Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Side 9
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Mikill kuldi í suðurríkjum Bandaríkjanna Frostið sem ríkt hefur í Bandaríkj- unum, hefur nú fikrað sig suður á bóginn og stofnar appelsínu- og greipaldin uppskeru í Florida í voða. Allt að 1 /4 hluti uppskerunnar hef- ur orðið frostinu að bráð og segir talsmaður ávaxtaframleiðenda að enn geti enginn gert sér fulla grein fyrir endanlegum skaða. í Texas og Georgíu varð að loka skólum vegna snjókomu og iskalds regns og öngþveiti ríkti í umferðinni. Hraðbrautir í Dallas voru á timabili lokaðar. Þessi kuldi er sá versti er Suðurrik- in minnast í sögu sinni. 12 ntanns hafa þegar látizt af hans völdum og rafmagn fór af í 10 fylkjum. Veðurfræðingar hafa spáð frckari stormi með snjókomu og krapa- hryðju í flestum austurfylkjum Bandaríkjanna. REAGAN VILL TAKA FYRIR UPPLÝSINGA- LEKANN Drengur I Wisconsin stendur á snjóskafli á meðan hann bfður þess að komast götuna með sleðann sinn, en þar voru skólar lika lokaðir vegna snjókomu. yfir Reagan Bandaríkjaforseti hel'ur Iátið í Ijós áhyggjur vegna upplýsinga sem leka á einhvern hátt út úr Hvíta húsinu. Til að varna því hefur hann sett vjssar hömlur á samgang milli blaðamanna og embættismanna sem fjalla um utan- rikismál eða öryggismál. Forsetinn sagði að visu að hann tæki fyllilega til greina rétt hvers Banda- ríkjamanns til að vita hvað stjórnin hefst að en varaði embættismenn við því að ef upplýsingar héldu áfram að leka út um leynda málaþætti yrði slíkt rannsakað og hinum seka refsað. Hann skipaði embættismönnum i utanrikisráðuneytinu og öryggis- mönnum í utanríkisráðuneytinu og öryggisráðinu að leita samþykkis æðsta yfirmanns síns áður en þeir veittu blaðamönnum viðtal um viðkvæm öryggismál og stefnu í utanríkismálum. Hann gat þess einnig að þeim emb- ættismönnum yrði fækkað sem aðgang hefðu að leynilegum upplýsingum og haldin nákvæm nafnaskrá yfir þá svo unnt væri að rekja lekann til hins rétta, ef til kæmi. Talsmaður Hvíta hússins sagði blaðamönnum að siðasta dæmið um alvarlegan upplýsingaleka væri frá- sögnin um það að forsetinn hefði ákveðið að selja lakmörkuð vopn til Taiwan þrátt fyrir harðorð mótmæli frá Kína. Allflestir Bandaríkjaforsetar hafa á sinum tima reynt að koma i veg fyrir upplýsingaleka en venjulega befur það ekki heppnazt. Verkfall hjá brezku járnbrautunum Allsherjarverkfall starfsmanna járn- brautanna um gervallt Bretland hófst í morgun, i þann mund sem ferðir járn- brautanna voru að komast í eðlilegt horf eftir ófærðina að undanförnu. 25 þúsund eimreiðarstjórar hafa lagt niður vinnu og koma ekki aftur til starfa fyrr en á föstudag. Hafa þeir hótað tveggja daga verkfalli í viku hverri og svo einnig á sunnudögum nema gengið verði að launakröfum þeirra. Þeir krefjast 3% launahækkunar, sent raunar var löngu umsamin og átti að taka gildi 4. janúar, en járnbraut- irnir neituðu að standa við sanminginn þar sem lestarstjórar hefðu ekki lagt neitt af mörkum til að bæta reksturinn, eins og hafði verið skilorðsbundið. Einu sinni á ári... opnum við lagerinn hjá okkur og höidum verksmiðjuútsö/u Þar seljum við gallaðar vörur og ýmsa afganga á hlægilegu verði Við bjóðum viðskiptavinum okkar frá liðnum árum velkomna aftur og lofum þeim ekki síðri kaupum en i fyrra. Þið hin ættuð líka að kikja inn þó ekki væri nema til að sjá hvernig raunveruleg verksmiðjuútsala á að vera Opið: miðvikudag kl. 10—19 fimmtudag og föstudag kl. 10—22 laugardag kl. 10—19. Verksmiðjuútsalan Grensásvegi22 (á bak viðgamla Litavershúsið) Fyrri fréttir í gær gáfu til kynna að þyrla hefði fundið Mark og föruneyti þar sem bifreið hans hafði bilað og helzt úr lestinni. Átti honum að hafa verið bjargað í þyrluna. — Síðar voru þær fregnir bornar til baka. LEITAÐ AÐ SYNITHATCHER Mark Thatcher, ökuþór, i einum kappakstursbila sinna. Hans er nú saknað i 16 þúsund km ralli i Sahara. ,,Staðreyndin er sú að ekki er vitað á þessari stundu hvar Mark er, eða hvenær honum verður bjargað. Eðli- Iega er hún áhyggjufull. ” Umfangsmikil leit stendur yfir í suðurhluta Alsír. Með Mark er týndur aðstoðarekill hans, Frakkinn Charlotta Verney, og vélvirki einn. 16.000 km rallið hófst í Paris á ný- ársdag og á því að ljúka í Dakar í Sene- gal 20. janúar. — Þau Mark skiluðu sér ekki í áfanga á sunnudagskvöld og var hafin leit í birtingu daginn eftir. Guðmundur Pétursson Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, er sögð hafa þungar áhyggjur af syni sinum, Mark, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag úr rallí-akstri í Sahari-eyðimörkinni. Einn aðstoðarmanna hennar i Down- ingstræti 10 sagði i gærkvöldi:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.