Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Side 14
14
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIDVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982.
Vandarhögg eða bolla, bolla
Umræðuefni fólks undanfarna
daga hefur svo sannarlega borið keim
af þeim vandarhöggum sem lands-
menn hafa sjálfir talið eðlilegt að
veita sér samkvæmt landlægri venju.
Verkföll og vinnudeilur eru nú
einu sinni ær og kýr þessarar þjóðar
og i skammdeginu er þetta talin góð
tilbreyting. Menn af landsbyggðinni
flykkjast suður til samningaviðræðna
og það eru skipaðar „sjötíu-og-
tveggja-manna-nefndir” og „fleiri
eða færri manna-nefndir” til skrafs
og ráðagerða en aðallega til þess að
gera ályktanir.
Verkföll eru eins konar vandar-
högg eða bolludagar þessar þjóðar,
sem telur það þjóna tilgangi að ganga
á fund atvinnurekenda, eða ríkis-
stjórna og segja „bolla, bolla”.
Að þessum orðum mæltum ætlast
verkalýðsforingjar til að út streymi
tímakaupshækkanir og auknar
bónusgreiðslur fyrirtækja i einka-
rekstri en félagsmálapakkar úr ríkis-
kassanum.
Þegar bezt lætur skeður ekki
annað en það að skrifað er upp á
einskisvirði-pappír, hálfgildings-
loforð um bollu með gervirjóma ef
vandarhöggum verður hætt aðsinni.
Framtíðarmynstur
Og nú hefur verið „samið” til
skamms tíma við flest stærstu verka-
lýðsfélög í landinu. Eru launþegar þá
ekki ánægðir? Eru vinnuveitendur
ekki ánægðir? — Hvað hefur á-
unnizt?
Staðreyndin er sú að það er ekki
kaupið eða sjálf launin sem skipta
máli í slíku verðbólguþjóðfélagi sem
hér er. Það er miklu fremur kjörin
sem máli skipta.
Með kjörum er auðvitað átt við
allan óbeinan hagnað sem launafólki
má verða til framdráttar í hinu dag-
lega lífi.
Kjallarinn
Geir Andersen
Undir kjör flokkast t.d. skatta-
lækkanir, rýmri almannatryggingar,
lífeyri sgreiðslur, fjölskyldubætur,
olíustyrkur, niðurgreiðslur og nám-
'sstyrkir fyrir unglinga og lengra
komna sem einhver fyrirvinna yrði
annars að annast að fullu, o.s.frv.
Það er vissulega mikill skaði, og
um leið sjúkt ástand, að bein laun
skuli skipta landsmenn minna máli en
hin óendanlegu hugtök um kjör sem
framkalla má með hinum furðuleg-
ustu aðgerðum.
En á meðan verðbólga er svo
mögnuð, sem hér er, þá er tómt mál
að ræða um raunverulegar launa-
hækkanir sem koma eigi fölki til
góða. Verkföll og verkbönn breyta
þar engu um. Samkomulag launþega
og vinnuveitenda skipta þar heldur
engu máli. Það er aðeins eins konar
„friðþæging” í pappírsformi.
Skammtímasamningar í þess orðs
fyllstu merkingu eru ef til vill leiðin
til að vðhalda friði á
vinnumarkaðinum og hjólum at-
vinnulífsins gangandi nokkurn
veginn samfleytt.
Eru slíkir skammtímasamningar,
sem nú hafa verið gerðir, kannski
framtíðarmynstrið á samningum á
íslenzkum vinnumarkaði? —
Raunhæft er að álykta svo í einu
mesta verðbólguþjóðfélagi Vestur-
Evrópu.
Vinstri eru
sínum verstir
Nú er það einu sinni þannig að
launþegar hér á landi hafa aldrei sótt
gull i greipar þeirra aðila sem telja
sig þeim sérstaklega hlynnta. Þannig
þýðir lítið fyrir vinstrisinnaða verka-
lýðsleiðtoga að gera sig digra á verka-
lýðsráðstefnum og segja sem svo:
„Nú skulum við nota tækifærið, það
eruvinir okkar semráða.”
Slikt segir heldur enginn verka-
lýðsforingi lengur. Þeir vita sem er að
þrátt fyrir en ekki vegna þess að
vinstrimenn fara með völd verða þeir
(verkalýðsforingjarnir) að halda sínu
striki gagnvart umbjóðendum sínum,
hinum almennu launþegum og
þykjast ætla að fara fram á launa-
hækkanir, kjarabætur og hvað það
heitir allt saman. — Þeir verða að
fara og banka upp á og a.m.k. segja
hátt og skýrt svo allir heyri: „bolla,
bolla.
Og þar með er hlutverki þeirra
lika lokið. Undir vinstri stjórn fæst
aldrei nein bolla, i mesta lagi ávísun á
efni í bollu. — Það er aðeins þegar
hægristjórn, eða samsteypustjórn
borgaraflokkanna situr, sem þýðir að
leggja af stað með bolluvöndinn!
Um áratuga skeið hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn tekið að sér hlut-
verk það sem vinstriflokkarnir hafa
haft á stefnuskrá sinni að styðja
málstað launþegahreyfingar í
landinu, enda er það staðreynd, sem
ekki verður hrakin, að launþegar
hafa aldrei fengið umtalsverðar
kjarabætur — nema þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur verið í ríkis-
stjórn.
Alþýðubandalagið hefur hins veg-
ar tekið ómakið af Sjálfstæðis-
flokknum og leikið hlutverk hins
harðsvíraða íhaldsflokks og staðið
gegn hvers konar kröfum verkalýðs-
hreyfingarinnar, og þegar bezt lætur
fengið hana til að „ýta kröfum sinum
til hliðar”, eins og dæmið úr síðustu
kjarasamningum sannar svo vel.
Og við þessu er kannski ekkert að
segja, bara ef almenningur áttar sig á
þessu og vill skilja þetta. En dæmin
eru alls staðar fyrir hendi og mjög
skýrí þokkabót.
Niðurlút
verkalýðsforysta
Sjaldan hefur íslenzk verkalýðs-
forysta átt eins bágt og þessa
dagana. Hún veit í raun ekki hvað
snýr upp og hvað snýr niður. Ef
eitthvað er þá fremur „niður”.
íslenzk verkalýðsforysta er því
niðurlút.
Það er öllum landslýð ljóst að
vinnuveitendur hafa unnið þessa
lotuna. Það kom greinilega fram í
viðtölum við þá Ásmund Stefánsson
og Þorstein Pálsson , helztu tals-
menn hinna striðandi fylkinga.
Ásmundur kvað það rétt að
svokölluðum „sérkröfum” hefði
verið ýtt til hliðar. Skal það ekki for-
dæmt en það er ekki að frumkvtrði
verkalýðsforystunnar að hún lét ekki
sérstakar kröfur hálaunahópa tefja
fyrir því samkomulagi sem gert var.
Það var að frumkvæði annarra
aðila, nefnilega ráðherra Alþýðu-
bandalagsins í ríkisstjórn. Vinnu-
veitendur eru sigurglaðir yfir því að
hafa fengið inn í samkomulagið að
Ólafslög svokölluð skyldu aftur sjá
dagsins ljós í marz á næsta ári.
Og það er nokkuð til að guma af.
Ólafslög voru fyrst og fremst sett til
þess að binda enda á það
vísitöluskrípi sem sett hefur þjóðina
á annan endann þriðja hvern mánuð
án þess að launafólk hafi í raun
fengið annað út úr leiksýningunni
en loftið tómt. — Og aldrei hafa
vinnuveitendur haldið því fram að
vísitalan, eins og hún er uppbyggð, sé
haldreipi fyrir þá.
Samningar hafa nú tekizt í 6
mánuði.en hvað svo? Það veit enginn
enda flestum sama nú. Fólk hugsar
einfaldlega ekki svo langt fram í
tímann að það velti fyrir sér hvað
gerist i landsmálum um miðjan maí á
næsta ári. — Og það er einmitt þetta
Mick Jagger syngur af innlifun meðan b/öðrurnar dansa i kringum hann.
DV-myndir ÞÓ.G.
j miðju laginu „Satisfaction" svifu niður á áhorfendur mörg þúsund biöðrur, sam hangið
höfðu í stórum piastpokum.
Steinamir
rúlla yfir
Ameríku
Halda hefði mátt að þulurinn í út-
varpinu hefði verið að segja frá því að
stríð væri byrjað. Stúdentarnir hent frá
sér bókunum og hópuðust í kringum
útvarpið. Þeir skrifuðu eitthvað niður á
blað og stukku út í bil.
Hvert voru þeir að fara? Hvað hafði
útvarpsþulurinn sagt? Hvað var að ger-
ast?
Þeir voru að þjóta niður á póslhús.
Þulurinn hafði sagt að aðeins væri
hægt að fá miða með því að senda ávís-
anir í pósti. Miðarnir myndu tryggja
þeim aðgang að rokkviðburði ársins.
The Rolling Stones höfðu óvænt
ákveðið að koma til Kansas City.
í yfir 2 mánuði hafa Steinarnir rúllað
yFir Bandaríkin, með viðkomu í flest-
um helztu stórborgum landsins, til að
kynna nýjustu plötu sína, Tattoo You.
í slóð þeirra hefur breiðst út eins og
sinueldur Stones-æði sem nær jafnt til
þeirra sem eru að byrja að fylgjast með
'rokktónlist og gamaíla aðdáenda sem
hafa haldið tryggð við Steinana í tugi
ára.
Hvar sem þeir hafa spilað hefur verið
uppselt innan nokkurra klukkutíma frá
byrjun miðasölu. Braskarar hafa sjald-
an þurft að hafa jafn lítið fyrir lifinu.
Miðar seljast auðveldlega á tvö- til þre-
földu verði, og fyrir Kansas City tón-
leikana voru boðnir til sölu miðar á 200
dollara. Upphaflega verðið var 17
dollarar.
En ef ekki var hægt að verða sér úti
um miða þá voru aðrar aðferðir til að
komast inn.
í Buffalo, New York, reyndu ein-
hverjir að falsa miða.
Þar sem fréttaritari DV beið eftir sín-
um miða fyrir utan hljómleikahöllina
mátti sjá marga örvæntingarfulla
aðdáend ur reyna að smygla sér i nn.
Pönkari í leðurjakka reyndi að Ijúga
því að stúlkunni i miðaafgreiðslunni að
hann ætti að eiga miða hjá henni.
Vopnaður lögreglumaður henti honum
harkalega út og gaf ótvírætt í skyn að
honum væri vænna að hypja sig.
Annar sýndi lögreglumanninum ein-
hvern miða og sagði að ein útvarpsstöð
hefði sagt að hægCVæri að komast inn
á h ann. Löggan brosti bara.
Enginn brosti þó þegar stæðilegur
maður í appelsínugulri vetrarúlpu
ruddist af mikilli hörku í gegnum dyrn-
ar á hljómleikahöllinni, velti þeim lög-
reglumönnum sem fyrir voru um koll,
og þeyttist í gegnum þilið sem skildi
hann að áhorfendasvæðunum.
sömu svipan hentust þeir lögreglumenn
Popp