Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982. Útlönd Útlönd Utlönd Utlönd Gerirmeira ógagnengagn, segja gagnrýnendur: Matvælahjálpin eykur hungríð i heiminum Fæstir komast hjá því að vita, að í mörgum örbirgðarlöndum hrynur fólk niður eins og flugur vegna hungurvofunnar á sama tima og kornfjöll, kjötfjöll og smjörfjöll hrúgast upp i allsnægtahluta heims- ins. Væri þá ekki ráð að senda þessum sveltandi milljónum þessar umfram- birgðir matvæla og slá tvær flugur i einu höggi, kynni margur að spyrja. En svo einfalt er málið því miður ekki. Sá furðulegi grunur gerist nú áleitnari á sérfræðinga að matvæla- aðstoðin frá allsnægtaríkjunum auki meir á hungrið í þriðja heiminum heldur en bæti úr. Hvernig má slíkt verða: hljóta menn að spyrja. THóþurftar David Campbell, forstöðumaður brezku hjálparsamtakanna Oxfam, starfaði í mörg ár í Bangladesh. Af reynslu sinni leggur hann til, að mat- vælasendingum verði hætt hið snar- asta. — Dr. Siegfried Bethke, fyrrum forstöðumaður Vestur- Afríkudeildar Matvælaáætlunar heims, gerði opinberar skjalfestar skýrslur eftir að hann lét af störfum. Hann heldur því fram að matarhjálp- in hafi i bezta falli verið gagnslaus en í flestum tilvikum til óþurftar í þeim örbirgðarlöndum Afríku sem hana hafa þegið. „Það er misskilningur að halda, að matvælin nái til hinna þurfandi í þróunarlöndunum. Það er einnngis lítill hluti af sendingunum sem nær svo langt,” segja Tony Jackson og Andrew Jenkins, sem á vegum Oxfam hafa unnið að athugunum á þessu. „Matvælasendingar erlendis frá spilla fyrir þróuninni hjá okkur og gera meira ógagn en gagn,” segir Jean-Baptiste Chavannes, forstöðu- maður hjálparstofnunarinnar Caritas á Haiti. Hann ber upp spurninguna: „Kennir þessi aðstoð okkar fólki að bjarga sér sjálft eða elur það okkur upp í að styðjast við hækjur allt okk- ar líf?” Einstöku hjálparstofnanir, sem gangast fyrir matvælaaðstoð — og hefur hin bandaríska CARE verið sérstaklega þar nefnd — hafa verið1 gagnrýndar fyrir að starfa á ein- skærum kaupsýslugrundvelli. Er sagt að mannúðarsjónarmiðin séu þar léttvæg fundin, þegar til kastanna komi. Indverjinn Sumanta Banerjee er meðal þeirra, sem haldið hafa uppi þessari gagnrýni. Hann segir að slíkar matvælahjálparstofnanir verði einatt að stórfyrirtækjum, hrikalegu skrif- stofubákni, og rekstur þeirra sjálfra gleypi mikið af framlögum. Segir hann það liggja í eðli matvæla- hjálpar, sem sé umfangsmikil og svifaþung í framkvæmd. Kastað á glæ Er þá hinum velviljuðu framlögum mannanna til sveltandi systkina sinna alveg kastað á glæ? Athuganir gagn- rýnenda á áhrifum matvælahjálpar- innar leiða flestar til þess, að þeirri spurningu sé svarað játandi, sem verður mörgum áreiðanlega mikil vonbrigði. Margir segja að matvæla- hjálpin sé ekki verjandi og komi ekki að raunverulegu gagni, nema í einu tilefni. Það er helzt, þegar hún er send sem skyndihjálp í neyðartil- vikum eins og eftir náttúrhamfarir. Tony Jackson hjá Oxfam sagði nýverið í viðtali við Ulf Andenæs, fréttamann hjá hinu norska blaði Aftenposten að ýmsar mjög mikil- vægar ástæður lægju til þcss, að mat- vælahjálpin gerði meira ógagn en gagn: Þegar ódýr matföng berast til þróunarríkis i tonnavís fyrir tilstilli hjálparstofnana leiðir það venjuleg- ast til þess að markaðsverð á afurðum þarlendra bænda fellur. Skyndilega eiga bændurnir í erfið- leikum með að losna við framleiðslu sína á viðunandi verði. Við það hrakar landbúnaðinum. Stundum gengur það svo langt að matarþiggj- endum finnst þaðekki lengur ómaks- ins vert að yrkja jarðarskika sinn. Afurðaverði haldið niðri í mörgum þróunarríkjum heldur landstjórnin verði á landbúnaðar- vörum niðri aðyfirlögðu ráði til þess að efla vinsæ.ldir sínar hjá þéttbýling- um, sem yfirleitt eru áhrifameiri í stjórnmálum landsins. Þarf ekki mörg orð um það að hafa, hvaða skaða það gerir, þegar dregið er þannig úr framtaksvilja bændanna. Matvælaaðstoð erlendis frá eykur enn á þennan vanda. Er því haldið fram að flest þróunarlönd gætu orðið sjálfbjarga um mat, ef aðeins bændurnir fengju viðundandi verð fyrirafurðirsínar. Matvælaaðstoðin rennur ekki beint til hinna þurfandi heldur fer hún í hendur viðkomandi yfirvalda, landsstjórnar eða sveitarstjórnar. Með umráðaréttinum yfir björginni fá þessir aðilar aukið vald. Matar- björgin verður þeim einfaldlega tæki- færi til þess að efla tök sín á lýðnum. Oft er hún notuð til þess að hressa upp á ríkiskassann. Nokkrar ríkis- stjórnir selja kornið, sem þeim berst frá Vesturlöndum, beint á markað, og nota tekjurnar til annarra fram- kvæmda. Stundum til hergagna- kaupa. í einhverjum tilvjkum rennur gróðinn beint í einkavasa eiörspilltra embættismanna. Þungtí vöfum kostnaðar- og tímafrekt Matarhjálpin er einstaklega svifa- sein og umfangsmikil tegund að- stoðar. Umfang matvörunnar, þunginn, vandamálin við birgða- geymslurnar, flutningana og dreif- inguna gerir þessa aðstoð bæði kostnaðar- og tímafreka. Vörusend- ingarnar fara í gegnum margar hendur. Milliliðirnir eru margir og viðkomustaðir víða. Erfitt er hafa yfirlit yfir það. Enn erfiðara að hafa eftirlit með þvi, hvað um sendingarn- arverðuráleiðinni. Athugun, sem Oxfam lét gera í Bangladesh, benti til þess, að fjórðungur matvælaaðstoðarinnar næði alla leið til hinna þurfandi. Yfirlit frá öðrum löndum gefur litlu huggunarmeiri mynd. En með því að stærsti hlutinn nær aldrei til réttra viðtakenda verkar hann til þess að auka á misréttið, breikka bilið milli ríkra og fátækra, og magna enn meir félagslega ólgu og óánægju. Spiilingar- hætta Vegna þess hvernig matvælaað- stoðin er í eðli sinu fylgir henni mikil hætta á aukinni spillingu. Margir, sem gefa þessum málum gaum, hafa af því þungar áhyggjur, hvernig and- rúmsloftið hefur spillzt og spenna aukizt i kjölfar matvælaaðstoðar í mörgum þróunarlöndum. í þeim sömu löndum þykja einmitt mikil brögð að því, að aðstoðin renni nær óskipt í vasa gróðabrallara. Annað er ekki síður mikilvægt. Þessi tegund aðstoðar hefur oft orðið til þess að ríkisstjórnum viðkomandi lands finnst það ekki lengur eins að- kallandi að hrinda í framkvæmd um- bótum í matvælaframleiðslu þjóðar sinnar. Tengt vandamálum landbúnaðar alls- nægtarríkja Mörg vestræn ríki láta af höndum rakna matvæli til sveltandi þróunar- landa. Stærst í sniðum eru þó Banda- ríkin, Kanada og Frakkland. Þau eiga það öll þrjú sameiginlegt, að hjá þeim er mikil offramleiðsla á land- búnaðarafurðum, sem þau eiga í erfiðleikum með að koma á markað. Ef þau gripu til þess að brenna um- frambirgðirnar, grafa þær í jörð eða kasta í sjóinn mundi það styggja al- menningsálitið heima fyrir. Það mundi vekja kröfur um uppstokkun í kerfinu þar sem hinum pólitískt öfl- ugu bændasamtökum yrði haldið í skefjum. Menn hafa heldur hallazt að hinni lausninni allt frá því upp úr 1950, að senda skipsfarmana af um- frambirgðunum til þróunarrikjanna. Óneitanlega hefur þetta verið hand- hæg lausn, en þegar svo þessir skips- farmar ekki lengur miðast við neyðarhjálp upp úr náttúruham- förum eða slíkum tilfallandi hörmungartilvikum, heldur gerast varanlegir fastir liðir í dagfarinu, þá hafa menn vaknað til umhugsun- ar. Einkanlega þegar augu manna opnast fyrir því, að gagnsemi þess- arar aðstoðar eru mjög þröng tak- mörk sett. PóHtískt hjálpartæki Menn taka að gefa því meiri gaum að oft eru þessar gjafasendingar til þróunarríkja eða ríkisstjórna þeirra einber umbun, eins konar meðal í heimsvaldataflinu, tilvalið til þess að koma sér í mjúkinn hjá viðkomandi ríkisstjórn. Slík pólitísk sjónarmið hafa alls engan hag af þvi, að menn grufli í því, hvað viðtakendur geri við búsílagið. Einkasamtök, sem miðla aðstoð- inni, eru heldur ekki ýkja ginnkeypt fyrir því að sviðsljósinu sé beint að þessari starfsemi, því að einatt hafa þær þróast upp í stórbákn, sem fjöldi fólks hefur atvinnu sína og tekjur af. Þeir sem gagnrýnt hafa matvæla- aðstoðina hafa fljótlega rekið sig á ýmsar hindranir, undanbrögð og út- úrsnúninga. Algengt svar er t.d.: Má vera, að aðstoðin dragi úr framförum í þróunarlöndunum, en hvernig er hægt að segja hungruðu fólki sem er að bana komið, að það sé þvi óhag- kvæmt, þegar til framtíðarinnar sé litið, að þiggja matargjafir frá Vesturlöndum? Við þetta er oft síðan hnýtt að mat- vælaaðstoðin hafi tilhneigingu til þess að velta upp á sig eins og snjó- boitinn. Jafnvel eftir að henni hefði átt að hætta. Hún hefur í tilvikum skapað þörf þar sem engin var áður. Hjálparhönd til sjátfsbjargar Þeim fer fjölgandi, sem leggja meira upp úr aðstoð við að gera íbúa þróunarlandanna heldur sjálfbjarga. Eins og með tilsögn í landbúnaðar- tækni eða hjálp við að rækta land. Svo og með kennslu í fiskveiðum, eins og íslendingar hafa löngum gert. í þessum hópi eru ýmsir sem leggja þungan dóm á matvælahjálpina, eins og til dæmis dr. Siegfred Bethke, sem hér var í upphafi getið. Hann segir: „An matvælahjálparinnar til örbirgðarlanda hefði sennilegast verið minna hungur í heiminum í dag.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.