum ráð fyrir að hún borði hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld. Á jóladag verður síðan hangi- kjöt. Ný lambasteik verður síðan á borðum á annan dag jóla. Á gamlársdag verður svínasteik og kjúk- lingar á nýársdag. Þessu fylgja hlutir eins og kartöflur, rauðkál, baunir, nýtt grænmeti, así- ur, sulta, franskar kartöfl- ur, kokkteilsósa og maís. Á eftir kemur ís, niðursoðnir ávextir eða búðingur. Borð- haldið hefst hins vegar með súpu eða forrétti. AAeð öllu saman eru drukknir gosdrykkir en ekki má samt mjólkin gleymast. AAikið þarf af rjóma, smjöri, smjörlíki, hveiti, sykri og jurtafeiti (til að steikja úr laufa- brauð eða soðið brauð). Kaffi þarf einnig og brauð meðsúpunni. Ekki má gleyma nýjum ávöxtum, hnetum, kar- töfluflögum og sælgæti að narta í. Suðusúkkulaði verður einnig að kaupa ef drekka á heitt súkkulaði með jólasmákökunum. Hrísgrjónin í möndlu- grautinneru líka á sínum stað. Þegar þetta allt er reikn- að saman er kostnaðurinn hvorki meiri né minni en 2922 krónur og 90 aurar. Einhverjum kann að finn- ast þetta þó tiltölulega vel sloppið en hafa verður í huga að þetta er meira en helmingur af mánaðar- launum lægst launaða fólksins í landinu. Það er auðvitað hægt að spara bæði margtog mikið. Lambakjöt er til dæmis mun ódýrara en svínakjöt. Ekki þarf heldur öll þessi ósköp af meðlæti og meira að segja má sleppa með mun minna magn af mat 2922krönur og 90 aima kostaöi altt þogar búéð var aö reikna saman. D V-myndir Bj.Bj. heldur en hér er tekinn. Á móti kemur að jólamatur- inn kostar alltaf mun meira þegar upp er staðið en menn halda í fyrstu. Það tínast til ótal hlutir sem fólki finnst af einhverjum ástæðum að megi ekki vanta. Tökum ávexti sem dæmi. Ég þekki engan sem hefur hið minnsta pláss fyrir nýja ávexti á jólunum. En ég þekki heldur engan sem ekki kaupir þá af því að það tilheyrir. En jólin eru auðvitað ekki annað en það sem við viljum gera þau. Við ráð- um því algerlega hvað keypt er og getum blásið á venjur og siði ef okkur sýn- ist svo. DS GuOrún Magnúsdóttír aðstoðaði okkur við að tma ofan í körfurnar handa visitölufjölskyldunni. Þetta varð ekkert smáræði enda hvargi tíl sparað fyrir jólin. & //*\\ VTi --'K^Sólveig Leifsdóttir \ | hárgreióslumeistari ^ Hárgreiöslustofan Gígja Stigahlíð 45 — SUÐURVERI -C. hœð — Sími 34420 interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14 - S 21715. 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615. 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubilum erlendis JOIA „ matseoíliinn iýrirjólaboröið mæ um við sérstaklega með SS hangikjöti SS dilkahamborgarhrygg SS dilkahamborgarlæri SS dilkahamborgarsteik SS dilkakryddhrygg SS dilkahrygg og læri fyllt meó ávöxtum <|j SS Gæðafæða bragðast best SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.