Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. 13 Kei..ur lit virka daga kl 11 írdeKis, 25 blöð (að minsta koeti) til martloka. nema laujjardaga kl. 6 siðd. Eintakið kostar 3 au. Afgreiðsla i Pósthússtræti 14. Opin allan daginn. Sunnud. 26. febr. 1911. Sól i hádegisstaö kl. 12,40* Háflóö kl. 3,53 árd. og kl. 4,13* síðd. Háfjara kl. 10.5* árd. og 10,25* síðd. Póstar. E s Ceres frá útlöndum. Afmœll. Ekkja Kristin Ásgeirsdóttir Blöndal, 74 ára. Björn Krlstjánsson bankastjóri, 53 ára. Jóna8 H. Jónsson, trjesmiður, 36 ára. Lcikhúsiö i kveld. AlþýÖufræÖ8la kl. 5. Veðrátta í dag. Reykjavík 746,4 - 2,8 A 2 Skýjað ísafj. 753,4 - 7.2 NA 7 Skýjað Bl.ós 751,0- 7,3 SS 4 Halfsk. Akurcyri 751,8 7,0. NA 1 Alsk. Orirnsst. 716,5 li,5l N 1 Skýjað Sevðisfj. 750,7 6,6, NA 5 Hríð Þorshöfn 743,8 - 1,3; NNV 5 Alsk. Skýrlngar: N = norð- eða noröan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vcstan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviöri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Næsta blað á þriðjud. Frá alþingi. Ráöherra-málið. III. f undur neðri deildar um van- ! traustið, seni hófst á liádegi. föstud. stóð fram undir kl. 2 árd. í gaer. 1 Ur meiri lilutanum töluöij rnóti ráð- j herra: B. Sv. Skúli Th. ög Jón á ' hvanná einu sinni liver, samtals í tæpa 2 tíma. Af miiini hlutanum 1 töluðu Jón í Múla fulla 2 tínia og j Jóhannes sýsltun. litla stund. Ráó- í Ráðherra Ijet í Ijósi að óvíst vœri að hann segði af sjer.- Við atkvæðagreiðslu voru þessir nióti vanlrauslsyfirlýsingunni: Björn Þorláksson Björn Kristjánsson Björn Sigfússon Hálfdán Ouðjónsson Magnús Blöndahl Ólafur Briem Sigurður Clunnarsson og Þorleifur Jónsson Dr. Jón Þorkelsson greiddi ekki atkvæði pg var þv talinn nieð meiri- hlutanum. Var því vantraustsyfirlýs- íngin samþykt með 16 atkv. móti 8 [þegar Hannes Hafstein fjell voru atkvæðin 15:9j. Viðaukatillaga um að ráðherra segði þegar af*sjer var samþykt með 17:7 (þeir greiddu ekki atkvæði dr. Jón og sr. Hálfdán). Ráðherra símaði til konungs þegar í gœrmorgun og belddist lausnar. Frh. ræðu B. Sv. næst. Jxí úUöndum. Þráðlaus eldhús er hún kölluð, nýasta uppfundning hins hugvitsama landa vors C. H. Thordarsonar í Chic?go, en með lieimi má sjóða mat meö þráðlaus- um rafurmagnsstraumum. Þessa uppfundning sína gerði lianu kumia nýlega á rafmagnssýn- ingu þar í borginni og þótti hún þegar hið mesta furðuverk. Eitt Chicagoblaðiö getur hennar með þessum orðum. Frá íslandi liefur komið F.dison sýnigarinnarí persónti C. H.Thordar- sonar, og hefurliatm breytt hinu þráð- lausa niasi í samfasta ræöu og heilla- vænlegra þarfa fyrir eldabuskuná. í hinu þráðlausa eldhtísi liefur galdra- maðurinn enga eldavjel, kol eða gas. Á marmarahellu eða pappírsblað sctur þessi undramaður aluminiumplötu. Á hana hellir hann svo innihaldinu úr hænueggi og meðan þú stendur undrandi yfir, hver fwemillinn úr þessu ætlar að verða steikist eggið, sent á sjóðandi pönnu. Undrandi hvernig þetta hafi mátt verða bregður þú fingrinum varlega á marmarahelluna, hún er ísköld sem áður, og þú verður því engu nær hvernig eggin hafi verið steikL Þessu næst tekur Th. postulíns- I skál og lætur ofau í hana fjögur | örsmá alumíníumhjól, án þess að j nokkur annar útbúnaður sje viðhafð- I ur. Pessu næst brýtur hann sex j egg og Hellir innihaldinu í skáíina* Strax fara hjólin að hreyfast og Talsími 212 Talsíml 212 Matarverzlunin í Bankastr. 10 hefur ávalt á boöstóluni alskonar .nýmeti, svo sem nýtt Nauta- kjct. Pylsur allskonar. Hanglkjöt. Kæfu i lausavigt og( dósum, ulskonar nlðursoöin mat, O S T A a ðHum fatfitrwliun Marvaylna «« tmt C — i i: _ — — —-----* Sunnudaginn 26. fébrúar 1911 gat að lesa þessa frótt í dagbiaomu »».. íbókasafni Hjartar. Sagt f rá íslenzkum hugvitsmanni í Vesturheimi! — í þráðlausu eldhúsi fyrir 70 árum „Þráðlaus eldhús” er hún kölluð, nýjasta uppfinning hins hugvitssama landa vor, C.H. Thordarsonar, i Chicago, en með henni má sjóða mat með þráðlausum rafmagnsstraumi. Þessa uppfmningu sína gerði hann kunna nýlega á rafmagnssýningu þar í borginni og þótti hún þegar hið mesta furðuverk. Eitt Chicagoblaðið getur hennar með þessum orðum: „Frá íslandi hefur komið Edison sýningarinnar í persónu C.H. Thordar- sonar og hefur hann breytt hinu þráð- lausa masi í samfasta ræðu til heilla- vænlegra þarfa fyrir eldabuskuna. — í hinu þráðlausa eldhúsi hefur galdra- maðurinn enga eldavél, kol eða gas. Á marmarahellu eða pappírsblað setur þessi undramaður aluminiumplötu. Á hana hellir hann svo innihaldinu úr hænueggi og meðan þú stendur undr- andi yfir, hver þremillinn úr þessu ætlar að verða, steikist eggið sem á sjóðandi pönnu. Undrandi hvernig þetta hafi mátt verða bregður þú fingrinum varlega á marmarahelluna, — hún er ísköld sem áður, og þú verður því engu nær um hvernig eggin hafi verið steikt. Þessu næst tekur Th. postuiínsskál og lætur ofan i hana fjögur örsmá aluminiumhjól, án þess að nokkur ann- ar útbúnaður sé viðhafður. Þessu næst brýtur hann sex egg og hellir innihald- inu í skálina. Strax fara hjólin að hreyf- ast og þeyta eggin eins og Kvenna- fræðarinn kallar það. Sjálfur kemur Th. hvergi nærri. Það eru þráðlausir rafmagnsstraumar, sem gera það, segir hann og brosir í kampinn. Þessu næst kemur Th. með bökunarofn. Hann er fet á dýpt og tvö fet á breidd og gerður úr flögugrjóti með aluminiumplötu í botninum. Við skoðum ofninn grand- gæfilega, allt er ískalt. Aðstoðarmaður hans kemur þá með deig í kökur og kex sem er látið í ofninn. Th. tekur úrið upp úr vasanum og horfir á um stund, opnar svo ofninn og tekur út fullbak- aðar kökur, bæði ilmandi óg heitar, og býður okkur að bragða og geðjast okk- ur ágætlega að þeim. ,,En ekki er allt hér með búið. Næst er stórt ísstykki fært fram á sjónarsvið- ið og látið á marmarahelluna og galda- maðurinn lætur pönnu sína ofan á það og steikir eggin viðstöðulaust, hitar vatn og þeytir egg og isinn bráðnar ekki nema á þeim stað sem pannan stóð. Einn af sjónarvottunum lýsir van- trúnaði sínum á þessu og telur það mis- sýningar einar. Thordarson brosir og býður honum að borða með sér eitt af eggjunum sem hann hefur steikt. Hinn gerir það, en brennir sig í tunguna þvi að eggið er brennandi heitt, þó það sé steiktá isstykki. Þegar hér er komið gefur Thordar- son skýringu á öllum galdrinum. Hann segir: „Vel þekktir eiginleikar rafmagnsins eru hafðir til að framkvæma þessi undur. Ég tek 110 volta víxlstraum frá leiðara hér í hyggingunni og leiði strauminn undir bekkinn sem bökunar- ofninn minn stendur í og tengi hann við segul sem ég hef undir marmarahell- unni. Rafmagnið er það sem kölluð er „sextug hringrás” og er víxlað 120 sinnum á sekúndu. Hin snögga skipting skautanna í segulstálinu gerir galdur- inn. Kona ein, sem verið hafði sjónar- vottur að öllum þessum undrum Thordarsonar, gekk til hans að útskýr- ingunni lokinni og spurði hann hvort hann gæti gert slikt hið sama í eld- húsinu hennar. Auðvitað, kæra frú, sagði íslendingurinn og hneigði sig. Hvar sem víxlstraumar eru notaðir, get ég innleitt þráðlaus eldhús. (Heimskringla) Af borgfirzkum œttum Þetta minnir eiginlega á örbylgju- ofna. Og það eru rúm 70 ár umliðin, siðan þetta galdraverk var sýnt í Chicago. Hver var þessi Thordarson? Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að til er ævisaga þess manns á íslandi og heitir „Hugvitsmaðurinn Hjörtur Þórðarson” eftir Steingrím Jónsson, útg. 1978. Þar var leitað fróðleiks um uppfinningamanninn. Hann reyndist vera af borgfirzkum ættum; foreldrar hans báðir úr Hvítár- síðunni. Þau bjuggu á Bjarnastöðum í 12 ár en fluttust síðan árið 1861 að Stað í Hrútafirði og þar fæddist Hjörtur árið 1867. Fjölskyldan flutti síðan vestur um haf árið 1870, sigldu þau frá Reykjavík og til Wisconsinríkis, og settust að í Milwaukee. Þórður faðir Hjartar lézt skömmu síðar og flutti Guðrún, móðir hans, þá upp í sveit og naut aðstoðar norskra landnema. Hjörtur ólst upp á sveitabæ við furu- skógarjaðar, undi við læki og skógar- rjóður. Bláa bókin Ekki fara miklar sögur af skóla- göngu Hjartar, en vitað er að 13 ára gamall sat hann löngum við að lesa Bláu bókina svonefndu, eðlisfræðibók eftir Fischer, sem móðurbróðir hans hafði íslenzkað og líklega sent systur sinni. Hjörtur stautaði sig fram úr bók- inni, hafði hana jafnan með í yfirsetur og hætti ekki fyrr en hann kunni hana spjaldanna á milli. Er skemmst frá því að segja að árið 1885 kemur Hjörtur til Chicago borgar og sezt að hjá systur sinni, fer í skóla og varð þá að byrja í neðsta bekk. Tók hann barnaskólanámið og gagnfræða- nám á 2 árum og stóð þá á tvítugu. Byrjar þá í vinnu hjá manni, sem fékkst við smíðar á raftækjum ýmiss konar. Þá varð ekki aftur snúið, raftæknin og listfræði hennar áttu hug hans allan það sem eftir var. Las allt upp til agna Hjörtur Þórðarson, C.C. Thordar- son, var að mestu leyti sjálfmenntaður í sínu fagi. Hann byrjaði sem viðgerðar- maður, opnaði eigin verkstæði, en sakir hugsvitssemi sinnar aflaði hann sér fljótt virðingar og starfa, ekki sízt hjá háskólanum í Chicago. Rafvæðing var þá í algleymingi og nýjungar Thordarsons komu hver af annarri. Einkaleyfin sem hann fékk munu vera um 150. Verkstæðið varð að stórfyrir- tæki, árið 1930 unnu þar um 1500 manns og veltan var um 5 milljónir dollara. Starfsemin dróst mikið saman í kreppunni. Gullpeningar á sýningum Of langt mál yrði hér að telja upp uppgötvanir og afrek Hjartar Þórðar- sonar, enda fyrir ofan höfuð flestra leikmanna á sviði rafmagnsfræða. Vert er þó að geta þátttöku hans í heimssýn- ingunni í St. Louis árið 1904, en þar hafði ,,C.H. Thordarson spenni í starfi, sem hækkar spennuna úr 120 voltum upp í 504.000 volt” og þótti mikið afrek. Hjörtur fékk gullpening sýningarinnar. Á heimssýningunni í San Fransisco 1915 sýndi Hjörtur 1.000.000 volta spenni og þótti gífurlegt undur þegar rafmagninu var hleypt á og þræðirnir gneistuðu. Enn fékk Hjörtur guilpen- inga. Mikið bókasafn á einkaeyju Hjörtur Þórðarson varð efnaður maður og bjó ríkulega. Hann keypti sér eyjuna Klettaey á Washington vatni og reisti þar hús mörg og margvísleg. Þangað flutti hann bókasafn sitt, sem var mikið að vöxtum, taldi um 25.000 bindi og margt fágætra bóka, einkum enskra. Þeirra á meðal var ensk biblía, sú fyrsta sem prentuð var á Englandi og kennd við Coverdale, frá árinu 1535. Varð bókasafn Hjartar viðfrægt fyrir fágæti og stærð. Margt og mikið mætti enn segja af Hirti Þórðarsyni af Hvitársíöu en við látum þetta nægja til að svala forvitn- inni. Hjörtur lézt árið 1945, þá 77 ára gamall. Ekkja hans var Júlíana Frið- riksdóttir frá Eyrarbakka. Hún lifði mann sinn, en Júlíana var 91 árs þegar hann lézt. Synir þeirra voru Tryggvi (d. 1957) og Dúi (lézt 1978). Barnabarn Hjartar og Júlíönu er Julie Tryggva- dóttir. Bókasafn Hjartar var selt Wisconsin háskóla að honum látnum og Klettaey er friðað náttúruverndarsvæði og sigla þangað skip með ferðamenn. Hjörtur Þórðarson hlaut heiðursdoktors- nafnbót frá háskóla íslands árið 1930, MA-heiðurstitil frá Háskólanum í Wisconsin 1929 og stórkross fálkaorð- unnar 1939. Einnig hlaut hann heiðurs- viðurkenningu frá hermálastjórn Bandarikjanna árið 1943 fyrir störf i þágu striðssóknar. Sama ár var hann gerður að heiðursfélaga i Þjóðræknis- félagi íslendinga í Vesturheimi. ÞG/Ms lók saman. Erum við ekki sæt og f ín Plága undir Fogru skinni Bylgjupappa- rúllugluggatjöld Duran Duran Hvað gerirðu í f rístundunum Knútur? rrrs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.