Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. 15 469.774 kr. Ofan á þetta verð bætist 14,57% söluskattur. Að sögn Þorsteins má ætla að þetta verð sé um 50—55% af heildarbyggingarkostnaðinum, þvi eftir er að steypa grunn undir húsið, reisa það og innrétta, jafnframt því að leggja hita og rafmagnslagnir. Má því reikna með að svona hús kosti tilbúið til íbúðar um eina milljón króna. Timburhús vinna á — En eru timburhús sambærileg við járnbenta steinsteypu? „Já, það tel ég hiklaust,” svaraði Þorsteinn, „timburhúsin eru ekki síðri. Nú til dags eru timburhús byggð úr betri viðum heldur en almennt þekktist áður. Auk þess eru komin á markaðinn betri efni til að verja viðinn gegn fúa. Sé þess gætt að bera regluleaa Hir er ívar Geirsson eð frsesa fyrir rafmagnsdós. fúavarnarefni á viðinn, þá standast timburhúsin fyllilega samanburð við steininn, og vel það.” — En hvað um verðsamanburð við steinhús? Þessari spurningu svaraði Sigurður:, „Timburhúsin eru ódýrari en steinhús. Hérlendis var til skamms tima ekki byggt úr öðru en járnbentri steinsteypu og við það byggingarefni er „visitölu- húsið” miðað. Verð á okkar húsum hefur verið borið saman við „.vísitölu- húsið”. Það var verkfræðiþjónusta Guðmundar Óskarssonar, sem gerði þennan verðsamanburð. Niðurstaðan sýndi að okkar hús eru 23% ódýrari en vísitöluhúsið”. Veðráttan hefur ekki áhrif — En hvers vegna eru timburhús ódýrari? „Það er rnargt semkemurtil en fyrst og fremst má þakka það hagræðing- unni sem fæst með verksmiðjufram- leiðslu,” svaraði Þorsteinn. „Við höfum reynt að hafa sem nýtízkuleg- astan vélakost og íslenzk veðrátta tefur okkur ekki né rýrir gæði framleiðsl- unnar. Auk þess náum við betri efnis- nýtingu og efnisinnkaup eru hagkvæm- ari þegar gerðar eru stórar pantanir.” — Hvað með iðnaðarmenn, þarf færri slíka við verksmiðjuframleiðslu húsa heldur en ef húsið væri byggt á staðnum1 ,,Já, af um 30 starfsmönnum sem vinna við framleiðsluna eru ekki nema 8 iðnaðarmenn sem sjá um flokksstjórn og tilsögn. Þetta lækkar að sjálfsögðu byggingarkostnaðinn”, svaraði SÍKurður, og hann hefur orðið áfram. „Undanfarin tvö ár hefur verið unnið eftir bónuskerfi, sem miðast við heildarframleiðsluna. Þegar þetta kerfi var tekið upp jukust afköstin um 35% og laun starfsmannanna hækkuðu í sama hlutfalli. Nú er í bígerð að taka upp nýtt afkastahvetjandi kerfi, þar sem hverjum einstaklingi og starfs- hópum gefst kostur á að auka tekjur sínar með auknum afköstum.” — Hvaða kosti hafa einingahús umfram það sem þegar hefur verið talið? „Við minntumst áðan á veðráttuna, sem oft hefur gert húsbyggjendum gramt í geði,” svaraði Þorsteinn og hann heldur áfram: „Sá háttur hefur tíðkazt hérlendis að húsbyggjendur leggi nótt við dag til að drífa húsin upp fyrir sumarið. Þessi pressa þekkist Kotbrún Ounnarsdóttír vU borvéi- ina. Hir er HarakJur Bfarnason aó slá saman einingu. ekki þegar einingahús eiga í hlut enda eru þau sérstaklega vinsæl meðal bænda og sjómanna sem segjast ekki hafa tíma til að standa yfir iðnaðar- mönnunum. Það þarf ekki að taka 2— 3 iðnaðarmenn nema 3 daga að reisa einingahús á einni hæð og svipaðan tíma aðkomamilliveggjumfyrir. Mér er það minnisstætt þegar við reistum hús við Neðstaberg 22 í Reykjavík, sem er hæð og ris. Við byrjuðum að morgni og sögðum frúnni að hafa allt tilbúið fyrir reisugillið um kvöldið. Hún vildi ekki trúa okkur, margspurði hvort við yrðum virkilega búnir að reisa húsið og koma þakspterrunum fyrir um kvöldið. Við héldum það nú, og það stóð,” sagði Þorsteinn. Söluskattur til vandrœða Til að byrja með þurftu Húseiningar að innheimta fullan söluskatt af verk- smiðjuframleiðslunni. Þessu hefur verið kippt i liðinn, þannig að greiddur 14.5% söluskattur, sem er samsvarandi því sem sá húsbyggjandi greiðir, sem byggir á hefðbundinn hátt. Það gat er þó í reglugerðinni, að fullan söluskatt þarf að innheimta af eining- um til húsa sem ætluð eru til annars en íbúðar. Til að mynda þarf að greiða fullan söluskatt ef nota á húsið fyrir barnaheimili. Nokkur slík hafa verið byggð úr einingum frá Siglufirði. Einnig sumarbústaðir og bílskúrar og timbureiningar voru notaðar viö bygg- ingu safnaðarheimilis á Norðfirði þar sem steinsteypa vár notuð samhliða. Gaf þaðgóða raun. — Að lokum voru þeir félagar spurðir um framtíðarhorfur. Það er Þorsteinn sem svarar. „Allt frá því að steinsteypan kom til sögunnar, fram um 1973 var hún alls- ráðandi sem byggingarefni á íslandi. Annars staðar á Norðurlöndunum er þessu öðru vísi varið en þar eru 70% af íbúðarhúsum byggð úr timbri. Siðan 1973 hefur timbrið verið að hasla sér völl hér á landi og vonandi heldur sú þróun áfram. Nú er svo komið, að 30% af nýjum íbúðarhúsum hérlendis eru byggð úr timbri. Ég hef trú á að það hlutfall haldi áfram að hækka, timbr- inu í hag. Við getum aukið framleiðsluna án þess að stækka verksmiðjuna. Það eru ýmsir flöskuhálsar i framleiðslurásinni sem við höfum verið að ráðast á einn af öðrum, samhliða ýmiss konar hagræð- ingu við framleiðsluna. Þetta eykur af- köstin, en dugi það ekki til að anna eftirspurn, þá getum við tekið upp vaktavinnu. Við hörfum því bjartsýnir til framtíðarinnar,” sagði Þorsteinn i lok samtalsins. GS Akurevri DV-myndir GS/Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.