Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982. Eru daggjöld skattskyld? Þór Áslþórsson, Hafnarfirrti: í 15. grcin laga um þroskahefta scgir að kjósi framfærandi að annast sjálfur og hafa á heimili sinu þroska- heftan einstakling skuli hann fá sem svarar hálfum daggjöldum á meðal- stofnun. Er þetta skattskylt? Svar: Eigi verður séð að i iögum eða reglugerð sé að finna heimild til að undanþiggja skattlagningu greiðslur þær eða slyrki er fyrir- spurnin lýtur. Á það skal bent að i 2. tölulið I. málsgr. 66. gr. skattalag- anna er að finna heimild skattstjóra til að veita ívilnun til framfærenda þegar þeir hafa á sínum vegum einstakling sem haldinn er langvinn- um sjúkdómi eða fötlun. Telja verður líklegt að skattstjórar líti svo á að umræddar greiðslur eða styrkir sanni að um slika framfærslu sé að ræða og veiti þvi ívilnun cða gefi eftir skatllagningti á hluta tekna með heimild i umræddri 66. gr. Slík íviln- un hefur áhrif á tekjuskatt, úlsvar og sjúkratryggingagjald viðkomandi framfæranda. Eyðublað til notkunar í þcssu sambandi fæst á skattstofun- um. Grundvöllur sjómanna- frádráttar Árni Ingólfsson, Aktireyri, spurði: Hvað er lagt til grundvallar þegar sjómaður fer fram á sjómannafrá- drált? Svar: I.ögin tala um að þctta skuli ná yfir þann tima sem sjómaður hefur laun af slörfum á sjó, þ.c.a.s. vinnur á skipi og hcfur laun og afla- hlut. Sama máli gcgnir sé sjómaður veikur og heldur launum sínum á meðan. Hins vegar eru ekki taldir mcð dagar scm menn vinna á vegum útgerðar i landi.______ Fæðisdagar reiknaðirtiltekna? Harpa Hansen, Kcl'lavik: Sonur okkar sem var í svcil i sumar og vann þar fyrir fæði sínu og húsnæði, fékk sent yfirlit frá bónd- antim yfir fjölda fæðisdaga. Reiknast þetta okkur, foreldrum hans, til tekna? Svar: Þessa upphæð á að telja fram i reit 26, b-2, á sérframtali fyrir barnið. Siðan ber að færa tii frá- dráttar á sama framtali 24 krónur fyrir hvern rciknaðan dag og fcr það undir liðinn ,,annar frádrállur”. Tekjur barna, ef einhverjar eru, eru skattlagðar sérstaklega með mjög lágri skattpróscntu, svo mjög ólíklegt cr að af þessu reiknist miklir skattar. Eftirminnilegasti maður sem Islendingar hafa séð í sjónvarpinu, Gfsli á Uppsölum: VILL EKKITAKA VID AURUM FYRIR ÞÁTT1NN Fáir menn hafa vakið eins mikla Ragnarsson sýndi svo eftirminnilega athygli og umtal og gamli einsetu- í sjónvarpsþættinum sínum, Stiklum. maðurinn, Gisli Gíslason, sem Ómar Gísli var aðalumræðuefnið manna á meðal eftir að þátturinn var fyrst sýndur á jólunum, og hefur sjálfsagt verið á vörum enn fleiri eftir að þátturinn var endursýndur á mið- vikudagskvöldið. Gamla manninum skaut svo upp á stjörnuhimininn að hann var meðal annars kosinn maður ársins hjá mánaðarritinu Samúel og Ómar Ragnarsson og samstarfsmenn hans að gerð þessa þáttar hafa ekki haft undan að svara spurningum fólks um þennan merkilegan mann. ,,Það hafa ótal margir spurt mig að því hvort Gísli hefði fengið fötin sem hann talaði um að gott væri að fá,” sagði Ómar i viðtali við DV. „Þessa ósk sína hefur hann þegar fengið uppfyllta. Annars skilja þeir sem til hans þekkja ekkert í því að hann skuli hafa verið að biðja mig um föt. Þau fáu föt sem honum hafa verið gefin um dagana hefur hann hengt upp og þau fengið að hanga þar til þau duttu niður af herðatrénu vegna fúa.” Ómar sagði að Gísli hefði haft mjög djúp áhrif á sig persónulega. „Sérstaklega fannst mér áhrifamikið hvað hann var sáttur við tilveruna. Mér fannst hann hafa miklu meira að gefa mér en ég honum.” Gísli á rétt á að fá greiðslu fyrir að koma fram i sjónvarpinu eins og allir aðrir. Sjónvarpið er aftur á rnóti i hinum mestu vandræðum með hvaða hætti þeir eigi að borga honum. Gísli vill nefnilega ekki sjá peninga. Það hefur þvi komið til tals að gefa honum ný gleraugu en hann er með áratugagömul gleraugu af einhverj- um manni sem er löngu látinn. Koma þau honum orðið að litlu sem engu gagni. Mun i bígerð að Ómar og Úlfar Þórðarson augnlæknir fari vestur og eftir það vcrði útbúin ný gleraugu sem Gísla verði send og sjónvarpið borgi. Ómar sagðist ekki eiga neina aðra ósk til handa þessum gamla manni en að hann verði látinn í friði það sem hann á eftir ólifað. „Það væri fólskuverk að gera honum einhvern átoðning eða fara að setja hann inn á einhverja stofnun eða hæli. Þessi maður þarf og vill fá að ráða því sjálfur hvað hann gerir og við hverja hann vill ræða,” sagði Ómar. Til marks um það hvað Gísla er lítið gefið um heimsóknir fólks, er að þegar Árni Johnsen blaðamaður heimsótti hann fyrir um 5 árum sagði hann um leið og hann kvaddi að hann myndi kannski líta við hjá honum siðar um haustið. „Æ nei, gerðu það nú ómögulega, það truflar mig svo mikið við heyskapinn,” sagði þá sá gamli og bandaði frá sér nteð hend- inni um leið. . . -klp- VERÐUR PETURSTORG í NÝJ A MIÐBÆNUM? — hugmynd um að skíra eftir borgarst jórum strandar á Knud Zimsen Sjónvarpsstjarnan númer 1. .. Gísli Gíslason á Uppsölum. Gefur Islenzka sjón- varpið honum ný gleraugu fyrir að koma fram i Stiklum? DV-mynd Ómar Ragnarson. „Jú, það er rétt að ég lagði til að götur og torg i nýja miðbænum í Kringlumýri yrðu nefndar eftir borgar- stjóruni Reykjavikur,” segir Gunngeir Pétursson, skrifstofustjóri bygginga- fulltrúa Reykjavíkur i samtali við DV. Hann kvaðst hafa stungið upp á að hver borgarstjóri léði nafn sitt á eitt stræti eða eitt torg og yrði byrjað á þeim fyrsta. Það var Páll Einarsson sem kosinn var fyrsti borgarstjórinn, 7. mai 1908. Gunngeir sagði að hugmyndin hefði strandað á Knud Zimsen, sem stýrði borginni i kringum 1930. Hefði mönnum þótt óviðeigandi að brúka dönsk nöfn og að minnsta kosti viljað hugsa málið belur. Það er því ekki útilokað að götur og torg hins nýja miðbæjar beri nöfn eins og Geirsgata, Bjarnabraut, Auðartorg og jafnvel Péturstorg. -JB. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði " Svo mælir Svarthöfði Loks fundið land við hæf i Loks hafa íslensku ríkisfjölmiðl- arnir fundið land við hæfi. Þelta land veitir þeim kærkomið tækifæri lil að flytja fréltir ,,með halla", eins og þeim einum er lagið, sem hafa köllun að gegna. I.engi hafa okkur borisl sjónvarpsfréltir ásamt meðfylgjandi myndaefni frá breskri sjónvarps- fréllastofnun, og hefur allt það efni verið réttlætt með þvi að það væri frá Brellandi. Þessi breska fréllastofnun er nú ekki merkilegri en það né með hreinni skjöld en svo, að hún gæti alll eins verið kostuð af KGB, svona ámóta og Voice of America er kostuð af Bandaríkjamönnum lil að reka nokkur tryppi á Austur-Evrópu. Sveitamönnum á íslandi, og þó sér- slaklega á ríkisfjölmiðlunum, er alveg nóg að vitna lil fréttastofunnar Visnews til að réttlæta hvaða bull sem er, einungis vegna þess að þetta hnII er kennl við Brelland. Og nú hafa samræmdar aðgerðir leitt af sér merkilegan landafund, sem er uppgötvun á ríkinu El Salvdor og þeirri brúnu stjórn, sem þar fer með völd gegn hluta almennings. Þar linnir að sönnu ekki hryðjuverkum, og Bandaríkjamenn, sem telja Suður- Ameríku til áhrilasvæðis, hafa lent í þeirri ógæfu að styðja þessa brúnu stjórn. Við höfum að visu ekkert bréf upp á, að Bandaríkjamenn skuli hreinflífari en önnur stórveldi, en kostulegur er þessi málarekslur gegn Bandaríkjunum út af einu smáriki á sama tíma og stórfelldasta gjaldþrot bolsévika blasir við öllum heimi bæði á efnahags og yfirráðasviði. El Salva- dor virðist ciga að réttlæta innrás og eiturhernað í Afganistan og herlög gegn almcnningi í Póllandi. Slofnun sem heitir Amnesty Inter- natioanl og þykist hafa yfir sér nokk- urn virðuleikablæ, virðist ekki undanskilin þeim „halla”, sem kom- inn er i kappræður um merkilegheitin i heimsveldunum. Þar lúta íslenskir sveitamenn sömu lögmálum og ríkis- fjölmiðlar, og sjá nú hvergi fang- clsanir nema í Suður-Ameríku. Kannski Gulagið hafi verið lagt niður, eða þær fangabúðir, sem nú er verið að koma upp i Póllandi. Stundum skilur maður ekki við hverja er verið að tala hér á útnár- anum. Það er t.d. ekki iengur minnsl á Nicaraqua, þar sem einræðisherra var hrakinn frá völdum við mikið lof Visnews og ríkisfjölmiðla. Ekki hefur verið sagt frá því nema í fram- hjáhlaupi, að þar rikir nú einn flokkur og eins flokks stjórn, sem hefur samkvæmt Póllandsreglunni svona 2% fólks á bak við sig. Við höfum enga langa sjónvarpsþætti fengið frá þessu landi siðan rauða „lýðræðið” tók við völdum. Kannski Visnews- menn hafi verið sendir lieim. A.m.k. virðast islensku fjölmiðlarnir vera ákaflega sátlir við nýju sljórnina í Nicaraqua. Það er að vísu leitl að Bandaríkja- stjórn skuli helst ekki finna neina bandamenn í Suður-Ameriku nema brúnar einræðisstjórnir. Þessar stjórnir gera þeir að bandamönnum sínum til að koma i veg fyrir rautl einræði. Svona fáránlega grófgert cr mynstur stjórnmála í þessum heims- hluta. En þeir hafa ekki enn farið mcð her manns inn í El Salvador, og þeir föru ekki með her manns inn í Nicaraqua. Aflur á móti fóru Sovél- rikin með her manns inn í Afganistan og reka nú eiturhernað þar gegn al- menningi. Kvikmynd um þennan eiturhcrnað hefur verið sýnd i sæmi- lega frjálsum löndum. Hún fæsl aftur á móti ekki sýnd á íslandi, vegna þess að Visnews þarf að komasl að með efni frá El Salvador. Segi menn svo að það skipti ekki ein- hverju máli að hafa áttatíu starfs- menn á fullu i rússneska sendiráðinu og innlenda fulltrúa á hlaupum milli fréttastofa að auki. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.