Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Síða 26
26
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
Menning Menning Menning Menning
Æska og ásfir
Engilberfs
Hús málarans
Minningasjór Jóns Engilberts eftir
Jóhannes Helga 2. útgáfa.
Arnartak, Reykjavík 1981. 192 bls.
Bókin er tileinkuð Ragnari í Smára
með svofelldum orðum.
„Ragnar Jónsson í Smára hvatti á
sínum tíma til samantektar þessa
verks og kostaði hana og skar ekkivið
nögl. Þegar hann hafði lesið handrit-
ið þakkaði hann fyrir skemmtunina
og afhenti mér handritið með þeim
orðum að ég mætti eiga það, þannig
að ég hefði eitthvað sem um munaði
fyrir minn snúð.
Ég lét ekki segja mér þetta tvisvar.
Ég seldi öðrum útgefanda handritið
fljótt og vel.
Fyrri útgáfan var tileinkuð barni,
Grétu, dótturdóttur og augasteini
Jóns Engilberts, en þessa útgáfu þyk-
ir mér hlýða að tileinka Ragnari með
sittstórahjarta.
Jóhannes Helgi.”
Ætli viðbrögð Ragnars Jónssonar,
sem hér er lýst, gefi ekki nokkra vís-
bendingu um bókina sem hann hafn-
aði, að hún væri hispurslaus eins og
sagt var í þá daga eða kannski stór-
orð og umtalsill — og Ragnar sem
var vinur allra listamanna treysti sér
ekki til að gefa hana út?
Nú, tuttugu árum síðar, ættu sum
ummæli hennar að vera orðin mátt-
lausari — en svei mér þá ef svo er.
Mér finnst satt að segja nóg um.
Sigurjón nirfill og Krist-
mann fmynd glæsileikans
Jóhannes hefur þann háttinn á að
koma í heimsókn til viðmælanda
síns, Jóns Engilberts. Þar af leiðir að
sögumenn verða tveir. Jóhannes lýsir
Jóni, umhverfi, hátterni og heimilis-
lífi eins og það kemur honum fyrir
sjónir á ritunartíma, þ.e. 1960 — Jón
segir aftur á móti frá lífi sínu (f.
1908. d. 1972) allt frá barnæsku á
Njálsgötunni og fram að ritun sög-
unnar. Frásaga hans einkennist af
miklu fjöri og hann talar oft ótugtar-
Iegar um menn en saklausum lesanda
iimist þeir eiga það skilið. Hann segir
frá foreldrum sínum og uppvexti og
menningarlifi í borginni frá sjónar-
hóli unglings. Helsta uppörvun hans
eru árlegar málverkasýningar Ás-
gríms í Gúttó uppi, og þá „talaði
enginn um illa upphengdar myndir.”
Þetta var Jóni stórkostleg upplifun.
Inn í þessa frásögn fléttast stráka-
pör unglinga í hverfinu og síðan er
haldið til Kaupmannahafnar til náms
fyrir erfðafé frá Jóni kaupmanni frá
Hjalla (blessuð sé hans minning).
Svona verða ýmsir góðir menn til að
styrkja listina, auk Ragnars í Smára.
Til Óslóar fer Engilberts í nám og
einhvern veginn verða honum fáir
minnisstæðir þaðan nema Kristmann
Bókmenntir
Rannveig G.
Agustsdóttir
og Eggert Stefánsson — já og Snorri
Hjartarson. Á þeim árum var hann
nýgiftur Tove sinni, svo að það getur
verið skýringin.
Að sjálfsögðu koma fram í sögu
þessari margir listamenn sem gaman
er að heyra sögur um, því það er það
sem þessi bók er — sögur um lista-
menn.
Minnisstæðastar verða mér mynd-
irnar af Sigurjóni Ólafssyni mynd-
höggvara (hissa að hann skuli ekki
vera reiður nirfilssögunum af sér, en
kannski er hann það einmitt) — og
sögurnar af Kristmanni í Ósló (sem
ímynd glæsileikans) og Snorra Hjart-
ar (sem er þögull og intressant). Fleiri
mætti telja.
Hvar lærði Kjarval
að leika ffffl?
Ásgrímur spurði Jón athyglisverðr-
ar spurningar: „Hvar lærði hann
Kjarval að leika fífl, Jón?” (60). Ás-
grímur fékk það svar hjá Jóni að
Kjarval hefði lært þetta af danskin-
um og á þá Ásgrímur að hafa hlegið.
Þetta samtal kom upp í hug mér
daginn eftir að ég fór að velta þessu
fyrir mér. Það var í rauninni „fatalt”
i þá daga að gefa sig út fyrir að vera
fífl. Ég vildi vita hvort þeir Jón og
Jóhannes hefðu haft eitthvað meira
um þetta að segja. Ég mundi ekki
hvar þetta var í bókinni, fletti þá upp
í hinu mjög svo ítarlega efnisyfirliti
og fann: „Ásgrimur. . . (60)” og þar
var það og sannaðist nú hve yfirlitið
var hjálplegt. Hins vegar er ónauð-
synlegt að endurtaka það út allar
spássíur bókarinnar. Það beinir
skilningi lesandans um of inn á
ákveðnar brautir og kemur í veg fyrir
eigið mat á mikilvægi efnis — minnir
mann á glósaða sögubók.
Jón Egilberts listmálari.
En spurningunni hans Ásgríms er í
sjálfu sér ósvarað enn. Kannski þurfa
íslenzkir listamenn að leika fífl, að
minnsta kosti að vera eitthvað skrítn-
ir til að þola erfitt lif listamannsins,
líf afneitunar og einangrunar.
HÚS MÁLARANS er faUeg bók i
stóru broti, prentuð á góðan pappír
og vel myndskreytt. Það eru ekki
bara myndir af málverkum — heldur
einnig fjöldi mynda af þeim mönn-
um, sem við sögu koma, og ætti það
að kæta íslendinginn í okkur.
Bókin er í alla staði verðug minn-
ing mikils listamanns sem Jón Engil-
berts var og er út yfir gröf og dauða.
HVAÐ A ÉG AÐ GERAVH) KRAKKANN?
Brattatröm, Ingar: Handan við hraðbrautjna.
fslenak þýfllng: Þurfður Baxtar.
RaykJavBt, Mál og menning, 1981.
Bókaútgáfa Máls og menningar
hefur gefið út bókina Handan við
hraðbrautina eftir sænskan rithöf-
und Inger Brattström.
Inger Brattström fæddist í Gávle
árið 1920. Foreldrar hennar voru
bæði rithöfundar Gösta Högelin og
Lisa Norrel. Hún byrjaði ung að
skrifa bækur og kom sú fyrsta út í
Svíþjóð 1939. Brattström hefurskrif-
að á fimmta tug barna- og unglinga-
bóka. Má þar nefna sakamálasögur
fyrir unglinga og einnig bækur sem
fjalla um ástir unglinga.
Inger Brattström er mikils metinn
rithöfundur í heimalandi sínu og hef-
ur hún hlotið ýmis verðlaun fyrir
bækur sinar. Má þar nefna Nils Hol-
gersson Plaketten fyrir unglingabæk-
ur, en hann hlaut hún árið 1967. Auk
þess naut hún á árunum 1964 og 1965
sérstaks listamannsstyrks frá sænska
ríkinu.
Bókin HANDAN VIÐ HRAÐ-
BRAUTINA kom fyrst út í Sviþjóð
árið 1973. Hún var lesin í Ríkisút-
varpinu 1978, þá undir nafninu Ferð
úf í veruleikann. Þetta er fyrsta bók
Inger Brattström sem út kemur á ís-
lensku að því er ég best veit.
Sagan Handan við hraðbrautina
fjallar um unglingsstrák, Jónas að
nafni sem vinnur á barnaheimili.
Einn föstudag er hann einn eftir með
fáeinum krökkum. Foreldrarnir
koma hver á fætur öðrum og sækja
börn sín, en þegar sá tími er liðinn
sem foreldrar eiga að sækja börnin á
kemur i ljós að ein litil hörundsdökk
stelpa er eftir.
Enginn kemur að sækja hana og
lýsir sagan viðbrögðum Jónasar við
þessum óvæntu kringumstæðum.
Það reynist hreint ekki auðvelt að
leysa vandamálið og helgarferð sem
Jónas ætlaði í með vinum sínum er úr
sögunni.
Sagt er frá samskiptum Jónasar og
Sólong, en það heitir sú litla. Les-
andinn kynnist heimilisaðstæðum
stúlkunnar vel, en móðir hennar er
einstæð.
Sagan Handan við hraðbrautina er
á margan hátt óvenjuleg unglinga-
bók. Hún lýsir sérstökum kringum-
stæðum og því hvernig Jónas bregst
við þeim. Höfundur fer mjög vel með
þetta efni. Hún lýsir t.d. hvers konar
aðkast hörundsdökkt fólk verður að
þola frá sumu fólki. Meira að segja
barn og sakleysingi.
Bókmenntir
Sigurður Helgason
f bókinni er töluvert minnst á at-
vinnumál ungs fólks í Sviþjóð. Þar
eins og í flestum nágrannalöndum
okkar er verulegt atvinnuleysi, eink-
um meðal ungs fólks og atvinnutæki-
færin sem bjóðast eru sorglega fá.
Góðu heilli hefur þetta ástand ekki
náð hingað til lands, Guði sé lof. En
það er hollt fyrir fslenska unglinga að
fá dálitla mynd af því hvað atvinnu-
leysi er.
Handan við hraðbrautina er
kannski athyglisverðust fyrir það
hversu vel bókin lýsir erfiðleikum
þeim sem einstæðir foreldrar geta
staðið frammi fyrir. Einnig sýnir hún
dálítið hvernig lífið gengur fyrir sig í
stórri Jbúðablokk, þar sem flestir
hugsa aðallega um sjálfa sig, en láta
sig litlu skipa hvernig ástatt er fyrir
nágrannanum. Þá má að siðustu geta
þess hvernig meðferð „kerfið” veitir
stúlkunni þegar erfiðleikarnir eru
hvað mestir.
Handan við hraðbrautina er mjög
Jan Terlouw: Dulmálsbrófið.
ísl. þýðing: Ingi Karl Jóhannesson.
Roykjavfk, Iðunn, 1981.
Greinilegt er, að íslenskir bókaút-
gefendur leita víða fanga í leit að
góðum unglingabókum til útgáfu.
Lengst af hafa þýddar barna- og ung-
lingabækur í flestum tilfellum átt
rætur sínar að rekja til Norðurland-
anna og Bretlands. En ekki er ástæða
til að efast um að víðar séu gefnar út
góðar barna- og unglingabækur, sem
er og raunin t.d. i Hollandi. Nú fyrir
skömmu birtist ritdómur eftir undir-
ritaðan um mjög góða hollenska ung-
lingabók, Einn í stríði eftir Evert
Hartman. Og nú tek ég til umfjöllun-
ar bók eftir landa hans Jan Terlouw.
íslenskir unglingar hafa fengið að
kynnast bókum Jan Terlouw á und-
anförnum þremur árum og Dulmáls-
bréfið er fjórða bók hans sem þýdd
hefur verið á íslensku. Þær sem fyrr
hafa komið eru: Striösvetur, í föður-
leit og Fárviðriö. Dulmálsbréfið er
ekki alveg ný af nálinni, kom út í
Hollandi 1973. En það rýrir gildi
hennar ekki. Bækur Terlouw sem út
hafa komið á íslensku hafa notið
mikilla vinsælda og verðskuldaðra.
Dulmálsbréfið er í grundvallar-
atriðum byggð upp á svipaðan hátt
og t.d. bækur Enid Blyton og ann-
arra höfunda sem fengist hafa við að
skrifa spennandi sögur fyrir ung-
linga. Hún er spennandi og í henni
gerast atburðir sem eru yfirleitt ekki
góð bók. Hún er dálltið óvenjuleg,
einkum vegna þess sem ber fyrir aðal-
persónuna. En höfundurinn gefur
góða lýsingu á kjörum margra í nú-
tímasamfélögum á Norðurlöndum.
daglegt brauð hjá krökkum. En
■efnismeðferð Terlouw er mun betri
en maður á að venjast með bækur af
þessu tagi og það veldur því að skörp
skil eru á milli bóka hans og flestra
annarra sem skrifa spennandi ung-
lingabækur. Munurinn felst m.a. í
persónusköpun og í vali á vettvangi
sögunnar, sem er daglegt líf krakka
en ekki dularfull höll, leyndardóms-
fullur dalur eða eitthvað annað sem
ætlað er að skapa dularfullan blæ,
sem samkvæmt uppskriftinni hentar
vel i spennandi sögum.
Dulmálsbréfið er nútimasaga. Hún
fjallar aðallega um þrjá krakka, Evu
og vini hennar systkinin Bínu og
Tómas. Þau tengjast af tilviljun ýms-
um dularfullum málum og oft standa
þau nærri því að vera í mikilU hættu.
Ég ætla ekki að rekja söguþráðinn —
því að með því myndi ég kannski
spilla ánægju væntanlegra lesenda.
Segja má að heimilislífið heima hjá
Evu gangi eins og rauður þráður
gegnum alla söguna. Foreldrar henn-
ar rífast á stundum og það hefur í för
með sér hvimleitt ástand sem veldur
Evu ómældum leiðindum og verður
kveikjan að ýmsu sem gerist í sög-
unni. Þ.e.a.s. þolinmæði Evu þrýtur
og hún ákveður aðgerðir sem hún
vonar að verði til bóta. En það fer
öðru vísi en ætlað er.
Eins og ég sagði áður er persónu-
sköpun Terlouw mjög skýr. Reyndar
eru krakkarnir þrir ósköp venjulegir
Þuríður Baxter þýddi bókina og er
gott eitt um þýðinguhennarað scgja.
Frágangur bókarinnar er útgefanda
til sóma.
Sigurður Helgáson
krakkar, en það telst jákvætt að það
sem þau hugsa og framkvæma er
rökrétt miðað við kringumstæður á
hverjum tíma. Ein persóna i sögunni
er mjög skýrt mótuð og vel gerð. Það
ér faðir Evu, enda kemur hann langt
mest við sögu að krökkunum sleppt-
um.
Höfundurinn kryddar frásögnina
með ýmsum sniðugum tiltækjum eins
og t.d. rottuævintýrinu þegar gestir,
sem ekki eru allt of velkomnir koma i
heimsókn. Það vandamál er leyst á
fljótan og áhrifaríkan hátt og um leið
tryggt, að þeir komi ekki alveg á
næstunni aftur.
Eins og ég sagði áðan er ástæða til
að fagna því að leitað sé sem viðast
að bókum til að þýða og gefa út á ís-
lensku. Mismunandi reynsla og mis-
munandi kringumstæður skapa mis-
munandi bækur. Það ætti að auka
víðsýni lesendanna og um það er gott
eittað segja.
Ingi Karl Jóhannesson hefur þýtt
Dulmálsbréfið og er bókin á lipru ís-
lensku máli. Bókina prýða margar
snyrtilegar teikningar, og það vekur
furðu að nafn teiknarans, sem teikn-
að hefur myndir og gert kápu sé ekki
getið. Það er ástæðulaust. Dulmáls-
bréfið er spennandi og skemmtileg
unglingabók sem á áreiðanlega eftir
að njóta vinsælda ekki síður en fyrri
bækur höfundarins.
Sigurður Helgason
Dularfull ráðgáta