Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Blaðsíða 13
Kjallarirm DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982. BragiJósepsson eða skemmri tima og þannig er þessi deild rekin enn þann dag í dag. Eftírspurn mikil frá upphafi Nú eru í Öldungadeildinni á áttunda hundrað nemendur á aldrinum frá 21 árs til tæplega sjötugs. Breytingin þennan fyrsta áratug hefur í sjálfu sér ekki verið stórvægileg hvað nemenda-. fjölda snertir, því strax á annarri önn voru nemendur orðnir milli fimm og sex hundruð talsins, en upp frá því á milli sjö og átta hundruð. Lauslega áætlað er hlutfallið rnilli karla og kvenna þannig að tvær konur koma á hvern karlmann. Að því er aldursskiptingu varðar er Ijóst að um allnokkra yngingu hefur verið að ræða meðal öldunga, þannig að aldurs- flokkurinn innan við þrítugt hefur farið vaxandi. Nýbreytni heidur áfram Vorið 1981 var stofnuð öldungadeild við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og nefnist þar Kvöldskólinn. í grundvall- aratriðum er hér um svipaða starfsemi að ræða og í MH, að því leyti að skólarnir eru báðir starfræktir fyrir nemendur sem orðnir eru 20 ára og eldri og kennslan fer fram á kvöldin. Við báða skólana geta nemendur stefnt Menntaskólinn við Hamrahlið. „Starfsemi öldungadeildanna hefur i raun gjörbreytt lífi fólks hér i borginni.” að því að ljúka stúdentsprófi. Einnig er það sameiginlegt með báðum deildunum að kennaraliðið er að mestu leyti skipað starfskröftum úr dag- deildunum. En þótt margt sé svipað um upp- byggingu þessara tveggja deilda, Öldungadeildar MH og Kvöldskóla FB, þá er hér um allverulegan mismun að ræða þegar nánar er athugað. Við öldungadeildina eru starfræktar sex brautir, þ.e.a.s.: eðlisfræðibraut, ný- málabraut, fornmálabraut, náttúru- fræðibraut, félagsfræðibraut og tón- menntabraut. Allar þessar námsbrautir falla undir það sem venjulega er kallað bóknámssvið eða menntaskólasvið. Við Kvöldskóla FB er þessu öðruvísi farið. Þar er áherslan ekki lögð á bók- námssvið, enda ekki starfrækt. Hins vegar hefur Kvöldskólinn tekið upp nýja línu, ef svo má segja, með því að starfrækja tæknisvið, viðskiptasvið og listasvið. Ein nýbreytni í starfsemi Kvöldskól- ans er mjög athyglisverð. Þessi ný- breytni er fólgin í því að nemendur FB geta hagað námi sínu þannig, að hluti námsins er tekinn í dagskóla og hluti i kvöldskóla. Að vísu er þetta ekki alger- lega óþekkt fyrirbæri í MH, en ekki sem meginregla eins og stefnt er að í FB, þ.e.a.s. að dagdeildir og kvöld- deildir séu hluti af sömu heildinni. Tryggja þarf framhaidið Ástæðan fyrir þvi að ég tek hér til umræðu málefni Öldungadeildar MH og Kvöldskóla FB er sú, að því fer víðs fjarri að áframhaldandi starfsemi þess- ara deilda sé tryggð. Ég tel að fræðsluyfirvöld og þar með fræðsluráð Reykjavíkur eigi að taka málefni þess- ara deilda sérstaklega fyrir þannig að tryggt sé að Reykvíkingar megi njóta þessarar þjónustu áfram. Með breyttum þjóðfélagsháttum hefur þörfin fyrir fullorðinsfræðslu og endurmenntun hvers konar farið mjög, vaxandi á síðustu árum. Starfsemi Öldungadeildarinnar og nú síðast sú nýbreytni sem Kvöldskóli FB hefur tekið upp, hafa í raun gjörbreytt lífi fjölda fólks hér í borginni. Þessa starf- semi þarf því að efla, svo sem kostur er. Árekstrar, eins og þeir sem urðu á sl. hausti þegar við lá að öll kennsla í deildunum félli niður, mega ekki endurtaka sig. Þess vegna ber okkur Reykvíkingum að standa vörð um á- framhaldandi rekstur þessara deilda og vinna að eflingu þeirra svo sem kostur er. Með því að efla fullorðinsfræðslu i borginni stuðlum við að því að fá betur menntað fólk út á vinnumarkaðinn og af þvi leiðir, skulum við vona, að fólk hlýtur ákveðna lifsfyllingu, sem það færi á mis við ef starfsemi þessara deilda kæmi ekki til. Ég mun síðar ræða þriðja arm fullorðinsfræðslunnar hér í Reykjavík, og þann elsta, Náms- flokkana. Bragi Jósepssun. Hrollurínn og hrollvekjan... —eru tveir fiskstof nar í hættu? af þessum toga spunnin. Eg sagði þá i blaðagrein, að ég vonaðist til þess, að sá hrollur breyttist ekki í hrollvekju. Dagana 11. til 22. janúar sl. voru hafrannsóknaskipin Bjarni Sæ- mundsson og Árni Friðriksson að bergmálsmælingum á síld og loðnu. Á Bjarna Sæmundssyni hófust mælingar á loðnugöngunni út af Suð-Austur- landi hinn 11. janúar, en frá 15. til 22. janúar voru bæði skipin við mælingar á stærð loðnustofnsins og endurvarps- stuðlum. — Niðurslaða þessara mælinga gefur m.a. til kynna um 150 þúsund tonna hrygningarstofn . Þessi niðurstaða er í mjög góðu samræmi við athuganir, sem gerðar voru fyrri hluta nóvember-mánaðar á fyrra ári eftir að mælingarnar í október höfðu verið rengdar og þær ekki taldar geta staðist. Þá mældust um 325 þús- und tonn af hrygningarloðnu sem að frádregnum afla og afföllum af völdum ránfisks jafngildir því, að átt hefðu að mælast 170 þúsund tonn, ef öll hrygn- ingarloðnan hefði gengið austur fyrir land. Staða loðnugöngunnar og berg- málsmælingar nú fyrir áramót benda ákveðið til þess, að sú hafi orðið raunin. Það minnsta sem mælst hefur Finnist ekki meiri hrygningarloðna, er stærð þessa hluta stofnsins hin langminnsta sem mælst hefur á seinni árum og langt undir þeim mörkum, sem Hafrannsóknastofnunin hefur rniðað við, er gerðar hafa verið tillögur um hámarksafla, og virðist skila viðun- andi seiðafjölda. Þessa dagana er hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson að mæla hugsan- legar hrygningargöngur fyrir Vest- fjörðum og Norðurlandi. Þá verður einnig reynt að mæla ókynþroska hluta stofnsins á sömu slóðum og auk þess útaf Austurlandi eftir að hrygningar- Kjallarinn Ámi Gunnarsson loðnan er gengin af því svæði. Það verður þó að segjast, að fiskifræðingar eru ekki bjartsýnir á, að þarna finnist umtalsvert magn, en það túun koma í ljós. í skýrslu þeirra Hjálmars Vilhjálms- sonar og Páls Reynissonar eftir rann- sóknarferðirnar 11. til 22. janúar segir orðrétt: „Þar til þeim athugunum lýkur (sem nú standa yfir) er aðeins hægt að ítreka fyrri tillögur um bann við loðnu- veiðum, auk ábendinga um alvarlegt og siversnandi ástand stofnsins í heild.” Áhrrfin á þjóðarbúið Ég er ennþá þeirrar skoðunar, að hér sé á ferðinni eitt hið alvarlegasta mál, sem komið hefur til umræðu á Alþingi. Ég vil i örstuttu máli renna nokkrum fleiri stoðum undir þessa skoðun mina. Árið 1979voru loðnuafurðir 17% af heildarframleiðsluverðmæti íslenskra sjávarafurða, og jafngildir það um þremur af hundraði þjóðarframleiðsl- unnar. Í fyrra var loðnan 8% af heildarframleiðsluverðmæti sjávaraf- urða og skilaði 1 1/2% af þjóðarfram- leiðslu. Hins vegar var loðnan heil 6% af öllum útflutningstekjum okkar það ár. í blaðaviðtali nú fyrir sköfnmu segir Ólafur Davíðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar: ,,Ef loðnuveiðunum yrði alveg hætt hefði það þvi talsverð áhrif á viðskiptajöfnuð okkar. Það liefði auk þess ýmis óbein áhrif, þvi það er talsverð starfsemi í kringum þetta. Áhrif loðnuveiðanna á þjóðarbúið eru á því kannski heldur nteiri en sýnist.” Er þorskstofninn íhættu? Á þessu máli er svo önnur hlið, sem er ekki síður alvarleg, en það eru hugsanleg áhrif af hruni loðnustofnsins á afkomu þorskstofnsins. — Vtsinda- menn tjá mér, að loðna sé um helming- ur af öllu fæðunámi þorsksins að vetr- inum, eða í að minnsta kosti 6 mánuði. Þvi lmá skjóta hér inn í, að i nóvember sl. var óvenjulítið af loðnu í þorski veiddum hér við land. Auk loðnu er talið, að þorskurinn éti mikið af karfa og kolmunna, en þorsk- urinn er mesta fiskætan af þeim fisk- tegundum, sem við veiðuni. Ekki er talið óliklegt, að þorskurinn éti svipað magn af loðnu ár hvert og við höfum veitt hin síðustu árin. — Þáerþess að geta, að sveiflur i loðnustofni kunna að vera meiri en hjá öðrum fisktegundum. Loðnan er uppsjávarfiskur og verður því fyrir miklum áhrifum af hvers konar umhverfisbreytingum. En loðnustofninn er nú nánast hruninn, eins og margir óttast, þá ererfitt aðspá fyrir um hvað gerist i xnmbandi við fæðuöflun þorsksins.Leitar iann i aðra fiskstofna, eða verður hann aðgangs- harðari við þann loðnustofn, sem eftir er? Fari svo mun hann ekki aðeins ganga á hrygningarstofninn, heldur herja meira en áður á smáloðnuna og þar nteð klippa á þá möguleika endur- nýjunar loðnustofnsins, sem fyrir hendi hafa verið. Úr 4 1/2 miiijón tonna i 150 þúsund Árið 1973 var talið að hrygningar- stofn loðnunnar hefði verið um 4 1/2 milljón lesta. í febrúar 1979 var hann talinn veia 1.2 til 1.3 milljónir lesta og i janúar 1980 um 800 þús. lestir. — Á siðasta ári var leyfður 617 {uisund tonna aflakvóti, og af þvi magni hafa veiðst um 500 þúsund tonn, ef þeir bátar, sem ekki hafa enn veitt upp i kvótann, fá að ljúka því. Ef loðnuveiðar hefðu verið stöðvað- ar í október sl. hefði verið unnt að minnka kvóta nær allra skipanna, og draga þannig úrtjóni einstakra báta.— Það hefði einnig verið hægt að stöðva veiðarnar með öllu og reyna að bæta tjónið meðeinhverjum ráðum. Það hefur komið fram að ýmsir stjórnmálamenn og sjómenn hafa gert lítið úr rannsóknum fiskifræðinganna og viljað fara eftir brjóstvitinu og þekkingu, sem byggir á reynslu. Fyrir hvort tveggja ber ég virðingu, en ég tek einnig mark á fiskifræðingum. Eða til jhvers notum við mikla fjármuni til reksturs Hafrannsóknarstofnunarinnar og annarra skyldra stofnana, ef brjóst- vit og stjórnmálalegar ákvarðanir geta ráðið alfarið ferðinni? i Árni Gunnarsson | alþingismaður. „Menn veröa aö gjöra svo vel aö gera sér það Ijóst, að loðnan er undirstööu- fæðutegund þorskstofnsins í hafínu. Ef við erum að veiða upp þennan stofn eru svo alvar- leg tíðindi á ferðinni að við því verður að bregðast af fyllstu hörku. Ég vænti þess, að háttvirtur sjávarútvegsráðherra taki þetta mál eins föstum tökum og honum er frekast unnt,” segir Árni Gunnarsson í grein sinni þar sem hann ræðir m.a. um hrun loðnustofnsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.