Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1982, Side 14
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982. 14 Spurningin Hefurðu farið hringveginn? Örn Nordahl: Nei, það hef ég ekki gert til þessa. En ég hef hugsað mér að gera það í framtíðinni. Hugsanlega næsta sumar. r.iisaDct Porgeirsdóttlr: Nei, ég hef nú ekki gert það. Hinsvegar langar mig lil þess og ég býst við að fara einhvern- tíma. Þyri Baldursdóttir: Já, ég fór hringveg- inn sumarið 1974 og hafði að sjálf- sögðu gaman af. Það má vel vera að ég skelli mér einhvern tíma aftur. Margrét Jónsdóttir: Já, ég hef nú eig- inlega farið hringveginn, að undan- skildum Vestfjörðum. Þangað hef ég aldrei komið. Tyrfingur Tyrfingsson: Nei, það hef ég ekki gert. Ég á örugglega eftir að gera það einhverntíma í framtíðinni. Reynir Hermannsson: Nei, en ég býst fastlega við því að fara einhver næstu ár. Lesendur Lesendur Lesendur í framhaldi af skrífum um geðsjúka af brotamenn: Mundu að þitt bam eða ástvinur getur orð- ið næsta fórnarlambið —skrifar faðir ungu stúlkunnar sem varð fyrír hinni hrottalegu árás í Þverholti Magnús Pálsson, faðir ungu stúik- unnar er varð fyrir hinni hrottalegu árás i Þverholtinu, skrifar: Öllum er okkur tamt að tala um ófremdarástand í þessu málefninu eða hinu og við bætum því ekki( ósjaldan við að eitthvað þurfi að gera til úrbóta. Ástandið í málefnum geð- sjúkra, ekki þásízt geðsjúkra afbrota- manna, hefur verið umtalsefni árum saman — en iivað hefur verið aðhafzt til þess að leysa vandamálin? Áður en varir ert þú ekki lengur að tala um hvert annað þjóðfélags- vandamál. Reiðarslagið dynur á þér. Þitt barn verður fyrir hrottalegri líkamsárás geðsjúks manns — sem ekki hefur fengið inni á geðsjúkra- húsi, þrátt fyrir þrábeiðni þeirra er að félagsmálum starfa, foreldra hans og jafnvel hans sjálfs. Samt hafði hann verið sviptur sjálfræði. Þú horfir á magnþrota barn þitt berjast fyrir lífi sínu og þú sérð á eftir því i hverja stóraðgerðina eftir aðra en getur ekkert aðhafzt fram yfir að biðja Guð um hjálp. Auk alls annars máttu þola óteljandi gróusögur sem berast barni þinu til eyrna og valda því ómældum sársauka. Hvað er síðan aðhafzt i málefnum þessara manna? Fregnir herma að eiturlyfjasjúklingar séu á leið heim til landsins í meðferð, svo vænt- anlega er þeim fyrirhugað að komast inn á einhverja heilbrigðisstofnun. En hvergi er nokkurt pláss fyrir menn sem eru okkur öllunt stórhættulegir — þínu barni ekki síður en mínu. Hvað þarf að ganga á til þess að komið verði upp hæli eða deild fyrir þetta fólk? Af hverju eru geðsjúkra- húsin ekki fyrir þá geðsjúklinga, sem hættulegastir eru sjálfum sér og um- hverfi sínu? Við hjónin fögnum því tímabærri umfjöllun lesendasíðunnar um mál- efni geðsjúkra afbrotamanna. Það er kominn tími til þess að hreinsa til í þessum efnum — og gera það fyrir al- mannaaugum, því almannaheill hef- ur verið í veði og er enn. Það er kominn tími til þess að tala opið og hreinlega um þessi mál og undir full- um nöfnum. Okkur ofbýður af- skiptaleysi það sem hefur átt sér stað hvað málefni afbrotamanna varðar yfirleitt. Mundu að þitt barn eða ástvinur getur orðið næsta fórnarlambið. t LATK) IBUÐASTÆRÐ RAÐA SKIPTA- HLUTFÖLLUM ÞEGAR SAMEIGN ER SKIPT Valgeir T. Ingimundarson skrifar: Ég vil vekja athygli á því að rétt hlut- föll fást í skiptingu sameignar sambýl- is- og fjölbýlishúsa við að láta innan- mál íbúða ráða skiptahlutföllum; „eignarprósentu” íbúðareigenda. Ég tel að það yrði mjög til þess að stuðla Lesendur Franzisca Gunnarsdóttir að friði meðal húsbyggjenda, aðila að byggingasamningi og samborgara, ef þessi þáttur mannréttinda yrði í heiðri hafður; að menn fengju eignir sínar réttilega mældar. Mundi friður eflast við það og styrkjast lýðræðið. Valgeir T. Ingimundarson leggur til aó innanmál íbúða rárti skiptahlutföllum þegar fjallaö er um skiptingu sam- eignarí fjölbýlishúsum. Alkóhólismi er sjúkdómur áborö við hvem annan —samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstof nunarínnar Áskrifandi skrifar: Ég er áskrifandi að ykkar ágæta blaði og bíð bara spenntur eftir því, að blaðið verði í alla staði endanlega frábært. Og ef ég þekki rétt til, þá verður sú staðreynd orðin að veruleika að minnsta kosti helmingi fyrr enseinna. En spurning min er þessi: Getur atvinnurekandi neitað að borga samningsbundna veikindadaga (svo framarlega sem þeir hafi ekki verið upp étnir), ef manni dettur i hug (og fer) í „alkóhólíska meðferð”? Maður heyrir það stundum, að þessi „aumingjaskapur” flokkist ekki undir veikindi skv. landslögum Hitt veit ég, að margir atvinnurekendur borga þessum „vesalingum” kaup meðan á þessu stendur. En það er önnur saga og verður ekki lesin hér. En spurningin er: Getur at- vinnurekandi hundsað að borga veikindadaga í sliKum tilfellum, ef honum býður svo við að horfa? Alkóhólismi sjúkdómur á borð við hvern annan „Það hefur raunar fallið undir- réttardómur í svona máli,” sgaraði Skúli Thoroddsen, lögfræðingur og starfsmaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar. „Urskurður dómsins var að atvinnurekandi væri ekki skyldugur til þess að greiða í því á- kveðna tilviki. Það ber þó að hafa í huga að dómsúrskurður þessi fjallar um eitt einstakt tilvik svo ekki er hægt að draga almennar ályktanir á þeim grundvelli. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, 1954, og ísland er aðili þar að, er litið svo á, að alkóhólismi sé sjúkdómur á borð við hvern annan. Við hérna hjá Dagsbrún lítum svo á að á þessum grundvelli beri at- vinnurekanda að greiða veikindadaga vegna alkóhólisma. Atvinnurekandi getur hins vegar sagt upp manni ef maðurinn er sífellt frá vinnu vegna þessa sjúkdóms og neitar að leita sér læknismeðferðar á viðurkenndri stofnun. Dagsbrún vfðurkennir ofangreind sjónarmið sín í verki með þvi að greiða þeim félögum sínum, sem ekki njóta launagreiðslna í slíkum veikindum, úr sjúkrasjóði,” sagði starfsmaður Dagsbrúnar að lokum. -FG. » Verkamannafélagið Dagsbrún lítur svo á að atvinnurekanda beri að greiða veikindadaga vegna alkóhólisma. í því efni styðst Dags- brún við skilgreiningu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.