Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Blaðsíða 1
BIADID&7. 9. TBL. — 72. og 8. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 13. JANUAR 1982. frjálst, úháð dagblað Samningar ríkis ogfiskvinnslu „á borðinu”: „Er ekki nauðsynlegt að skerða verðbætur?” — segir Steingrímur Hermannsson um ákvörðun f iskverðs og ef nahags„pakkaM ríkisstjórnarinnar ,,Menn eru vongóðir um að samn- ingar í sjómannadeilunni takist í dag. í gærkvöld miðaði talsvert undir lokin. Menn tóku sér hlé í nótt til að ganga frá tillögum. Úrslit ættu að koma um hádegið. Við erum búnir að hafa í nokkra daga á borðinu hugsan- legt samkomulag við fiskvinnsluna þar sem mínar tillögur eru lagðar til Samningarað takastísjó- mannadeilunni? Kemur íljós hvort menn ná sam- an núna —sagði sátta- semjari í morgun „Menn urðu sammála um það í gærkvöldi að hvíla sig í nótt fyrir lokaátakið. Ég þori ekki að segja til um hvort tekst að ná saman núna. Það verður að koma í Ijós,” sagði Guðlaugur Þorvalds- son ríkissáttasemjari í samtali við DV í morgun. Viðræður sjómanna og út- gerðarntanna hófust aö nýju klukkan níu í morgun, eftir að fundi hafði verið frestaö skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Þá höfðu menn setið linnulitið á sáttafundum frá því á mánudags- morgun. Mestur tlmi mun hafa farið í viðræður um helgarfri sjó- manna. Þótt sáttasemjari væri mjög varkár 1 morgun og vildi ekki full- yrða neitt um hvort samningar væru i augsýn hefur blaðið það eftir öðrum heimildum að menn séu bjartsýnir á að lausn sé í nánd og að samningar takist í dag. *SG Úrsjötugs- afmæli Sigurðar Þórarinssonar - sjá Fólk bls. 33 Ifiðskiptasíða DV — sjá bls. 30 grundvallar. í dag ætti að reyna á hvort unnt er að ná samkomulagi á breiðari grundvelli. Fundur í yfir- nefnd gæti orðið strax eftir að samn- ingar tækjust í sjómannadeilunni.’’ Þetta sagði Steingrímur Hermanns- son sjávarútvegsráðherra þegar DV ræddi við hann í morgun. „Það ber ekki mikið á milli,” sagði Steingrímur um viðræður í her- búðum stjórnarinnar um efnahags- „pakka”. „Sutr.ir eru meiri niður- skurðarmenn en aðrir minni. Sú leið sem farin var í fyrra er inni í mynd- inni,” sagði ráðherra, en þá voru verðbætur skertar I. marz um 7%. „Spurningin er: Er ekki nauðsynlegt að skerða verðbætur og bæta síðan kaupmátt lægri launa? Samdráttur þjóðartekna leiðir til minni kaup- máttar yfir heildina. Það er kreppa í löndunum í kringum okkur. í fyrra jókst einkaneyzla um 4—5% og einnig samneyzla en fjárfesting dróst saman. Það þýðir að við erum að éta kökuna,” sagði Steingrímur Hermannsson. Steingrímur sagði að hinar ýmsu tillögur sem stjórnarliðar ræddu nú mundu kosta á bilinu 200—400 millj- ónir á ári. Enn væri eftir að ganga frá hvernig aðgerðirnar yrðu en vonandi tækist þaðá næstunni. -HH. Brynjólfur Gíslason á Borgarspítalanum. DV-mynd: Bjarnleifur. Skreið illa fótbrotinn og blautur tvo kflómetra: „REYNDIAÐ H0RFA EKKIA SARIД segir Brynjólfur Gíslason, 15 ára strákur úr Grindavík „Ég reyndi að horfa ekki á sárið. Þetta var stórt sár og ég fann mikið til. Ég reyndi bara að hugsa um eitthvað annað,” sagði Brynjólfur Gíslason, 15 ára strákur úr Grindavík. 1 fyrradag skreið hann illa brotinn á vinstra fæti tveggja kílómetra leið. Hann hafði slasazt er hann kastaðist af skellinöðru í grjóturð í hlíðum Bæjar- fells í nágrenni Gríndavíkur. „Það var hús ekki langt frá staðn- um. Ég skreið þangað en það var eng- inn heima þar. Ég hélt þá áfram. Svo kom rigning og ég varð blautur. Þetta varekkert þægilegt. Ætli ég hafi ekki verið búinn að skriða í einn og hálfan tíma þegar ég kom inn í Þórkötlustaðahverfi. Og þá kom bíll. Svo var ég fluttur með sjúkra- bíl til Reykjavíkur,” sagði Brynjólfur. „Þetta var óskaplegt afrek hjá strák- um, það er óhætt að segja,” sagði læknir á Borgarspíitalanum í sþfelli við blm. DV. Brynjólfur liggur þar og er óðumaðhressast. -KMU. Vinsælasta popphljómsveit Bretavillkoma tillslands - sjá bls. 5 Islenzkahand- knattleiksliðið eróslípaður demantur — sjá íþróttir bls. 18-19 • Fatlaðireiga ekkimöguleikaá aðaukatekjur sínar — sjá lesendur bls. 16-17 • Þúsundir nýrra bfíabíða í vörugeymslum skipafélaganna -sjábls.3 • Meiraeftirlit vantarmeð mjólkinni — sjá neytendur bls.6-7 Garboersöm viðsig — sjá Mannlíf bls. 32

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.