Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Qupperneq 22
22 DV — HELGARBLAÐIЗ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. Hórsjéum við að gert er réó fyrir fjórróttaöri méhið. Þau hnrfapör'sem fyrst eru notuð eru yzt Hnrfapörín eru frá verzfuninni Tókk- kristal og diskar og kertastjakar fró CostaBoda. Hvrtir ieirdiskar frá Gráfekfi. IMu skálamar sem eru við hvern disk eru notaðar sem mundlaugar. DV-myndir: Friðþjófur. Þegar aðfangadagur rennur upp verður ys og þys gærdagsins fjarlægur. Allur jólaundirbúningurinn að baki, jólatréð skreytt í stofunni, Siggi kominn í síðar buxur og Solla í bláan kjól. Beðið er með óþreyju eftir klukknahljóm, jólasteik og jólapökkunum. Hátíðarblær jólanna færist nær og brátt berst ilmur- inn úr eldhúsinu þar sem matsveinninn er önnum kaf- inn. Þá færumst við nær tilgangi þessa greinarkorns sem var að koma hugmynd á framfæri. Hugmynd sem fædd- ist á aðventunni. Að öllum líkindum er hugmyndin sprottin vegna reynslu fyrri ára með hóp óþreyjufullra barna í pilsfaldinum á aðfangadag. Myndin sem föst er f huga matsveinsins er þegar gufustrók leggur úr öllum pottum heimilisins, hrærivélin hamast og þeytir og brunalykt berst úr ofninum. Mergur málsins er sá að önnum kafinn matsveinninn á fullt í fangi með að hafa stjóm á öllum hlutum í ríki sinu, eldhúsinu. Þess vegna datt okkur í hug að þeir sem þess verða aðnjótandi síðar að gæða sér á krásum, tilreiddum í þviháttvirtariki, geti lagt hönd á annan plóg sjálfum sér og öðrum til óbland- innar ánægju. Svo styttir það biðina að aðhafast eitt- hvað til gagns og gleði. Þá emm við komin að hugmynd- inni sem fæddist á aðventunni en hún er til hjálpar öllum önnum köfnum matsveinum landsins þennan dag. Á þeim heimilum þar sem margar hendur eru og margir svangir munnar bíða eftir jólasteikinni er öll hjálp vel þegin. Jólaborðið bíður. Flest viljum við njóta þess að hátíðarbragur sé í hverju horni þegar klukkurnar hringja. Því leggjum við til að þeir sem eru óþreyjufullir og með tvær hendur aðgerðarlausar taki til hendi og leggi á jólaborðið. Til þess að forðast allan vandræða- gang og að einhver yppi öxlum og segist ekki geta eða kunna til verka sóttum við liðsauka. Við leituðum til Ellenar Einarsdóttur sem er þjónn á Hótel Loftleiðum. Hún kann sitt af hverju fyrir sér f þessum málum. Dag einn í jólaösinni stormuðum við EUen niður Laugaveginn, leituðum að diskum, hnffum, göfflum, kertastjökum og jólaservíettum og fleiru sem prýða mætti með fallegt jólaborð. í þremur verzlunum var staðnæmzt, Tékk-kristal, Costa Boda og Gráfeldi. Afgreiðslufólk á öllum stöðum var fúst að greiða götu okkar og við yfirgáfum hverja verzlun hlaðnar fögrum munum. Þá var haldið á vinnu- stað og lagt á borð. Við sáum fyrir okkur fjögurra manna fjölskyldu setjast að borðum i hátíðarskapi. Við lögðum fjölskyld- unni líka til matseðilinn í huganum. Reyndar voru mat- seðlarnir þrír. Fyrst var reiknað með borðhaldi þar sem fjórréttaður matur var borinn fram, forréttur, súpa, kjöt- réttur og ábætir. Næst var fondue-veizla sett á svið með öndvegis fonduepott á miðju borði. Á undan- kusum við að hafa súpu. Þriðji hugarburður okkar voru tveir fiskréttir, fyrst sniglar og síðan humar í skel með ristuðu brauði. Þrjár meðfylgjandi myndir eiga að gefa til kynna hvað var aðhafzt. Á meðan Ellen lagði á borð 1 kenndi hún okkur nokkur undirstöðuatriði sem koma eiga hjálpfúsum að gagni. Við byrjum á þvi að athuga stærð borðins, hver matargestur á að hafa u.þ.b. 60 cm til umráða við borðið. Því næst er það dúkurinn sem við leggjum á borðið. Dúkurinn á að ná 30 cm niður frá borðbrún á allar hliðar. Þetta er fyrir þá alnákvæmustu, aðrir láta tilfinninguna ráða. Salt og pipar er nauðsynlegt að setja á borð og helzt eitt par fyrir hverja tvo gesti. Þá eru það diskarnir, hnifapörin og glösin. Þegar þið lítið á mynd númer eitt þá er þar reiknað með fjórum réttum. Fyrst er byrjað á forrétti og með yztu hnifapörunum er hann borðaður. Sfðan koll af kolli, skeiðin næst fyrir súpuna og kjöthnífur og gaffall fyrir steikina. Áhöld fyrir ábæti eru fyrir aftan diskinn. Á myndinni er glösum raðað líka og þar gildir sama reglan ef glösin eru mörg. Fyrst er drukkið úr yzta glasinu. Þetta á einungis við ef mismun- andi víntegundir eru framreiddar með matnum. Jólaölið má drekka úr nánast hvaða glösum sem er. Svo við höld- um okkur við mynd eitt áfram er brauðdiskur til hliðar við aðaldiskinn. Ef ekki er brauð með súpunni má líka nota þennan disk fyrir salat með kjötinu. Borðskreyt- ingin má ekki vera of há á borðinu og helzt ekki lyktar- sterk. Litlar grenigreinar við hvern disk punta mikið. Kertaljós prýða alltaf svo og auðvitað servíettur. Á mynd eitt braut Ellen einföld servíettubrot, viftubrot fyrir dömurnar og kertabrot fyrir herrana. Á hinum myndunum eru servíetturnar lagðar á hliðardiskana. Á annarri eru servíettuhringir settir utanum og er sjálfsagt aðnotaþáefþeireru til. Hvenæref ekki á jólunum? Þá höfum við reynt að tína til þar helzta sem að gagni mætti koma. Aðalatriðið er að hugmyndin komist á blað svo að þeir sem hefja vilja verkið á aðfangadag jóla og leggja fram sína aðstoð hafi eitthvað til að styðjast við. Þó að ekki takist til í fyrstu atrennu eins og hjá Ellen, kemur þetta með æfingunni. Á aðfangadag verður einhver matsveinninn þakklátur aðstoðarfólk- inu. -ÞG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.