Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Blaðsíða 34
34 DAGBLADIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982. Nauðungaruppboð sem augiýst var i 44., 47. og 51. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Árbraut, lóð Mels f landi Suður-Reykja, Mosfellshreppi, þingl. eign Kristins B. Magnússonar, fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs og Sam- bands almennra lífeyrissjóða á eigninni sjálfri þriðjudaginn 12. janúar 1982 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýsiu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 7., 9. og 14. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eign- inni Austurgata 27, jarðhæð, Hafnarfirði, þingl. eign Halldórs Guðjóns- sonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóös á eigninni sjálfri miðviku- daginn 13. janúar 1982 kl. 14.00. Bæjarfógetinn f Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 7., 9. og 14. tölubiaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eign- inni Erluhraun 3, Hafnarfirði, þingl. eign Ólafs Sveinbjörnssonar, fer fram eftir kröfu Ævars Guðmundssonar hdl., Veðdeildar Landsbanka ísiands, Landsbanka Íslands og Útvegsbanka tslands á eigninni sjálfri miðviku- daginn 13. janúar 1982 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og siðasta á eigninni Heliisgata 32, Hafnarfirði, þingl. eign Odds Jónssonar og Laufeyjar Guðlaugsdóttur, fer fram á eigninni sjálfrí mið- vikudaginn 13. janúar 1982 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. • Húsnæði óskast l 2ja — 3ja herbergja íbúð óskast sem allra fyrst, l helzt í miðborg Reykjavíkur, þó ekki skilyrði. Reglusemi, góðri umgengni og skilvísi heitið. • Einhver fyrirframgreiðsla. Vinsamlega hringið i I síma 26457 eða 50339 eftir kl. 18. Lausar stöður Stöður skólastjóra og aðstoðarskólastjóra við Ármúlaskóla í Reykjavík, fjölbrautaskóla, eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja- vík, fyrir 6. febrúar 1982. Menntamálaráðuneytið 6. janúar 1982. PRENTVÉL Johannes Berg Rhenus hæðarprentvél til sölu,pappírsstærð tvöfaldur Royal, vélin er óslitin og í góðu lagi. Ef einhver gæti notfært sér vélina, t.d. til stönsunar, er verðið mjög lágt eða samkomulagsatriði. Prentsmiðja Suðurlands Solfossi, sími 99-1944. LAUS Embætti hagsýslustjóra er auglýst laust til umsóknar. Hagsýslustjóri nýtur lögkjara ráðuneytisstjóra samkvæmt 3. mbr. 10. gr. laga nr. 73/1969 um Stjórnarráð íslands. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar nk. Umsóknir sendist fjármálaráðuneyti, fjárlaga- og hagsýslustofnun, Arnar- hvoli. Fjármálaráðuneyti, fjárlaga- og hagsýslustofnun 8. janúar 1981. STAÐA Sérstæð ástamál Sérstæð ástamál Frægðin Á glitrandi stjörnuhimni Hollywood skein stjarna Elvis Presleys skærar en flestra annarra. Áhrifasvið hans er svo miklu fjölþættara en annarra stór- stirna. Frægastur söngvara fyrr og síðar, kvikmyndastjarna, kyntákn og faðir rokksins. Flestir hefðu átt fullt í fangi með að gegna einu þessara hlut- verka. Auk þess að vera fyrirmynd æskulýðs flestra landa þessa heims L áraraðir var hann tignaður sem guð af milljónum aðdáenda sinna og er enn. Hann var hvorki spámaður né dýrlingur en enginn einstaklingur hefur valdiö jalnmiklu umróti í þeim heimi sem við buum í. Maðurinn Presley ólst upp í sárri fátækt á sveitabæ í Mississippi og eignaðist sinn fyrsta gítar 11 ára gamall af þeirri ástæðu einni að foreldrar hans höfðu ekki efni á að gefa honum reiðhjólið sem hann langaðí í. Hljóðfærinu var einnig ætiað að halda honum heima við og varna því að hann lenti í slæmum félagsskap. Elvis fór ekki troðnar slóðir í framkomu sinni því andstæð öfi toguðust á í honum. Smám saman þróaðist þetta svo að hann var sem tvíklofinn persónuleiki. Ókunnir sáu aðeins hinn síðhærða, óstýriláta, glæfralega klædda uppreisnarsegg, en það var þessi sami uppreisnarseggur sem á hverjum sunnudegi hélt með for- eldrum sínum til kirkju og leyfði engum að reyna að hrófla við trúrækni sinni. Eftir að hafa lokið gagnfræðaskóia hóf hann störf sem vörubílstjóri. Af launum sínum eyddi hann 4$ tii þess að ’syngja inn á plötu sem hann gaf mömmu sinni í afmælisgjöf. Sam nokkur Philips, sem rak plötuút- gáfufyrirtæki, heyrði fyrir tilviljun þessa upptöku, gerði sér strax grein fyrir því að hann hafði verið bænheyrður. Hann hafði oftsinnis haldið því fram að ef hann gæti haft upp á hvítum unglingi sem syngi á sama hátt og af sömu innlifun og svertingi þá gætu þeir orðið milljarðamæringar. Óþarfi er að lýsa nákvæmlega áhrifamikilli sviðsframkomu Presleys. Harðneskjulegt glottið, fjarrænt augnaráðið og eggjandi mjaðma- hreyfingarnar ásamt seiðandi söngnum gerðu meyrt hvert meyjarhjarta og fleiri líffæri. Kyntöfrar Presleys virtust höfða til kvenna á öllum aldri og áhrifum hans bezt lýst sem múg- kynæði. Það sem átti sér stað var aðeins það sem gerist í lífi hvers pilts og hverrar stúlku, ofurást á hinu gagnstæða kyni, eina frávikið var að víst var pilturinn sinn en stúlkurr.ar skipiu milljónum. Árið 1955 gerðist Tom Parker fram- kvæmdastjóri Presleys og kom honum á samning við RCA og það sama ár keypti Elvis sinn fyrsta Kaddilak, bleikan, handa mömmu sinni. Sviðsframkoma Elvishneykslaði fólk um allan heim. Sérstaklega komu mjaðma- og lendahreyfingar hans á sviðinu illa við viðkvæmar sálir. Af þessu athæfi hlaut hann ýmiskonar Elvis og Priscilla ganga f það heilaga. uppnefni og mikið umtal. Má segja að það hafi átt verulegan þátt í frægð hans að vera fyrsti karlkyns „dilli- bossinn” og viðbrögð öfundarmanna hans minna á aðra sem standa okkur íslendingum nær. Elvis kippti sér ekki upp við uppnefnin og umtalið en stóð berskjaldaður fyrir því er fjöldinn allur af kirkjunnar mönnum veittist að honum úr ræðustólum sínum. Trúboðinn heimsfrægi, Billy Graham, lýsti því yfir opinberlega að aldrei fengi sín dóttir að hitta Elvis, heyra hann né sjá. Þessar ómaklegu árásir voru ofvaxnar skilningi Presleys, tónlist hans átti sér rætur í sálmasöng og frelsunarsamkomum. Elvis reyndi að bera höndfyrirhöfuð sér með þvi að lýsa þvi yfir að ekkert væri fjær sér en að reyna að hafa skaðleg áhrif á unglingana. Hann bætti því við að tónlistin hefði þau áhrif á sig að hann héldist ekki kyrr. Ef hann stæði hreyfingarlaus þá væri tónlistin það einnig. í samtali við móður sína sagði hann að ef að honum hvöfluðu einhverjir kynórar eða hann teldi að hann vekti eitthvað slíkt með áheyrendum sínum, þá ætti skilyrðislaust að loka hann inni á stofnun fyrir kynferðislega brenglað fólk. Ofsóknirnar á hendur honum gengu svo langt að árið 1955 neyddu lögregluyfirvöld í Flórida hann til þess að fiytja efni sitt án þess að hreyfa annaðen varirnar. Fljótlega varð veruleg breyting á högum hans. 1957 hafði hann grætt sína fyrstu milljón. Þá fluttist hann á- samt foreidrum sínum og ömmu í 23ja herbergja óðalssetur í Memphis sem hann nefndi Tignarland. Tíu árum síðar var hann orðinn dýrasti skemmtikraftur sögunnar og tekjur hans námu milljörðum áður en hann var allur. Á hinum viðkvæmu upphafs- árum kom Presley fram í vinsælasta sjónvarpsþætti þess tima The Ed Sullivan Show, en var þá aðeins hafður til sýnis fyrir ofan mitti. Talið er að um 54 milljónir Bandaríkjamanna hafi fylgzt með þeirri útsendingu og víst er að ætið fylgdust fleiri með því efni sem Presley hafði að flytja en þegar forsetar Bandaríkjanna fiuttu þjóð sinni hin alvarlegustu tíðindi. Á árunum 1961 tii 1967 kom Presley hvergi fram opinberlega. Eftir tveggja ára herþjónustu sneri hann sér að kvikmyndaleik og lék í hverri myndinni annarri lakari, svo að með ólíkindum er. Á þessum tíma áttu sér einnig stað verulegar breytingar á einkahögum hans. Hann var orðinn svo frægur að útilokað var fyrir hann að hætta sér út fyrir hússins dyr og var

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.