Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1982, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1982.
19
Allt um
íþróttir
helgaiinnar
segir Jóhannes Atlason, sem stjórnaði fyrstu landsliðsæf ingunni í gær
— Það er mikill hugur í leikmönn- leikið með landsliðinu undanfarin ár og Miðvallarspilarar:
um og þeir eru tilbúnir að leggja hart
að sér til að æfa og undirbúa sig fyrir
ferðina til arabalanda, sagði Jóhannes
Atlason, þjálfari landsiiðsins í knatt-
spyrnu. Jóhannes og Helgi Daníelsson,
formaður landsliðsnefndar KSÍ, hafa
valið 18 manna landsliðshóp og kom
hópurinn saman á fund og síðan
æfingu í gær.
— Landsliðshópurinn er byggður að
mestu upp á leikmönnum sem hafa
Þrefalt hjá
Sigurði
— íbikarmóti SKÍá
Húsavík falpagreinum
Sigurður H. Jónsson frá Isafirði,
varð sigurvegari í alpatvíkeppni í bikar-
móti SKÍ, sem fór fram á Húsavík um
helgina. Sigurður varð sigurvegari
bæði í svigi og stórsvigi og vann því
þrefalt.
Ingigerður Júlíusdóttir frá Dalvík
varð sigurvegari í alpatvíkeppni
kvenna. Úrslit urðu annars þessi:
Stórsvig karla:
Sigurður H. Jónsson, ísaf. 152.57
Guðmundur Jóhanness. ísaf. 153.42
Ólafur Harðarson, Ak. 155.28
Svig karla:
Sigurður H. Jónsson, ísaf. 85.17
Guðmundur Jóhanness., ísaf. 87.65
Elías Bjarnason, A'k. 88.56
Stórsvig kvenna:
TinnaTraustad., AK 104.55
Nanna Leifsd., Ak. 105.50
Kristín Símonard., Dalvík 116.31
Svig kvenna:
Hólmdís Jónsd., Húsavík 81.57
Ingigerður Júlíusd., Dalv. 83.19
Kristín Símonard., Dalv. 83.92
Þær Tinna og Nanna voru með
beztan tíma eftir fyrri umferðina í
sviginu en urðu úr leik í seinni
umferðinni.
-sos.
hafa verið i landsliðshópnum. Við
erum með góða markverði, sterka
varnarleikmenn og sókndjarfa sóknar-
leikmenn en óneitanlega vantar okkur
leikmenn með reynslu á miðjuna þar
sem ,,útlendingarnir”, sem hafa leikið
aðalhlutverkin á miðjunni undanfarin
ár, komast ekki í ferðina, sagði
Jóhannes.
Landsliðshópurinn er skipaður
þessum leikmönnum:
Markverðir:
Guðmundur Baldursson, Fram
Þorsteinn Bjarnason, Keflavík
Bjarni Sigurðsson, Akranesi
Varnarleikmenn:
Trausti Haraldsson, Fram
Ómar Rafnsson, Breiðabliki
Marteinn Geirsson, Fram
Viðar Halldórsson, FH
Ólafur Björnsson, Breiðabliki
Sigurður Halldórsson, Akranesi
Örn Óskarsson, Vestmeyjum.
Sigurður
lagði Bjarna
Keflvíkingurinn Sigurður Hauksson
varð sigurvegari í opnum flokki ■ af-
mælismóti JSÍ, er hann vann sigur fyrir
Bjarna Ág. Friörikssyni í úrslitaglímu.
Það er ekki á hverjum degi, sem Bjarni
þarf að sætta sig við ósigur.
Margrét Þráinsdóttir varð sigurveg-
ari í kvennaflokki.
Harpa með
14 mörk...
Harpa Guðmundsdóttir, fyrrum
landsliðskona úr Val í handknattleik,
var óstöðvandi þegar Keflavík lagði
Breiðablik að velli 25—14 í 2. deild
kvenna.
Harpa skoraði 14 mörk í lciknum.
-SOS.
Ómar Torfason, Víkingi
Hörður Hilmarsson, Grindavík
Ásbjörn Björnsson, KA
Sigurður Lárusson, Akranesi
Njáll Eiðsson, Val
Læknirfermeð
landsliðinu
til arabalanda
— Það er mikið öryggi i þvi að hafa
lækni með okkur í ferðinni til araba-
landa, ef einhver veikindi kæmu upp,
sagði Jóhannes Atlason, landsliðsþjálf-
ari i knattspyrnu.
Guðjón Guðmundsson, yfirlæknir á
Akranesi, fer með landsliðinu í ferðina.
-SOS.
Sóknarleikmenn:
Jón Einarsson, Breiðabliki
Sigurlás Þorsteinsson, Vestm.
Sigurður Grétarsson, Breiðabliki
Jóhannes sagði að menn gerðu sér
fyllilega grein fyrir að ferðin yrði erfið.
— Þjóðirnar sem við leikum gegn eru
ekki auðunnar — Kuwait er örugglega
með Sterkt lið þar sem það er með í
HM-keppninni á Spáni og þá vakti lið
Qatar mikla athygli í heimsmeistara-
keppni unglingaliða — komst þar í úr-
slit gegn V-Þjóðverjum en tapaði. Sam-
band arabisku furstadæmanna er aftur
á móti spurningamerki.
íslenzka landsliðið leikur fyrsta leik
sinn gegn Qatar i ferðinni — 28.
febrúar og síðan aftur 2. marz. Þá
verður leikið gegn Sambandi arabísku
furstadæmanna 4. og 6. marz og síðast
verðttr leikið gegn Kuwait — 8. og 11.
tnarz. -SOS.
vikunnar
Jóhannes F.rtvaldsson gerir þaö
gott með Hannover 96. Hann var
valinn í liö vikunnar í 2. deild hjá
hinu víðlesna blaði ,,Kicker”, eftir
að hann hafði leikið mjög vel gegn
Hessen Kassel fyrir viku en þann
leik vann Hannover 2—1.
Þá átti Jóhannes góðan leik i sl.
viku, þegar Hannover vann sigur
(3—1) yfir Hamburger SV i
vináttuleik.
Jóhannes hefur æft rnjög vel og
hefur hann misst mörg kg að und-
anförnu.
Hannover átti að leika gegn Rot-
Weiss Essen um helgina, en þeim
leik var frestað.
Janus Guðlaugsson og félagar
hans hjá Fortuna Köln töpuðu
stórt (2 x 4) i Köln i gær.
-sos.
Hótað að myrða
Ingemar Stenmark
Ingemar Stenmark.
Stenmark undir lögregluvernd
íAusturríki?
Framkvæmdanefnd heimsmeistara-
keppninnar í Schladming í Austurríki
barst á föstudag bréf, þar sem hótað er
að sænski skíðagarpurinn, Ingemar
Stenmark, verði drepinn meðan keppn-
in stendur yfir í Schladming nú í vik-
unni. Austurísku lögreglunni var af-
hent hótunarbréfið.
Talsmaður lögreglunnar skýrði frá
því í gær að lögreglan áliti að bréfið
væri frá geðsjúklingi. Stenmark er enn
ekki kominn til Schladming en keppni
þar hófst á fimmtudag. Hann dvelur nú
i æfingabúðum á ítaliu ásamt öðrum
keppendum Svíþjóðar, mun kotna til
Austurríkis á morgun, þriðjudag. í gær
vissi Stenmark ekki um þessa morð-
hótun.
Talsntaður austurrísku lögreglunnar
sagði ennfremur, að þessi morðhótun
væri tekin mjög alvarlega. Enn hefur
þó ekki verið tekin um það ákvörðun
hvort Stenmark verður undir lögreglu-
vernd meðan hann dvelur í Austurriki.
Þar mun hann verja bæði heimsmeist-
aratitil sinn í svigi og stórsvigi. -hsím.
Landsliðsmennirnir komu saman á fund á skrifstofu KSÍ í gær. Þeir mættu þar allir — nema Eyjamennirnir sem komust ekki til lands. DV-mynd: Friðþjófur.
Búið að velja 18 manna landsliðshóp:
„Mikill hugur hiá
landsliðsmönnunum”
Sigurður T.
ogJón
Oddsson
til Noregs
-keppa þará norska
meistaramétinu
Frjálsiþróttakupparnir kunnu úr
KR, Sigurður T. Sigurðsson og Jón
Oddsson, munu keppa á norska
meislaramótinu í frjálsum íþróttum
innanhúss um næstu helgi í Noregi.
Sigurður, íslandsmethafinn i stang-
arstökki, mun keppa í stangar-
stökkinu en Jón, íslandsmethafinn
innanhúss í langstökki, keppir í
þeirri grein. Sennilega einnig í há-
stökki. hsím.
Jonannes Eðvaldsson.
Jóhannes
í liði
/