Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR S. FEBRÚAR 1982.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Dýrara að hringja til útlanda en heim:
Flóknir samningar, mismunandi
verðskrá og sérstaða fslands
gjald og áður kostaði. Símnotendur
njóta því enn sem komið er ekki hins
sjálfvirka sambands þarna á milli hvað
verð áhrærir,” sagði Gústaf.
Geysileg aukning
á samtölum
til útlanda
Þeir Jón og Gústaf voru spurðir að
því hvort mikið hefði aukizt að menn
hringdu til útlanda eftir að beinu
sambandi var komið á.
—veldur misjöf nu veröi
Við höfum fengið tvö bréf á stuttum
tíma frá mönnum sem spyrjast fyrir um
sirhtöl til útlanda. Án þess að vita hvor
af öðrum spyrja þessir menn að nokkru
leyti sömu spurninga. Af hverju er
svona dýrt að hringja til útlanda? Af
hverju er dýrara að hringja héðan til
margra landa en að hringja þaðan og
hingað? Af hverju er svona dýrt að
hringja hingað frá Bandaríkjunum,
mun dýrara, en til annarra
Norðurlanda?
Ég fékk viðtal við þá Jón Skúlason
póst- og símamálastjóra og Gústaf
Arnar yfirverkfræðing radíódeildar
símans um þessi mál.
Stendur á
Bandaríkjamönnum
Fyrst var rædd spurningin um það
hvernig stendur á því áð miklu dýrara
er að hringja frá Bandaríkjunum til
íslands en annarra Norðurlanda. Í
nýlegum auglýsingabæklingi frá Bell
símafélaginu segir að fyrir hverja
minútu kosti t.d. 1 dollara og 35 sent
að hringja frá Bandaríkjunum til
Noregs. Greiða verður 3 mínútna lág-
marksgjald sem er 4 dollarar og 5 sent.
Jón Skúlason póst- og símamálastjóri.
Til íslands kostar hins vegar rúmlega 7
dollara fyrir 3 minúturnar. Frá
íslandi til Bandaríkjanna kostar siðan
75 krónur að hringja 3 mínútna samtal.
Ef það er fært til dollara svo við höfum
sömu viðmiðun í öllum tölum verða
það enn rúmir sjö dollarar.
,,Þetta verð sem gefið er upp á
símtali til Noregs er fyrir það að
hringja beint. En hins vegar er ekki enn
sem komið er hægt að hringja beint frá
Bandaríkjunum til íslands. Ef hringt er
frá Bandaríkjunum til Noregs og
símtalið pantað kostar það nákvæm-
lega það sama og kostar að hringja til
íslands,” sagði Jón.
Beinu sambandi var komið á milli
íslands og Bandarikjanna í september í
fyrra. Við getum því hringt beint
þangað hvenær sem okkur sýnist. En
Bandaríkjamenn hafa ekkert verið að
flýta sér að taka upp bein samskipti sín
megin frá. Gústaf sagði að þeir vildu
oft láta reyna á línur í hálft ár áður en
þeir tækju upp beint samband. Það
hálfa ár er liðið núna I marz. En i
Bandaríkjunum breyta þeir aðeins til i
simamálum í febrúar hvert ár. Því hafa
íslenzkir símamenn verið að leggja að
þeim að taka upp beina sambandið
núna í febrúar. Þegar ég ræddi við þá
Jón og Gústaf var ekki ljóst hvort af
því yrði eða hvort við yrðum að bíða i
heilt ár í viðbót.
ísland nýtur
stöðu sinnar
Næsta umræðuefni var mismunandi
kostnaður þess að hringja héðan til út-
landa og þaðan heim. Ætla mætti að
verð fyrir sömu vegalengd ætti að vera
það sama í hvora áttina sem hringt er
En svo er ekki. Mismunurinn er í báðar
áttir. Stundum er ódýrara að hringja
héðan, stundum hingað, það fer eftir
löndum.
„fsland nýtur oft stöðu sinnar þegar
verið er að reikna út gjald símtala í
Evrópu. Reynt er að hafa sem fæsta
flokka á gjaldskránni og er ísland því
oft sett i flokk með öðrum Norður-
löndum þó mun dýrara sé að hringja
hingað. Ég get nefnt dæmi. Frá
Finnlandi er ísland flokkað með
öndum eins og t.d. Spáni sem er
auðvitað miklu lengra í burtu. En það
er vel sloppið fyrir okkur því það er í
reynd miklu dýrara að hringja til
íslands en til Spánar, þó vegalengdin sé
styttri,” sagði Gústaf.
Héðan er hins vegar allt reiknað út
upp á krónu. Margt verður að hafa i
huga. Kostnaðinn á símstöð hér á landi
fyrstan. Kostnaðinn við að koma
símtalinu upp í Skyggni eða að
sæstreng annan. Kostnaðinn við að
taka á móti símtalinu í streng eða
jarðstöð erlendis þriðja. Og kostnaðinn
í símstöð þar í landi síðastan. Þetta er
allt reiknað út af mikilli tölspeki.
Ofan á kostnaðinn hér á landi leggst
síðan söluskattur. „Það finnst okkur
ákaflega óréttlátt,” sgði Jón. Einnig
þarf að leggja á hér fyrir afföllum og
sífelldum gengisbreytingum. Þegar
rukkað er fyrir símtöl sem við tölum til
útlanda er kannski búið að fella eða
lækka gengið einu sinni eða 2svar síðan
við töluðum út. Það er heldur ekki
óalgengt að þeir sem talað hafa til út-
landa finnist ekki þegar á að fara að
rukka þá eða þá að þeir neita að greiða
á þeirri forsendu að þeir hafi aldrei
talað símtalið eða að minnsta kosti að
það hafi ekki verið svona langt.
Símtöl okkar, þó bein séu, fara enn
sem komið er ekki öll í gegn um
Skyggni. Sæstrengirnir eru samkvæmt
samningi við Mikla norræna síma-
félagið í notkun enn og verða að
minnsta kosti til ársins 1985. Dýrara er
að hringja í gegn um strenginn. En til
þess að mismuna ekki fólki sem engu
ræður um það hvort það fær samband
um streng eða jarðstöð hefur verið sett
jöfnunargjald á öll símtölin. Það gerir
þau auðvitað dýrari.
Sjálfvirkt við
nær öll lönd
Þeir Gústaf og Jón voru spurðir að
því hvenær sjálfvirku sambandi yrði
komið á héðan við öll lönd heims.
„Sjálfvirkt samband er þegar
komið á við þau nær öll,”sagðiGústaf.
,,En það fer eftir samningum við þau
sem eftir eru hversu fljótt það getur
gengið.”
Hann benti á að stórum löndum úti
í heimi lægi svo sem engin ósköp á að
komast í beint samband við litla ísland.
Víða erlendis, t.d. í löndum þriðja
heimsins, eru líka ekki tæknilegir
mögúleikar á slíku sambandi. „Við
höfum lagt frumáherzlu á að ná sem
fyrst sambandi við þær helztu þjóðir
sem við höfum haft samskipti við. Og
það hefurgengið mjög vel,” sagði Jón.
Sambandið er orðið beint við öll
lönd Evrópu, við mikið af löndum í
Asíu, Afríku og Ameríku. Eina heims-
álfan sem algjörlega er eftir er Ástalía.
Kanada er síðasta landið sem við
komumst í beint samband við. Það var
hinn 17. desember. Mjög dýrt er að
hringja til Kanada, sama verð og fyrir
samtöl til Argentinu og Papua til
dæmis. Mun dýrara er að hringja til
Ástraliu. „Þegar beina sambandið
komst á lögðum við óskir okkar um
verð fyrir Kanadamenn. Þeir hafa hins
vegar ekki verið að flýta sér að
samþykkja þær. Þar til þeir eru búnii
að því verðúm við að leggja á sama
„Já, geysilega,” sögðu þeir báðir.
Minnst hefur aukizt að menn tali til
þeirra landa sem mikið var hringt til
áður. Þannig er munurinn um 30% á
simtölum við Danmörku. En við önnur
lönd hafa símtöl aukizt um allt að
100%. Má þar nefna Frakkland sem
slæmt samband var við áður. Algengt
Upplýsingaseðill|
til samanburðar á heimiliskostnaði!
i
Hvað kostar heimilishaldið? ,
Vinsamlega sendió okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- |
andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar |
i fjölskvldu af sömu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
1 tæki.
* Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
<t------------------------------
J
i Fjöldi heimilisfólks-----
r_
Kostnaður í janúarmánuði 1982.
* 1-
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað ' kr.
Alls kr.
m
&
D.
I
Bell slmafélagið auglýsir eftirfarandi verð á símtölum frá Bandaríkjunum til annarra
landa.
Gjaldflokkar í sjálfvirku
vali til útlanda
Gildir frá og moð 1. fobrúar 1982.
Flokkur Lönd Gjald Skrof Skroflongd
kr./mln. ámín. ísok.
1. Danmörk, Færoyjar Svfþjóð 11,00 17,8 3,37
2. Finnland, Noregur 12,00 19,4 3,09
3. Brotland 13,00 21,1 2,85
4. Frakkland, írland Liechtenstein, Luxemburg, Sviss, V-Þýzkaland 16,00 25,9 2,32
5. Austurríki, Belgía, Holland, ftalía, Malta, Pólland, Portúgal, Spónn, Tékkóslóvakía, Túnis, Ungverjaland, Vatikan, A.-Þýzkal. 18,00 29,2 2,06
6. Gibraltar, Grikkland, Júgóslavía Líbýa, Búmenfa Rússland 19,00 30,8 1,95
7. Kýpur, Marokkó 23,00 37,3 1,61
8. Bandarikin 25,00 43,7 1,48
9. Botswana, Brunei, Eþíópía, Guyana, Hawaii, Jórdan, Panama, Quatar, Sierra Leone, Singapore, S-Kóea, Trinidad, Tobago, Uruguay, Zimbabwe 42,00 68,0 0,88
10. Argentína, Guatemala, Haiti, Indónesía, Kiribati, Kúba, Nauru, Papua Kanada 54,00 87,5 0,69
Aukagjald fyrir afgroiðslu talsímavarðar or kr. 4,00 fyrira alla flokka noma 10. flokk, on þar or
aukagjaldið kr. 8,00. \
27. janúar 1982. GA.
Nýja gjaldskráin okkar sem tók gildi 1. febrúar. Til samanburðar viö Bell gjald
skrána er óhætt að margfalda dollarann meö tíkalli og miða þá töiu sem fæst við þess
ar.