Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ& VlSIR. FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982. "nmmjwBÆMm fijálst, aháð daghlað Útgáfufólag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Framkvœmdastjóri og útgófustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aöstoöarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjóm: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Sfðumúla 8. Afgreiösla, áskríftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Simi 27022. Sfmi ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hiimir hf., Sfðumúia 12. Prentun: Arvakur hf., Skerfunni 10. Áskríftarverð á mánuði 100 kr. Verð í lausasöiu 7 kr. Heigarbiað 10 kr. Öryggisgæzlu þarfstrax Líkamsárásin í Þverholti hefur opnað augu manna fyrir, að lengur verður ekki unað við, að geðveikir af- brotamenn gangi lausir. Þjóðfélagið krefst varna gegn slíku og mannúðarstefna krefst tilrauna til lækninga. Brýnast er að mæta vandanum eins og hann er, hverju svo sem hann er að kenna, með því að taka úr umferð þá 1—2 geðveiku afbrotamenn, er koma í ljós árlega að meðaltali. Þjóðfélagið sættir sig ekki við síbrot af Þverholtstagi. Eftir því sem föng eru á hverju sinni verður einnig að gera tilraunir til að lækna hina geðveiku afbrota- menn. í sumum tilvikum kann að leynast von, þótt venjulega séu þeir orðnir ólæknandi, þegar þeir eru handteknir. Að undanförnu hafa embættismenn og yfirmenn geðheilbrigðismála skýrt sjónarmið sín á þessum vanda hér í blaðinu og sýnist sitt hverjum. Endurspeglast þar togstreita, sem hefur sett svip sinn á þetta ástand árum saman. Geðveikir afbrotamenn eru yfirleitt dæmdir til svokallaðrar öryggisgæzlu. Hún er ekki hugsuð sem refsing, heldur í fyrsta lagi til að vernda umhverfið fyrir hinum geðveiku og í öðru lagi til að veita þeim læknishjálp. Slík aðstaða er ekki til í fangelsum, þótt til þess sé raunar ætlazt í fangelsislögum. Því hafa yfirvöld dómsmála fengið yfírvöld heilbrigðismála í lið með sér við að reyna að koma öryggisgæzlunni á geðsjúkra- húsin. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði hér í blaðinu, ,,að vista eigi geðsjúka afbrotámenn á geðsjúkrahús- um eða á deildum, sem reknar eru í nánum tengslum við þau”. Átaldi hann þessar stofnanir fyrir að tregðast við. Skúli Johnsen borgarlæknir sagði við sama tækifæri, að „réttarúrskurður um öryggisgæzlu ein- staklings getur einn sér alls ekki skotið heilbrigðisyfir- völdum eða heilbrigðisstofnunum undan hlutverki sínu”. Hann lagði ennfremur til, að borið verði undir Hæstarétt, hvort vald dómstóla nægi eða nægi ekki til að skylda geðsjúkrahús til að hlíta úrskurði um að taka við geðveikum afbrotamanni til öryggisgæzlu. Yfirlæknar geðsjúkrahúsa neita harðlega að fá þessa menn til sín. Þeir sögðu, að öryggisgæzla geðveikra fan'ga eigi „ekki samleið með meðferð á al- mennum geðdeildum”, auk þess sem ekki sé einu sinni rými fyrir aðra sjúklinga. Þeir sögðu í svörum sínum hér í blaðinu: „Ætti geðdeild að taka að sér öryggisgæzlu, þó ekki væri nema eins eða tveggja sjúklinga, fyrir dómsvöld, mundi meðferðarumhverfið eyðileggjast fyrir aðra sjúklinga.” Ennfremur segja þeir, að það sé „starfsskylda yfir- lækna geðdeilda að vernda hagsmuni þeirra þúsunda sjúklinga, sem engin afbrot hafa framið”, m.a. með því að vinna gegn því, að deildirnar og umhverfi þeirra fái á sig fangelsisbrag. Yfírlæknarnir eru einnig andvígir því, að við geðsjúkrahús eða spítala eins og Vífilsstaði verði reist deild fyrir öryggisgæzlu, svo sem landlæknir hefur lagt til. Mikið ber því á milli embættismanna þessa kerfis. í ár hefur i fyrsta sinn verið veitt fé á fjárlögum til undirbúnings sérstakrar stofnunar fyrir öryggisgæzlu geðsjúkra afbrotamanna. Þeirri framkvæmd þarf að hraða sem mest. Og vernda á meðan þjóðfélagið fyrir þessum mönnum. Jónas Kristjánsson. Öldungadeild MH og kvöldskóli FB: Þörfin fyrir fullorðins- f ræðslu og endurmenntun fer vaxandi dÞ „Árekstrar, eins og þeir urðu á sl. hausti, þegar við lá að öll kennsla í deiidunum féíli niður, mega ekki endurtaka sig. Við þurfum að standa vörð um áframhaldandi rekstur deildanna og vinna að eflingu þeirra,” segir Bragi Jósepsson m.a. í grein sinni þar sem hann fjallar um kvöldskóla, en aðsókn í þá fer mjög vaxandi. Fyrir rétt rúmum tíu árum var brotið blað í skólasögu Reykvíkinga þegar stofnuð var Öldungadeild í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Með stofnun þessarar deildar var í raun mörkuð ný stefna um framhaldsmennt- un á íslandi, sem hefur haft mun við- tækari áhrif á almenn viðhorf til menntunar en menn óraði fyrir um þær mundir sem deildin tók til starfs. Eins og flestum mun kunnugt var Öldungadeildin skipulögð þannig að hér var í raun um að ræða nýja tegund af menntaskóla. Þetta var skóli fyrir vinnandi fólk, sem komið var yfir tvítugt og hafði hætt námi um lengri I l „Á þessu máli er svo önnur hlið, sem er ekki síður alvarleg, en það eru hugsánleg áhrif af hruni loðnustofnsins á afkomu þorskstofnsins.” Iftf/ Hinn 18. okt. sl. urðu talsverðar umræður utan dagskrár á þingi vegna fiskverðsákvörðunar. Inn í þær ‘umræður spunnust niðurstöður rann- ^sókna á hrygningarstofni loðnunnar. Þá sagði Steingrímur Hermannsson ísjávarútvegsráðhcrra meðal annars þetta: „Það er rétt að niðurstöður af rannsókn fiskifræðinga nú í október eru ákaflega alvarlegar. Niðurstaða þeirra er sú af mælingum, að loðnu- stofninn, sem þeir mældu, sé um 144 þúsund lestir, en þeir mældu í fyrra á sama tima hátt í 700 þúsund lestir, eða 677 þúsund lestir. Ef þetta er rétt boðar það náttúrlega ekkert annað en hrun loðnustofnsins.” — Þetta sagði sjávarútvegsráðherra þá, en loðnu- veiðunum var haldið áfram. Við fyrrnefndar umræður sagði ég meðal annars: „Eg verð að segja það sem mína skoðun, að deilur um loðnuverð eru hjóm eitt miðað við hversu alvarlegar Iréttir hér eru á ferð- inni. Mín skoðun er sú, að þær upplýs- ingar, sem nú hafa borist frá fiskifræð- ingum, hljóti að vera af því tagi að það sé rökrétt ákvörðun í framhaldi af þeim upplýsingum, að loðnuveiðar verði stöðvaðar þegar i stað, a.m.k. á meðan verið er að skera úr um hvort þessar upplýsingar eru réttar eða ekki. Mér er ljóst, að það standa mörg spjót á hæstvirtum sjávarútvegsráð- Ijerra þessa dagana af ýmsum tilefnunt og vegna ýmissa niála. En þetta mál finnst mér alvarlegra en nokkuð annað, sem hér hefur borist inn í þingsali í langan tima. Menn verða að gjöra svo vel að gera sér það Ijóst, að loðnan er undirstöðufæðutegund þorskstofnsins í hafinu. Ef við erunt að veiða upp þennan stofn eru svo alvarleg tíðindi á ferðinni að við því verður að bregðast af fyllstu hörku. Ég, vænti þess, að hæstvirtur sjávarútvegsráðherra taki þetta mál eins föstum tökum og honum er framast unnt.” Hrollur eða hrollvekja Þetta var sagt hinn 18. október sl. Ekkert gerðist, loðnuveiðunum var haldið áfram. — í framhaldi af þessum orðunt minum ráku nokkrir loðnuskip- stjórar upp ramakvein, og einn skip- stjóranna sagði, að loðnusjómenn fengju hroll í sig, þegar þeir heyrðu orð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.