Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Page 7
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Talað til útlanda.
er að samtöl hafi aukizt um 60% við að
sjálfvirkt samband komst á.
„Það kom okkur talsvert á óvart
þegar farið var að athuga það að
bókstaflega nákvæmlega jafnmikið er
hringt hingað frá útlöndum og héðan
út,” sagði Jón. Hann sagði þeini sima-
mönnum mikið ánægjuefni að þvi að
útlendingar virtust ekki siður vilja tala
við okkur en við við þá.
hafa haft nóg með það hingað til að
koma sambandinu á svo hægt sé að
hringja.
,,Það verður líka að hafa i huga að
við þessi 250 þúsund manna þjóð erurn
að greiða niður jarðstöð sem útlending-
ar reisa fyrir upp undir 25 milljónir.
Þetta verður því auðvitað eitthvað dýr-
ara fyrir okkur,” sagði Gústaf að
síðustu.
-DS.
Engin skylduskref
> Þegar ég minnist á auglýsinga
bæklinginn frá Bell i upphafi þessara
greinar, gat ég um það að lágmarks
gjald væri fyrir 3 mínútur. Það er a>
segja þú borgar þrjár mínútur þó þi
talir ekki nema nokkrar sekúndur
skellir jafnvel strax á þegar þú heyrir a>>
þú hefur fengið samband við vitlausi
númer. Er slíkt lágmarksgjald hér?
„Nei, hér geturðu talað niður í eint
og hálfa sekúndu,” sagði Gústaf.
Misjafnt er eftir löndum hvað hveit
skref er langt og hversu dýrt það er. En
þú borgar nákvæmlega fyrir þau skref
sem þú notar, hvorki fleiri né færri.
Næturtaxti
Síðasta spurningin sem ég lagði fyrir
þá Jón og Gústaf var svo af hverju hér
væri ekki sérstakur næturtaxti á
símtölum við útlönd. Er svo viða er-
lendis og gelur munurinn verið mikill.
„Hann er bara ekki kominn á,”
sagði Jón. Gústaf bætti því við að um
slíkt þyrftu auðvitað að nást
samningar. Beint samband íslands við
önnur lönd er það nýkomið á að enn er
ekki farið að ræða slíka hluti. Menn
Gústaf Arnar yfirverkfræðingur radíó-
deildar Pósts og síma.
SMJÖRIÐ LÆKKAR
MEST í VERÐI
Landbúnaðarvörur lækkuðu í
verði á ntánudaginn. Á meðan verið
er að reikna út visitöluna til þess að
greiða okkur eftir kauphækkun um
næstu mánaðamót er þessi háttur
hafður á. Því má alveg eins búast við
verðhækkun aftur fljótlega.
Þegar ég hafði samband við
Framleiðsluráð hafði ekki verið
reiknuð út meðaltalslækkun. Ljóst
var að smjörið hafði lækkað mest, þá
kartöflur og kjöt minnst.
Lítri af mjólk lækkaði úr 6,70 i
5,75, kíló af súpukjöti úr 49,85 í
42,90, 2 1/2 kg af kartöflum úr 14,05
í 10,60, kíló af smjöri úr 80,40 í
56,50, skyrkíló úr 11,70 í 8,50, 45%
ostur í bitum úr 87,70 kílóið í 71,30,
rjómalítri úr 47 í 44,30 undanrennu-
lítri úr 5,65 í 5,50, heilir hryggir og
læri úr 59,55 í 52,20 og hangikjöts-
læri úr 81,60 i 70,90 krónur kílóið.
-DS.
Hannyrðaverzlunin neitaði að skipta garninu
„Allar verzlanir hafa
gefizt upp á slíku”
B.G. hringdi: Eg keypti fyrir nokkuð
löngu siðan stramma og útsaums-
garn í Hannyrðaverzluninni Erlu.
Var mér lofað að ég mætti skipta
garninu aftur ef afgangur yrði af þvi.
Þrjár dokkur urðu afgangs og
hugðist ég skipta þeim á dögunum.
Ég sá að til var samskonar garn og
hugðist aðeins fá annan lit. En það
reyndist ekki hægt. Afgreiðslu-
maðurinn neitaði með öllu að skipta
við mig. Langar mig að vita ástæðu
þess svo og hvort þetta eru almennir
viðskiptahættir.
Guðrún Skúladóttir verzlunarstjóri i
Erlu varð fyrir svörum. Hún sagði að
verzlunin hefði rneð öllu gefizt upp á
að skipta útsaumsgarni fyrir 3 eða 4
árum. Væri skilti í búðinni sem á
stæði að ekki væri skipt á slíku garni.
Guðrún sagði þetta ekki einu
verzlunina sem hefði þessa
viðskiptahætti. Hannyrðaverzlanir
bæði hér á landi og á hinum Norður-
löndunum hefði yfirleitt gefizt upp á
garnskiptunum. Til þess væru marg-
ar ástæður.
Hin fyrsta væri sú að garnið væri
oft þannig útleikið þegar komið væri
með það að ekki væri hægt að skipta
þvi. Það angaði af matarlykt eða
tóbakslykt, þannig að enginn fengist
til að kaupa það aftur. Ákveðið hefði
verið að skipta annað hvort við alla
eða engan og fyrir það liðu þeir sem
kæmu með garn sem væri í
fullkomnu lagi.
Önnur ástæða er að sögn
Guðrúnar sú að mjög seinlegl er að
velja garn i útsaumsmynd og það
tæki hreinlega allan tíma verzlunar-
fólksins að fara svo að skipta þvi
aftur nokkrum dögum seinna. Ef
nefna ætti eina ástæðu enn er hún sú
að í hverri nýrri sendingu er skipt um
númer á hverjum lit vegna þcss að
oft er munur á honurn og lit úr eldri
sendingu. Verzlunin hefði á árum
áður setið uppi með heilu stampana
af garni í ótal lilum, sem hún ekki
losnaði við. Þetta hefði verið senl á
heimili t.d. fyrir vangefna en
verzlunin vildi miklu heldur senda
þeim heilar myndir til útsaums rneð
viðeigandi garni en úrkast l'rá öðrunt.
,,Það verður lika að segjast eins
og er að oft hafði fólk í ógáti tekið úr
dokkum sem það skilaði síðar. Það
eiga að vera 8 metrar í hverri dokku
en við mældum allt niður i 5 metra,”
sagði Guðrún.
-DS.
Fiskréttabók f rá f jórða áratugnum:
160 FISKRÉTTIR ~SSr
Matreiðslubókin 220 gómsætir
sjávarréttir kom hér á landi út
skömmu fyrir jól. Við sögðum þá frá
bókinni og minntumst á að llklega
væri þetta fyrsta matreiðslubókin
sent gefin hefði verið út á landinu og
byggði eingöngu á fisknteti.
Fyrir nokkrum dögum hafði
samband við okkur kona sem sagði
að þetta hefði ekki verið alveg rétt
hjá okkur. Sagðist hún eiga bókina
160fiskrétti eftir Helgu Sigurðardótt-
ur. Sú bók hefði verið gefin út hjá
ísafold að öllum likindum árið 1939
Væru i bókinni ýmsar klassiskar upp-
skriftir svo og aðrar sem ekki væru á
hvers ntanns vörum. Nefndi hún
uppskriftir að fiski sem þá var á
hvers manns borði, svo sem skötu og
þorski. En einnig voru i bókinni
sildarréttir og réttir úr karfa og ufsa.
Ég hafði samband við Isafoldar-
prentsmiðju og spurðist fyrir um
bókina. Konan setn ég talaði við
sagðist rnuna eftir því að hafa heyrt
talað um bókina. llins vegar hefði
enginn al' því fólki sem vinnur i
prentsmiðjunni nokkru sinni séð
þessa bók. Hún leitaði fyrir mig i
clztu bókaskrá fvrirtækisins, frá
árinu 1943. Þá var bókin til. En eldri
skrá var sem sé ekki til þannig að
útgáfuár fannst ekki.
DS
FÖSTUDAGSKVÖLD
IJUHUSINUIIJQHUSINU
0PIÐ DEILDUM TIL KL.10 I KVÖLD
Þ0RRÁMATUR - Þ0RRAMATUR - Þ0RRAMATUR
MATVÖRUR
FATNAÐUR
HÚSGÖGN
BYGGINGAVÖRUR
TEPPI
RAFTÆKI
RAFLJÓS
REIÐHJÓL
Ótrúloga hagstæðir
greiðsluskilmálar á
flestum vömflokkum.
Allt niður i 20% út-
borgun og lánstími allt
að 9 mánuðum.
Jón Loftsson hf.
A A A A. A A
| cz izi c C: “l zj au'Tiir
ta E G, E3 lJ UUUP-l j vP?
Hiii inn J 1 U
-juuunj-iT^
Hringbraut 121 Sími 10600
0PIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 9-12