Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 2
22 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982. ÚTBOÐ Hitaveita Rangæinga óskar eftir tilboðum í lagningu 1. áfanga aðveituæðar. 1. áfangi aðveituæðar er 250 mm víð asbestpípa, sem liggur milli Laugalands í Holtum og Hellu um 10,7 km vegalengd. Útboðsgögn verða afhent gegn 1000 kr. skilatryggingu á eftirtöldum stöðum: Hvolsvelli: Skrifstofu Hvolshrepps. Hellu: Skrifstofu Rangárvallahrepps. Reykjavík: Verkfræðiskrifstofunni Fjarhitun hf. Borgar- túni 17. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Rangárvallahrepps, Laufskálum 2, Hellu, miðvikudaginn 14. apríl 1982 kl. 14.00. AÐALFUNDUR Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn að Hótel Esju mánudaginn 29. marz 1982 kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Vcrzlunarmannafclag Rcykjavíkur VERKFRÆÐINGAR TÆKNIFRÆÐINGAR Rafmagnsveita Reykjavíkur vill ráða raforku-verkfræðing eða tæknifræðing til starfa við áætlanagerð fyrir raforku- virki. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá starfs- mannastjóra, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Umsóknar- frestur er til 2. apríl 1982. RAFMAGIMSVEITA REYKJAVÍKUR Kaupmenn — kaupfélög sadoloss Trélím, 5 tcgundir Kontaktlím, 8 tcgundir Nco-mastic Z þiljugrip. Límapótck fyrir heimiliö. Óf^Asaeirsson Hcildvcrzlun Sundaborg 37. Símar 39320 og 39355. íþrótt íþróttir íþrótt 21 mark — markamet Alfreðs í 1. deild! —og hann varð einnig markakóngur í deildinni 1982 með 109 mörk Alfreð Gislason, KR, setti nýtt markamet I 1. deildarkeppninni i hand- knattleik, þegar hann skoraði 21 mark gegn KA i leik KR og KA i Laugardals- höll í föstudag. Eldra metið átti Ingólfur Óskarsson, sem skoraði 20 mörk í leik Fram og ÍR 1963. Það var í gamla Hálogalandsbragganum, miklu minni sal en i Laugardalshöll, svo þar var léttara að skora. Fjögur af mörkum Alfreðs á föstudag voru skoruð úr vítaköstum. Hann fór heldur rólega af stað í leiknum. Hafði aðeins skorað þrjú mörk, þegar 20 mínútur voru af leik, eða þriðjungur leiktímans liðinn. En þá skoraði hann fimm mörk í röð — fimm síðustu mörk KR í fyrri hálfleiknum. Var því kominn með átta mörk eftir fyrri hálfleikinn. Hann bætti hins vegar ekki við nema þremur mörkum fyrstu 10 mín. í síöari hálfleik. Þá kominn með ellefu mörk. öruggur KR-sigur var þá í höfn, staðan 19—12, og eftir það léku KR- ingar upp á að Alfreð skoraði. Gerðu allt til þess að mörk hans yrðu sem flest. Stönzuðu meira að segja i hraðaupphlaupum til að gefa knöttinn á Alfreð. Síðustu mínúturnar lét Jóhann Ingi Gunnarsson Alfreð vera frammi á vellinum. Þurfti ekki að taka þátt í vörninni. Svipað og Þróttarar gerðu í fyrra, þegar Sigurður Sveinsson skoraði 16 mörk í síðasta leik Islands- mótsins gegn Val. Setti þá markamet í 1. deild samanlagt, 135 mörk. Mikil spenna á föstudag hve mörk Alfreðs Gislasonar yrðu mörg. Raunverulega allir spenntari en Alfreð því þessi hlédrægi, greindi piltur var á köflum bókstaflega feiminnsið hvað athyglin beindist að honum. En hann skoraði og skoraði. lOaf síðustu 13 mörkum KR. Markametið var í höfn, allar líkur á eftir leikinn að Alfreð yrði markakóngur mótsins, sem síðar kom á daginn, og stórsigur KR-inga var líka staðreynd, 33—20. Samtals skoraði Alfreð 109 mörk i 14 leikjum KR á íslandsmótinu. 28 þeirra úr vitaköstum. Hann er því markakóngur árið 1982. Næstur var Kristján Arason. FH, með 97 mörk. 49 Markakóngar f rá 1967 1967— Jón Hjaltalín Magnússon, Víkingi..............61 1968— Jón Hjaltalín Magnússon, Víkingi...............75 1969— Vilhjálmur Sigurgeirsson, ÍR...................69 1970— Geir Hallsteinsson, FH.........................68 1971— Geir Hallsteinsson, FH........................61 1972— Geir Hallsteinsson, FH....................... 86 1973— Einar Magnússon, Víkingi......................100 1974— Axel Axelsson, Fram...........................106 1975— Hörður Sigmarsson, Haukum.....................125 1976— Friðrik Friðriksson, Þrótti....................86 1977— Hörður Sigmarsson, Haukum....................111 1978— Björn Jóhannsson, Ármanni......................86 1979— Geir Hallstreinsson, FH........................96 1980— Kristján Arason, FH............................86 1981— Sigurður Sveinsson, Þrótti....................135 1982— Alfreð Gíslason, KR...........................109 Rétt er að geta þess að fyrstu árin léku aðeins sex færri. Núleikaáttaliðí l.deild. ð í deildinni og leikir því -hsím. þeirra skoruð úr vítaköstum og í þriðja sæti var markakóngurinn frá í fyrra, Sigurður Sveinsson, Þrótti, með 91 mark. 18 úr vítaköstum. Markakóngar Eftirfarandi leikmenn hafa orðið markakóngar í 1. deildarkeppnnni frá því byrjað var að leika í Laugardals- höllinni. • Alfreð Gislason — markaskorarinn mikH. Verður Karl Ben. þjálfari Fram? — Björgvin Björgvinsson mun hætta þjálfun liðsins • Kari Benediktsson. — Ég mun Ijúka mínu verkefni með Fram og leika með i bikarkeppninni. Eftlr það hef ég ákveðið að taka mér hvild frá 1. deildarhandknattleik, sagði Björgvin Björgvinsson, þjálfari Framliðsins. Hver verður eftirmaður Björgvins hjá Fram? Þær sögusagnir hafa gengið að stjórn Fram hafi hug á að fá danska þjálfarann Bent Nygaard sem hefur þjálfað ÍR-liðið undanfarin tvö ár. Leikmenn Fram-liðsins vilja aftur á móti að Karl Benediktsson verði þjálf- ari liðsins næsta keppnistímabil og leggja þeir mikla áherzlu á það. -sos. Njarðvíkingar sýndu hverjir erubeztir... — er þeir unnu KR 104:100 íslandsmeistarar Njarðvikur í körfuknattleik, sýndu og sönnuðu hverjir eru meistarar, þegar þeir lögðu KR-inga að velli 104—100 í fjörugum og skemmtilegum leik i úrvalsdeildinni i Njarðvík á föstudagskvöldið. Njarðvíkingar gáfu ekkert eftir, þótt að meisaratitillinn hafi verið kominn i höfn. Það var Danny Shouse sem skoraði flest stig fyrir þá 31, en Gunnar Þorvarðarson skoraði 18 stig og Valur Ingimundarson 15 stig. Stu Johnson var beztgur hjá KR-ingum — skorað 40 stig, en Jón Sigurðsson 22 stig. Lokastaðan Lokastaðan varð þessi i úrvalsdeild- arkeppninni i körfuknattleik eftir lciki helgarinnar: Njarðvik—KR 104:100 Fram—Valur 98—89 Njarðvík 20 16 4 1777:1595 32 Fram 20 14 6 1712:1557 28 Valur 20 12 8 1703:1655 24 KR 20 11 9 1625:1690 22 ÍR 20 6 14 1580:1709 12 ÍS 20 1 19 1638:1769 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.