Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. Kvikmyndir Fjórða kvikmyndahátkJin í Reykjavík er veiþess verð að hennar só getíð að hátíðahöldunum af- stöðnum. Óhætt er að fullyrða að óvenjuvel hafi tekizt tH um val kvikmynda á hátíðina enda hefur aðsókn að henni verið með eindæmum góð. Fjöl- margir þættír kvikmyndahátíðar vekja menn til umhugsunar en mörgum mun ekkiþykja minnst til þeirrar staðreyndar koma að hlutur kvenna í kvik- myndagerð fer stöðugt vaxandi. Mætur kvenleikstjóri lét Itafa eftir sér að jiað væri sizt erfiðara fyrir konu en karl að verða leikstjóri. En að taka ákvörðunina að verða lcikstjóri væri aftur á nióti erfiðara fyrir konu. Þetla er án efa rétt því fordænti eru ntikilvæg og starf brauðryðjandans margvíslegum vandkvæðum bundið. Benda má á að leið ntargra kvenleik- sljóra, til dæmis Margarete von Trotla og Juliet Berto, hefur legið frá leik til leikstjórnar. Sumum kann að virðast jiað heldur fánýtt að fara að draga leikstjóra i dilka eftir kyni enda má benda á jiá staðreynd að gjarnan er meiri munur á einslaklingum innan saina kyns en einstaklingum af gagnstæðu kyni. Santmannlegur jiáttur andlegra athafna ælti líka ævinlega að vera svo slerkur að hann yfirgnæfi jiann mun sent nnnasl kann á kynjunum tveim. Kvik- ntyndin Syslurnar eftir Margarete von Trolla sýnir glöggl að kvikmyndalislin gerir ekki ntannamun eftir kynjunt. Systurnar eru ntynd eftir konu með konur i aðalhlulverkum en hrífur jafnl karla sein konur jivi i henni er lýst til- finningum sem ekki eru neill prívatmál kvenna. K/ám — einkamál hverra? Raunar er sjálfsagt og eðlilegl að lelja að kynin eigi engin einkamál hvort fyrir öðru heldur sé jieim eitt markmið sam- eiginlegt að gera tilveruna mennska. Meðal framlaga til jieirrar baráttu telsl kvikmyndin Engin ástarsaga — kvik- mynd um klám. Myndin er aðgangs- hörð lýsing á klámiðnaðinum og bendir sérstaklega á ofbeldið sem stöðugt er verið að tengja kynlífi og að i klámi er kvenlíkami ekki annað en söluvara eða hver annar kjötbiti. Það sem klám- iðnaðurinn hefur fram að færa veitir tæpast öðrum en sadistum saðningu. Suntir virðast hafa litið á „Engin ástarsaga” sent sérstaka kvikmynd kvenna, en það er mesti mis- skilningur. Kann að vera að þeir sem því halda fram myndu skipta um skoðun ef í myndina væri bætt kafla unt barnaklám. Það gæti opnað augu niargra fyrir þvi að klám er varla annað en ein tegund ofbeldis. Gullöldin Á kvikmyndahátíð var mikill fengur að Gullöld Bunuels. Þegar ntyndin var frumsýnd 1930 gátu hægri öfgamenn ekki látið sýningar hennar óátaldar heldur fengu hana bannaða. Nú hefur Gullöldin tapað talsverðu af upprunalegum krafti og meirihluti áhorfenda skellihlær að uppátækjum sem minna á Harold Lloyd og Charlie Chaplin. Svona nagar tímans tönn. En þó viðhorf áhorfenda hafi breytzt á þeim fimmtíu og tveim áruni, sem brátt verða liðin frá frumsýningu „Gullald- arinnar” ber myndin enn vitni um hug- myndaauðgi og frumleika súrrealistans Bunuels. Þess má geta að Gullöldin hafði lengi vel mikil áhrif á starfsferil Bunuels, til dæmis var honum ekki vært við kvikmyndagerð í Banda- rríkjunum þegar hann reyndi þar fyrir sér. Einu sakirnar sem honum voru bornar á brýn var að vera höfundur Gullaldarinnar. -SKJ. Þeir eru ófáir sem muna eftír sýningum á „Rocky Horror Picture Show", þó að hér á landi brytíst aðdáun manna á myndinni ekki út í viðfíka æði og víða annars staðar. Sums staðar í Bandaríkjunum er myndin enn tíl sýnis og ungt fólk flykktíst í bíó klætt sams konar búningum og aðalpersónur myndar- innar. Æstustu aðdáendurnir hafa séð myndina oftar en tölu verður á komið. Nú hafa höfundar„Rocky Horror Picture Show" gert aðra mynd með svipuðu sniði. Hún ber heitið „Shock Treatment". Læknað með losti gerðu á sýningum „Rocky Horror Picture Show”. „Shock Treatment” vantar þó hvorki líflega tónlist né furðu- legar persónur sem ýtt geta undir dans- hvöt áhorfenda. Ádeila og gamanmynd Ef til vill höfðar „Shock Treatment” ekki eins beint til samtímans og „Rocky Horror Picture Show” gerði. „Shock Treatment” þykir beina spjótum sínum meir að sjötta áratugnum en jteim níunda en vera má að þessi timabil eigi margt sameiginlegt. Jim Sharman leikstjóri „Shock Treatment” samdi handrit myndarinnar í samvinnu við Richard O’Brian. Þeim félögum hefur öðru sinni tekizt að skapa óvenjulega ádeilu og gamanmynd. „Shock Treatment” er varla nein stórmynd en ef nokkuð er að marka viðtökur myndarinnar erlendis verður þess vonandi ekki of langt að bíða að íslenzkir kvikmyndahúsgestir fái að berja myndina augum. -SKJ. Einu persónur „Shock Treatment” sem koma beint úr „Rocky Horror Picture Show” eru ungu hjónin Brad og Janet. Að þessu sinni rekast jiau í ein- feldni sinni inn í bandaríska smábæinn Denton. Bær þessi er innan marka sjón- varpsstöðvar og lífið þar jafngott og fagurt og vanalegt þykir í hverjum meðal framhaldsþætti bandariskrar sjónvarpsstöðvar. íbúar Denton eru allir áhorfendur í sjónvarpssal og hvað eina sem fyrir kemur í bænum er hluti af ein- hvers konar sjónvarpsþætti. Illur bróðir Söguþráðurinn fer eins og vænta má ekki eftir neinum þekktum forskriftum. Brad og Janet eru enn sem fyrr óskap- legir sakleysingjar og lenda nú í höndum á illmenninu Farley Flavors. Flavors er þegar betur er að gáð tvíburabróðir Brads og starfar sem yfirmaður sjón- varpsstöðvarinnar. Hann fær Janet til að yfirgefa Brad og gerir hana að glæstri rokkstjörnu. Brad situr eftir með sárt ennið en sætirauk þessverstumeðferðaf hálfu bróðurins, er reyndar mestan tíma myndarinnar í spennitreyju, keflaður og útúrstónd. Enn hafa engar fréttir borizt af því hvort útlendir áhorfendur „Shock Treatment” stökkva dansandi og syngjandi úr sætum sínum eins og þeir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.