Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Síða 27
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
n
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Blöndalsættin
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði,
hefur gefið út bókina Blöndalsæltin,
niðjatal Guðrúnar Þórðardóttur og
Björns Auðunssonar Blöndals sýslu-
manns í Hvammi í Vatnsdal.
Lárus Jóhannesson, hæstaréttar-
dómari, sá um samantekt verksins.
Hann tók að fást við ættfræði á efri
árum. Safnaði hann saman óhemju
fróðleik og leitaði víða fanga. Aðallega
fékkst hann við að semja niðjatal
Björns Blöndals, sýslumanns i
Hvammi í Vatnsdal, og Þórarinsjóns-
sonar á Grund i Eyjafirði (Thoraren-
sensætt). Lárusi entist ekki ævi til að
vinna úr þessum fróðleik nema að
nokkru leyti og raunar var tilgangur
hans ekki sá, að þetta yrði gefið út. Jón
Gíslason, fræðimaður, tók að sér að
fullgera Blöndalsættina og búa hana til
prentunar.
Blöndalsættin er niðjatal Björns
Auðunssonar Blöndals, sýslumanns í
Hvammi í Vatnsdal, og Guðrúnar
Þórðardóttur, konu hans. Niðjatalið
nær fram til ársins 1977 og í sumum til-
fellum lengra. Þetta niðjatal er að ýmsu
frábrugðið öðrum slíkum ritum, m.a.
eru ættir þeirra, sem tengjast Blöndals-
ættinni, oft raktar i marga liði; þá eru
víða umsagnir um menn úr bókum
eða öðrum heimildum eða frá höfundi
sjálfum. I ritinu eru á áttunda hundrað
myndir, eða á annað þúsund myndir af
einstaklingum, ef þannig er talið. Hönd
i bagga með þessari útgáfu hefur
Guðjón læknir, sonur Lárusar heitins,
haft,Hann hefur skrifað langa ritgerð
sem inngang að bókinni. [tarleg nafna-
skrá er i bókinni og einnig er hér
prentuð æviminning Björns Blöndals
eftir séra Svein Níelsson á Staðastað
sem og ættarlala hans, handskrifuð.
Blöndalsættin var sett í Prentstof-
unni Blik hf., filmuunnin í Prentþjón-
ustunni hf., prentuð í Offsetmyndir sf.,
og bundin í Bókfelli hf. Kápu gerði
Auglýsingastofa Lárusar Blöndal.
Haltu kjafti og
vertu sæt
Fáir kvenrithöfundar hafa vakið jafn
mikla athygli á síðari árum og Vita
Andersen. Fyrsta bók hennar: Tryg-
hedsnarkomaner seldist í stærri upp-
lögum en dæmi voru um ljóðabækur
og var mikið lesin af fólki sem aldrei
áður hafði opnað ljóðabók.
Sagnasafnið Haltu kjafti og vertu
sæt, hlaut óhemju góðar viðtökur er
það kom út i Danmörku. Það seldist
strax í yfir hundrað þúsund eintökum
og fyrir það var Vita sæmd helztu bók-
menntaverölaunum Dana: Gullna lár-
viðnum.
Þetta er engin venjuleg kvennabók.
Sögur Vitu eru oft ógnvekjandi og
miskunnarlausar, stundum erótískar og
stundum fyndnar. Hún skrifar um líf
kvenna í velferðarþjóðfélaginu af beitt-
um skilningi þess sem hefur upplifað
atburðina. Hún er engin blóðlaus
menntakona heldur er stíll hennar hrár
og blóðmikill eins og gaddavimtónlist.
Vita er ekki óþekkt á íslandi. Ljóða-
bók hennar Tryghedsnarkomaner kom
út hjá Lystræningjanum 1979 og
nefndist : í klóm öryggisins, þýðandi
var Nína Björk Árnadóttir. Þessi bók
er löngu uppseld, en ný útgáfa er vænt-
anleg í sambandi við heimsókn Vitu
Andersen til íslands, en hingað kemur
hún í boði Lystræningjans, Norræna
hússins, Dönskukennarafélagsins og
Alþýðuleikhússins, en það sýnir um
þessar mundir leikrit hennar: Elskaðu
mig. Hingað mun Vita koma 8. janúar
nk.
Kristján Jóhann Jónsson þýðir bók-
ina, en Guðjón Ó. prentar.
,;yy | ÁSMl
Lárus í Gríms-
tungu
Út er komin bókin Lárus í Gríms-
tungu, ævisaga Lárusar Björnssonar í
Grímstungu í Vatnsdal. Gylfi Ás-
mundsson bjó bókina til prentunar.
Lárus í Grímstungu er einn þeirra
manna sem hefur orðið þj óðsagnaper-
sóna í lifanda lífi. Hann hefur staðið
fyrir búi í meira en 70 ár, síðustu árin
blindur. Hann neitar að beygja sig fyrir
Elli kerlingu og þráast við að setjast í
helgan stein.
Lárus í Grímstungu er löngu þjóð-
kunnur maður, ekki fyrir þá verðleika,
sem flestir verða þekktir af, svo sem
embættisstörf, skáldskap eða íþróttir
hgldur vegna persónueiginleika sinna,
sem höfða beint til íslendinga og vekja
ímyndunarafl þeirra og aðdáun. Sagan
segir að hann hafi verið fjárrikasti
bóndi á íslandi. Sagan segir líka, að
hann eigi svo mörg hross, að ekki verði
tölu á komið. Sagan segir, að á heið-
inni þekki hann hvern stein og hverja
þúfu, að hann sé ratvísari en fuglinn og
klókari en tófan. Allar hafa sögurnar
einkeni þjóðsögunnar. Þær eru ólík-
indasögur, kímnissögur, hreystisögur,
og jaðra stundum við að vera útilegu-
mannasögur. í þeim felst ímynd hins ís-
lenska manndóms.
Gylfi Ásmupdsson, sem búið hefur
bókina til prentunar, lætur frásögn
Lárusar halda sér eins og kostur er og
gætir þess að sérkennilegt orðfæri hans
komi sem best í fram.
í bókinni er fjöldi mynda, bæði
svart/hvítra og litmynda.
Bókin er 284 blaðsíður, prentuð og
bundin í Prentverki Odds Björnssonar
á Akureyri.
Sálin og skugg-
inn
eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur.
Skuggsjá hefur sent frá sér bókina
Sólin og skugginn, nýja skáldsögu eftir
Fríðu Á. Sigurðardóttur. Eftir sama
höfund kom út í fyrra smásagnasafnið
Þetta er ekkert alvarlegt, sem hlaut gíf-
urlega góða dóma gagnrýnenda.
Bókin fjallar um lífið á sjúkrahúsi og
FRIÐA A
SIGURÐAR
DOTTIR
tðgru og euðugu
máH, hún er $aga
þtrj og mtn.
persónur sem þar dveljast sem sjúkling-
ar. Þetta er átakasaga úr hugarheimi
sjúklinganna, frelsi þeirra og helsi,
saga um lífsástinaogdauðann, saga af
fólki, grímum þess, brynjum og vopn-
um.
Sólin og skugginn var sett og prentuð
í Prisma sf. og bundin í Bókfelli hf.
Kápuna vann Auglýsingastofa Lárusar
Blöndal.
Útlaginn
Komin er út bókin „Útlaginn” byggð á
Gísla sögu Súrssonar og kvikmynda-
handriti Ágústs Guðmundssonar leik-
stjóra. Bókin er samnefnd kvikmynd-
inni sem verið er að sýna um þessar
mundir.
Saga Gísla er dæmigerð um siðvenj-
ur fornaldar, hin hörðu lög hefndar-
innar, ættarböndin og hetjulundina,
sem menn ólu í brjósti sér og var sam-
hljóma þeirri vitund, að vopndauðir
menn einir gistu hetjuhöll annars lifs.
Þessi einkenni koma mjög við sögu í
Útlaganum. Gísli Súrsson stígur fram
búinn öllunt þeim venjum sem samtími
hans setti honum. Þó er hann mann-
legur og skiljanlegur nútímafólki, alveg
eins og hver ein íslendingasaga er í dag
annað og meira en fornt handrit. Hún
er lifandi saga.
Bókin um Útlagann er skreytt fjölda
litmynda úr kvikmyndinni og er að
þeim mikil bókarprýði. Aftast í bók-
inni er útdráttur á norsku, þýzku og
ensku. Indriði G. Þorsteinsson tók
saman texta bókarinnar.
Útlaginn er einstætt verk að allri
gerð hvort sem efnið birtist i formi
bókar eða kvikmyndar og gerir þessa
miklu örlagatíma í lífi þjóðarinnar
aðgengilegri nútímanum.
Togarasaga
með tilbrigðum
ef tir Haf liða Magnússon
Ægisútgáfan hefur sent frá sér bókina
„Togarasaga nteð tilbrigðum” eftir
Hafliða Magnússon. Hafliði er fæddur
i Hergilsey á Breiðafirði en ólst upp á
Bíldudal. Hann hefur unnið í ýmsum
atvinnugreinum en þó aðallega til sjós.
Hann var 16 ára þegar fyrsta bók hans
kom út og 18 ára hlaut hann 1. verð-
laun í smásagnasamkeppni.
Togarasaga er skrifuð í léttum dúr
og hún kemur lesandanum oft til að
hlæja.
Togarasaga er 144 blaðsíður. Teikn-
ingar eru eftir Magnús Óskarsson.
Prentrún prentaði, en um bókband sá
Nýja bókbandið.
SUNNUDAGS
BLAÐIÐ
PJOÐVIUINN
alltaf
um
helgar
r Oskum viðskiptavuuim okkar^ |
og landsmömmm öllum
gleðilegmr hátiðar
VELTIR Hr
Urval af
bílaáklæðum
(coverum)
Sendum
■ póstkröfu
Altikabúðin
Hverfisgötu 72 S 22677
JÓLAGJÖFIN SEM
Cl 11 11 „REIKNAÐ ER MEÐ
ÚRVAL
VASATÖLVA
FYRIR HEIMILI
OG SKÓLA
ÚRVAL AF
SMÁTÖLVUM
MED
PRENTUN
SALA, ÁBYRGÐ OG ÞJÓNUSTA
ShrífuÉlin hf Eu
SUÐURLANDSBRAUT 12. SÍMAR 85277 OG 85275.