Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982. Suðurhafsparadís á /eið i nútímann Landið Maldives er eyríki um 500 km suð-vestur af Sri Lanka og Indlandi. Um 1200eyjar, þar af rúml. 200 byggð- ar en aðeins 20 með fleiri en 1000 íbúa. Stærsta eyjan er aðeins um 7—8 km2 og alls er land sem ekki flæðir yfir aðeins tæplega 300 km2. Víðast rís landið ekki meir yfir sjávarmál en rúma 2 metra. Kóralrif á alla kanta varna því að sjávaröldur komist nokkurs staðar nærri. Og hér er blessuð blíðan. Hita- stigið er frá 25°C til 31 °C allan ársins hring, norðaustan gola frá desember til mars en suðvestan kaldi frá mai til ágúst. Það rignir töluvert á sumrin enda jafngott þar sem ekkert annað vatn er að hafa. Loftrakinn er einna hvimleiðastur, oftast 80—90% og ef ekki væri blessuð golan þá væru íslend- ingar fljótir að bráðna. En sólskin er mikið og sól hátt á lofti við miðbaug! Gróður virðist að mestu leyti vera tré og runnar. Mest ber á kókospálmum og manjótrjám og vex þetta villt. Aftur á móti rækta menn banana, papaya, sitrónur, chilipipar og fleira. Blóma- skrúð er mikið. Villt dýr eru og hafa alltaf verið fá. Rottur fluttust hingað og urðu plága á tímabili. Ég hef engan hund séð (enda bannað eins og í Reykjavík) en nokkra ketti, m.a. i vöruhúsi sem hafði þá til að verjast rottum. Svo ala menn hér geitur og hæsni í stórum stíl. Þjóöin Mannfjöldi er nú talinn vera hér um 160.000 og eykst hratt, yfir 3% á ári. Það gerir ört minnkandi ungbarna- dauði en árið 1975 var meðalaldur aðeins 41 ár en nú er hann talinn vera 55 ár. í höfuðborginni Male búa senni- lega nálægt 40 þúsund manns núna ef með eru taldir þeir sem sofa í bátum tengdum viðland. Bannað er að flytjast til Male enda varla pláss fyrir fleiri á 2 1/2 ferkíló- metra. Þá bara binda menn bátana sina við eyjuna og búa í þeim, enda varla hægt að banna það þar sem þeir eru bara i heimsókn eða „kaúpstaðarferð” ef þeir eru spurðir. Fara svo kannski út og fiska fyrir nauðsynjum á daginn. Þessi þjóð er af sama stofni og Sri Lankabúar og reyndar Indverjar, Indó- Germanir, blandaðir Malajum og eflaust aröbum, sem hér riðu húsum og sneru öllu upp á Kóraninn. En þeir eru mjög dökkir, „súkkulaðibrúnir”, án þess að likjast negrum. Þetta er alveg sérstaklega elskulegt fólk, síbrosandi, einstaklega hjálpsamt og viðræðugott, en ekki að sama skapi framtakssamt að mér virðist. Tungumálið er víst óskylt Sri Lankamáli en blandað bæði ara- bískuogensku. Björn Dagbjartsson, matvæla- fræðingur og fyrrum aðstoöarráO- herra sjávarútvegs, vinnur um þessar mundir að fjögurra mánaða verkefni á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar (FAO) Sam- einuöu þjóðanna á Maldiveseyjum i Indlandshafi. Björn kynnir innfæddum, sem lifa fyrst og fremst af fiskveiöum, aðferðir við fiskverkun og fram- leiðslu. Eyjaskeggjar misstu upp úr 1970 mikilvægan markað fyrir ferskfisk og urðu að taka upp söltun og þurrkun á fiskafurðum. Kynnir Björn þeim fyrst og fremst saltverkun og skreiðarverkun. Frá Male, aðaleyjunni í klas- anum, sendír Björn lesendum DV þessa lýsingu á staðháttum: að setja vélar í bátana (komnar vélar 1 1000 af 5000—6000 bátum). Fiskifræðingar telja mikla mögu- leika á botnfiski á dýpra vatni. Humar og rækja eru svo til ónýttar auðlindir. Annar aðalatvinnuvegurinn núna, sem ekki var til fyrir 8—10 árum, er ferðamannaiðnaður. Hingað komu í fyrra 50—60 þúsund ferðamenn og því er spáð að í ár verði þeir 70—80 þús- und. Sú stefna hefur verið mörkuð að halda flestum mönnum sem mest út af fyrir sig á sérstökum eyjum sem eru leigðar af þýskum, breskum og áströlskum og jafnvel sænskum fyrirtækjum. Ríkið á þó hlut í flestum þessum hótelum og baðstöðum og rukkar hvern mann um 3$ fyrir nótt- ina. Það kostar 45 —60$ á sólarhring fyrir manninn með mat. Allir aðdrættir eru erfiðir og kostnaðarsamir en vinnu- afl ótrúlega ódýrt, jafnvel þó að það sé innflutt frá Colombó. Það er óneitan- lega dálitið skrýtið að SRI LANKA-bú- ar, þessi þjóð, í skugga hungurs og eymdar, skuli vera að setja sig á háan hest hér sem fjármagnseigendur, at- vinnuveitendur og yfirstétt. Enda eru þeirlíttvinsælir. Auðvitað liggja allar leiðir í gegnum flugvöllinn sem er hér á næstu eyju við Male og flestar ferðamannaeyjarnar eru innari við 1 /2 tíma ferð með hrað- bát héðan. Þess vegna er lífið hér i höfuðborginni 'æði mikið mótað af sölumennsku og ferðamannaþjónustu. Stundum finnst manni miðborgin líkj- ast markaðstorgi á Kanaríeyjum. En á eyjaklösum fjær, 5—6 stunda bátsferð héðan, er lífið algerlega ósnortið af þessum ys og þys. Áhugi manna þar er bundinn við aflabrögð, fiskverð og verð á nauðsynjum. Hér er nefnilega töluverð verðbólga og dýrtíð, þótt kölluð sé kannski öðru nafni. Laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 30% á þessu árifen eru að vísu að meðaltali tæpir $500 á ári). Þjóðar- tekjur á mann hafa tvöfaldast á sl. þrem árum. Þenslan er greinilega mikil, en hvort hún slagar einhvern tíma upp í íslensku verðbólguna verður engu spáð um. Björn Dagbjartsson. . í J: Glaðværir og sfbrosandi hafa Ibúar þessarar Suðurhafsparadfsar lftt fylgt öðrum eftir inn f nútimann og sýnast utanaðkomandi ekki ýkja framtakssamir. Sagaog pófítík Það er sagt að fyrst sé minnst á þessar eyjar hjá Grikkjanum Ptolo- neusi (um 150e.kr.). Svo er aðskiljaað eyjabúar hafi notið sjálfstæðis eða verið látnir afskiptalausir þar til Portú- galar komu við um 1550 en einhvers konar arabar hröktu þá burt um 1575. Eitthvað komu Frakkar og Hollend- ingar við sögu en Bretar tóku öll völd hér 1887. Svo var þaðaösoldáninn hér, Muhammed Shamsuddin, ákvað að „opna vesturgluggann” og efndi til kosninga með samþykki Breta ár;3 1932. Þetta gekk ekki alveg átakalaust. Næstu 30 árin skiptust á soldánaein- veldi og lýðræðisfyrirkomulag en loks tók hér gildi stjórnarskrá lýðveldisins Maldives innan breska samveldisins árið 1965. Fyrsti forsetinn, hálfgerður soldán, ríkti hér í 13 ár til ’78 en þá tók við framfarasinnaður forseti, M. Gayoom, sem situr enn. Kosningar eru á næsta ári. Það virðist óneitanlega vera töluvcrt miðstjórnarvald hérna. Þó er landinu skipt í 19 eyjaklasa, hver um sig umkringdur kóralrifi og þar hefur stjórnin sinn sýslumann. Það er hér ríkisstjórn með átta ráðherrum, þing með tveim þingmönnum frá hverjum eyjaklasa og átta völdum af forsetanum. Öll frumvörp og ályktanir koma iiins vegar frá stjórninni eða for- setanum — en það hefur gerst að þau hafa verið felld. Sumir sem þykjast hafa eldra og grónara þingræði fella samt ekki stjórnnrfrumvörp svo glatt. Atvinnuhættir og efnahagsfíf Þessi þjóð hefur frá örófi alda lifað af fiski og ftskveiðum, aöallega tún- fiski. Þeir unnu fiskinn alveg á sér- stakan hátt hér áður fyrr. Reyktu flök og þurrkuðu svo I harðar kökur og tálg- uðu út á grjónin sín eða í brauðaldin- grautinn. Þetta er ekki vondur matur, sennilega bara góður þegar maður venst honum, bragðsterkur af reyk og svolítilli rotnun! Þessi fiskur var eftirsóttur á Sri Lanka og einnig á Indlandi en Sri Lankabúar hættu innflutningi á ár- unum upp úr 1970. Það olli hér erfið- leikum og menn fóru að salta fisk og þurrka. Svo komu Japanir með frystiskip og fóru að kaupa af inn- fæddum. Settu siðan upp niðursuðu verksmiðju fyrir túnfisk en þeir ráða kerfinu og raunar veit enginn hvað þeir borga fiskimönnunum við frystiskips- hlið. Stundum er það víst bara í plasti og nælonvörum og svo í olíu til mótor- bátanna. Aðalgallinn er sá að Japanir kaupa einungis sæmilega stóran tún- fisk. Allt annað verða fiskimenn annað hvort að verka hcimaeða fleygja því. Auk þess veit enginn hvað Japanir og Kóreumenn veiða innan þessara svo- kölluðu 200 mílna því gæsla er nánast engin. Nú er lagt kapp á að færa fiskveiðar og fiskiðnað nær því sem gerist annars staðar. Það er að vísu ekki líklegt að hér hefjist skuttogaraöld, þar sem hafnirnar vantar, en sem óðast er verið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.