Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Qupperneq 30
30 DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. 06 ÞAÐ VAR MAAARK! Öll hafið þið kynnzt fótboltabakteríunni á einn eða annan hátt. Það er nefnilega einu sinni svo að á hverju heimili er einn ólánssteggur, eða fleiri, sem er illa haldinn af þessari langvarandi veiki. Hver er til dæmis svo hamingjusamur að eiga ekki eitthvert skyldmenni, sem heldur með ákveðnu liði í blíðu og stríðu? Hver á EKKI einhvern ættingja sem geysist á alla fótboltaleiki og æpir og skrækir, þar til raddböndin geta ekki meir? Ég bara spyr. Satt að segja hef ég aldrei getað skilið þennan ódrepandi áhuga á fót- bolta. Ég hef til dæmis aldrei getað botnað í þeim eldlega áhuga, sem menn sýna ensku knatt- spyrnunni. Á sumum heimilum er það sem helgistund í stofunni, þeg- ar svoleiðis trakteringar eru á skjánum. Þá má ekki tala, ekki hreyfa sig, nema til að stjana með varkárni kringum unnendurna, ekki gera þetta og alls ekki hitt. Með hljóðiausum og hnitmiðuðum hreyfingum er hægt að komast á klósettið án þess að rjúfa heimilisfriðinn. En þá má alls ekki sturta, hvað sem á undan hefur gengið. Mér er sagt að þetta sé svona víða. Sjálf er ég svo lukkuleg að hafa ekki sjónvarp. Hvað um það, ekki ætlaði ég að fara að f jasa yfir enska fótboltanum. Hann er nefnilega fyrirbæri, sem ég á aldrei eftir að botna í. Og hver getur líka ætlast til að sveitasál ofan úr Borgar- firði hendi reiður á öllu þessu fótboltastússi? Ég sem vissi ekki einu sinni hvernig búningar þeirra Skallagrímsmanna litu út í den tid, hvað þá að vitneskjan næði til slíkra hluta úti í heimi. Ég sem hafði aldrei séð alvöru fót- boltaleik. Um síðir fór það þó svo að ég þóttist tilneydd til að öðlast ofurlitla innsýn í fyrirbærið þegar ég hafði verið í hjónabandi í eitt herrans ár. Eigin- maðurinn og kunningjar hans vissu nefnilega allt um fótbolta. Ofan í kaupið var Hann herjans mikill Valsari og lét ekkert tækifæri ónotað til að horfa á liðið sitt leika. Öll hin liðin voru auðvitað prump, gátu ekki neitt og voru alls ills makleg. Ég reyndi þá stundum í sveitalegri góðsemi minni að benda honum á að allt væru þetta nú bestu menn, hvort sem þeir væru í Val, Fram eða KR. En það var eins og að hella olíu á eldinn, sem logaði nógu glattfyrir. „Hvaðætli þú hafir vit á þessu sem aldrei hefur komið á völlinn," hnuss- aði eiginmaðurinn um leið og hann þreif kókóbrúsann af borðinu og rauk út til að horfa á Val leika. Ég sá, að við svo búið mátti ekki standa. Svo næst þegar von var á svona uppákomu spurði ég auðmjúklega hvort ég mætti ekki koma með. Jú, jú, það var auðsótt mál. „Þetta verður á Mela- vellinum," sagði eigin- maðurinn, „og þú verður aðæpa vel með Val á móti Frammaraösnunum, sem ekkertgeta. Þetta verður sko algjört burst nema Valsararnir verði alveg SÉRSTAKLEGA óheppn- ir. " Ég var hreint ekkert viss um hvernig ég ætti að þekkja þessi tvö lið í sundur. En þar sem uppáhaldsliðið hafði verið alveg „sérstaklega óheppið" að undanförnu fannst mér ráðlegast að þegjaog láta þetta bara ráðast. Eftir þennan venjulega undirbúning var svo arkað á völlinn. Kjnningjarmannsinsvoru þegar mættir á staðinn með spenning í andlitunum og við tókum tai saman um allt og ekki neitt. Ég var farin að hugsa að þetta gæti bara orðið notaleg stund þegar þeir þögnuðu allir sem einn og urðu steinrunnir á svipinn. Leikurinn var að byrja. Liðin runnu inn á völlinn, ósköp geðslegir menn allir saman og byrjuðu að sparka. Allt virtist þetta fara hið besta fram. Leikmennirnir voru hinir prúðustu og sýndu hver öðrum mikla tillits- semi í hvívetna. Ég ætlaði einmitt að fara að hafði orð á þessu þegar einn kunninginn sagði með hneykslun: „Þetta eru nú meiri lufsurnar, ætla bara ekkert að sýna hvaðþeir geta í dag." Svona gekk þetta að því er virtist í eilífðar- tíma. Mér var orðið skítkalt og fannst minna en lítiðgaman. Þá mundi ég allt í einu eftir svolitlu. „Fer ekki bráðum að koma hlé?" spurði ég stundarhátt. Ég sá strax á meðaumkunaraugna- ráðinu sem kunningjarnir sendu eiginmanninum að þarna var vont mál í upp- siglingu. „Þú meinar hálf- leikur," sagði maðurinn hægt, alltof hægt og alltof skýrt. Og loksins kom „hlé". Við hjónin drógum okkur svolítið út úr mann- þrönginni. Minn heitt- elskaði hélt yfir mér örstutta en hnitmiðaða ræðu um muninn á hálf- leik og hléi en hughreysti mig jafnframt með því að nú hlyti að fara að færast f jör í leikinn. Við skyldum þess vegna vera duglegri að hvetja okkar lið því allt svoleiðis væri svo mikils virði. Með þetta vega- nesti hélt ég aftur til sætis, harðákveðin í að láta nú mitt ekki eftir liggja. Sessunautar okkar virtust líka ákveðnir í að hressa upp á móralinn því í hvert skipti sem þvaga myndaðist við annað hvort markið æptu þeir og böðuðu út öllum öngum. Loks hafnaði boltinn í net- inu öðrum megin og ætlaði þá allt um koll að keyra á áhorfenda- bekkjunum. Ég fann að svolítill fiðringur var að ná tökum á mér. Mér fór heldur að hlýna og hama- gangurinn í fólkinu var smitandi. Og nú gerðist það aftur. Boltinn hafnaði í sama neti og menn veifuðu. Ég líka í þetta sinn. „Liðiðokkar" virtist ætla að bursta óvinaliðið. Og enn lenti boltinn í netinu. Ég tók bakföll, hrein og emjaði af öllum kröftum. Þetta var svei mér skemmtun í lagi. Mér fannst ég mega gera enn betur til að hvetja liðið okkar. Ég reif af mér gamla Gefjunartrefilinn í sauðalitunum og veifaði honum yfir höfði mér um ieið og ég rak upp eitt stríðsöskrið enn. Sjálfur Tarzan hefði skammast sín hefði hann verið á staðnum. En þetta með trefilinn. Jú, ég sá að allmargir þarna voru veifandi treflum.Þeir voru að vísu marglitir og miklu fallegri en sá gamli minn. En hvað gerði það til þeg- ar heiður liðsins var í veði? Og ég veinaði og veinaði. . . Þá fann ég að gripið var í handlegginn á mér þéttingsfast. Ég hrökk við því ég hafði víst gleymt fylginaut mínum á skemmtuninni. En aldrei, það sem eftir er ævinnar, á ég eftir að gleyma svipnum á andlitinu á honum, þegar hann hallaði sér að mér og „hvíslaði" milli saman- bitinna tannanna: „Þú ... þú æpir með vitlausu liði." Síðan eru liðin heil átta ár. Á því tímabili hef ég ekki komið á völlinn í eitt einasta skipti. Ekki einu sinni eftir hlé. -JSEI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.