Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 4
24
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982.
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982.
25
íþróttir
íþróttir
íþrótt
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
Lokastaðan í
1. deild
— og markhæstu leikmennirnir
Úrslit í 14. og lokaumferðinni í 1. deild íslands-
mótsins í handknattleik karla urðu þessi.
Valur —Þróttur 18—30
KR—KA 33—20
HK—Fram 13—18
FH—Vikingur 15—16
Lokastaðan í mótinu var þannig.
Víkingur 14 12 0 2 315- -239 24
FH 14 10 1 3 338- -311 21
Þróttur 14 10 0 4 315- -280 20
KR 14 9 1 4 314—291 19
Valur 14 6 0 8 281- -284 12
Fram 14 3 1 10 276- -326 7
HK 14 2 1 11 249- -284 5
KA 14 2 0 12 262- -335 4
Markahæstu leikmenn i deildinni.
Alfreð Gíslason, KR, 109/28
Kristján Arason, FH, 97/49
Siguröur Sveinsson, Þrótti, 91/18
Þorbergur Aðalsteinsson, Vík. 78/13
Friðjón Jónsson, KA, 72/14
Páll Ólafsson, Þrótti, 64/5
Ragnar Ólafsson, HK, 63/27
Egill Jóhannesson, Fram, 59/21
Sigurður Sigurðsson, KA, 53
Brynjar Harðarson, Val, 51/24
Hannes Leifsson, Fram, 50/2 -hsim.
Þeir skoruðu mörk
Víkings
Mörkin 315, sem Vikingar skoruöu í leikjunum
fjórtán á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum, voru
skoruö af ellefu leikmönnum. Skiptust þannig milli þeirra.
Þorbergur Aðalsteinsson 78/13
Páll Björgvinsson 47/7
Ólafur Jónsson 41
Sigurður Gunnarsson 35/13
Guðmundur Guðmundsson 31
Steinar Birgisson 30
Óskar Þorsteinsson 18/6
Árni Indriöason 15/3
Hilmar Sigurgíslason 11
Heimir Karlsson 7
Einar Magnússon 2 -hsím.
Minningarsjóður
um JónGunnlaug
Foreldrar Jóns Gunnlaugs Slgurðssonar, sem fórst
í bilslysi viö Fáskrúðsfjörö sl. fimmtudag, þau Sig-
urður Jónsson og Rakel Viggósdóttir, hafa ákveðiö
að stofna minningarsjóð um son sinn. Skipulagsskrá
sjóðsins er i undirbúningi en sjóðurinn á að stuöla
að því að Vikingur eignist iþróttahús á íþróttasvæði
sínu við Hæðargarð. Foreldrar Jóns Gunnlaugs
lögðu 20 þúsund krónur sem stofnfé I sjóðinn. Hann
mun bera nafn Jóns Gunnlaugs.
Jón Gunnlaugur Sigurðsson lék um langt árabil í
meistaraflokki Víkings. Varð íslandsmeistari með
Víking 1975 og lék i íslenzka landsliðinu. Foreidrar
hans komu með Ifk hans að austan á laugardag,
skömmu eftir úrslitaleik FH og Víkings í Hafnar-
firði. Allir ieikmenn meistaraflokks Víkings nú,
stjórnarmenn og eldri leikmenn, sem urðu íslands-
meistari með Jóni Gunnlaugi, voru á flugvellinum
og félagar hans úr meistaraliðinu 1975 báru kistuna
úr flugvélinni í líkbílinn.
Ajax skoraði 9!
Úrslit í úrvaisdeildinni i Hollandi í gær urðu þessi.
Maastricht—AZ ’67
Haarlem—RODA, Kerkrade
NEC, Nijmegen—Utrecht
Feyenoord—Deventer
Tilburg—PSV Eindhoven
PEC Zwolle—NAC Breda
Twente—Sparta
de Graafschap—Groningen
Ajax—Den Haag
Staða efstu liöa.
0—4
1—0
1—0
2—0
0—1
1—2
1—0
1—3
9—1
PSV 24 18 2 4 59—23 38
Ajax 24 17 3 4 87—34 37
AZ’67 24 15 4 5 52—28 34
Feyenoord 24 11 9 4 47—39 31
Utrecht 24 13 4 7 40—28 30
MIKILL BAR-
ÁTTULEIKUR
—sagði Bogdan Kowalczyk, þjálfari
Víkings, um úrslitaleikinn.
Bjóst frekar við þessum úrslitum,
sagði Geir Hallsteinsson
„Þetta var erfiður, sterkur og
harður leikur. Mikil barátta og ekki
fallegur handknattleikur, sem cr
eðlilegt í svo mikilvægum leik,"
sagði Bogdan Kowalczyk, þjálfari
Vikings, eftir að liö hans hafði
sigrað FH i Hafnarfirði og orðið
islandsmeistari þriðja áríð i röð.
,,Eg átti alitaf von á jöfnum
leik, taugaleik. Já, ég held að betra
liðiö hafi sigrað — bezta liðið í
mótinu. Að vísu getur slikt lið
tapað einum og einum leik. En þeg-
ar á heildina er litið tel ég að bezta
liðiö hafi oröið íslandsmeistari,”
sagði Bogdan ennfremur. Fyrir
leikinn samdi hann við handknatt-
leiksdeild Víkings um áframhald-
andi þjálfun hjá félaginu. Bogdan
Kowalczyk verður þvi þjálfari
Islandsmeistaranna næsta vetur,
fimmta leiktimabilið. Undir stjórn
hans hefur Víkingur náð frábærum
árangri, þrisvar orðið íslands-
meistari og auk þess bikarmeistari
og Reykjavíkurmeistari oftar en
einu sinni.
Bjóst frekar við þessu
,,Ég er ekkert óánægður með
þessi úrslit og leikinn. Bjóst frekar
við þessum úrslitum fyrirfram. En
FH-strákarnir eru ungir og eiga
framtíðina fyrir sér,” sagði Geir
Hallsteinsson, þjálfari FH, eftir úr-
slitaleikinn í íþróttahúsinu i
Hafnarfirði á laugardag.
-hsím.
íslandsmeistarar Vikings 1982. Fremri röð frá vinstri: Heimir Karlsson, Óskar Þorsteinsson, EHert Vig-
fússon, Páll Björgvinsson, fyrirliði, Kristján Sigmundsson og Guðmundur Guðmundsson. Efri röð: Guðjón
Guðmundsson, liðsstjóri, Ólafur Jónsson, Árni Indriðason, Þorbergur Aðalsteinsson, Steinar Birgisson,
Bogdan Kowalczyk, Sigurður Gunnarsson, Hilmar Sigurgislason og Jón Kr. Valdimarsson, formaður hand-
knattleiksdeildar Vfkings.
DV-mynd Gunnar.
--- - =
Víkingur íslandsmeistari
Guðmundur Guðmundsson gulltryggir Vikingum lslandsmeistaratitilinn 1982,
vippar knettinum yfir Gunnlaug Gunnlaugsson, markvörð FH. Staðan 16—14 fyrir
Viking og aðeins 100 sekúndur til leiksloka. Frábært mark unga landsliðsmannsins.
DV-mynd Gunnar.
í einum tvísýnasta úrslitaleik sem
háður hefur verið í íslandsmótinu í
handknattleik vörðu Vikingar íslands-
meistaratitil sinn með þvi að sigra FH
16—15 i iþróttahúsinu í Hafnarfirði á
laugardag. Spennan var rafmögnuð
allan leikinn og þó mest loka-
mínúturnar. Þremur mínútum fyrir
leikslok kom Þorbergur Aðalsteinsson
Vikingum í 15—14. FH-ingar reyndu
ákaft að jafna, Kristján Arason skaut á
markið en Ellert Vigfússon,
markvörður Víkings, varði glæsilega
efst i markhorninu. Vikingar brunuðu
upp og Guðmundur Guðmundson
komst frír inn úr horninu. Vippaði
knettinum yfir markvörð F'H. Frá-
bærlega að verki staöið hjá landsliðs-
manninum unga og þar með var sigur
Víkings í íslandsmótinu í höfn. Staðan
16—14 og aðeins 100 sekúndur eftir.
FH gat varla skorað þrjú mörk á þeim
tima. FH sótti og þegar 80 sek. voru
eftir var dæmt vitakast á Víkinga.
Víkingaþjálfarinn Bogdan Kowalczyk
mótmælti dómnum ákaft og
Gunnlaugur dómari Hjálmarsson
vísaði Bogdan til búningsklefanna.
Síðan tók Kristján Arason vítakastiö
og skoraði, 16—15. Allt á suðupunkti í
íþróttahúsinu. Sæmundi Stefánssyni,
FH, vikið af velli, rétt á eftir Þorbcrgi
hjá Vikingi. FH náði knettinum og
brunaði upp. Steinar Birgisson braut á
leikmanni FH, sem þó tókst að koma
knettinum áfram til Finns Árnasonar.
Hann skoraði en Gunnlaugur hafði
flautað á brot Steinars „það hvarflaði
ekki að mér að FH-ingum tækist að
gefa á Finn,” sagði hann eftir leikinn.
Þar tók hann jafntefli af FH — liðið
fékk aukakasl. Nokkrar sekúndur eftir
og FH-ingar misstu knöttinn. Víkingar
i sókn, brotiö var á Guðmundi þremur
sekúndum fyrir leikslok. Víkingar hirtu
ekki um að taka aukakastið. Sigur I
mótinu var þeirra — þriðja árið i röð.
Iþróttahúsið í Hafnarfirði var meira
en yfirfullt er leikur FH og Víkings
hófst. Ahorfendur hér og þar og alls
staðar, lágu við hliðarlínur, voru
jafnvel inni á leikvellinum. Talið er að
þeir hafi verið hátt í 1500 eða miklu
fleiri en húsið rúmar. Hundruð urðu
frá að hverfa. „Það var á mörkunum
að hægt væri að láta leikinn fara fram,
það var varla hægt að bjóða leik-
mönnum upp á þetta,” sögðu dómar-
arnir Gunnlaugur og Óli Olsen. En það
var hægt að ljúka leiknum við þessar
Sigraði FH16-15 í æsispennandi úrslitaleik á laugardag
Bogdan Kowalczyk verðar áfram þjálfari Vlkiag*.
erfiðu aðstæður. Ólga eftir leikinn og
litlu munaði að kæmi til handalög-
mála. Ekki allir sáttir við úrslit leiksins.
Víkingar byrjuðu betur
Leikurinn byrjaði heldur rólega en
Víkingar voru fyrri til að ná valdi á
taugunum. Skoruðu tvö fyrstu mörkin,
Steinar og Árni Indriðason. Kristján
skoraði fyrsta mark FH úr vítakasti á
8. mín. Pál Björgvinsson svaraði strax
fyrir Víking, 3—1. Guðmundur
Magnússon skoraði fyrir FH, Sigurður
Gunnarsson fyrir Víking en síðan
jöfnuðu Sæmundur og Valgarð
Valgarðsson f 4—4. Fyrri hálfleikurinn
hálfnaður. Páll hafði verið mjög virkur
í sóknarleik Víkings og þjálfari FH,
Geir Hallsteinsson, greip til þess ráðs
að láta taka hann úr umferð það sem
eftir var leiksins. Víkingar tóku upp
sama hátt gegn Kristjáni Arasyni
' skömmu síðar.
Greinilegt var, að FH-ingar höfðu
búið sig mjög vel undir að taka á móti
Þorbergi í sókninni, kynnt sér vel
leikaðferðir Víkings. Þjálfari Víkings,
Bogdan Kowalczyk, kom með mótleik.
Hvíldi Þorberg langtímum saman ii
sókninni en lét Sigurð Gunnarsson taka
hlutverk hans. Þetta heppnaðist vel hjá
Bogdan. FH-ingar áttuðu sig ekki eins
á Sigurði, sem skoraði þrjú mörk fyrir
lið sitt á þýðingarmiklum augna-
blikum. Lék sinn bezta leik með Vik-
ingi frá því hann kom heim sl. haust frá
Þýzkalandi.
Páll BJörgvInsson hampar bikarnum
eftir að Júllus Hafsteln, formaður HSÍ,
hafði afhent honum hann.
DV-mynd Gunnar.
Jafnt var á öllum tölum upp í 7—7,
þar sem Víkingar skoruðu á undan. En
síðan náðu FH-ingar sínum bezta leik-
kafla. Eftir að Kristján Arason hafði
jafnað fyrir FH úr vítakasti á 25. mín.
— Kristján Sigmundsson hafði varið
frá honum víti í stöðunni 4—4
komst FH í fyrsta skipti yfir á 27. mín.
Hans Guðmundsson skoraði og síðan
kom Kristján FH I 9—7. FH-Iiðið náði
knettinum aftur og hafði möguleika á
að ná þriggja marka forskoti, en það
tókst ekki. Víkingar fengu knöttinn.
Guðmundur lék mjög hratt upp,
brotið á honum og aukakast.
Guðmundur fékk knöttinn og brauzt
inn af linu þremur sek. fyrir hálfleiks-
lok og skoraði. 9—8 í hálfleik og þetta
var þýðingarmikið mark fyrir Víking.
Spennan gífurleg
Víkingar byrjuðu með knöttinn í
síðari hálfleik. Ólafur Jónsson, sem
átti stórleik í Víkingsliðinu, bezti
maður á vellinum, jafnaði fljótt í 9—9.
Víkingar létu ekki þar við sitja. Komust
i 10—9 á 34. mín. með marki Páls.
Hans jafnaði strax, bezti maður FH
eftir að Kristján var tekinn úr umferð.
Ólafur kom Víking aftur yfir, Hans
jafnaði i 11 —11. Víkingar skiptu um
markmann og EUert átti eftir að koma
mikið við sögu með snjallri
markvörzlu. Á 41. mín. náði Víkingur
forustu með marki Sigurðar. Pálmi
Jónsson en tvívegis náði svo Ólafur
forustu fyrir Víking, en Kristján og
Guðmundur Mag. jöfnuðu í 14—14 og
tæpar 12 mín. til leiksloka.
Mikið jafnræði með liðunum og
áhorfendur, sem að miklum meirihluta
studdu FH, vel með á nótunum.
Víkingsþjálfarinn reyndi ýmislegt til að
vega upp á móti að Páll var tekinn úr
umferð. Notaði engan línumann en var
með þrjár langskyttur fyrir utan, Þor-
berg, Steinar og Sigurð. FH-vörnin
lagði ofurkapp á að gæta þeirra og
hornin opnuðust. Ólafur nýtti það
mjög vel. Þorbergur í sérstaklega
strangri gæzlu en þremur mín. fyrir
leikslok brauzt hann I gegn. Skoraði
sitt eina mark í leiknum, 15—14 og rétt
á eftir varði Ellert frá Kristjáni.
Guðmundur gulltryggði svo sigur
Víkingsog lokunum er áður lýst.
Sterkur varnarleikur
Leikurinn einkenndist öðru fremur
af sterkum varnarleik beggja liða. Þar
var ekkert gefið eftir. Markvarzla mjög
þokkaleg, snjöll þó hjá Ellert. Talsvert
um villur í sóknarleiknum. Skiljanlegt I
svo mikilvægum leik. Sigur Víkings
byggðist fyrst og fremst á jafnari
liðsheild. Þar er hvergi veikur hlekkur.
Varla hægt að nefna einn leikmenn
öðrum fremur nema hvað Ólafur sýndi
allar sínar beztu hliðar. Hreint frábær.
Árni bindur vörnina mjög vel saman og
hreyfanleiki þar er mikill allan leikinn.
Leikmenn í toppþjálfun.
FH hefur ungum leikmönnum á að
skipa, mjög efnilegum. Kristján er
þegar kominn í hóp okkar albeztu
leikmanna en þegar hann er tekinn úr
umferð riðlast sóknarleikurinn
nokkuð. Valgarð átti mjög góðan leik
framan af, Hans og Sæmundur traustir
allan leikinn en liðsheildin miklu
veikari en hjá Viking. FH saknaði Þor-
gils Óttars Mathiesen, hins snjalla
línumanns, þó svoGuðmundurMagnús-
son stæði eftir atvikum vel fyrir sinu.
Ungu FH-ingarnir stóðu vel fyrir sínu
þó þeir yrðu að lúta í lægra haldi fyrir
snjöllu Víkingsliði. Flestir sammmála
því að Víkingur sigraði verðskuldað í
mótinu. Geysilega sterkt lið.
Frábær árangur
Víkingur sigraði eins og áður segir
þriðja árið i röð á íslandsmótinu.
Árangur liðsins þessi þrjú ár er hreint
frábær. Liðið hefur leikið 42 Ieiki í
þeim, sigraði í 39, gert eitt jafntefli og
tapað 2 leikjum. Hlotið 79 stig af
84 mögulegum á þessum þremur
íslandsmótum. Aðeins tapað fimm
stigum í þrjú ár. Frábær árangur og
hreint ótrúlegur þegar litið er á árangur
þess liðs, sem var í öðru sæti á
mótinu, sem nú var að Ijúka. FH
tapaði sjö stigum á þessu íslandsmóti.
Mörk FH í leiknum á laugardag
skoruðu Kristján 6/3, Hans 3, Guðm.
Mag. 2, Valgarð 2, Sæmundur 1 og
Pálmi 1. Mörk Víkings skoruðu Ólafur
5, Sigurður 3, Steinar 2, Páll 2,
Guðmundur 2, Árni 1 og Þorbergur 1.
Dómarar eins og áður segir
Gunnlaugur og Óli Olsen. FH fékk
fjögur vítaköst í leiknum. Nýtti þrjú.
Víkingur fékk ekkert vítakast i
leiknum. Sex sinnum var leikmönnum
FH vikið af velli. Hans og Valgarð
tvívegis, Kristjáni og Sæmundi. Fimm
sinnuin var Víkingum vikið af velli,
Árna tvívegis, Hilmari, Steinari og
Þorbergi. -hsím.'
Páskar í
Nú œtlum við hjá Flugleiðum að bjóða þér í spennandi íerð. Áíangastaðurinn
er Chicago við Michiganvatn. Þar er að íinna saíaríkustu steikur vestursins,
írœgar byggingar eins og Wrigley'shúsið, Sears Tower og Baha'ihoíið, írá-
bœrar verslunarmiðstöðvar eins og Woodíield Shopping Mall, sem er rétt utan
við borgina.
Dvalið verður á Holiday Inn hótelinu allar nœtumar sjö. Brottfarir verða viku-
lega á sunnudögum, sú fyrsta er páskaíerð 4. apríl. Verðið er ekki síður spenn-
andi en áíangastaðurinn og inniíalið er flugíar, gisting, flutningur til og írá
flugvelli, kynnisferð um borgina og íslensk íararstjóm. Að auki er möguleiki á
ýmsum skoðunarferðum m.a. siglingu um Michiganvatn.
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi
Verð írá 5.970 kr.